Dagur - Tíminn Reykjavík - 21.01.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 21.01.1997, Blaðsíða 2
2 - Þriðjudagur 21. janúar 1997 iLlagur-Qimtmtt Forsíðumyndin á Degi-Tfm- anum í síðustu viku af þeim Jóni Helga Þórarinssyni og Jóni Stefánssyni undir fyrir- sögninni: „Jón og séra Jón - friðarbrauðið brotið“ hefur vak- ið nokkra athygli. í heita pottin- um á Akureyri heyrðist þessi vísa: Fríðarins hafa þeirbrotið brauð burt er nú Langholtsfjandinn, en tárfella yfir týndum sauð sem tilheyrír öðru landi. Og stjórnmálaáhugamenn- irnir í heita pottinum eru uppfullir af tíðindum af Grósku- fundinum sem sagður er upp- hafið að sameiningu jafnaðar- manna í einu þandalagi fyrir næstu kosningar. Alþýðu- bandalagsmenn munu vera misjafnlega tilkippilegir og spenntir fyrir þessari þróun og það vakti athygli hve fáir þing- menn flokksins skrifuðu undir hvatningu til almennings um að mæta á stofnfundinn í Reykja- vík um helgina. Engum kom sú tregða í raun á óvart, fyrr en Margrét Frímannsdóttir gaf þá skýringu að það hefði ábyggi- lega ekki náðst í þingmenn flokksins annars hefðu þeir ver- ið þarna fleiri. Nú er það aðal- brandarinn hjá gömlu flokks- eigendaklíkunni að segja: Ja, það hefur nú greinilega ekki náðst í mig.... Einn þeirra sem „ekki náðist í“ var Kristinn H. Gunnars- son. Hermir sagan að honum hafi verið gert Ijóst að ef af sameiningu flokkanna verði muni Sighvatur flytja sig suður og eftirláta Vestfjarðakjördæm- ið Kristni. „Allt þetta mun ég gefa þér ef þú kemur með í sameiningu jafnaðarmanna," sagði þá guðhræddi íhalds- maðurinn í pottinum í orðastað Sighvats Björgvinssonar.... FRÉTTIR Hvalfjörður Starfshópur skoði mengun Mótmælendur álvers á Grundartanga undirbúa hópferð til höfuðborgar- innar. Sæmundur Helgason á Galtalæk og Reynir Asgeirsson á Svarfhóli. Reynir festir þjóðhátíðarfána á einn af bílum mótmælenda. Iðnaðarráðherra bauðst til að standa fyrir stofnun starfshóps ef af byggingu álvers yrði. Starfshópurinn fylgdist með mengunarmælingum af völdum stóriðju á Hvalíjarðarsvæðinu og kæmi upplýsingum um nið- urstöður þeirra á framfæri við íbúa svæðisins. Þetta kom fram á fundi sem haldinn var við Arnarhvál um helgina en and- stæðingar álvers á Grundar- tanga fylktu liði til höfuðborg- arinnar til að mótmæla hug- myndum um álver, líkt og áar sumra þeirra gerðu forðum til að mótmæla landsímanum. Um tuttugu bílar lögðu upp frá Akr- anesafleggjara við Laxá og bættist síðan í hópinn á suður- leiðinni. Gert er ráð fyrir að í starfs- hópnum sitji fyrir hönd heima- manna: fulltrúar Heilbrigðiseft- irlits Akranesssvæðis og Kjósar- svæðis, oddvitar hreppanna sunnan Skarðsheiðar ásamt oddvita Kjósarhrepps, auk bæj- arstjóra, formanns bæjarráðs Skipulag ríkisins hefur fallist á byggingu Sult- artangavirkjunar og ýmsar hliðarframkvæmdir vegna hennar, einsog þeim er lýst í frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum. Virkjunarframkvæmdir eru áformaðar í næstu framtíð. Væntanlegar framkvæmdir felast í því að hækka Sultar- tangastíflu, þannig að yfírborð Sultartangalóns stækki úr 18 km2 í 20 km2. Aðrennshsgöng virkjunarinnar verða 3,4 km. eða forseta bæjarstjórnar Akra- ness. Fyrir hönd stjórnvalda sætu fulltrúar umhverfls-, land- búnaðar- og iðnaðarráðuneytis og Hollustuverndar. Auk þess ættu sæti í hópnum fulltrúar fyrirtækjanna á svæðinu. Þá munu iðnaðar- og umhverfis- ráðherra skipa formann hóps- ins sameiginlega. Auk þess að koma upplýsing- löng. Stöðvarhús virkjunarinn- ar verður ofanjarðar, en mikið niðurgrafið og frá því mun liggja 7,2 km. langur frárennsl- isskurður út í Þjórsá, ofan við veitustíflu Búrfellsvirkjunar. í frétt frá Skipulagi ríksins segir að áhrif fyrirhugaðrar stækkunar Sultartangalóns séu hverfandi í samanburði við þær breytingar á náttúru sem urðu við byggingu fyrri áfanga Sult- artangastíflu og myndun áður- nefnds lóns árið 1984. - En til að mæta þessum umhverfis- áhrifum, og eins áhrifum vegna um á framfæri hefði hópurinn það hlutverk að gera tillögur til stjórnvalda um hertar aðgerðir gegn mengun og/eða annarri umhverfisröskun ef ástæða væri til á grundvelli umhverfisathug- ana. Hópurinn skal gangast reglulega fyrir upplýsingafund- um og standa fyrir dreifingu upplýsingarits um stöðu mála meðal íbúa svæðisins. -ohr væntanlegrar virkjunar, verður að grípa til ákveðinna aðgerða að mati skipulagsstjóra. Emb- ætti hans heimilar væntanlegar framkvæmdir því aðeins að allt jarðrask falli sem best að nátt- úrulegu umhverfi og að ........ endanleg hönnun mannvirkja miði að því að fella þau sem best í landið og draga úr sjón- rænum áhrifum þeirra,“ einsog segir í niðurstöðu Skipulags rík- isins. Hana má kæra til um- hverfisráðherra fram til 16. febrúar nk. -sbs. Kjarasamningar BSRB sigað á rfld og borg Asameiginlegum fundi stjórnar BSRB og formanna aðildarfélaga þess í gær var samþykkt að fela stjórn sam- bandsins að ræða við ríki og borg um allar fyrirhugaðar breytingar á launakerfi, eða um svonefnd viðbótarlaun. Enn- fremur var BSRB falið að ræða við Samband ísl. sveitarfélaga um lífeyrismál og önnur rétt- indamál starfsmanna. Þetta er gert í þeirri von að þátttaka BSRB muni koma ein- hverri hreyfingu á þessi mál sem eru þegar farin að standa samningaviðræðum fyrir þrif- um. En fram til þessa hafa við- semjendur aðildarfélaga BRSB ekki verið til viðræðu um þá kröfu að semja beri um allar breytingar á launakerfinu. Þess í stað hefur félögunum verið boðið upp á viðræður um tæknilegar útfærslur á því. -grh Akureyrí Ólafur var sigurvegari Olafur Kristjánsson var sig- urvegari á janúarhraðskák- móti Skákfélags Akureyrar með 14 vinninga af 18 mögulegum. Næstir komu Jón Björgvinsson með 13 vinninga og Þór Valtýs- son með 12 vinninga. Á 10 mín- útna móti 17. janúar sl. sigraði Jón Björgvinsson með 7,5 vinn- inga, Ólafur Kristjánsson var í 2. sæti með 7 vinninga og Rún- ar Berg í 3. sæti með 6,5 vinn- inga. Smári Ólafsson sigraði í 15 mínútna skákmóti 10. janú- ar sl. með 4,5 vinninga af 6 mögulegum, hálfum vinningi á undan Ólafi Kristjánssyni, en á jólahraðskákmóti Skákfélags Akureyrar voru 20 keppendur og var Ólafur Kristjánsson sig- urvegari með 18 vinninga, hálf- um vinningi á undan Rúnari Sigurpálssyni. GG. Sultartangi Skipulagsstjóri heimil- ar framkvæmdir Fjöldi skattsvikadóma hefur margfaldast Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóri Embœtti skattrannsóknarstjóra, hef- ur fengið á sig orð fgrir vaxandi harðjylgni í skattsvikamálum. Á síð- asta ári kváðu héraðsdómar eða hœstiréttur upp 23 dóma í skattsvika- málum sem skattrannsóknarstjóri hafði kœrt til lögreglu. Þetta voru fjórfaltfleiri dómar en árið áður og tífaltfleiri en árin 1993—94. Hvers vegna fjölgar dómum fyrir skattalagabrot allt í einu svona mikið? Eruð þið skattrannsókn- armenn farnir að ganga ákveðnar að verki? „Sumir segja að það sé vegna þess að núna sé harðar tekið á málun, en ég ætla ekki að vera dómari í eigin sök með það. Önnur skýring er sú, að það er farið að taka á einni tegund skattalagabrota sem var ekki mikið sinnt af skattyfirvöldum áður, þ.e.a.s. vanskilum. Þar er um að ræða aðila sem innheimta virðisaukaskatt og stað- greiðslu, en skila síðan ekki. Það var greinilegt að þess voru dæmi - m.a.s. viðurkennt í ákveðnum málum - að fyr- irtæki fóru í gjaldþrot, þar sem mest allt var borgað upp áður en að því kom nema vörsluskattar og staðgreiðslan. Þriðja skýringin er sú, að yfirskatta- nefnd gerir nokkuð strangar kröfur varðandi mál sem þangað fara, að það sé alveg fortakslaust að menn séu búnir að lýsa yfir vilja sínum til þess að mál fari þangað. Þess eru því dæmi, að mál sem þangað hafa gengið, hafi síðan far- ið í opinbera meðferð vegna þess að viðkomandi voru ekki búnir að sam- þykkja meðferðina. Ég man t.d. eftir einu slíku dæmi, þar sem ekki náðist að taka skýrslu af manni og hann hafði því ekki lýst því yfir nægilega afdráttar- laust, að mati yfirskattanefndar, að hann vildi að hún afgreiddi refsinguna í málinu, þ.e.a.s. sekt. Þess vegna varð að kæra viðkomandi til lögreglunnar. Og niðurstaðan varð sú, að hann var dæmdur til 6 mánaða refsivistar, en hefði ella fengið sekt.“ - Hver eða hvar er ákveðið að vísa málum til gfirskattanefndar? „Oftast nær eru það þeir brotlegu sjálfir sem óska eftir því og lýsa þá jafn- framt yfir að þeir samþykki það að nefndin ákveði meðferð málsins. í ákveðnum tilfellum tekur þó skattrann- sóknarstjóri ákvörðun um að senda málið til nefndarinnar. En liggi þá ekki jafnframt fyrir samþykki hins brotlega, þá synjar nefndin um meðferð málsins, sem þá fer til lögreglunnar og til dóms- meðferðar." - Hafa mörg mál farið þá leiðina síðustu árin? „Að undanförnu hefur embættið kært um 20 mál á ári til lögreglunnar, sem núna er farið að skila sér í íjölgun upp- kveðinna dóma. Það er það sem ég hef kannski verið hvað ánægðastur með, að árangurinn er farinn að sýna sig. Hér á ég við þau mál sem komið hafa héðan, en síðan eru vitaskuld alltaf einhver önnin skattsvikamál sem koma beint frá ákæruvaldinu í gegnum skiptastjóra eða á annan hátt. Þá eru oftast einhver önnur brot á ferðinni, t.d. vanhöld á líf- eyrisiðgjöldum eða annað í þeim dúr.“ - Hvaða dómar eru algengastir sem menn fá? „Dómarnir hljóða langflestir upp á sektir, í einhverjum tilfellum er varð- hald eða fangelsi."

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.