Dagur - Tíminn Reykjavík - 18.01.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 18.01.1997, Blaðsíða 6
6 - Laugardagur 18. janúar 1997 |Dagur-®rmmn F R E T T I R Vinnumálasambandið Óaðgengilegar kjarakröííir Nú eru lausir samningar og samtök launþega setja fram háar kröfur. Að því leyti er ástandið í kjaramálunum alvarlegt. Hitt er það hvemig okkur gengur að vinna úr mál- inu. Væri gengið að kröfum eins- og þær liggja fyrir væri verið að skrifa uppá stórkostlega verð- bólgu. Skuldir heimilanna myndu hækka snögglega væri gengið að þeim kröfum sem settar hafa verið fram,“ sagði Sigurður Jó- hannesson, aðalfulltrúi hjá Kaup- félagi Eyfirðinga og nýr formaður Vinnumálasambandsins. Sigurður segir að miðað við núverandi stöðu í kjaraviðræðun- um stefni óneitanlega í átök á vinnumarkaði á næstunni „Það er útilokað að skrifa undir þær kröfur sem liggja fyrir,“ sagði hann. Árni Benediktsson, fráfarandi formaður VMS, hefur sagt að þau atriði sem hann hefði viljað sjá í kjaraviðræðunum á næstunni væri að unnið yrði m.a. í anda svokallaðara þjóðarsáttarsamn- inga frá 1990. Þessu segist Sig- urður sammála, en vill hinsvegar ekki segja neitt um þá ákvörðun Sigurður Jóhannesson hjá KEA og nýr form. VMS „Útilokaö aö skrífa undir þœr kröjur verkalýös- hreyfingarinnar sem liggja fyrir. “ Árna að vikja úr emætti for- manns Vinnumálasambandsins. Þar yrði Árni sjálfur allt að segja. Að sögn Sigurðar hefur verið einhugur innan stjónar VMS um að bjóða samtökum launþega það sem gæti hækkað laun að raungildi. „Við viljum bjóða kauphækkanir sem þjóðfélagið í heild sinni ræður við, en að ekki sé verið að gera kjarasamninga út á hluti sem ekki eru raunveru- legir.“ -sbs. KOSTABÓK með vaxtaþrepum Nýr sparnaðarkostur í Búnaðarbankanum! Austurland Stighækkandi vextir, þrep fyrir þrep Hver innborgun er almennt bundin í sex mánuði. Eflir það er hún laus til útborgunar hvenær sem er án þess að bindast aftur. Óhreyfð sex mánaða innstæða færist upp um eitt vaxtaþrep á sex mánaða fresti þar til hámarksávöxtun er náð. Ekki þarf að greiða úttektargjald. Þú velur það þrep sem þér hentar Við stofnun reiknings er hægt að velja uin lengri hinditíma, þ.e. 12, 18, 24 eða 30 mánuði og fá þannig hærri vexti strax frá fyrsta degi. Hver innborgun er aðeins bundin í upphaíl eins og binditími segir til um en eftir það er hún alltaf laus. 8% 7% 6% — 5% 7,75% 7,25% 6,75% 6,25% 5,75% 5,25% 0 mán. 6 mán. 12 mán. 18 mán. 24 mán. 30 mán. Dæmi um val á binditíma: Reikningseigandi getur l.d. valið að binda sparifé í 12 mánuði og fær hann þá vexti samkvæmt 12 mánaða vaxlaþrepi frá fyrsta degi. Njóttu þess að spara á Kostabók Kostabók hentar mjög vel fyrir reglubundinn sparnað. Hægt er að velja um binditíma og að honum loknum er öll innstæðan laus til útborgunar hvenær sem er. KOSTABÓK með vaxtaþrepum -þú velur binditíma og vexti! ($)BIJNAÐARBANKINN Traustur banki Fleirirásir Aðalfundur Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Sindra á Austurlandi fór þess á leit við Póst & síma hf. að nú þegar verði bætt úr brýnni þörf með fjölgun rása fyrir farsíma á svæðinu úti fyrir suðausturlandi. Rásum á Djúpavogi og Grænanípu verði fjölgað í að minnsta kosti 24 nú hið fyrsta. GG Dagvist barna Úttekt á stöðu dagvistunar Úrbóta þörf í Grafar- vogi, Árbæ og í gamla Vesturbænum. Stjórn Dagvistunar barna hefur samþykkt að láta að gera úttekt á stöðu dag- vistunarmála í borginni. Reikn- að er með að stöðumatið liggi fyrir í lok næsta mánaðar. Árni Þór Sigurðsson, stjórn- arformaður hjá Dagvistun barna, segir að tilgangur og markmið stöðumatsins sé m.a. að meta upbyggingu undanfar- inna ára og hvað þurfi að gera í framhaldi af því. í þeim efnum er einkum horft til þarfa 1-2 ára barna og hvernig skynsam- legat sé að standa að þeim framkvæmdum. Síðast en ekki síst er ætlunin að meta stöðu dagvistunarmála hjá borginni í samburði við það sem gerist hjá öðrum sveitarfélögum. Hann segir að mikið af þess- um upplýsingum sé fyrirliggj- andi og því þurfi það ekki að taka langan tíma að safna þeim saman og vinna úr þeim. Meðal annars sé vitað hvar skórinn kreppir einna mest að í dagvist- unarmálum í einstökum borg- arhverfum. Þar eru efst á blaði hverfi eins og t.d. Grafarvogur, Árbair og gamli Vesturbærinn. -grh

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.