Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1982, Blaðsíða 12
12 DV. FÖSTUDAGUR 6. AGUST1982. Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvœmdaatjóri og útgáfustjóH: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTjANSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórí: HAUKUR HELGASON. Fráttastjórí: JÓNAS HARALDSSON. Auglyslngastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINStSON. Ritstjóm: SÍÐUMÚLA 12-14. SÍMI 88811. Auglýsingar: SiOUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLT111. SÍMI 27022. Sími ritstjómar 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12.Prentun: ARVAKUR HF., SKEIFUNN119. Áskriftarverö á mánuði 120 kr. Verö i lausasölu 9 kr. Helgarblaö 11 kr. Fundinn— fallin spýtan Einn vinsælasti barnaleikur eftirstríðsáranna var fallin spýta. Leikurinn var í því fólginn að allur hópurinn fór í felur utari einn, sem leitaði að hinum. Síðan var spýta reist í porti eöa við girðingu, og sá var sigurvegari, sem fyrstur var að fella spýtuna. Ef leitarmaöur kom auga á þann sem í felum var hljóp hann til og hrópaði: fundinn — fallin spýtan! Eitthvað hefur dregiö úr vinsældum þessa leiks en sumir þeir sem komnir eru á miðjan aldur minnast hans með ánægju og til eru þeir sem stunda hann enn. Einn þeirra er menntamálaráöherrann yfir íslandi, Ingvar Gíslason. Hann hefur verið í feluleik undanfarin þrjú ár, og raunar svo vel týndur að enginn hefur enn getað hlaupið til og hrópað: fundinn — fallin spýtan. Skólamenn hafa leitað, þeir í menntamálaráöuneytinu hafa einnig gert út leitarflokka og þjóðin öll hefur verið að skyggnast um. Það bar því til nokkurra tíðinda nú í vikunni, þegar þaö spurðist að menntamálaráöherra væri fundinn. 1 yfir- lætislausri fréttatilkynningu frá stjórnarráðinu var þess getiö að sést hefði til Ingvars Gíslasonar í Kanada. Þar var hann sagður sérstakur gestur kanadiska mennta- málaráðherrans til að heiðra minningu Stephans G. Stephanssonar. Það var meira að segja tekið fram að ráð- herrann væri væntanlegur heim aftur 13. ágúst nk! Þetta eru ánægjuleg tíðindi. Ráðherrann hefur verið horfinn sporlaust í þrjú ár. Hvorki heyrst til hans hósti né stuna. Sumir hafa verið aö leiða að því getum að ráðherrann heföi farið í felur til að hugsa. Hann stýrir jú einu stærsta ráðuneytinu, „seifur hins andlega heims”, og það verður ekki gert án hugsunar. Sennilega hefur Ingvar hneigst til innhverfrar íhugunar, hrokkið inn í sjálfan sig að hætti indverskra spekinga, sem ekki láta sig muna um að sitja hreyfingarlausir í sömu stellingum svo dögum skiptir. Ástæðulaust var að hafa áhyggjur af þessu fyrsta kastið, manni með svo mikla ábyrgð og hugsun á herðunum. En þegar dagar hinnar innhverfu íhugunar breytast í vikur, vikumar í mánuði og mánuðirnir í ár, þá gerast ýmsir órólegir. Að vísu herma sögur að ráðherrann hafi skotið upp kollinum í einstaka afmælisboði, opnun nokkurra sýninga og síðdegisdrykkju í ráðherrabústaðnum en að öðru leyti hefur hann verið týndur og tröllum gefinn. Menningin á Islandi, skólamir, fræðslukerfið, æðri menntun, vísindi, listir og íþróttir, Ríkisútvarpið, rann- sóknir og fræðastörf hvers konar heyra undir mennta- málaráðherra. Alls staðar æpa verkefnin, alls staðar er verk að vinna fyrir dugmikinn ráðherra til að veita forystu og frumkvæði. Yfirleitt hafa menntamálaráð- herrar þurft að vera vaxnir upp úr því að fara í feluleik og fallin spýtan til að sinna svo umfangsmiklum málaflokk- um. En í öllum feluleikjum finnast menn um síðir. Það kom í hlut hins kanadiska kollega Ingvars Gíslasonar að hafa upp á honum. Sá kanadíski notaði mjög einfalt ráð. Hann sendi Ingvari boðskort um utanferð. Það fór sem hann vissi að íslenskir ráðherrar standast ekki slíkar freist- ingar og kauði gaf sig fram. Nú er spýtan fallin og allir góðir menn þurfa aö sam- einast í því að hafa gætur á svo snjöllum felumanni. Ann- ars gæti hann týnst aftur. GerUsneytt um of ? AJAXMED SALMIAKPLÚS Kýr hafa þá heimspeki aö gras sé einlægt grænna handan viö giröing- una og taðan betri úr næsta bási. Þeir sem gefið hafa þessum gáfuöu skepnum hafa löngum skilið þennan sannleika, og það meö aö til þess aö kýr sleiki upp jötuna veröur aö halda þeim frá gjöfinni nokkra stund til þess aö eftirvæntingin verði gamal- kunnu bragði yfirsterkari. Matvælafræöingar aðhyllast sömu heimspeki og kýr. Sá matur er ein- lægt hollastur í þeirra augum sem enginn boröar nú á dögum; fásám matur og vondur er hollur — góöur matur og algengur óholiur. Hið óholla fæði á íslandi Samkvæmt heimspeki sinni hafa matvælafræöingar sett fram þá reglu aö Islendingar sem lifa allra þjóöa lengst búi við svo óhollan mat að neyöarástand ríki og sé því nauösynlegt aö skera upp herör og taka upp mataræði þeirra þjóöa þar sem meöalaldur er innan viö fjörutíu ár. Eftir sömu reglu hefur Heilbrigöis- eftirlit ríkisins auglýst þaö ár eftir ár aö vatn á Akranesi sé hættulegt heilsu manna. Þessari staðhæfingu er fylgt eftir meö því að sýna magn tiltekinna gerla í Akranesvatninu. Og er áreiöanlega rétt talið. Hins vegar er ekkert sagt um það hvort Akumesingar, sem veröa að drekka þetta pestarvatn, séu lasnari en annaö fólk. Er þaö enda ekki hægt þvi aö heilbrigöisskýrslur bera þaö eitt meö sér aö heilsufar Akumes- inga sé meö sama hætti og annarra lslendinga. Hættulegt heilbrigði Eg man eftir bekkjarbræömm mínum sem átu aldrei annaö en heilsusamlegan mat — gulrætur og heilhveitibrauö meö osti — og fundu á sér af því aö drekka kók. Samt vom þessir sömu menn einlægt með trefil og kvef og einn þeirra lá veikur í in- flúensu í viku áður en sóttin lagðist raunveralega á hann. Svo vom líka í minum bekk strák- ar sem höföu hveitibrauð með púöur- sykri í hádegismat og drukku pepsí- kóla meö. Þeim varö aldrei misdæg- urt. I vetur var sagt frá því í skýringa- þætti í sjónvarpinu aö Islendingar ætu svo sem eins og 60 kílógrömm af Haraldur Blöndal sykri á ári hverju. Fréttaskýrandinn kom sykrinum þannig fyrir á mynd aö það var eins og almenningur sett- ist aö, t.a.m. á vorin, og æti sykur meö sleif þangaö til 60 kílógramma markinu væri náð. Svo reyndist þó ekki vera. Sykur- magniö var þannig fundiö út aö ætlaö var á um sykurmagn í brauöi, kökum, gosdrykkjum og kaffi. Svo aö frétt blaðamannsins sannaöi ná- kvæmlega ekki neitt. Meö sömu rök- vísi hefði hann getaö sett upp vatns- geyma til aö sýna hvaö einn Islend- ingur drekkur mikiö vatn eða pissar á ári hverju og menn féllu í sömu stafi. Þessi talnaspeki er sniðug. Hvaö er t.d. hægt aö spara mikinn gjald- eyri meö því aö banna mönnum að raka sig, eöa mikla orkusamtals? Af hverju er hollt að vera horaður? Ég hef það á tilfinningunni aö þaö sé um svipað leyti og Halldór Lax- ness setti fram þá viðmiðun aö feitir þjónar væm minni menn en barðir þrælar aö matvælafræðingar hófu meö aðstoð lækna árásir á feita menn og bjuggu til lygakenningu um aö þaö sé hollt aö vera grannur en óhollt aö vera feitur. Þó em í landinu fjöldi manna, feitur og bústinn, sem er orðinn eldri en þessir menn veröa nokkum tíma, og líöur vel. Þessir menn spilla heimilisfriöi með oröum eins og kjörþyngd og hæðarþyngd og kólesterhól í staöinn fyrir að benda á aö meðal manna eins og t.d. nautgripa eru hin ýmsu kyn með margvíslegt holdafar. Sumar ættir eru feitlagnar en aörar grannvaxnar. Og eins hættulegt og þaö er fyrir þann af grönnu ættinni að gerast feitur þá er þaö lifshættu- legt fyrir feitlaginn mann aö veröa mjór. Mjór maöur af feitlaginni ætt er jafn aumkunarverður og horaö holdanaut. Þessu til viðbótar má svo benda á aö rannsóknir úti í hinum stóra heimi benda til aö feitlagið fólk sé yfirleitt greindara en horrenglur. Hættulegasti óvinur hvíta mannsins? Fyrir ca 45 árum uröu miklar deilur í Reykjavík vegna gerilsneyð- ingar mjólkur en margar húsmæöur í Reykjavík vildu geta keypt spena- mjólk til aö gefa ungbömum. Þær trúöu því aö þaö gæti verið hættulegt aö gerilsneyöa um of. Eins og vitur prófastur orðaði þaö: Þaö er til vondur skitur og hollur skítur. Þessi ágæti prófastur velti því fyrir sér að vel mætti gerilsneyða um of. Eða hefur aldrei hvarflað aö matvæla- fræöingum aö heilsufari Islendinga sé hætt þegar þeir geta ekki fariö dagstund til útlanda án þess aö fá i magann af því einu að borða dagleg- an mat þarlendra? Hefur aldrei hvarflað aö þeim að vel geti veriö aö maginn og líkaminn þurfi þessa gerla til þess aö líkaminn myndi ónæmi við of miklu magni síöar. Fyrmefndur guösmaður var þeirr- ar skoðunar að vel gæti verið aö sterilíseringin væri hættulegasti óvinur hvíta mannsins, aö vestræn menning myndi líöa undir lok af þrifnaði — kafna í Ajax meö salmiakplus. Haraldur Blöndal. „Eru Akurnesingar lasnari en annað fólk, þótt þeirdrekki „pestarvatn”?” -ebs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.