Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1982, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1982, Blaðsíða 11
11 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FIMMTUDAGUR1. JlJLl 1982. Menning Menning Menning Menning VONANDIVERÐUR FALL FARARHEILL Pólýffónkórinn og Kammorsveit Reykjavíkur: 25 ára afmælistónleikar í Háskólabíói. Flutt ýmis verk úr efnisskrá í Spánarfferö. Stjórnandi: Ingólfur Guðbrandsson. Islenzka máltækiö Fall er farar- heill á vonandi eftir aö rætast á Pólý- fónkómum í Spánarferðinni. Því tón- leikar kórsins hér heima gengu satt aö segja hálf brösuglega. Nánast mátti segja aö fyrir hlé gengi ekkert upp. En eftir hléiö sóttu menn í sig veðrið og sýndu og sönnuöu enn aö þama er á feröinni góður kór sem flytur vandaöa tónlist. Eflaust hefur fyrri hlutinn fariö svona úrskeiðis vegna óstyrks eins samans. Vonandi aö menn komist yfir hann. Tónlist Dóra Stefánsdóttir Tónleikarnir hófust á Handel gamla. Leikin var Vatnatónlist hans á vandaöan og fallegan hátt. En lík- lega hefur það sem á eftir geröist oröiö kórnum og stjómandanum til hrellingar. Það var nefnilega ekkert klappaö. Aheyrendur virtust hrein- lega ekki hafa áttaö sig á aö verkið var búiö. Á eftir fylgdi kantata eftir Buxte- hude. Taugaóstyrkur kórsins kom DV-mynd Þó.G, þar líklega hvaö bezt fram. Ingólfur ferðar aö nýju. Þó aö menn hafi góöa skera sig úr öllum hinum. Þegar of- verður að taka tenórana sína til með- rödd er ekki hægt að láta einn eða tvo an á bætist aö karlaraddir í kórnum em allt of fáar miöaö viö kvenraddir. Meira aö segja Messías sem kórinn hefur svo oft flutt gekk ekki upp. Enn vom tenórar kórsins á flugstigi yfir öömm og skemmdu heildarblæinn. Þó kórinn væri f jölmennur var hann heldur ekki nógu hljómsterkur. Meira að segja Kristinn Sigmunds- son, sá vandaöi einsöngvari, fór á taugum og kom vitlaust inn. Eftir þaö varð ég sannfærö um aö ekkert gætifariðvel. Á milli söngverkanna tveggja var heldur ekkert til aö lyfta í hæöir. María Ingolf(sdóttir) spilaði fiölu- konsert eftir Bach. Þá létu áheyrend- ur sig hafa þaö aö klappa á milli þátta þó María sýndi ekki sínar beztu hliðar. En sem betur fer fór allt á betri veg eftir hlé. Þá söng kórinn hluta af Eddu Jóns Leifs svo unun var á aö hlýða. Þetta erfiða verk virtist vera honum beinlínis létt. Kristinn Sig- mundsson og Jón Þorsteinsson sungu meö einsöng og gekk alveg ljómandi vel. Síöan var endaö á Gloríu Poulencs. Þá kom til sögunnar einsöngvarinn Nancy Argenta frá Kanada. Hún var aldeilis alveg frábær. Kórinn stóö þá líka þéttur aö baki hennar. I von um góða og gæfuríka Spánar- ferö kórsins og farsæla heimkomu. -Dóra Stefánsdóttir. I I J J MWW PVAV ► f r WO ►► ■STO*’ HPAUSt I I I I I 7 DAYS / 1PROGRAM EE:3D VIDEO CASSETTE RECORDER VBS-7500 aoo» iftsrw hecsw HRj5 ■ ■ ■ ■* M i - T&í ITOTTTl m ccp VBS-7000 Verð 12.800, VBS-7500 14.450, VBS-9000 18.350.- Beta m LAGMÚLA 7 REYKJAVÍK SÍMI 85333 SJÓNVARPSBODIN IÍ BETA MYNDBANDALEIGAN | BLJ Barónsstíg 3, við hliðina á Hafnarbíói. Opnað næstu daga. Geysilegt úrval af 1. flokksefni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.