Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1982, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1982, Blaðsíða 33
DV. FIMMTUDAGUR 21. OKTOBER1982. 33 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Finnlandsforseti spilar blak Mauno Koivisto, lorseti Finnlauds, leikur blak í frí- stundum. Svo mikill blak- áhugamaöur er Koivisto að hann kaus frekar að mæta i blakið með kunning junum en sitja fyrir framan sjónvarp og fylgjast raeð atkvæðataln- ingu í forsetakosningunum í janúar síðastliðnum þegar bann var kjörinn forseti. íþróttaáhugi er mikill meðal Finna, ekki síst á blaki. Finnar eru mesta blak- þjóðin á Norðurlöndum, eru núverandi Norðurlanda- meistarar. Þá náði blak- landslið Finna langt í heims- meistarakeppninni sem lokið erfyrir skömmu. Öffusárbrú Nokkur fyrirtæki á Selfossi hafa farið þess á leit við bæjaryfirvöld að þau fái að setja upp Ijósaskreytingu á ölfusárbrú fyrir næstu jól. Hafa bæði bygginganefnd og bæjarráð gefiö jáyrði sitt. Bíða Selfossbúar nú spenntir komu jólanna. Siguróur A. seg- ist hafa haft leyfi frá öllum Vegna ummæla í Sandkorni fyrir nokkru um Sigurð A. Magnússon rithöfund og bók- menntatímarítið Icelandic Writing Today, sem hann gaf • út í tilefni af Scandinavia To- day, vill Sigurður, sera er ný- kominn til landsins, taka eftirfarandifram: „Ég aflaði mér leyfis allra þeirra höfunda sem efni eiga í ritinu. Við sagnahöfunda hafði ég samband þegar ritið var í undirbúningi en leyfi ijóðskáida fékk ég fyrir sex árum þegar ég vann að þýð- ingum i bók sem nú er komin út í Bandarikjunum undir nafninu The Postwar Poetry of Iceland. Þá gáfu skáldin mér heimild til að birta þýð- ingarnar, bæði í þessu safn- riti og annarsstaðar þar sem kostur væri að koma þeim á framfæri. Að því er varðar sölu á Icelandic Writing Today í Bandarikjunum er þess að geta að þar dreifði ég rltinu ókeypis vegna þess að ekki var talin ástæða til að selja það enda voru önnur norræn rit af svipuðu tagi ókeypis. Niðurstaðan verður þvi sú að ég hef tapað milli 30 og 40 þúsund krónum á fyrir- tækinu þrátt fyrir 50 þúsund króna styrk frá menntamáia- ráðuneytinu og þykir því hart aö sitja undir því að ég hafi gert þetta í gróðaskyni. Ég vann að þessu fulia tvo mán- uði og reiknaði mér ekki eyri í kaup.” Hannes Hólm- steinn býdst til að verða frétta- ritari sjónvarps Hannes Hólmsteinn Gissur- arson, sem er við nám í Ox- ford, hefur nú sett fréttastofu sjónvarps í vanda. Haim hef- ur nefnilega boðist tii að verða fréttaritari sjónvarps í London. Sjónvarpsmenn eru tvístig- andi, vita ekki hvernig bregð- ast eigi við boði frjálshyggju- mannsins. Óttast menn að fréttapistlar frá honum gætu orðið eitthvað litaðir enda sé Hannes trúr sinni sannfær- ingu. En um leiö og menn segja að erfitt sé að ráða Hannes Umsjón: Kristján már'Unnarssón. segja menn að erfiðara sé að hafna honum. í Stokkhólmi sé fréttaritari maður að nafni Birgir Bjöm Sigurðsson. Sá sé harður á hinum væng stjómmálanna, mikill and- stæðingur frjálshyggjunnar og hafi meira að segja gefið út rit til höfuðs henni. Kvikmyndir Kvikmyndir Regnboginn—Fsðríldið: MYND SEM VERT ER AÐ SJÁ Regnboginn, saiur A, Fiðrildið (Butterfly) Stjórn: Matt Cimber Handrit: eftir sögu James M. Cain Kvikmyndahandrit: John Goff Aðalhlutverk: Stacy Keach, Pia Zadora, Orson Welles, Lois Nettloton, Edward Morricone Framleiðandi: Par-Par Prod. Sögur James M. Cain em þekktar um öll Bandaríkin og gott ef ekki víð- ar. Margar þeirra hafa verið kvik- myndaðar, sumar oftar en einu sinni, svo sem sagan Postman Always Rings Twice, sem fyrst var fest á filmu að ég held árið nítján hundmð fjömtíu og eitt og svo mjög nýlega, en þeirri útgáfu fengum við að fylgjast með í einu kvikmynda- húsanna fyrir skömmu. Þá er það saga Cain, Butterfly, sem okkur gefst að sjá í kvikmyndalíki í Regn- boganum þessa dagana. Hún er hér til umfjöllunar. Sögur James M. Cain byggja flest- ar á sama þemanu. Þær gerast í kreppunni á fyrri hluta fjórða ára- tugarins. Vendipunktur þeirra er manneskjan og vandræði hennar ell- egar erfiöi frá degi til dags. Og það sem gerir sögur hans samtengdar hver annarri er að í þeim má jafnan finna glöggt kynóra sögupersón- anna. Þeir eru oftast þungamiöja sagnanna, rauði þráðurinn. Aldrei verða þessir kynórar þó beint klám- fengnir í skrifum Cain, miklu fremur hjúpar hann þá dulúðugri hulu, sem hver og einn getur fundiö sig í. Til- finningar persónanna ráða miklu um framvinduna, myndir Cain fjalla um uppgjör, uppgjör við sjálfan sig og umhverfi sitt. En víkjum þá aö Fiðrildinu og söguþræöi kvikmyndarinnar. JessTyler (Keach) er ósköp venju- legur miðaldra maður. Hann er um- sjónarmaður meö gamalli silfur- námu í auðnum Nevada-fylkis í Bandaríkjunum. Náma þessi var eitt sinn rík af málmi en er nú í niður- níðslu. Þar er mjög einmanalegt en Jess tekur því með ró, annaö betra er ekki að hafa. En dag einn fær hann heimsókn. Það er Kady (Zadora), sautján ára stúlka, sem segist vera dóttir hans. Þetta vekur upp sárar minningar hjá Jess, þegar fyrrum kona hans, Bess, hafði fyrir tíu árum stungið af með elskhuga sinum, More Blue, og tekið með sér tvær dætur þeirra, Kady og Jane. Jess leyfir Kady að dvelja um stund og nær hún fljótt miklu valdi yfir tilfinningum hans. Hún fær hann til aö stelast með sér í silfumámuna, því hún vill ólm eignast peninga og þægilegra líf en hún lifir. En önnur ástæða er einnig fyrir því að hún vill stela silfri og er hún sú að Kady vill ná sér niðri á Gillespis-fjölskyldunni sem á námuna og hefur bannað syni sínum, Wash, aö gangast við bami sem hann á von á með Kady. Nú kemur í ljós að einveran hefur haft mikil áhrif á innri mann Jess. Kady er afar tælandi og Jess ræður sér vart fyrir þrá eftir þessum unga líkama. Hann sendir hana til prests- ins Rivers, ef hann getur talað um fyrir henni. Þaö er þó til lítils og Kady hvetur Jess mjög, svo að hann er brátt til í að framkvæma hvaða ódæðis verk sem er f yrir hana. Nágranni Jess, Ed Lamey, skapill- ur og mannfælinn náungi, telur að eitthvað sé graggugt að gerast í sam- lífi feðginanna og kærir loks Jess fyr- ir ósæmilega framkomu við dóttur sína. Feðginin eru kölluð fyrir dómarann (Welles) en þau standa af sér storminn með óvenjulegum hætti, sem ekki skal fjallað um hér. Þetta er skilmerkilegur söguþráð- ur, fullur sannfærandi atriða sem í heild mynda átakanlega kvikmynd. Þetta er ekki spennumynd, ekki ógeðfelld að því leyti að lítið er um hrylling og blóð í henni. Myndin er róleg á yfirborðinu, undir niðri kraumar þó í atburöarásinni og hún heldur manni óskiptum aö sér. Kvikmyndatakan er fagmannlega af hendi leyst sem og önnur tækni- vinna, og ein sér skilar hún myndinni upp í háan gæöaflokk. Þar kemur þó meira til. Stacy Keach, sem ég hef hingað til litið á sem ágætan leikara, fer á kostum í hlutverki hins rólynda en tilfinninga- sama einsetumanns. Sömu sögu er að segja um leik Piu Zadora í hlut- verki dótturgálunnar Kady. Hann er trúverðugur. Eg verð einnig að geta leiks Orsons W elles í dómarasætinu. Þó að myndin sé, eins og fyrr greinir, róleg veröur hún aldrei lang- dregin. Kannski er hún það í augum þeirra sem kunna ekki aö meta ann- að en slagsmál og blóðsúthellingar, bíla og bílaskemmdir. Fyrir hina er þetta mynd sem vert er að veita at- hygli. -Sigmundur Ernir Rúnarsson. 3 Rafsuðuvélar og vír Haukur og Ólafur Ármúla 32 - Sími 37700. EINBÝLISHÚS. Til sölu einbýlishús á góðum stað í Þorlákshöfn. Húsið skiptist í 4 svefnherbergi, góða stofu, eld- hús og borðkrók, gang, forstofu og bað. Inn af eld- húsi er gott þvottahús og búr. Bílskúr með góðri gryfju. Góð og skemmtileg lóð. Uppl. í síma 99- 3836. Kvikmyndir Kvikmyndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.