Dagur - 06.05.2000, Blaðsíða 1

Dagur - 06.05.2000, Blaðsíða 1
Tekist er á um ritara og nafn Össur Skarphédinsson og Tryggvi Haraðarson eftir að úrslit lágu fyrir í formannsslagnum. Össur 76% en Tryggvi 22%. „Meira en full- nægjandi,“ segir Öss- ur. Sjálfkjörió í önnur embætti nema stöðu ritíira. Slegist um ritar ann, ESB og nafngift flokksins í dag. Ossur Skarphéðinsson sigraði Tryggva Harðarson örugglega í for- mannskjöri Samfylkingarinnar, en úrslitin voru tilkynnt á stofnfundi flokksins í Borgarleikhúsinu í gær. A fundinum ríkti mikil gleði yfir að flestra mati löngu tímabærri flokksstofnun og kjöri sterks for- manns, en á þá gleði skyggði nokk- uð síðdegis í gær, þegar tekist var á um ritaraembætti flokksins, þar sem bæði Kvennalistinn og Ungir Jafnaðarmenn vildu sinn mann. Var kosningu í það embætti frestað til dagsins í dag. 10.192 höfðu rétt til að kjósa í formannskjörinu og hafði þeim fjölgað um rúmlega tvö þúsund í aðdraganda kosninganna. AIIs bár- ust 4.574 atkvæði eða 44,9% heildarinannar. 173 atkvæði bár- ust ekki með fullnægjandi hætti. Greidd atkvæði voru því 4.401. Af þeim fékk Össur 3.363 eða 76,4%. Tryggvi fékk 956 atkvæði eða 21,7% og 82 atkvæði voru auð eða ógild eða 1,9%. „Meira en fullnægjandi“ Össur sagði í samtali við Dag að hann væri mjög ánægður með út- komuna. „Þetta er meira en full- nægjandi frá mínum sjónarhóli séð. Eg var nokkuð sannfærður um að ég myndi sigra, en taldi að Tryggvi gæti gert mér nteiri skrá- veifu; kemur enda úr því kjördæmi þar sem stokkur Samfylkingarinn- ar er hvað gildastur og reynslu- mestur. Ég varð var við töluverðar hringingar Tryggva og hans fólks, en fór sjálfur ekki út í slíkt fyrr en undir lokin með harðvítugu kosn- ingastarfi síðustu dagana. Og ég er ánægður með útkomuna, sem Tryggvi getur líka verið sáttur með, því hann kemur algjörlega stand- andi niður. Án þess að gerast spá- maður tel ég þó líklegt að hann kunni nú að knýja á einhveijar dyr sem liggja að öðrum vettvöngum stjórnmálabaráttunnar en akkúrat þessari fórmannsstöðu," segir Öss- ur. Tryggvi sagðist bærilega sáttur við niðurstöðuna. „Ég fór auðvitað í þetta til að sigra, en vissi að á brattann væri að sækja. Miðað við allar aðstæður get ég vel við unað með fjórðung atkvæða. hvað Össur varðar segir prósentutalan ekkert til um hvort hann telst sterkur for- maður eða ekki, heldur fer það eft- ir verkum hans og vinnu. Og ég hef fulla trú á því að Össur muni klára þetta verkefni sitt vel.“ Steinium eða Katrin? Ekki fór það svo að Ásta Ragnheið- ur Jóhannesdóttir byði sig fram til varaformennsku í flokknum og var Margrét Frímannsdóttir sjálfkjörin í embættið. Þá voru Ágúst Einars- son og Eyjólfur Sæmundsson sjálf- kjörnir í embætti formanns fram- kvæmdastjórnar og gjaldkera flokksins. Hins vegar varð að fresta kjöri til ritara flokksins vegna átaka milli Kvennalistans og Ungra jafn- aðarmanna. Ljóst er að stofnfund- urinn mun kjósa milli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarfull- trúa og Katrínar Júlíusdóltur vara- formanns Ungra jafnaðarmanna og fer sú kosning fram í dag - nema plotturum takist að ná ann- ari lendingu. Stofnfundurinn heldur áfram í dag með kosningu í framkvæmda- stjórn og flokksstjórn, vinnu mál- stofa og afgreiðslu stjórnmálaá- lyktunar og annarra tillagna. Búast má við átökum um tillögur að að- ildarumsókn að ESB og eins um nafngift llokksins. — FÞC. Sjá bls. 8-9. Vaxtabætur undir linífinn? Seðiabankamenn segja býnt að grípa til reyndra aðgerða sem hafa tiltölulega örugg og skjótvirk áhrif á eftirsprun. Til þess að vinna gegn þenslunni og auka þjóðhags- legan sparnað - scm er nú í sögu- Iegu lágmarki - telja þeir niður- skurð opinberra útgjalda hvað vænlegastan, einkanlega vinnu- aflsfrekar framkvæmdir. Einhvers konar skattahækkanir komi einnig til álita og ýmsar aðrar óhefð- bundnar aðferðir komi líka til greina. Vaxtabótakerfið segja Seðlabankamenn niðurgreiða vexti lyrir almenning og því spurningu hvort það eigi rétt á sér í óbreyttri mynd. — Sjá bls. 5. Össur mimfara vel með fjöreggið „Formennirnir þurftu að stíga til hliðar og gefa þessu nýja stjórn- málaafli svigrúm til að vaxa og dafna undir nýrri forystu, í þessu tilfelli Össurar Skarphéðinssonar sem við fögnum mjög og treystum. Við afhendum honum þetta fjöregg og hann mun fara mjög vel með það. Ég veit það. Ef honum tekst ekki að leiða okkur í sam- starfi þá tekst það heldur ekki neinum öðrum í þingflokki Sam- (ylkingarinnar." Þetta segir Mar- grét Frímannsdóttir sem sér draum sinn um sameiningu jafn- aðarmanna rætast nú um helgina. í helgarviðtali Dags rifjar hún upp þá sögu og horfir til framtíðar. Traustið er mikilvægt, segir Sævar Helgason framkvæmda- stjóri íslenskra verðbréfa í viðtali við helgarblaðið um fslenska verð- bréfamarkaðinn. Kenningin um að tengdadætur þoli ekki tengdamæð- ur - og öfugt - á ekki við urn þær Sigrúnu Hjálmtýs- dóttur söng- konu (Diddú ) og Salóme Þorkelsdóttur fyrrverandi alþingis- niann. Helgarblað Dags heimsótti þær í Mosfellsbæ á dögunum Hvernig geta konur framið kyn- fcrðislegt sjálfsmorð? Ragnheiður Eiríksdóttir upplýsir það í kyn- lífspistli helgarblaðsins. Og svo er það bíó og bækur, matur og vciði, sönn dómsmál, spurningaleikur, krossgáta og margt margt fleira. Góða helgi! Sigrún og Salóme. SJÓN ER SÖGU RÍKARI QöD\oumm Geislagötu 14 • Simi 462 1300 Planus 2 • 100 HZ f! • Fjölkerfa (i • Myndlampl (Super black llne) sá skarpaSti ti • Islenskt textavarp • Allar aðgerí • Tvö scart tengl • Hljóðmagnari Nlcam viðóma (stereo) 2x25 W.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.