Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.05.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.05.1997, Blaðsíða 2
-4— 2 - Fimmtudagur 8. maí 1997 ^Bagur-ÍEmúrat Heiti Potturinn Good morning America, þáttur bandarísku sjón- varpsstöðvarinnar ABC, sem sendur verður út frá Fróni í næstu viku er í undirbúningi. Dagur-Tíminn var heimsóttur í gær til að ræða Islendinga- þættina og ættfræði í blöðum; talið barst að nafnavenjum landans og því að fólki væri raðað í símaskrána eftir skírn- arnöfnum. Spyrillinn spurði: „Og ef ég þarf að hringja í David, fletti ég upp á D?“ Já, var svarið, og ef hann heitir Davíð Oddsson forsætisráð- herra þá er hann hér! Kanarnir göptu af undrun: „Er forsætis- ráðherrann í símaskránni?" Það var myndað sérstaklega Ekki minnkaði undrun þeirra þegar þeir spurðu: Hvað þýðir þetta „forsaetiss...?" Þeim varð verulega skemmt við að Davíð þessi Oddsson væri TITLAÐUR með starfs- heitinu forsætisráðherra í símaskránni. Ekki minnkaði undrunin þegar kom í Ijós að heimilisfangið var skrifað skýr- um stöfum... og það merkileg- asta af öllu: sjálft símanúmer- ið! Og það er ekki einu sinni feitletrað! sögðu þau. Nú þurfti hópurinn að ganga úr skugga um venj- ur frægra Islendinga og spurði: „Hvað með Bjork, er hún í skránni?" Við athugun undir suðandi myndvélum var flett upp á Björk. „Guð minn góður, eru svona margar Bjork til á ís- landi?“ var hrópað upp. En rokkstjarnan fannst ekki. Þá var spurt: „Af hverju er forsæt- isráðherrann í símaskránni en ekki Bjork?“ Og eina svarið sem hægt var að gefa var auðvitað: Af því að hún er meiri stjarna! Framhaldsskólar Læknisvott- orð hunsuð Skólastjórnendum framhalds- skóla er heimilt að hunsa læknisvottorð og gefa nemum allt að tveggja daga óheimila tjarvist. Um þetta eru dæmi í skólum landsins en reglurnar eru mis- munandi eftir skólum. Læknis- vottorð þykja engin sönnun þess að viðkomandi hafi verið veikur í raunveruleikanum. Hörður Lárusson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, segir að vitað sé að læknisvottorð séu oft fengin í gegnum síma og stundum löngu eftir að meint veikindi hafi átt sér stað. Túlkun- in á aðstæðum sé í höndum við- komandi skólayflrvaida, þau hafi vald tii að meta hvert og eitt til- vik. Annars eru viðmiðunarreglur ráðuneytisins um mætingu fram- haldsskólanema í stuttu máii þær að nemendur skulu sækja allar kennslustundir og koma stund- víslega. Langvarandi og þrálát veikindi skal staðfesta með vott- orði og er skólastjórnendum heimilt að vísa nemendum frá prófi eða skóla vegna brota. Mörg dæmi eru um slíkt. BÞ Hagstofan Hagstæð vöruskipti Vöruskipti við útlönd voru hagstæð um 3,3 milljarða í mars síðastliðnum, en í mars í íyrra voru þau hagstæð um 2,7 milljarða. Fyrstu 3 mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir rúma 33 milljarða, en inn fyrir 28 milljarða. Verðmæti útflutnings- ins var 3% meira á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Par vó þyngst sala Flugleiða á einni af vélum sínum í janúar, en á móti kom að verðmæti útfluttra sjáv- arafurða dróst saman um 7%. Eyjafjörður Hreiður undir vélarhlífinni. Skógarþrösturinn er uppátækjasamur þegar kemur að hreiðurgerð og í Eyjafirði leita þeir m.a. undir vélarhlífar á jeppum. Edda Rögnvaldsdóttir bendir á aðflugsbraut þrastarins. Myndir: GS Þrastarhreiður á fleygiferð Skógarþröstur með bíladellu í Eyjafirði. Vorið er komið á Akureyri og varptíminn haiinn hjá spörfuglum. Edda Rögn- valdsdóttir, starfsmaður Dags- Tímans á Akureyri, varð heldur hissa þegar hún rak augun í þrastarhreiður undir vélarhlíf- inm í gærmorgun sem hafði að geyma.tvö egg. Edda býr um 6 kílómetra frá vinnustað sínum, að Berghóli í Glæsibæjarhreppi og hefur ekið á milli á bflnum. Skógarþrösturinn lætur sér þó fátt um finnast að heimili verð- andi barna hans færist til um nokkra kflómetra á dag, hann hefur látið sér nægja að hlú að heimili og fjölskyldu á kvöldin og næturnar. Um þrír dagar eru liðnir frá því að Edda og fjölskylda tóku eftir ferðum þrastarins í kring- um bflinn. En hvað tekur nú við? „Ég ætla að reyna að fjar- lægja hreiðrið og koma því fyrir í tré einhvers staðar nálægt þeim stað sem bfllinn stendur yfirleitt heima. Það er annað hvort það eða leggja bflnum og það get ég bara ekki af prak- tískum ástæðum,“ segir Edda. „Það eru alltaf einhver brögð að þessu,“ sagði Ólafur Einars- son, fuglafræðingur á Náttúru- fræðistofnun, þegar Dagur-Tím- inn leitaði til hans vegna þessa máls. Ólafur sagði ágætar líkur á að þrastarhjónin myndu sætta sig við að hreiðrið yrði fjarlægt og ef varpið ætti að heppnast væri best að drífa í flutningnum strax. „Síðast um helgina lenti fjölskyldan mín í því að ftytja skógarþrastarhreiður, þannig að þetta er langt í frá að vera einsdæmi,“ sagði Ólafur. Hann sagði að sunnanlands hæfist varptími þrastarins oft í aprfl en þeir væru seinni til fyr- ir norðan. Þrösturinn með bfla- delluna væri á eðlilegum tíma með sitt varp. BÞ FRETTAVIÐTALIÐ Steingrímur J. Sigfússon formaður sjávarútvegs- nefndar Alþingis Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafa valdið tjóni í hvalveiðibaráttunni að mati formanns sjávarútvegsnefndar Alþingis. Glannaleg framganga ráð- herra í hvalveiðiumræðunni - Nú er Ijóst að hvalur verður ekki veiddur í sumar. „ Já, það er miður og reyndar mjög dapurlegt hvernig þetta mál hefur allt þróast í stjórnkerfinu. Það er íslensku þjóðinni mikilvægt að sýna sterka sam- stöðu útávið og láta ekki andstæðing- um okkar vopn í hendur þannig að þeir geti spilað á ósamstöðu og sund- urlyndi í stjórnsýslunni hér innan- lands. Sérstaklega hafa forsætisráð- herra og utanríkisráðherra tekið glannalega rispu nýverið og talað í kross. Það er mjög óheppilegt." - Fylgjast erlendir andstœðingar hvalveiða með umrœðunni hérlend- is? „Sennilega eru nú ílestir ekki allt of uppteknir af því sem er að gerast hér á landi en ef einhverjir eru á vaktinni og fylgjast með stjórnkerfisafstöðunni hér, hlýtur að hlakka í þeim. Vandræða- gangurinn er með ólíkindum ár eftir ár. Þetta er mjög afdrifaríkt prinsipp- mál þótt efnahagsleg stærð þess sé hverfandi. Okkar veiðimannasamfélag verður að verja gegn þeirri tilhneig- ingu borgarbarna í iðnaðarþjóðfélög- um að fordæma allt slíkt. Þarna verður menningarárekstur ólíkra heima og reynslu, fáfræði þessara blessuðu af- vegaleiddu borgarbarna verður til þess að þau telja sig leggja náttúruvernd lið með því að flagga gegn hvalveiðum. Þetta er stórmál fyrir tilvist þjóðar sem byggir afkomu sína á nýtingu lífrænnar auðlindar og veiðimennsku og menn hafa einhvern tímann vandað sig af minna tilefni en því.“ - Er eðlilegt að Hvalur hf. haji nánast einokunarstöðu ef til hval- veiða kemur? „Þeir hafa náttúrlega yfirburða- stöðu í Ijósi veiðireynslu og sögulegra raka. Þá má benda á að fyrirtækið varð fyrir miklu tjóni vegna pólitískra ákvarðana og þvf er eðlilegt að réttur þeirra sé bættur. Fyrir utan hrefnu- veiðarnar held ég að það sé afar lítill grundvöllur fyrir fleiri en einn aðila á veiðum á stórhveli. Þær verða senni- lega það takmarkaðar ef til þeirra kemur, að Hvalur hf. getur ekki nýtt nema hluta af sínum afköstum. Kannski er þetta fyrst og fremst efna- hagslega gerlegt af því að fyrirtækið er til staðar og fjárfestingin liggur fyrir. Ég er eiginlega algjörlega viss um að ef loftsteinn hefði fallið á stöðina í Hval- firði, sundrað henni og skipið sokkið, þá hefði ekki verið grundvöllur fyrir veiðum." - Ilvað með hrefnuveiðisjómenn- ina? „Þeir hafa nú sennilega farið verst allra út úr þessu máli og það hefur ekkert verið gert til að bæta hlut þeirra. Um það hefur verið þvælt í meira en áratug en ekkert komist í gegn sem er til skammar.“ BÞ

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.