Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.09.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.09.1997, Blaðsíða 11
Fimmtuaagur25. septemberl997- 11 *|Dagur-\3Jtnttrm Nissan Primera er þræltraustur akstursbíll en svolítið klossaður í útliti, allavega heillar hann mig ekki. Olgeir Helgi Ragnarsson skrifar Nissan Primera heillar mann ekki þrátt fyrir frábæra aksturseiginleika. Nissan Primera kemur nánast óbreyttur frá síðustu árgerð. Það slær mann strax að bíllinn jaðrar við að vera svolítið gamaldags í út- liti. Nissan er greinilega fast- heldinn á dálítið kassalaga útlit og stífar línur og fyrir vikið er ekki hægt að segja að Nissan Primera heilh mann beinlínis. Reyndar er vélarhlííin ein og sér gullfalleg og skemmtilega hönnuð en nýtur sín að vísu ekki fyrr en búið er að opna hana. Væri bíllinn allur í stíl við hana væri hann virkilegt augnayndi. Frábærir aksturseiginleikar Aksturseiginleikar Nissan Prim- era eru hins vegar frábærir. Að framan er sjálfstæð fjölliða gormafjöðrun en að aftan fjöl- liða gormafjöðrun. Á malbiki virkar fjöðrun bílsins stíf og hann er stinnur í akstri. Þar af leiðandi býst maður hálfpartinn við höstum bíl þegar komið er út á malarveg, en annað kemur í ljós. Hann er ágætlega þýður á malarveginum og fer vel með mann. Maður iinnur ekki fyrir neinu losi á bflnum, hann situr óvanalega vel þó honum sé sveiflað til kanta á milli á sextíu kflómetra hraða. Á malbiki stappar hann nærri sportbfl, hvað aksturseiginleika varðar þó 1600 vélina vanti að vísu all nokkuð upp á aflið. Tvennt fór í taugarnar á mér. Baksýnisspeg- ilhnn inni í bflnum er hmdur á framrúðuna. Hann var staðsett- ur það neðarlega að hann spillti verulega fyrir útsýn til vinstri frá ökumanni. Þennan spegil þarf að færa ofar á rúðuna. Hitt var horn eða brún á stokknum fyrir miðstöðvarstýringarnar. Skammt neðan við þær sveigist stokkurinn innundir sig og þar sem hann gerir það myndast horn sem skagar út. Þegar ökumannssætið var í þægilegustu stöðu fyrir mig lá fóturinn utan í þessu horni, þannig að hornið hitti akkúrat á hnéskelina. Það væri snöggt- um þægilegra ef þetta horn væri ofar eða því væri alveg sleppt að láta stokkinn sveigjast innimdir sig. Reyndar er vélar- hlífin ein og sér gullfalleg og skemmtilega hönnuð en nýtur sín að vísu ekki fyrr en búið er að opna hana. Væri bíllinn allur í stil við hana væri hann virkilegt augnayndi. Þægilegur og snyrtilegur Sætin eru þægileg og það fer ágætlega um mann. Bfllinn er snyrtilegur að innan en laus við allan íburð og pjátur. Helstu stjórntæki eru við höndina en ekkert umfram það. Þó ber að geta eins sem Primera hefur umfram marga aðra bfla. Það er hægt að stiha hitann á blæstrinum sem kemur framan í mann, þ.e.a.s. hitann á blæstr- inum sem kemur úr stútunum á miðju mælaborðinu. Það hefur ósjaldan komið fyrir að maður brjóti heilann um hvernig stað- ið geti á því að þar er bara hægt að fá ískaldan eða hálf- kaldan blástur, þ.e. í mörgum öðrum bflum. Skottið er djúpt og rúmgott. Skottlokið opnast mjög ræki- lega, þó gatið sé ekki mjög stórt, u.þ.b. 35-40 x 70 sm. Það lyftist í lóðrétta stöðu töluvert ofan við skottopið. Með því að fella aftursætin fram opnast gat fremst í skottinu þannig að hægt er að koma lengri hlutum fyrir. Mælaborðið í Primera er sannarlega laust við allt pjátur, dálítið flatt og sviplaust. Ekki bætir það útlitið að útvarp vantar í bílinn. Vélarhlífin er að sönnu fallegasti hluti bílsins, en hún nýtur sín ekki fyrr en búið er að opna hana. Á malbiki virkar fjöðrun bílsins stíf og hann er stinnur í akstri. Þar af leiðandi býst maður hálfpartinn við höstum bíl þegar komið er út á malarveg, en annað kemur í ijós. Mundi ég kaupa svona bíl? Æi, ég held að Nissan Primera kæmi ekki til greina. Það vantar ekki að það er gott að keyra bfl- inn og aksturseiginleikarnir og rásfestan eru með því betra sem gerist. En það vantar eitt- hvað til að útlitið heilh mig, ef til vill svolitla mýkt í línurnar. Ef það breytist væri ég tilbúinn til að endurskoða hug minn varðandi kaup á Nissan Prim- era. Nissan Primera Nokkrar stærðir Heildarlengd: 4,43 m. Heildarbreidd: 1,715 m. Heildarhæð: 1,41 m. Hleðslurými: 490-505 lítrar Sporvídd framan: 1,47 m. Spon/ídd aftan: 1,45 m. Hjólhaf: 2,60 Breidd afturhleraops: 1.110 mm. Snúningar stýris borð í borð: 2,97 Eldsneytistankur: 60 Iftrar.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.