Dagur - Tíminn Reykjavík - 04.01.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 04.01.1997, Blaðsíða 2
2 - Laugardagur 4. janúar 1997 íDagur-©tnmn Heiti Potturinn Onefndur pottormur fór með eftirfarandi vísur í gær í tilefni þess að bisk- up bað presta fyrir jólin að biðja fyrir fátækum. For- sætisráðherra kannast hins vegar ekki við neina fátækt, sbr. áramótaávarpið. Nú sultarólin samanhert særir kirkjugestinn, mun það vera mest um vert ef messan friðar prestinn. Auðvitaó er ekkert svar inn íkirkju að ganga, það borðar ekki bænirnar blessað fólkið svanga. IÓIafsfirði heyrðist fleygt í gær að Fiskverkun Sæ- unnar Axels velti nú upp þeim möguleika að taka Hraðfrystihús Ólafsfjarðar á leigu sem hefur verið lokað vegna rekstarörðugleika eins og kunnugt er. Til- gangurinn mun vera að verka bolfisk í salt og þurrka m.a. á Brasilíumark- að. Töluvert annríki var í gær í bókabúðum og þá aðallega vegna skila fólks og skipta á jólabók- unum. Án þess að heimild- armenn heita þottsins séu öruggir í þessu efni mun töluvert mikið hafa komið inn af bók Benjamíns H. Ei- ríkssonar sem Hannes Hólmsteinn ritaði. F R E T T I R Geislaplötur Emilíana á toppnum Merman seldist í 12 þúsund eintökum. Strumpar, Pottþétt jól, Bubbi og Páll Óskar á topp fimm. Emilíana Torrini er tví- mælalaust skærasta stjarnan í íslenska popp- heiminum ef marka má sölutöl- ur, en geislaplata hennar, Mer- man, seldist alls í 12 þúsund eintökum á nýliðnu ári. Álíka sala hefur ekki sést síðan árið 1993 en þá seldust um 14 þús- und eintök af plötu Bubba, Líflð er ljúft. I öðru sæti var Strumpaplat- an sem seldist í 10 þúsund ein- tökum og í þriðja sæti var safn- platan Pottþétt jól í 9500 ein- tökum. í íjórða sæti er svo Bubbi Morthens, en platan hans Allar áttir seldist í 8 þús- und eintökum. Páll Óskar er síðan í ílmmta sæti með plötu sína Seif sem fór í um 7 þúsund eintökum. Þessar sölutölur eru þó háð- ar þeim fyrirvara að skilatími á geislaplötum stendur enn yfir í plötubúðum landsins. Endan- Sölutölur segja Emilíönu Torrini skærustu stjörnuna á plötumarkaði. legt uppgjör verður birt í næsta mánuði þegar íslensku tónlist- arverðlaunin verða afhent. Þeir Aðalsteinn Magnússon kynningarstjóri Skffunnar og Jónatan Garðarsson hjá Spor hf. eru ánægðir með heildarsöl- una á síðastliðnu ári og telja að um verulega aukningu sé að ræða frá fyrra ári. Það helgast aðallega af hagstæðu verðlagi á geislaplötum sem hefur lítið Mynd: GS breyst á undanförnum árum. En á fyrstu þremur ársijórð- ungum 1996 jókst heildarplötu- salan um 12,5% í verðmætum að undanskildri aðalvertíðinni sem alla jafna fer fram á síð- asta ársfjórðungi hvers árs. Samkvæmt því er ekki óvarlegt að áætla að aukningin geti numið allt að 20% ef ekki meir þegar árið verður gert upp. -grh Akureyri Dýr áramótaskemmtun Við látum þetta ekki af- skiptalaust, enda fara ár- lega miklir peningar í skemmdir á jólaskreytingum. Sem dæmi má nefna að fyrir ári voru 730 perur eyðilagðar og hver pera kostar um 90 kr,“ segir Eiríkur Bóasson, verk- stjóri hjá umhverfisdeild Akur- eyrarbæjar. Bærinn hyggst höfða bótakröfu á hendur manninum sem olli töluverðum skemmdum með því að klifra upp í jólatréð á Ráðhústorgi á nýársnótt og einnig verður hann látinn greiða fyrir kostnað slökkviliðs og rafveitu. Hann hefur lýst sig fúsan til að greiða fyrir tjónið en heildaríjárhæö gæti numið mörgum tugum þúsunda og jafnvel iilaupið á annað hundrað þúsund. Maðurinn sem fór upp í tréð á nýársnótt var 23ja ára gam- all. í hitteðfyrra var einnig farið upp í jólatréð og segir Eiríkur alvarlegt að fullorðið fólk standi í þessari skemmdarstarfsemi. Baldur Dýrfjörð bæjarlögmaður upplýsti að ekki væri búið að ganga frá bótakröfunni en það yrði von bráðar. BÞ Samningar Erfitt um vik fyrir sjómenn Svo kann að fara að það verði erfitt fyrir vélstjóra og aðra sjómenn að gera samninga við einstök útgerðarfyrirtæki, svo- nefnda fyrirtækjasamninga eða vinnustaðasamninga. Það helg- ast m.a. af því að í lögum LÍÚ er félögum útvegsmanna og ein- staka útgerðarmanni óheimilt að gera kjarasamninga við sam- tök sjómanna eða við einstakar skipsáhafnir nema með samráði og samþykki stjórnar LÍÚ. „Svo eru menn að gera lítið úr verkalýðshreyfingunni sem vill vera með í gerð kjarasamn- inga við einstök fyrirtæki. Með- al annars hefur framkvæmda- stjóri VSÍ haft um það mörg orð og stór,“ segir Helgi Laxdal for- maður Vélstjórafélags íslands. Hann segir að áðurnefnd ákvæði í lögum LÍÚ séu einkar athyglisverð og þá sérstaklega vegna þess að þar er að finna stærstu atvinnufyrirtæki í sjáv- arútvegi. -grh Náttúruvernd Aðalheiður forstjóri Umhverfísráðherra hefur skipað Aðalheiði Jóhanns- dóttur lögfræðing forstjóra Náttúruverndar ríkisins til næstu fimm ára. Aðalheiður gegndi áður starfi fram- kvæmdastjóra Náttúruverndar- ráðs. Kristján Geirsson mun hins vegar gegna stöðu for- stjóra til 11. maf n.k. í orlofi Aðalheiðar. Náttúruvernd ríkisins tók til starfa um áramótin á grund- velli nýrra laga um náttúru- vernd sem samþykkt voru á Al- þingi sl. vor. Samkvæmt þeim tekur Náttúruverndin við flest- um verkefnum Náttúruverndar- ráðs og daglegum rekstri. -grh VEÐUR O G FÆRÐ Reykjavík Akureyri ,1-^ Mán Þri Mið g Sm? Mán SSA2 SSV4 SSV5 SSV4 NA 3 S 3 SSV5 SSV 5 VSV4 Þri Mið mm VSV3 SSV3 SV4 SSV4 NNA3 SV3 SSV4 SV4 SV3 Stykkishólmur Egilsstaðir ■v 0 -5- Sun Mán Þri Mið mm ---- -15 S3 SSV4 SSV6 SSV5 NA4 S 3 SSV5 SSV5 VNV3 VNV 3 VSV2 SV3 VNV2 VSV3 SV 5 JBML 0 SV3 N3 Bolungarvík Kirkjubæjarklaustur 10. Sun Mán Þri Mið Þri — — -15 5- -10 0- ■ ■B Bra\ -5 -5- - 0 -10- mM fiw' SV3 SSV4 SV5 SV4 NA3 SSV2 SSV4 SSV4 NNA3 NV2 VSV2 SV3 SSV3 NV 2 NNV3 SV4 SV4 SV4 Blönduós Stórhöfði Sun Mán Þrí Mið mm — .—- l«: iíSun 5- 0 Mán Þri SV2 SSV3 SV4 SSV4 NA3 SSV3 SSV4 SSV4 NV 2 Mlð mm -10 - 5 0 NNV2 SSV4 SV6 SSV6 N4 S 3 SV6 SSV7 SV7 Björn S. Einarsson veðurfrœðingur Áfram rólegt veður. Dálítil súld á vestanverðu landinu. Frostlaust um allt land nema á Suð- austurlandi. Þar verður léttskýjað og vægt frost og eflaust gott að skoða ummerki hlaupsins. Línuritin sýna íjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyrir neðan. Færð á vegum Allir helstu þjóðvegir landsins eru færir en víða er hálka.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.