Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1982, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1982, Blaðsíða 14
IMauðungaruppboð sem auglýst var í 65., 69. og 73. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1982 á Skemmuvegi 46, þingl. eign Andreasar Bergmann, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 4. nóvember 1982, kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 65., 69. og 73. tölublaði Lögbirtingabiaðsins 1982 á Smiðjuvegi 46, þingl. eign Lárusar Þ. Sigurðssonar, fer fram á eign- inni sjálfri fimmtudaginn 4. nóvember 1982, kl. 15.10. Bæjarf ógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 65., 69. og 73. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á Álfhólsvegi 107 — hluta —, þing’. eign Jóns A. Wathne, fer fram á eign- inni sjálfri f immtudaginn 4. nóvember 1982, kl. 10.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 65., 69. og 73. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á Furugrund 40 — hluta —, þingl. eign Geirs Geirssonar, fer fram á eign- inni sjálfri f immtudaginn 4. nóvember 1982, kl. 11.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 65., 69. og 73. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á Smiðjuvegi 66 — hluta —, þingl. eign Hreins Haukssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 4. nóvember 1982, kl. 15.20. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 65., 69. og 73. tölublaði Lögbirtingablaösins 1982 á Stórahjalla 15, þingl. eign Guðnýjar Sverrisdóttur, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 4. nóvember 1982, kl. 15.25. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 65., 69. og 72. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á Vatnsendabletti 110, þingl. eign Magnúsar Ámasonar, fer fram á eign- inni sjálfri fimmtudaginn 4. nóvember 1982, kl. 15.45. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 65., 69. og 73. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á Vatnsendabletti 77, þingl. eign Sigurbjöms Samúelssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 4. nóvember 1982, kl. 15.40. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 65., 69. og 73. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á Vatnsendabletti 139, þingl. eign Gunnars Eichter, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 4. nóvember 1982, kl. 15.50. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 65., 69. og 73. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á Vatnsendabletti 144, þingl. eign Guðjóns Guðmundssonar, fer fram á eigninní sjálfri fimmtudaginn 4. nóvember 1982, kl. 15.55. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 65., 69. og 73. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á Vatnsendabletti 165, þingl. eign Sigurjóns Þorbergssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 4. nóvember 1982, kl. 16.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. DV. LAUGARDAGUR 30. OKTOBER1982 „Það er ekkl markmiðið að slá í gegn” 99 — spjallað við Hrefnu Jðnsdðttur, formann Leikfélags Hiisavíkur, sem var með uppf ærslu á'„My ffair lady í bígerð, en þá afturkölluðu höf undarnir sýningar- leyfi til áhugaleikfélaga. Verður „Nitouche” fyrir valinu i staðinn? „Blessaöur vertu, ég er ekta Þingey- ingur, af Skútustaðaætt og Hraunkots- ætt, þannig að ég er meö þetta fína bláa blóð,” sagði Hrefna Jónsdóttir í samtali við DV og hló dátt. Hrefna er formaður Leikfélags Húsavíkur sem látið hefur mikið aö sér kveða á undanförnum árum. Félagið setti m.a. upp Fiðlarann á þakinu fyrir nokkrum árum meö Sigurð Hallmars- son í aðalhlutverkinu. Hrefna lék Goldu, konu hans, og voru það hennar fyrstu skref á sviði. Þótti sú sýning takast vel, svo vel að landsmenn komu í hópum til Húsavíkur til að sjá „Fiðl- arann”. Fleira mætti nefna. Til að mynda dvaldi Jónas Ámason á Húsa- vík um tíma og skrifaði nýtt leikhús- verk fyrir félagið, sem hét „Halelúja”. Þá setti félagiö upp einþáttunginn „Vals” eftir Jón Hjartarson og fór hann í leikferö til Finnlands í fyrra. í báðum kirkjukórunum Áður en lengra er haldið skulum við kynnast Hrefnu ögn nánar. Hún er fædd og uppalin á Húsavík, þrátt fyrir „Það eru alltaf ainhverjlr grallarar i loikhópnum." „fínar” ættir úr innsveitum sýslunnar. Á Húsavík hefur Hrefna lengst af alið manninn, en með undantekningum þó. ,,Ég stökk upp í Mývatnssveit fyrir nokkrum árum og bjó í Reykjahlíð um tíma,” sagði Hrefna um þennan flótta frá æskustöðvunum. ,,Ég starfaði hjá Pósti og síma og kunni að mörgu leyti vel við mig. Það var gaman að kynnast nýju fólki og sveit forfeðranna,” bætir Hrefna við og kímir. — En nú segist þú vera af Skútu- staöaætt, en sest á þúfu í landi Reykja-1 hlíðarættar þegar þú kemur í sveitina. Mér skilst að talsverður metingur hafi verið á milli þessara ætta sem bjuggu sínum megin hvor við vatnið. Var ekki litið á þig sem liöhlaupa af þínum ætt- mennum? „O, sussu nei,” svarar Hrefna. „Þessi metingur er löngu úr sögunni ef hann hefur þá nokkum tíma verið til. Allavega söng ég bæði í kirkjukór Reykjahlíðarkirkju og Skútustaða- kirkju á meðan ég bjó í Mývatnssveit. Þóttifaraveláþví.” Byrjaði sem hvíslari Hrefna byrjaði að starfa meö Leik- félagi Húsavíkur sem hvíslari. ,,Já, það er rétt,” segir Hrefna, ,,en ég man ekki lengur hvenær það var. Þaö er orðið svo ósköp langtsíðan.” — Þú varst hvíslari í mörgum verk- um. Eitthvað spaugilegt hlýtur að hafa komiö fyrir? ,,Já, já, en fæst af því er gamanmál nema í leikhópnum. Eg á það til að fá alveg hræöileg hlátursköst, sérstak- lega átti ég erfitt með að hemja þau hér á árum áður. Og þaö voru alltaf til einhverjir lómar í leikhópnum sem höfðu gaman af að koma mér til að hlæja. Það gat oft komið sér illa. Eitt sinn, það var nú reyndar á æfingu, þá geröu leikararnir ekkert með þaö sem ég var að hvísla. Gekk svo um stund þar til einn leikarinn stoppaöi æfinguna og sagði: „Hvað er hvíslarinn að segja? Þegar farið var að athuga málið þá var ég alltaf að hvísla til þeirra tilvísunum sem stóðu innan sviga í handritinu. Það var því ekki aö undra þótt leikaramir gerðu lítið með það sem ég var að hvísla til þeirra. Lengi á eftir var það orðtak hjá leikhópnum: „Þetta er nú bara innan sviga.” Menn bregða því jafnvel fyrir sig enn.” — En svo fór að þú steigst á f jalim- ar. „Það var nú tilviljun,” segir Hrefna, „og það var nú farið fínt í að koma mér af stað. Það var þegar viö vomm aö setja upp Fiölarann. Fyrst var ég beöin að syngja með kómum. Ég sló til. Síðan var ég beðin að taka að mér hlutverk þar sem ég þyrfti aö segja eina til tvær setningar. Ég sló aftur til og þar með sat ég föst í netinu. Á end- anum tók ég aö mér hlutverk Goldu, eiginkonu Tevje mjólkurpósts.” — Hvemig kunnir þú viö þá kerl- ingu? ,,Eg kunni mjög vel viö Goldu, en hún var mér erfið. Okkur samdi vel og ég hélt að þetta væri í lagi. Eftir á þegar ég var búin að leika meira þá sá ég hvaö ég gat lítið. Þetta var auðvitað ekki í lagi, enda hlýtur það alltaf að vera vafasamt að setja í aöalhlutverk- ið manneskju sem aldrei hefur stigiö á svið. En ég hafði gaman af þessu og ég hafði ekki síður gaman af hvíslara- störfunum. Þaö á við um mig eins og annaö folk sem tekur þátt í starfi áhugaleikfélaga. Það sækist eftir fé- lagsskapnum, þessum sérstaka „anda” sem ekki er hægt að lýsa, en það er ekki markmiöið að slá í gegn.” Annað stórvirki í uppsiglingu Já, Fiðlarinn sló í gegn hjá Leik- félagi Húsavíkur. Alls komu um 5.000 manns til að sjá sýninguna og þeir komu víða að. Hópferðir vom famar frá Egilsstöðum, Reykjavík og margar rútur komu troðfullar af fólki frá Akur- eyri. Þetta aðsóknarmet verður tæpast slegið í bráðina — og þó. Á næstunni verða fmmsýnd tvö ævintýri fyrir börn, „Töfratúban” og „Búkolla”. Síöan er ætlunin aö taka til við æfingar á „My fair lady ”. Minna gat það verið. „Þetta er búiö að vera aö gerjast með okkur lengi,” segir Hrefna. „Það verður ekki fyrr en viö setjum upp My fair lady höfum við sagt í gríni þegar minnst hefur verið á að gera þyrfti eitt eða annað. En það endaði með því að við fórum að hugsa um þetta af fullri alvöru. — Er þetta hægt á Húsavík? spurðum við okkur sjálf. Niðurstaöan varð sú að við getum sett „My fair lady” upp á Húsavík ef við fáum leyfi höfunda til uppfærslunnar. En þetta er á viökvæmu stigi enn. Þaö getur svo sem vel verið að við rennum á rassinn meðalltsaman”. — Hver yröi þá leikstjóri? „Einar Þorbergsson, og Ulrich Olafsson kæmi til með að sjá um músíkina. Þeir em skólagengnir hvor á sínu sviði og báðir búsettir á Húsa- „Ég á það tii að fá ahrag hrœðileg hlátursköst." vík. Einar átti sinn stóra þátt í hversu vel tókst til meðFiðlarann.” — Hvað um leikara í stærstu hlut- verkin? „Við höfum þá, þaö hefur verið sann- reynt. Þaö verður ekki vandamál að manna hlutverkin.” — En leikhúsið ykkar, ber það svona stóra sýningu? „Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. ,,My fair lady” þarf ekki að vera eins fjölmenn og „Fiðlarinn”, þannig að það á ekki að vera vandamál aö koma fólkinu fyrir. Sjálfsagt verð- um viö að einfalda leiktjöldin þar sem sviðiö okkar er lítið og auðvitað mætti aðstaðan í húsinu vera betri. En hún

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.