Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ & VtSIR. LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982. Þýzki biaðamaðurmn Christian Schmidt-Háuer V skrifaði eftirfarandi grein um vaidabaráttu þá sem nú geis- ar bak við tjöidin austur í Moskvu. í júlímánuði árið 1953, fáum mán- uðum eftir dauða Stalins gekk sovézka stjórnmálaráöið fylktu liði í Bolsjoi- leikhúsið til að vera viðstatt sýningu á „Desember byltingarmönnunum”, óperu eftir Sjaporín en hún fjallar um byltingartilraun gegn keisarastjórninni árið 1825. Þessi sameiginlegi listaáhugi hjá æðstu mönnum Sovétríkjanna var alveg einstakur viðburður, sem hafði aldrei áður átt sér stað. Á þessari einstæðu byltingar-leiksýn- ingu vantaði aðeins einn af æðstu for- ystuliði kommúnistaflokksins: hinn 54 ára gamla Lavrentín P. Beríja, blóði- drifinn leyniþjónustuforingja Stalins. Næsta morgun var Berija handtekinn sem „þjóðaróvinur” — baráttan um völdin eftir lát Stalíns hafði þar með náð sínum fyrsta hápunkti. „Þannig munum viðsigra." Miðvikudaginn 3. marz 1982, fáum vikum eftir dauða aðalhugmyndafræð- ings sovézka kommúnistaflokksins, Michails Súslovs, fóru nærri því allir þeir meðlimir stjórnmálaráðsins, sem búsettir eru í Moskvu, saman í MHAT- leikhúsið (Listamannaleikhúsið) og horfðu á leikritið „Þannig munum við sigra” eftir Sjaprov — andstalínískt leikrit um síðustu æviár Leníns. Þessi sameiginlega leikhúsferð var líka ein- stæður viðburður á hinum 17 ára valdaferli Brézhnevs. Aðeins einn af þeim allraæðstu, sem búsettir eru i Moskvu, var ekki hafður með í leikhús- ferðina: hinn 76 ára gamli Andrej P. Kirilénko, sem langan tíma hefur verið álitinn verðandi eftirmaður Brézhnevs. Kirilénko var alls ekki handtekinn dag- inn eftir leikhúsferð hinna; ennþá held- ur hann öllum sínum embættum. En allt frá dauða Súslovs, 25. janúar síðastliðinn, er þessi löngum þriðji æðsti maður í metorðastiganum á eftir Brézhnev og Súslov, næstum gjörsam- lega horfinn af sjónarsviðinu og nafn hans heyrist aldrei nefnt lengur. í stað hans hefur nánasti trúnaðar- vinur og aðstoðarmaður Brézhnevs, hinn sjötíu og eins árs gamli Konstanín Tsjernjenko tekið stefnuna á æðsta valdasessinn í Kreml. Hann hefur þegar yfírtekið störf Súslovs og flutt sig þannig upp í næst-æðsta valdasætið í Kreml. í mörg ár var Tsjernjenko skuggi Brézhnevs. Nú orðið stendur hinn laskaði flokksforingi, beygður af sífelldum, síendurteknum uppskeru- bresti, pólitískum glappaskotum, hrjáður af langvinnum veikindum, í skuggahins. ...Einsog Watergate við ána Moskvu. Valdabaráttan milli Tsjernjenkos og Kirilénkos er hvatinn í hinni dularfullu atburðarás og tundrið í öllum þeim orðrómi úr nánasta umhverfi Brézhnevs, sem verið hefur í gangi að undanförnu og vakti heimsathygli fyrir skemmstu. Það er mjög erfitt að átta sig á ýmsu af þessu, en nokkur einstök atriði verða þó að teljast einstæð í sögu Sovétríkjanna. Vangaveltur á frétta- stofum og í kauphöllum um dauða sovézks flokksforingja — eins og föstu- daginn 5. þessa mánaðar — hafa áður verið á dagskrá, skömmu fyrir fall Khrúsjovs. Sjálfsmorð með eitri og spillingarhneyksli til að koma æðstu forystumönnum kommúnistaflokksins á kaldan klaka eru heldur ekkert nýtt í sögu flokksins. En það hefur hins vegar aldrei komið fyrir áður, að menn úr allra næsta umhverfi hinnar drottnandi klíku hafi verið handteknir þvert gegn vilja ríkjandi flokksforingja eins og nú hefur átt sér stað. Jafnfáheyrt hefði hingað til talizt, það sem hið opinbera bókmenntatímarit „Avrora” í Lenin- grad lét fyrir skömmu í ljós í skopgrein einni: þá einlægu von, að eitt ofur- mannlegt stórskáld færi nú sem bráðast að sálast — skáldið er hreinn tilbúning- ur en ber öll helztu persónueinkenni Brézhnevs, svo að ekki verður um villzt, og þarf enginn að vera í vafa um við hvern er átt. Hvað liggur að baki orðróminum um tryllingslegar deilur og svæsin hneykslismál, sem hljóma eins og Watergate við ána Moskvu? Hvaða stríðandi öfl má greina að baki allra sögusagnanna, sem meira að segja spyrða dauða Tsviguns, næstæðsta yfirmanns sovézku leyniþjónustunnar K.G.B. saman við andlát Súslovs, aðal- hugmyndafræðings flokksins? Milli þeirra hafi átt sér stað eins konar póli- tískt einvigi upp á líf og dauða? Tvær ráðningar á gátunni liggja beinast við. Hin fyrri: meirihluti hinna voldugustu Kreml-foringja hafi, að fengnum stuðningi Jurijs Andropovs, yfirmanns sovézku leyniþjónustunnar K.G.B., orðið á eitt sáttir um að Tsjernjenko verði eftirmaður Brézhnevs. Þessi hópur vill ( með fullu samþykki Tsjernjenkos) lempa hinn naumast lengur vinnufæra Brézhnev hægt og gætilega niður úr valdasess- inum, í stað þess að steypa honum úr stóli. Hin síðari ráðning: Andstæðingar Tsjernjenkos vilja bregða fæti fyrir valdabrölt hans. Þeir reyna að koma höggi á nánustu pólitísku bandamenn Brézhnevs með því að ráðast beint framan að hinum lasburða flokksfor- ingja sjálfum, á mafíuna í kringum hann og á allar lífsvenjur þess fólks. Tsjernjenko er samkvæmt þessu aðal- skotmarkið. Samkvæmt þessari ráðningu gæti hinn 67 ára gamli Andropov sem bezt verið einn af andstæðingum Tsjernj- enkos. Andropov kynni að henta mun betur gamalmenni eins og hinn 76 ára gamli Kirilénko sem bráðabirgða- flokksleiðtogi, en sú ráðstöfun myndi veita Andropov síðar gullið tækifæri til að hrifsa sjálfur til sín æðstu völdin. Það eru viss atriði, sem kynnu að benda til þess, að þessi síðarnefnda ráðning sé hin rétta: Kirilénko berst að minnsta kosti alveg greinilega með öllum tiltækum ráðum gegn valdasókn Tsjernjenkos. En mótspyrnan gegn sókn Tsjernjenkos hefur þó hingað til annars vart verið teljandi. Lenin varar v 'tð Stafín Þegar á allt er litið virðist því fyrri ráðning gátunnar vera öllu sennilegri. Þetta verður ennþá greinilegar, þegar litið er nánar á fyrrnefnda leikhúsferð flokksforystunnar 3. marz síðastliðinn, sem moskvubroddarnir gerðu að stór- pólitískum viðburði. Leikrit þetta, sem fjallar um síðustu ævidaga Leníns og vangaveltur hans um það, hvernig koma megi á betri valdgæzlu, um mun meiri tillitssemi við hinn nafnlausa múg, og um mistök Stalíns, átti upp- haflega að frumsýna á 26. flokksþing- inu. Súslov, vörður rétttrúnaðarins innan flokksins, kom í veg fyrir að leik- ritið yrði sýnt. Samt var haldið áfram að „vinna að” sviðsæfingum á leikrit- inu. Allt fram til sfðustu æfinga fengu leikararnir aðeins ófullkomna, marg- leiðrétta texta í hendur. Hinn 21. janúar fékk Súslov svo, samkvæmt opinberum tilkynningum, skyndilega alvarlegar blóðrásartruflanir.. . . og missti fljótt fulla rænu. Að kvöldi 24. janúar, sem sagt kvöldið áður en hinn dyggi vörður helgra dóma kommúnísks rétttrúnaðar andaðist, var leikritið „Svona munum við sigra” frumflutt. Það sem áhorfendur 1 Listamannaleik- húsinu við Tverskoj-breiðgötu í Moskvu fengu að heyra þetta kvöld, könnuðust flestir sovézkir þegnar að vísu við frá árinu 1956, þegar Khrús- jov fordæmdi allt athæfi Stalíns; en þvílik orð höfðu þó vart borizt þeim til eyrna eftir það: Lenín varar í erfðaskrá sinni mjög eindregið við Stalín. í hlutverki hins lasburða Leníns les leikarinn Alexander Kaljagin — sem annars túlkar oftar tsjekhovska deyfð en lenínska bragðvísi í pólitík — kven- einkaritara sínum fyrir hluta þessarar erfiðaskrár. Það hljómar eins og ósvik- inn Lenín, og á þetta hlýddi stjórn- málaráð sovézka kommúnistaflokksins með hinn hruma Brézhnev í broddi fylkingar hinn 3. marz síðastliðinn. „Stalín er of ruddalegur, og þessir vankantar hans, sem unnt er að líða í okkar eigin hópi og í samskiptum við okkur kommúnista, er ekki hægt að þola í embætti aðalritara Kommúnista- flokksins. Þess vegna sting ég upp á því við félagana, að þeir velti þvi mjög fyrir sér, hvernig unnt sé að koma Stalín frá völdum og setja annan mann i embættið 1 hans stað. ...” Það var alveg greinilegt, að ýmsir áhorfendur hugsuðu ekki einungis til Stalíns, þegar stikkorðið „aðalritari kommúnista- flokksins” heyrðist þetta kvöld. Eftir að leikarinn hafði, við frumfiutning leikritsins, mælt fram orðin um verk- efni þessa eftirlitsráðs kommúnista- flokksins, sem yrði jafnvel að fylgjast grannt með aðalritara flokksins, stökk skyndilega maður nokkur á fætur á svölum leikhússins og klappaði lof í lófa eins og eftir pöntun. (Þetta kom að vísu ekki fyrir á sýningunni 3. marz, þegar stjórnmálaráðið sjálft var viðstatt). „Skriffínnarnir eru óvinir okkar" Lærdómurinn, sem í leikritinu er dreginn af niðurstöðum Leníns, ei bæði raunsær og hagnýtur: menn verða að horfast í augu við þann sannleika. að sovézka kommúnistaflokknum getur skjátlazt, . „skriffmnarnir eru óvinir okkar.” Lokaályktunin af öllum þessum vangaveltum Leníns samsvarar í einu og öllu þeirri mynd, sem Tsjernjenko hefur þegar í marga mánuði verið að láta dreifa af sér: það er, að hann sé ímynd hins raunsæja pólitíska erfingja, sem gleymi ekki að taka mistök Stalins með í reikninginn; hann sé maðurinn, sem sé þess albúinn að verja verkamenn og alla alþýðu manna gegn skriffinnun- um og stjórnarliðum, maðurinn, sem berjist gegn öllum þeim, „er sjái ekki lengur hinar mannlegu verur bak við skjalafjöllin sín”, og „líta orðið aðeins á mennina sem eins konar tæki til að geta staðið við og uppfyllt fyrirfrám gerðar framleiðsluáætlanir í ríkis- búskapnum.” Þannig komst Tsjernj- enko að orði í grein í tímaritinu Kommunist í október siðastliðnum. Það er því engin furða, að keppi- nauturinn Andrej Kirilénko hafi haft heldur litla löngun til að leggja blessun sína yfir þetta leiksviðsverk um valda- afsal í hendur Tsjernjenko. Heldur engin furða, að einn af meðlimum stjórnmálaráðsins þyrfti endilega að vera tvisvar viðstaddur leiksýningu þessa: sjálfur Konstantín Tsjernjenko. Hann var stráx viðstaddur frum- sýninguna 24. janúar. Þá voru í för með honum Viktor Grísjin, formaður Moskvudeildar kommúnistafiokksins — hann hafði án nokkurrar sjáanlegrar ástæðu óvart látið þurrka út andlit Kirilénkos á Ijósmynd af foringjunum, sem birtist í Moskvublaði því sem hann ræður yfir. — Hinn félaginn, sem fylgdi Tsjernjenko í MHAT-leikhúsið á frumsýninguna, var „unglingurinn” i stjórnmálaráðinu, hinn 52 ára gamli Michail Gorbatsjov. Hvaða ályktun má sem sagt draga af leikhúsviðburði þessum? Sjálf sviðsetn- <---------------------------m Abúðarfufít tifíit landsföður- ins Brózhnevs hvílir hvar- vetna á borgurum Sovét- ríkjanna, en hversu lengi?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.