Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.03.1997, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.03.1997, Blaðsíða 8
8 - Þriðjudagur 11. mars 1997 IDagur-SKmtmt PJÓÐMÁL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Framkvaemdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk. Lausasöluverð Prentun: Grænt númer: Dagsprent hf. Eyjólfur Sveinsson Stefán Jón Hafstein Birgir Guðmundsson Marteinn Jónasson Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík 460 6100 og 5631600 ritstjori@dagur.is 1.600 kr. á mánuði kr. 150 og 200 kr. helgarblað Dagsprent hf./lsafoldarprentsmiðja 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 462 2087 - Fax ritstjórnar: 462 7639 Gæfa og gjörvileiki í fyrsta lagi Gæfa og gjörvileiki einkenna starfsmenn Land- helgisgæslimnar sem nú hafa á fáum dögum bjargað 39 manns úr bráðri lífshættu. Þvf miður hafa sjóslys liðinna daga ekki verið án fórna og samúð þjóðarinnar er með þeim sem um sárt eiga að binda. Því meiri virðing þeim sem hafa boðið hættunni birginn til að bjarga sjómönnum í hafs- nauð. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar fá þakkir okkar allra, og ættingjar þeirra og vinir kveðjur - það er ekki auðvelt að eiga nákomna við hættu- störf eins og þau sem Gæslan hefur leyst með svo mikilli prýði. Þjóðin hafði rétt fyrir sér þegar hún krafðist þess að búa björgunarmenn sína bestu tækjum. Þyrlan Líf ber nafn með rentu og megi henni farnast vel áfram. Það er hægt að draga almenna lærdóma af þyrlukaupunum, hve lengi þau drógust og hve vel hefur gengið eftir að Líf kom. Við eigum ekki að gera of litlar kröfur til okkar sjálfra. Við erum feit þjóð, rík og vel haldin. Krafan um auknar vellyst- ingar má ekki vera svo ágeng að við vanrækjum sjálfsagðar varúðarráðstafanir, tímum ekki að búa okkur undir varnir gegn náttúruhamförum eða slysum og látum eins og allt verði alltaf í lagi. Snjóílóðin mannskæðu sýndu að við vorum vanbú- in. Líf sýnir okkur munin á því, og þegar maður er reiðubúinn. í þriðja lagi Þá getum við líka dregið lærdóm af því hvað þjálf- un, agi og skipulögð vinnubrögð skipta miklu. Ekki bara við björgun úr sjávarháska, heldur á öllum sviðum þar sem skiptir máli að standa sig vel. í viðskiptum, menningu og listum, skóla og við öll almenn störf eigum við að gefa gaum að þessu: þjálfun, aga og skipulögðum vinnubrögðum. Gæfa og gjörvileiki þjóðar eru fólgin í viljanum til að takast á við erfið verkefni og sigra. V. Stefán Jón Hafstein. ________________________ Sp ISiBi Utó Á að setja nýtt og stærra varðskip á forgangslista ríkisstjórnar? Hjálmar Árnason alþ.maöur (B) ogfulltrúi í sjávarútvegsnefnd S Eg tel brýnt að taka þessi mál til gaum- gæfilegrar athugunar og það er full ástæða til að skoða það mjög náið í ljósi þeirra atburða sem orðið hafa. Steingrímur J. Sigfússon alþ.maður (G) og fulltrúi i sjávarútvegsnefnd S Eg lagði fram fyrir- spurn á Alþingi fyrir tveimur árum um þessi mál en fékk lítil svör. Ég hefði talið heppilegra að búið væri að móta ein- hverja stefnu í stað þess að bregðast við í kjölfar ein- stakra atburða. Það verður að að taka ákvörðun um hvernig endurnýja eigi varðskipaflotann en það er stórt verkefni og yfirgrips- mikið. En það þarf að bregðast við. ♦ ♦ Lúðvík Bergsteinsson atþ. maður (A) og fulltrúi i sjávarútvegsnefnd Það er eðlilegt þegar svona ósköp dynja yf- ir að umræða um þessi mál komi upp. Það er engin spurning að það er æskilegt að við eigum stórt og öflugt varðskip en hvort forgangurinn er t.d. á und- an heilbrigðisþjónustunni eða einhverju öðru skal ósagt látið nú. Árni Ragnar Árnason alþingismaður (D) Já, ég er hlynntur því. Ég tel að atburðir síð- ustu daga hafi sýnt okkur fram á það og raun- ar hafi það nú komið í ljós áður. Sagtutvi^ Nema hvort tveggja sé „Ég veit ekki hvort það lýsir betur ósvífni frjálshyggjumanna eða dugleysi vinstri forystunnar að Þjóðviljinn hefur fallið í skaut þessum aðilum. Er það ekki algjör falleinkunn fyrir for- ystumenn Alþýðubandalagsins að nýfrjálshyggjumenn taki Þjóðviljann, eina alvöru mál- gagn sósiahsma og verkalýðs- baráttu fyrr og síðar, þessu kverkataki.“ - Lesendabréf í DV í gær. En ekki hvað „Langflest fermingabörn, eða um 88%, láta ferma sig til þess að staðfesta skírnina og gera Jesúm Krist að leiðtoga lífs síns, samkvæmt könnun sem Morgunblaðið gerði meðal 300 fermingarb ar na. “ - Frétt í Sunnudagsmogganum. Grínvernd „Mjög margt í Dagsljósi einkenn- ist af húmors- og dómgreindar- leysi, en þá fyrst gerir útvarps- ráð athugasemd þegar gert er grín að sjálfum menntamálaráð- herranum! Búum við virkilega í landi þar sem æðstu ráðamenn njóta sérstakrar grínverndar." - Leiðari Dags-Tímans um helgina. Grátbroslegt „Verkföll eru í raun jafn gamal- dags og úrelt og verkalýðsfélög- in. Þau minna okkur á fyrirbæri sem okkur flnnast grábrosleg í dag, eins og mjólkurbúðimar, gjaldeyrisskömmtunina og inn- flutningsleyfin.“ - Glúmur Jón Björgvinsson í DV í gær. A milli Lucyar og Dollýar Vitsmunaverur veraldarinnar kepp- ast þessa dagana við að gera gáfu- legar athugasemdir við einræktun, sem fæstir vita hvað er og enn færri hvað út úr þeim vísindum kann að koma. Eftir því sem næst verður komist kunna sniðug- ir erfðafræðingar sitthvað fyrir sér í í þeim handaverkum sem til skamms tíma var talið að Guð einn hefði lagni til að beita. í rauninni eru vísindamennirnir fyrir löngu búnir að taka fram fyrir hendurnar á Jahve, Allah, Guði almáttugum og þeim hinum sem skópu himin og jörð. Kynbætur og iitl með erfðavísa er líka búið að stein- gelda þróunarkenningu Darwins, sem nú orðið er ekki annað en sögulegur fróðleik- ur um hvernig iluggáfaðir og framsæknir vísindamenn nútímans þróuðu sjálfa sig upp í taka framþróun lífísins upp á sína arma. Að kióna spendýr er miklu einfaldari og ódýrari aðgerð en að smíða sæmilega langdræga eldflaug, svo ekki sé talað um að setja í hana brúklega bombu til að ógna heilum þjóðríkjum. Dýralæknirinn í Skotlandi sannaði það þegar hann kynnti umheiminum hana Dollý sína, sem hann smíðaði án þess að til kæmi tangur eða tetur af hrúti, eða neinu öðru af úreltu og ónauðsynlegu karlkyni. Frankeinsteinar meðal vor Varla var Skotinn búinn að kynna gimbr- ina sína þegar Ameríkanar hreyktu sér af sínum sköpunarverkum og voru búnir að klastra saman öpum á undan Dollý. Næst fréttist af pilti í Belgíu, sem fæddist fyrir ijórum árum, en kom aldrei undir. Sú frétt er borin til baka, þar sem læknar bjuggu strákinn til eftir öðrum formúlum en þeim sem notaðar eru til að klóna gimbrar og apa. Annars er ekkert vitað um hvaða Frankensteina er búið að skapa í lokuðum heimi rannsóknarvísindanna. Stjórnmála- menn og trúarleiðtogar gefa út yfirlýsing- ar um að ekki beri að taka fram fyrir hendur guðanna, en leggja blessun sína yfir alla aðra sköpun en tæknivædda fram- leiðslu á mannfólki. Kynbætur á jurtum og búfénaði, sem allar beinast að því að koma herra jarðar- innar til góða, þykja afrek og getnaður og fóstureyðingar eru viðurkennd vísindi og atvinnugreinar. Að klóna fólk er eðlilegt framhald af þeirri framþróun sem tók við af kenningum Darwins og erfðatilraunum Mendels. Einfalt margfeldi Svona tilraunum verður því haldið áfram og hugtakið mannrækt fær nýja merkingu. Hægt er að kynbæta fólk ef’tir kúnstarinnar reglum og þegar full- komnum einstaklingi er náð getur hann far- ið að klóna sjálfan sig eftir þörfum. Spumingin er að- eins sú, hvaða útlit og eiginleika sú kona þarf að hafa sem æskilegt er að marg- falda. Eitt er víst að hún þarf ekki að ganga í augum á körlum, því þeir eru óþarfir og kyn þeirra úr sér gengið. Þar sem kvennaguðfræðin er búin að skapa guð í sinni mynd, er lítið mál að klóna konuna í guðs mynd og fara vísindin og guðfræðin saman eins og fyrri daginn. Elsta formóðir allra manna er prímat- inn I.ucy og bjó í Afriku. í gegnum margar ármilljónir æxluðust tegundirnar með getnaði, eða allt þar til mannskepnan fór að möndla með egg og sæðisfrumur og dýralæknir bjó Dollý til í Skotlandi. Má því segja með sanni, að þekkt þróunarsaga mannsins sé á milli Lucyar og Dollýar, eða kannski piltsins í Belgíu, eða einhvers Frankensteins sem ekki er enn búið að kynna fyrir okkur. Þótt Dollý sé ekki mannkyns, varðar hún veginn, því það er ekkert flóknara að búa til mann en gimb- ur, þegar vísindaheimurinn er á annað borð kominn í stellingar goðheima. Hér verður ekki aftur snúið og það mun brátt varða mannhelgi að ekki verði komið í veg fyrir að þeir sem vilja geta fengið eins mörg eintök af sjálfum sér og þá lystir. Að sjálfsögðu munu þeir sem eru ánægðastir með sjálfa sig fara fyrir og margfalda dýrð sína. Freistandi væri að nefna nöfn, en sjáið þið fyrir ykkur hverjir muni uppfylla jörðina af sjálfum sér. Þá verður notalegt að hvfla rótt undir grænni torfu og þurfa ekki að þola öil ein- hliða ofurmennin sem vísindin fullkomn- ast í. Nógu eru þau fyrirferðarmikil og hrútlciðinleg í einfeldni sinni. OÓ

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.