Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1982, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1982, Blaðsíða 32
NYJA AGFAFILMAN ÓTRÚLEGA SKÖRP OG NÆM FYRIR LITUM ÓDÝRARI FILMA SEM FÆST ALLS STAÐAR 86611 RITSTJÓRN SÍDUMÚLA 12—14 AUGLYSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR SKRIFSTOFA ÞVERHOLTI 11 27022 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1982. Fannst í gömlum embættisskjalasöf num: ÞJONUSTU- OG SKILDINGA- MERKIA HEILUM UMSLÖGUM Nýlega fundust í gömlum embættisskjalasöfnum á Þjóöskjala- safni öll elztu frímerki sem notuö voru hér á landi, þar á meöal skildingamerki og þjónustumerki á bréfum og umslögum sem hvergi eru til annars staöar. „Þetta er einstakurfundur. Þarna komu fram hlutir sem enginn maöur haföi reiknaö meö aö væru til lengur,” sagöi Þór Þorsteins sem nú vinnur aö því aö flokka frímerkin á skjölunum og skrá þau, en frímerkin verða sýnd á afmælissýningu Félags frímerkjasafnara sem haldin veröur á Kjarvalsstöðum dagana 19. til 23. ágúst næstkomandi. Þór sagöi aö þessir hlutir heföu auövitaö aldrei áöur sézt á frímerkjasýningum og frá sjónarmiði frímerkjasafnara væri díki sízt mikilvægt aö á bréfun- um mætti sjá dagsetningar sem sýndu hvenær merkin voru tekin í notkun. Á afmælissýningu Félags frí- merkjasafnara, sem haldin er í til- efni af 25 ára starfsaldri félagsins, veröa einnig til sýnis ýmis erlend söfn sem hlotiö hafa gullverölaun á erlendum sýningum. Má þar nefna safn meö heildarútgáfu sænskra frí- merkja frá árinu 1855, sænskt safn meö tékkneskum frímerkjum frá árabilinu 1918 til 1938 og tegundar- safn um sögu Finnlands. Þá veröur á sýningunni eitt fullkomnasta safn íslenzkra sjópóstbréfa sem til er en það er í eigu brezka frímerkjakaup- mannsins Angus Parker. OEF FRAMSOKN í VANDA — þingf lokksfundurinn í gær dugði ekki til — sfjórnarliðið ræðir 2-3% vaxtahækkun Framsókn er í vanda um, hvað gera skuli. Skiptar skoöanir eru í þingflokknum um, hve langt skuli gengið til móts viö Alþýðubandalagið til aö viðhalda stjómarsamstarfinu. Þingflokksfundur var hjá Framsókn í gær en dugði ekki til þess að komizt yrði aö niöurstööu. Verður því annar þingflokksfundur í dag. Halldór Asgrímsson og Guömund- ur G. Þórarinsson eru i forystu í því liöi Framsóknar, sem vill standa fast á kröfum um harðari aögeröir fyrir 1. september en Alþýöubandalagiö vUl. Steingrímur Hermannsson, for- maöur flokksins, hefur mælt fyrir því, aö Framsókn teygði sig til'samn- inga viö Alþýðubandalagið. DeUur viö Alþýðubandalagiö standa fyrst og fremst um, hvort verðbætur 1. september skuli skertar meira en þegar er ákveðið. Fram- sóknarmenn óttast, aö verðbólgan taki á hraöari rás,veröi það ekki gert. StjórnarUöiö ræöir á fundum sin- um um, aö vaxtahækkun 1. septem- ber gæti orðiö 2—3 prósent. Seðla- bankinn hefur lagt til sex prósent vaxtahækkun. -HH. Stal veskí Úr bifreið Bifreið gjöreyðilögð eftir árekstur við strætó 2000 krónum var stolið úr bifreið á Snorrabraut um f jögurleytiö í gærdag. Bifreiðin var á bílastæöi fyrir utan hannyröaverzlunina Erlu. Haföi öku- maðurinn, sem var kona, skroppið þangað inn. Á meöan var farið inn í bíl- inn og peningunum ásamt sigarettu- veski stoUð. Konan var aöeins örfáar mínútur í verzluninni. Mikil leit var strax gerö aö þjófnum en ekki tókst aö finna hann. -JGH. Ungur maður slasaðist í hörðum árekstri sem varð í morgun rnilli strætisvagns og Lada-smábiis á mótum Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar. LOKI Mér sýnist þeir hafa fundið fausn efnahags- vandans í Þjóðskjala- safninu — ef Seðlabank- inn fær skildingana í um- boðssölu... Fyrsti leikur atvinnumálanef ndar Akureyrar til að draga úr fyrirsjáanlegu atvinnuleysi í vetur: Biður ríkið um 20 millj- óna aukafjárveitingu „Ég hef enga tilfinningu fyrir því hvemig tiUögum okkar verður tekið, en ég tel þaö réttlætismál aö þær nái fram að ganga,” sagöi Jón Siguröar- son, formaöur atvinnumálanefndar Akureyrar, í samtali viö DV. Eins og fram hefur komið í DV er spáö atvinnuleysi á Akureyri í vetur, sérstaklega í byggingariönaöinum. I könnun, sem atvinnumálanefndin lét gera kom fram aö um 130 byggingariönaðarmenn starfa viö opinberar framkvæmdir þessa dagana en næstu vikur og mánuði fækkar þeim ört. Er fyrirsjáanlegt að einungis 30—40 manns koma tU meö aö hafa vinnu við þessar fram- kvæindir í vetur, verði ekkert aö gert. Með hliðsjón af þessu hefur atvinnumálanefndin útbúið „pakka”, eins og Jón Siguröarson orðaði þaö, þar sem hún gerir þá til- lögu, að Ríkissjóöurleggi fram auka- fjárveitingar í 8 opinberar fram- kvæmdir sem eru í gangi á Akureyri. Meö því móti telurnefndin að 100— 120 byggingariðnaðarmenn geti fengiö vinnu tU viðbótar viö þá 40 sem áöur voru nefndir. Ekki vildi Jón upplýsa um hvaöa framkvæmdir væri aö ræöa né um hvað háa upphæö væri beðið í „pakkanum”. Samkvæmt upplýsing- um DV frá öörum aöUum fer nefndin samtals fram á rúmlega 20 m. kr. aukafjárveitingu frá ríkinu og er stærstu fjárhæðunum ætlaö aö renna til byggingar sjúkrahússins, íþróttahallarinnar og dagvistunar viö Þórunnarstræti. Nefndarmennirnir Gunnar Ragnars og Jón Sigurðarson ásamt alþingismönnunum Halldóri Blöndal og Stefáni Valgeirssyni fara með „pakkann” á fund fjármálaráð- herra eftir helgina. -GS/Akureyri „Tilbúningurog þvættingur” — segir Guðrún Helga- dóttir um að hún hafi hótað að hætta að styðja ríkisstjómina „Þetta er hreinn tUbúningur að frétt, þvættingur og úr lausu lofti gripiö,” sagði Guörún Helgadóttir, þingmaöur Alþýöubandalagsins, í samtaU viö DV í morgun er borin var undir hana grein í Morgunblaðinu í morgun þess efnis að hún heföi hótaö að hætta stuðningi sinum viö r&is- stjórnina vegna andstööu við fyrir- hugaðar efnahagsaögeröir. „Þaö eru engar efnahagstUlögur komnar fram endanlega og það væri þvi i meira lagi fáránlegt að hóta aö hætta aö styöja ríkisstjómina á því stigi málsins,” sagöi Guðrún. „Það er verið aö vinna að þessum efna- hagstiUögum og það er enginn meiri háttar ágreiningur innan Alþýöu- bandalagsins um þær þótt sitt sýnist hver jum og því síður hef ég hótað þvi aðstyöja ekki ríkisstjómina.” ÖEF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.