Dagur - Tíminn - 14.09.1996, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn - 14.09.1996, Blaðsíða 8
Laugardagur 14. september 1996 - VIII MINNINGARGREINAR Björn Pálsson / g var 13 ára gamall og var að raka í súrhey þennan mánudag, þegar enn var ekki útséð um hverjir yrðu kjörnir i síðasta skipti, sem ein- menningskjördæmi voru á ís- landi og í stað þeirra tekin upp stöðluð sósíaldemókratísk kjör- dæmi með samábyrgð allra þingmanna og pólitískri ævi- ráðningu. Það var enn verið að telja í Austur-Húnavatnssýslu og þetta er ein af fyrstu pólitísku minningum mínum, að Björn Pálsson, sem ég vissi ekkert um, var að fella Jón á Akri, sem ég vissi töluvert um. Og þarna sat ég á rakstrarvélinni, gott ef það var ekki suddi, hottaði á Krumma gamla og skildi ekkert í Húnvetningum. Löngu síðar var ég ráðinn þingfréttaritari Morgunblaðsins og þá kynntist ég Birni Pálssyni. Þá var hann þjóðkimnur maður og hafði vakið sérstaka athygli fyrir það, að hann átti hvað eftir annað meiri samleið með við- reisnarstjórninni en flokks- bræðrum sínum, ekki síst í stór- málum eins og aðild að EFTA og samningunum um álverið. Uppruni Björns Pálssonar var ekki í Framsóknarflokknum. Hann kynntist ungur Jóni í Stóradal, sem var rekinn úr Framsóknarflokknum í kjölfar Kleppsmálsins ásamt Hannesi Jónssyni fyrir það að efast um algóða visku Jónasar frá Hriflu. Hannes og Jón stóðu að stofnun Bændaflokksins. Hannes var þingmaður Vestur-Húnvetninga og mágur Hannesar á Undirfelli, bróður Björns. Jón var þing- maður Austur-Húnvetninga og fyrir hans atbeina fór Björn til Nýja-Sjálands að kynna sér sauðijárrækt. Hugmyndir Björns um búskap á íslandi mótuðust á þessum árum. Björn var stór- bóndi í gömlum stíl, rak stórt bú, en taldi það ekki eftir sér að vera kaupfélagsstjóri á Skaga- strönd samhhða, svona til þess að rétta hag þess af. Þá kynntist hann útgerð og átti æ síðan hlut í útgerðarfélögum. Hann rak um tíma stórútgerð og hafði gaman af því að leggja fé í fyrirtæki í kjördæmi sínu. Hannes á Undirfelli, bróðir Björns, hafði hvað eftir annað boðið sig fram gegn Jóni á Akri, en ekki haft erindi sem erfiði, enda var hann að sínu feytinu til eins rammur framsóknarmaður og dóttursonur hans, Hannes Hólmsteinn frjálshyggjumaður. Bændaflokksfylgi Jóns í Stóradal fylgdi því Jóni á Akri, eftir að sá fýrrnefndi andaðist 1937.-Björn Pálsson átti sér hins vegar rætur í Bændaflokknum og það, ásamt kjördæmabreytingunni, dugði til þess að fella gamla Jón. Björn náði alltaf kosningu meðan hann bauð sig fram. Annars vegar átti hann sér fylgi meðal bændanna, þ.m.t. gömlu Bændaflokksmannanna, en þeir voru margir í Húnavatnssýslum, og hins vegar stóð fjárafli hans víða fótum. Löngu síðar, þegar ég var að flytja mál fyrir hann, komst ég að því að Björn hafði iðulega lagt fram fé í fyrirtæki kjósenda sinna. Hann var afdrei stór hluthafi, en með þessu var hann að lýsa yfir trú sinni á störfum þeirra, taka þátt í basl- inu og þar með var hann aðili að atvinnumálunum í pfássun- um. Þess vegna hafði hann fylgi um allt kjördæmið og úr öllum stéttum. Bjöm sótti oft mál sín fyrir dómstólum. Hann hafði gaman af lagaþrætum, var glöggur á lög og oftar en ekki hafði hann þar sigur. Þau eru nokkur málin sem hann rak, og eru til for- dæmis um lagatúlkun: Silfur- refsmálið, Skjónumáhð, nokkur víxlamál sem hann vann, og telja má þau fleiri. Þetta vom allt mál sem höfðu ahnenna lagaþýðingu, og er oft vitnað til þeirra um fordæmisgildi, m.a. í lagakennslu. Atvik réðu því að ég fór með máf fyrir hann, er snerti það að maður ætlaði með rangsleitni að hafa af honum hlutabréf. Þá sá ég hversu at- huguh Björn var um atvik og lög. Bjöm vann máhð. Um svipað leyti var Lands- virkjun að semja við bændur og sveitarfélög um Blönduvirkjun. Landsvirkjun bauð að lög- mannsþóknun viðmælenda yrði greidd af henni. Björn tók þessu tilboði með tortryggni og réði því að Svínavatnshreppur réði sér lögmann á eigin kostnað til að gæta hagsmuna bændanna í hreppnum gegn Landsvirkjun. „Sá á hund sem elur,“ voru rök Björns Pálssonar. Björn kom búi sínu á Ytri- Löngumýri í hendur sona sinna og flutti þá til Reykjavíkur. Kom- inn hátt á níræðisaldur sneri hann við blaðinu, fór aftur heim í Svínavatnshrepp og hóf bú- skap í Litladal. Náðu þá samtök bænda því eftir langa ghmu að koma hælkrók á gamlan mann. Með ósvífnum lagakrókum voru tekin af honum búréttindi, en hin raunverulega ástæða var að bændaforkólfar, svokallaðir stéttarbræður hans, töldu að þeir ættu sök um það hvort svo gamah maður færi að búa. Er þetta svartur blettur á bænda- samtökunum. Björn var hreinskiptinn mað- ur; lítih flokksmaður; vinur höfðingja og smárra, en lét sig ekki fyrir stórmenni; góður maður og vinafastur. Blessuð sé minning Björns Pálssonar. Haraldur Blöndal Katrín Ólafía Oddsdóttir Fuhorðið fólk hefur misjöfn áhrif á ung börn. Þessu kynntust bekkjarfélagar í Kópavoginum þegar litið var í heimsókn hver til annars. Þann- ig stóð okkur hálfgildings stugg- ur af sumum mæðrum bekkjar- félaganna fyrir strangleika þeirra og ákveðni, efiaust fyrir ýmsar uppátektir, svo sem ung- um mönnum hættir til. Katrín, móðir Odds, var tvímælalaust í hópi þeirra mæðra sem þægilegt var að hitta. Hún tók ávallt þannig á móti okkur að öhum leið vel. Og hún virtist ekkert hafa fyrir því. Sýndi öllum skiln- ing og vafði okkur hlýju og þægilegu viðmóti. Kankvísi hennar og glaðlegt bros lýsti upp tilveruna og varð ungum sveinum hvatning til dáða í leikjum dagsins. Arin Uðu og þegar ungur maður stóð frammi fyrir þeirri ákvörðun að hefja störf á vett- vangi stjórnmála, var við hæfi að leita ráða hjá Katrínu, enda virt sem dugmikil og kraftmikil manneskja á því sviði. Ekki stóð á viðbrögðum frekar en nokkr- um áratugum áður. Hlýleikinn og kankvísin voru til staðar, en nú bættist við hugsjónamann- eskjan. Katrín starfaði drjúgan hluta ævi sinnar í þágu Fram- sóknarflokksins og var iðulega valin til trúnaðarstarfa. Fuhyrða má að kraftur hennar og hug- sjónir hafi verið mörgum hvatn- ing til starfa í þágu góðra mál- efna og hugsjóna. Mér er minnisstætt síðasta samtal okkar. Þar lýsti Katrín áhyggjum sínum yfir vaxandi eigingirni í samfélaginu þar sem forgengilegir hlutir væru að ná tökum á manneskjunni sjálfri. Hvað er orðið um allan áhuga fólks á fifandi stjórnmálaum- ræðu? Þannig spurði fársjúk manneskjan og lýsti með því eldmóði sínum og samfélagsleg- um þroska. Manneskjan var henni nefnilega mikils virði og ófáum stundum varði Katrín til starfa með manngildið að leið- arljósi. Vissulega má taka undir ugg Katrínar og ábendingar hennar mættu verða öllum stjórnmálamönnum til alvar- legrar umhugsunar. Þrátt fyrir erfiða sjúkdóms- baráttu reyndi Katrín hvað hún gat til að koma á fundi sem fyrr. Aldrei vildi hún ræða persónu- lega baráttu sína, heldur nýtti krafta sína til hins ýtrasta í þágu málefna og hugmynda. Framsóknarflokkurinn stend- ur í mikilli þakkarskuld við Katrínu Oddsdóttur. Störf henn- ar verða seint metin, enda ætl- aðist hún sjálf aldrei til þess. Minningu hennar heiðrum við best með því að halda á lofti þeim merkjum sem hún trúði á og barðist fyrir og með þeim hætti sem Katrín sýndi — af ein- lægni og heiðarleika, laus við síngirni. Þannig mun minning Katrínar Oddsdóttur verða varð- veitt með þeim hætti sem gleddi hana. Sjálfur vil ég þakka Katrínu fyrir ómetanlega hvatningu og hollráð, hvort heldur var til ungs manns á Álfhólsveginum eða nýliða í heimi stjórnmála. Oddi, syni Katrínar, tengdadótt- ur og barnabörnum sendi ég dýpstu hluttekningu. Megi bless- un hvíla yfir minningu Katrínar Oddsdóttur. Hjálmar Árnason Hver minning dýrmœt perla á liðnum lífsins degi, hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka þér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gœfa var það öllum er fengu að kynnast þér. Þessar ljóðlínur Ingibjargar Sigurðardóttur komu upp í hug- ann þegar mér var tilkynnt lát athafnakonunnar Katrínar Oddsdóttur. Mig setti eitt andar- tak hljóða, þrátt fyrir að ég vissi að „svefninn eilífi“ væri eina lausnin á þeirri hetjulegu bar- áttu sem háð hafði verið. „Ég er þakklát fyrir þessa þriggja ára framlengingu á líf mitt, en nú verður líklega ekki lengur streist á móti, góða mín.“ Þannig mælti Katrín að því er virtist æðrulaus og fullkomlega meðvituð um það sem í vændum var, þegar hún kvaddi mig og gaf mér síðustu heilræðin. Þannig var Katrín, einlæg, raunsæ og gefandi persónuleiki. Katrín var glæsileg kona, kvik í hreyfingum og mikill unnandi lista. Snyrtimennska var henni í blóð borin og ég sá hana aldrei öðruvísi en vel til hafða. Hún var náttúrubarn og ræktaði sinn garð í orðsins fyllstu merkingu. Hún var höfð- ingi heim að sækja og hápunkt- ur heimsóknanna var þegar Katrín leiddi gesti sína s.tolt í gróðurhúsið. Sérhvert barn mætti vera þakklátt ef það fengi slíka umhyggju og athygli sem plönturnar hennar Katrínar fengu. Katrín hafði heilsteypta skap- gerð og fór ekki dult með skoð- anir sínar. Hún var framsóknar- kona og vann í anda samvinnu- hugsjónarinnar af miklum eld- móði og óeigingirni. Án efa hefði hinn pólitíski eldhugi, Katrín Oddsdóttir, getað komist lengra á vettvangi stjórn- málanna ef hún hefði viljað, en hún sagði mér á góðri stundu að það hefði aldrei verið hennar draumur að gera pólitík að at- vinnu, þótt hún viðurkenndi að sér hefði gefist tækifæri til þess. Katrín er eina konan sem átt hefur sæti í stjórn Framsóknar- félags Kópavogs og þegar Freyja, félag framsóknarkvenna í Kópavogi, var stofnað tók hún við formennskunni. Katrín hefur frá stofnun Freyju, árið 1963, verið einn af burðarásum félagsins og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum bæði á pólitískum vettvangi og á sviði líknar- og menningarmála. Sem dæmi um dugnað og ósérhh'fni hennar má nefna að hún hefur setið sem fulltrúi Freyju í öllum fastanefndum Kvenfélagasam- bands Kópavogs um lengri eða skemmri tíma. Katrín bar hag þeirra, sem minna máttu sín, fyrir brjósti. Um það vitna glöggt störf henn- ar í Mæðrastyrksnefnd Kópa- vogs um árabil. Katrín var velviljuð og úr- ræðagóð og því var það mér, ný- liðanum, dýrmætt að geta leitað til hennar ef í nauðir rak í fé- lagsmálastarfinu. Katrín gat alla jafna geflð holl ráð, ráð sem hægt var að treysta að væru gef- in eftir bestu sannfæringu. Þar fór kona sem kunni að starfa að félagsmálum. Þegar ég tók sæti Katrínar í Orlofsnefnd hús- mæðra í Kópavogi gat ég því óhikað leitað til hennar, ef eitt- hvað gat orkað tvímælis. Mér var það einnig ómetan- legt, er ég tók við formennsku í Freyju, að flnna mig alltaf vel- komna í smiðju hennar. Ég met það sem forréttindi að hafa fengið tækifæri til að fræðast hjá svo velviljaðri og lífsreyndri konu sem Katrín var og hef fyrir löngu gert mér grein fyrir því að alltaf lauk samtölum okkar Katrínar á þann veg að minn reynsluheimur hafði víkk- að. Það þarf því engan að undra þótt við, sem störfuðum mest með Katrínu og nutum hennar handleiðslu, finnum fyrir tóm- leika og trega. Um leið og ég, fyrir hönd Freyju, félags framsóknar- kvenna í Kópavogi, þakka Katr- ínu Oddsdóttur hennar braut- ryðjendastarf í þágu félagsins, vil ég þakka henni gefandi sam- fylgd. Megi minning um heiðarlega, göfuga og hjálpsama konu verða ljós á vegi þeirra sem nutu ná- vistar hennar. Einkasyninum Oddi, Herdísi og börnunum, svo og öðrum sem nú sakna vinar í stað, bið ég Guðs blessunar. Mig langar að kveðja þessa einstöku samferðakonu með ljóðlínum Jóhannesar úr Kötl- um: Ég kvaddi ‘ana í síðasta sinni, er sólin skein fegurst á vori. Þá blasti við sumar og sœla, en samt var mér þungt í spori. í rekkjunni hóglát hún hvíldi og horfði út ífjarskann með ró. Ég vissi 'ún var þreytt og þjáðist — en þó var hún glöð og hló. Guð blessi minningu Katrínar Oddsdóttur. Sigurbjörg Björgvinsdóttir

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.