Dagur - 03.05.2000, Blaðsíða 12

Dagur - 03.05.2000, Blaðsíða 12
12 - MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 ERLENDAR FRETTIR I stríði við Bjðrk Egil „Drillo" Olsen ásamt aðstoöarmönnum í síðasta leik sem framkvæmdastjórí Wimbledon. Olsen rekinn frá Wimbledon Stríðsástand ríkti við gerð myiidarinii- ar Dancer in the Dark, sem sýnd verð- ur á kvikmyndahá- tíðinni í Cannes síð- ar í mánuðinum. Bæði Björk Guðmundsdóttir og Lars von Trier misstu hvað eftir annað stjórn á sér meðan á töku kvikmyndarinnar Dans- ari í myrkri stóð yfir. Við lá að ekkcrt yrði af gerð myndarinn- ar og framleiðandinn yrði gjaldþrota. Klippingu myndar- innar átti að Ijúka þann I. febrúar síðastliðinn, en það var ekki fyrr en um síðustu helgi sem endanlegri klippingu lauk. Þetta kemur fram f frétt danska dagblaðsins Berlingske Tidende í gær. Allt virðist þó hafa endað þokkalega vel og myndin er sögð vera meistara- verk mikið sem þau bæði mega vera stolt af. Hún verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi, þar sem hún hef- ur verið tilnefnd til verðlauna. Samskiptaerfiðleikarnir virð- ast fyrst hafa fyrir alvöru fátið á sér kræla eftir að leikstjórinn bauð Björk í sumarhús, þar sem hann reyndi að dáleiða hana. Að sögn Berlingske tidende var það gert til þess að hjálpa Björk að finna sálina í aðalpersónu myndarinnar, sem Björk Ieikur. Björk bregst ókvæða við þessari tilraun og hélt því fram að Trier hafi ver- ið að reyna að hafa áhrif á und- irmeðvitund sína. Utitökurnar í júní 1999 gengu nokkurn veginn áfalla- laust íyrir sig, en það er í júlí sem innitökur í stúdíói hefjast, og þá fer að bera á því að Björk lifi sig svo mikið inn í hlutverk- ið að hún eigi í erfiðleikum með að takast á við það. I Berl- ingske tidende er það útskýrt með því að hún sé ekki reynd- ur leikari og hafi því ekki þá tækni sem þarf til þess að Ieika hlutverk af þessu tagi án þess að taka það inn á sig. Upphaf- lega ætlaði hún reyndar ekki að gera annað en að semja tón- listina lyrir myndina, sem er söngvamynd, en Lars von Trier sannfærði hana um að taka að sér aðalhlutverkið. Þrisvar sinnum cr hún sögð hafa brotnað saman, fallið í grát og verið óhuggandi. Lars von Trier er þekktur íyrir sér- visku sina og erfitt skap, og dag nokkurn varð þetta ástand honum um megn þannig að hann tók æði og braut m.a. tvo sjónvarpsskjái. Eftir það var röðin komin að honum að brotna niður og vera óhugg- andi. Atburðarásin virðist svo hafa náð hámarki skömmu síðar þegar Björk fékk stjórnlaust reiðikast og notaði m.a. tenn- urnar til þess að tæta Ieikbún- inginn sinn í tætlur meðan fólk horfði agndofa á. Að því búnu klifraði hún berfætt yfir margra metra háa gaddavírs- girðingu og gekk þannig til fara 25 kílómetra leið heim til sín í Hellerup, þar sem hún var með hús á leigu. Næstu daga bíður kvik- myndatökufólkið í óvissu og veit ekkert hvað varð um Björk né hvort hún ætlar sér að halda áfram vinnunni. Að fjór- um dögum liðnum birtist hún ásamt ráðgjöfum og lögfræð- ingum og segist vilja hætta öllu frekara starfi að myndinni. Það hefði þýtt gjaldþrot kvik- myndalyrirtækisins Zentropa, sem hafði Iagt 100 milljónir danskra króna í gerð myndar- innar. Að sögn Berlingske vildi Björk um tíma heldur greiða fyrirtækinu þessar 100 milljón- ir en að halda áfram starfinu að myndinni, jafnvel þótt húri hafi ekki átt svo mikið fé til. Um síðir sættist hún þó á að semja um framhaldið, og jtrð-' urstaðan úr þeim samningum var m.a. sú að Björk skyldi éiga rétt á því að klippingin á öllum tónlistaratriðum ( myndinni, þar sem tónlist eftir Björk er notuð, verði borin undir hana. Brottreksturiim kom Egil „Drillo“ Olsen á óvart. XJmfjöllim fjöl- miðla að mestu lygi. Er hættur að þjálfa knattspymu. Norðmaðurinn Egil „Drillo“ OI- sen, sem verið hefur knatt- spyrnustjóri enska úrvalsdeildar- liðsins Wimbledon á yfirstand- andi kcppnistímabili, var um helgina rekinn frá félaginu eftir ömurlegt gengi að undanförnu, þar sem liðið hefur tapað átta leikjum í röð og er nú í þriðja neðsta sæti deiidarinnar í bull- andi fallhættu. „Eg átti alls ekki von á þessu núna og bjóst við að vera a.m.k. út keppnistímabilið. Björn Rune Gjcldsen, stjórnarformaður og annar eigandi liðsins halði full- vissað mig um það fyrir nokkrum dögum. Ef ég hefði fengið að starfa áfram er ég viss um að mér hefði verið boðið að þjálfa liðið eftir leikin við Southamton því ég er handviss um að Wimbledon hefði ekki fallið. Gjeldsen hefur skipt um skoðun síðan við töluð- um saman síðast. Hann hringdi í mig í bítið á mánudagsmorgnin- um og þegar Iöngu samtali okkkar var lokið varð niðurstaðan sú að ég væri ekki lengur knatt- spyrnustjóri Wimbledon. En ég vil taka það fram að ákvörðunin var alfarið hans.“ Viss um að liöið heldur sér uppi Drillo segist vel vita að það séu takmörk fyrir því hve þjálfara sé liðið að tapa mörgum Ieikjum og vegurinn á milli heiðurs og háð- ungar, geti verið ansi stuttur. „Þegar maður hefur tapað fimm leikjum fer að hitna undir manni og erfiðleikarnir aukast við hvert tap eftir það. En það hvarflaði aldrei annað að mér en að standa við rninn hluta samn- ingsins og stjórna Wimbledon í úrvalsdeildinni, út næsta keppn- istímabil. Eg er samt nokkuð viss um að liðið hcldur sér uppi. En eigcndurnir voru komnir á aðra skoðun og því er ég ekki jeh|júr þjálfari þar.“ Ekki allir á sama máli Drillo segir að sögusagnir um óá- nægju leikmanna. Wimbledon hafi að mestu verið búnar til af fjölmiðlum og blásnar út þar án þess að leita staðfestinga. „Meira en helmingurinn af því sém sagt er um óánægju leik- mannanna er einfaldlega lýgi. Eg skal segja þér sanna sögu úr því sem hefur verið að gerast í leik- mannahópnum. Einn allra besti maður liðsins, Hermann Hreið- arson, kom til mín fyrir örfáum dögum og sagði að hann og flest- ir leikmenn liðsins væru mjög leiðir yfir frásögnum fjölmiðla um skoðanir leikmanna á þjálfar- anum. Hann sagði að varðandi flesta leikmpnn ætti þetta ekki við nokkur rök að styðjast. Fyrir- liðinn, Kenny Cunningham, og fleiri leikmenn hafa Ifka lýst undrun sirini á því sem gerst hef- ur. En ég veit líkp að ekki eru all- ir leikmenn alveg á sama máli.“ Þekktasti konunúnisti Noregs Egil Olsen gerir ekki ráð fyrir að taka að sér að þjálfa annað knatt- spyrnulið. Hann reiknar með því að sinna verkefnum sínum lyrir norska ríkisútvarpið og er þess full viss að fleira falli til. Félagið verður að borga honum rúmlega 25 milljónir króna í eftirlaun þannig að hann þarf ekki að ótt- ast peningaleysi. „Nei, ég reikna ekki með því að byrja að þjálfa aftur. Maður á auðvitað aldrei að segja aldrei, en Iíkurnar á að ég byrji að þjálfa aftur eru minni frekar en meiri í dag,“ sagði Egil Olsen, sem nú flytur aftur til Noregs ásamt eig- inkonu sinni, dóttur, hundi og tölvuforitunum sem reiknuðu út leikskipulag hans. Það er kald- hæðni örlaganna að þekktasti kommúnisti Noregs, Egil „Drillo“ Olsen, var rekinn úr vinnu sinni á hátíðisdegi verkalýðsins, 1. maí, af þekktustu „nýríku Nonn- um“ Noregs, þeim Kjeil Inge Rökke og Björn Rune Gjeldsen, sem eru aðaleigendur Wimbledon. Úrslit Mkja um helgina Knattspyrna Deildarbiknr karla 16-liða lírslit: Valur - Tindastóll 2-1 Leiftur - Breiðablik 2-1 ÍA - Fylkir 1-3 KR - KA 0-1 Grindavík - Skallagrímur 2-1 Víkingur R. - ÍBV 1-3 Keflavík - Stjarnan 2-0 Dalvík - FH 1-5 Deildarbikar kvenna A-riðiIl: Þór/KA - ÍBV 2-3 Þór/KA - Stjarnan 0-7 ÍBV - Breiðablik 1-2 B-riðill: ÍA-FH 4-1 KR - Valur 1-4 HEIMURINN Barist við maimræningi ana FILIPSEYJAR - Til skotbardaga kom milTi hermanna og mann- ræningjanna á Filipseyjum, og lést a.m.k. einn hermaður og fimm særðust. Atökin áttu sér stað í aðeins kílómetra fjarlægð frá þeim stað, þar sem gíslarnir 21 eru hafðir í haldi. Heilsufar gíslanna hefur auk þess versnað til muna, og Iæknir á Filipseyjum sem skoðað hefur gíslana, segir að tveir þeirra þurfi nauðsynlega að komast á sjúkrahús hið fyrsta. Þeir hafa ekki aðra næringu en hrísgijón og regnvatn. Stjórn Filipseyja hafnar þeirri kröfu mann- ræningjanna, að Sameinuðu þjóðirnar taki þátt í samningavið- ræðunum. Einn gíslanna varaði eindregið við því að her Filipseyja geri árás á bækistöðvar mannræningjanna, því það mundi kosta blóðbað. Auk þess sagði sami gísl, í viðtali við þýska fréttastofu, að meðan hermennirnir haldi sig í nágrenninu geti gíslarnir ekki fengið neinar nauðsynjar. Óeiröir í Berlín ÞÝSKALAND - Meira en 200 lögreglumenn særðust í átökum við óeirðarseggi í Berlín á mánudag, en þar er löng hefð fyrir því að efnt sé til uppþota og óláta þann 1. maí ár hvert, og gera margir uppþotafíklar sér sérstaka ferð til Berlínar af þessu tilefni. Meira en 400 manns voru handteknir þetta árið. I kjölfar ólátanna urðu harðar umræður á þýska þinginu um nauðsyn þess að setja hert- ar reglur til þess að koma í veg fyrir atburði af þessu tagi. Stétt- arfélag lögreglumanna hefur hins vegar lýst sig andvígt því, og segir mikiívægt að skoðanafrelsi njóti áfram stjórnarskrárverndar. Johannes Rau, forseti Þýskalands, sagðist jafnframt andvígur því að takmarka tjáningarfrelsi, Útbreiðsla astma stöðugt að aukast Alþjóðlega heilbrigðisstofnunin (WHO) skýrði frá því í gær að 1 50 milljónir manna um heim allan séu haldnir astma, og fari þeim jafnt og þétt fjölgandi. A undanförnum tfu árum hefur fjöl-i di astmasjúklioga 1 Vestur-.Evrópu tvöfaldast, og í Astralíu er hvorki meira en fjörða hvert barn með astma. Að sögn fulltrúa WHO hafa vísinda.ménri enga skýringu á því hvers vegna út- : brpiðsla'astmá hafi aukist svo mjög sem raun er á. I dag, 3. maí, er alþjóðlegur astmadagur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.