Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1982, Blaðsíða 4
4 DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTOBER1982. Tónlist Tónlist Tónlist Tónlist Hóskólatónloikar í Norrœna húsinu 20. október. Flytjandi: Einar Markússon, píanóleikari. Efnisskrá: María Markan: Svanahljómar, Szymanowska: Mazurka, Kuplonoff: Fanta- sia, Godowsky: Poem, Steibeh: Tvœr etýður. Háskólatónleikar hófu formlega göngu sina á ný í hádeginu miöviku- daginn tuttugasta október. Tilraunin meö hádegistónleika tókst vel í fyrra og því full ástæða aö halda áfram á sömu braut nú. Samt er það svo aö einhverjir áhugasamir hljóta að veröa af skemmtuninni vegna tíma- setningarinnar, en á hinn bóginn væri alveg eins víst að þeir hinir Tónlist Eyjólfur Melsted sömu þyrftu aö gera upp hug sinn og velja á milli margra gylliboða ef tón- leikarnir væru til dæmis á laugar- dagseftirmiödögum. Og ekki þarf tónleikanefnd Háskólans að kvíöa vetrinum ef svo fer um aðsókn sem á upphafstónleikunum. Einar Markússon pianóleikari er greinilega haukur í homi þeirra Há- skólatónleikamanna — eöa er þaö kannski öfugt? Hvaö sem því líður, þá var þaö á Háskólatónleikum í fyrra semEinarbirtistásjónarsvið- inu eftir að hafa veriö huldumaður í islensku tónlistarlífi um árabil. Aö- eins eitt er sjálfgefiö þar sem Einar leikur. Þar ríkir engin músíkölsk lognmolla. Einari mætti gjaman líkja viö brunkappann sem keyrir brautina á fullu og skeytir engu um hættur sem í henni leynast, og kem- ur ýmisti mark sem sigurvegari eða flýgur út úr brautinni með glæsi- brag. Enginn getur bókaö neitt um •leik Einars fyrirfram, því maðurinn er maður augnabliksins, hefur við og snarstefjar þegar honum hentar. Tímalengd Háskólatónleika stýrir óhjákvæmilega verkefnavali og hér lék Einar nokkur smástykki, ýmist ljóöræns eðlis eða stutta hvelli til að brillera á. Einna snotrast var lag Maríu Markan, Svanahljómar. Að visu treysti ég mér ekki til að segja um hvað var eftir Maríu eða hvað af því var yrking Einars en útkoman var góð. Afgangur efnisskrárinnar var innbyrðis afar keimlikur, hvort sem það stýrðist af vali eða meðför- um flytjandans. Og í gegn brunaði hann, l&t og skíðakappinn í braut- ihni — sleppti stöku hUði eða keyrði svo djarft að viðstaddir héldu stund- um aö nú flygi kappinn út i buskann. En hann kom standandi í mark og viðstaddir höfðu að mér virtist ágæta skemmtan af bruninu. EM HÁDEGIS- BRÚN Af nýjungum í stillingu og uppstillingu Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands í Há- skólabíói 21. október. Stjórnandi: Jean-Pierre Jaquillat. Einleikarar: Eugene List og Lárus Sveinsson. Efnisskrá: Johan Svendsen: Karneval ( París, Franz Liszt: Píanókonsert nr. 1 f Es-dúr, Dimitri Schostakowitsch: Konsert fyrir píanó, trompet og strengjasveit, Robert Schumann: Sinfónía nr. 4 í d-moll op. 120. Þegar fylla þarf upp í efnisskrá er þess gjaman gætt að byrja á ein- hverju upplífgandi stykki til upphit- unar, bæði fyrir hljómsveit og áheyr- endur. Hvað réði vali verkefnavals- nefndar veit ég ekki, en Parísar- karnevalið stóð þarna eins og brenninetla í fjólubeði. Hafi samnor- ræn ræktarsemi ráöiö hefði verið nær aö leika eitthvaö sem tæki fyrr af.-- Aö Svendsen afloknum tóku hljóm- sveit og einleikari til við píanókon- sert Liszts. Umskiptin frá Norð- manninum Svendsen voru því líkust aö flogið væri þvert á ótal tímamörk og hljómsveitin því dægravillt. Hvort sundurieitni hljómsveitarinnar hafði áhrif á einleikarann skal ósagt látið, en karlinn List lék alla vega feil- nóturnar líka með sama glæsibrag og hitt. — Það var hins vegar í þeim heillandi, undarlega samsetta kon- sert Schostakowitsch sem allt náði upp að ganga. Um aldarfjórðungi eftir að hann var fyrst frumfluttur hér á landi kemur píanóleikarinn sem frumflutti konsertinn hingað og leikur hann ásamt Lárusi Sveinssyni með einstökum þokka. Harkaleg kynslóðaskipti Eg get ekki látið hjá líða að minn- ast á þá breytingu sem oröið hefur á slaghörpu okkar helsta tónleikahúss. Nú fer látinn sómamaður ekki lengur höndum um gripinn. Það er lífsins gangur, menn kveöja og aðrir taka við. En heldur hafa kynslóðaskiptin komið harkalega viö slaghörpuna. Stillingin er í grunni svo há að óbóin hanga fyrir neðan, með voðalegum afleiðingum fyrir hljómsveit og ein- leikara. Auk þess gætir stillarinn nýi ekki nægjanlega að mýkt hijómsins í sínu málamiðlunarverki. Tvennt er til úrbóta hins fyrrnefnda — annað- hvort að óbóleikaramir sagi af hljóð- færum sínum eða að stillarinn færi tónhæð til samræmis við nafla hljóm- sveitarinnar. Hið síðamefnda er smekksatriði og stillingin innbyrðis eflaust fræðilega kórrétt, þótt hún fari ekki beint þægilega í mínar taug- ar. Ókunnuglegt jafnvægi Schumannsinfónían var ágætlega flutt. Að vísu þurfti að hlusta í gegn- um ókunnuglegt jafnvægi sem ný uppstilling málmblásaranna olli. Hafi tilraunin meö þessari nýju upp- stillingu átt að sýna fram á að strengimir væm of þunnskipaöir — þá tókst hún. Sjálfsagt er að reyna nýjar uppstillingar, og þær gætu hugsanlega orðið til bóta, en gæta verður þess um leið aö ekki er það sjálfgefið aö það sem hljómar betur á hljómsveitarpallinum njóti sín bet- ur í fullum sal áheyrenda og að það tekur hljómsveitina tima að aölagast nýjungum. EM Frá einni æfingu Sinfóniuhljómsveitar ísiands. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Er höfnin að byggja fólki úr miðbænum? Hafnamefndin í Reykjavík er fræg af margvíslegum ágætum. Þar sátu saman í einum hópi til skamms tima þeir Guömundur J. Guðmundsson, Albert Guömundsson og Jónas Guðmundsson. Ekki stóð nú sami guðmundurinn aö þeim öllum en þeir höfðu margt og mikið að segja um hafnarmál og voru oftast sammála. Nú ininnir Svarthöfða að Jónas sé einn eftir og er því skarð fyrir skildi. Hafnamefnd ræöur, eins og nafnið bendir til, öllum málum er varða hafnarmannvirki í Reykjavík, og kannski víðar meðan Guðmundssyn- irair voru við völd. Það var verið að hrókera skipafélögum í þetta eða hitt plássið og einhvera tíma, þegar Sambandið fékk hafnaraðstöðu inni í Sundum, urðu jafnvel blaðaskrif út af slíkri ósvinnu. Miðbæjarkvosin er í raun með sömu umsvif og hún var meðan steinbryggjan hans Kjarvais var við lýöi. Þar er enn aðalhafnarsvæðið með skálum og gámum sem hafa stöðugt verið að sækja í sig veðrið. Nú hefur ótrúlega stór hluti kvosar- innar verið tekinn undir hafnar- svæði og þess er að vænta, ef fer sem horfir, að höfnin nái bráðlega inn í Austurstræti. Á sama tíma og þetta er að gerast vantar miðbæinn sár- Iega bilastæði vegna þeirra umsvifa sem enn fá að olnboga sig áfram í miðbænum innan um gámana. Óska- börn þjóðarinnar hafa löngum verið talin þeirrar gerðar að þeim bæri að hafa forgang um landrými. Og ekki skal amast viö þeim út af fyrir sig. Nú er hins vegar svo komið að breyttir flutningahættir og mikill innflutningur krefst mikið meira landrýmis en miðbærinn er fær um að veita óskaböraunum, og það dugir auðvitað ekki að hlutar hans séu iagðir undir gáma sem standa svo mánuðum skiptir óhreyfðir við aðal- umferðaræðar miðbæjarins. öll aökeyrsla að höfninni er lika orðin þröng og óhentug miðað við þær stór- virku vélar sem nú eru notaðar við uppskipun og bílarisana sem notaðir eru til að aka á brott gámum fullum af vörum. Það er auðvitað Sunda- höfn sem á að taka við þessu öllu saman og sá hluti miðbæjarhafnar- innar sem f jærstur er miðbænum. Reykjavíkurborg á höfnina en ekki skipafélögin. Þess vegna hlýtur það að vera á hennar valdi að rýmka til þegar sárlega vantar pláss undir bílastæði og talað er um að reisa dýra byggingu yfir bíla. Auðvelt væri að ýta þeim álögum sem nú eru á Tryggvagötusvæðlnu inn í Sunda- höfn og opna í staðinn stór svæði fyrir bílastæði meðan menn væru að átta sig betur á því hver þörfin verður fyrir bílaumferð í miðbænum næstu fjögur eða fimm árin. Ljóst er að varla verður hægt framar að byggja svo hús í miðbænum að ekki sé ætlað fyrir plássi undir bUa í kjaUaranum. En aUtaf munu þeir sem sækja viðskipti tU miðbæjarins þurfa á bUastæðum að halda og það er vegna þeirra sem nauðsynlegt er að leysa vandann hið fyrsta. Svo viU tU að allt annað er að parkera gámi en bU. Gámurinn getur staðið í sínu plássi mánuðum saman á svonefndu hafnarsvæði í miðbænum meðan bUlinn er þó á hreyfingu. Nú þekja gamlar bygg- ingar og hálfónýtar stóran hluta hafnarsvæðisins i miðbænum. Eitt- hvað af þessu er verið að rífa um þessar mundir en það er aðeins smá- viðvik af öUum þeim framkvæmdum sem fólk í miðbænum þarfnast svo það geti tyUt niður fæti á annatíma. Óvenjulegt er að hafa hafnarhverfi alveg oní helsta viðskiptahverfi' borgar. Götur miðbæjarins eru i raun ekki annað en hafnargötur eins og nú horfir. Það gat verið þægUegt að þurfa ekki að ganga langt þegar Botnía var að koma hér á árunum en þjóð, sem á ekki einu sinni farþega- skip, hefur annað með plássið við miðbæjarhöfnina að gera en eyða þvi undir gáma. Það hlýtur því að vera krafa almennings, sem á erindi i miðbæinn, að gámarnir verði látnir víkja en í staðinn verði komið upp bUastæðum. Með þeim hætti yrði helsti vandi umferðar i miðbænum leystur. Annars verður að flytja miðbæinn, enda fer ekki að veita af plássi undir gáma aUt að Tjörainni. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.