Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1983, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1983, Blaðsíða 39
DV. FIMMTUDAGUR 3. MARS1983. 39 DÆGRADVÖL c<-- DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Konur fúsari til hjálpar- starfa — segir Helga Ólafsdóttir á útlánsdeild Blindrabókasafns íslands „Við lánum út svona 20.000 bækur á ári og þeir sem njóta þessarar þjón- ustu eru um 700 talsins. Eg hef ekki töluna alveg nákvæma, því að við lánum til ýmissa stofnana, svo sem bókasafna sem lána svo áfram sínum mönnum; svo lánum við elliheimilum og sjúkrastofnunum úti á landi sem koma hljóðbókunum áleiðis inn á her- bergin. En ég hef góða ástæðu til þess að álíta að lánþegamir séu alls um 700,” sagði Helga Ölafsdóttir á útláns- deild Blindrabókasafns Islands. — Hverjir eru það nú helst sem bjóðast til þess að lesa fyrir ykkur? „Það eru konur í alveg yfirgnæfandi meirihluta. Þær eru oft lausar frá störfum á almennum vinnumarkaöi og eru meira heima við eða í hlutastörfum og hafa því kannski rýmri tíma aflögu til þess aö liðsinna okkur. En svo finnst mér einhvern veginn eins og það liggi beinna við hjá konum að leggja af mörkum hjálparstörf eins og þetta. Innlesturinn er ólaunað verk, en fólk á vinnumarkaðinum er orðið svo vant að hreyfa sig ekki nema fyrir þóknun. En konur sem standa í barnauppeldi og eru á kafi í störfum án þess að sjá nokkurn tíma beinan skilding fyrir líta frekar á það sem eðlilegan hlut að hjálpa til þegar þörfin krefur. Þær hugsa kannski sem svo: þarna vantar lesara, ég er alvön að lesa sögur fyrir börnin min og nú fer ég og les fyrir þetta fólk. Ég gæti trúaö því að til væri einhver skýring í þessa vem.” — En nú er það staðreynd að mörgum finnst þægilegra að hlusta á karlmenn lesa upp í útvarpi en konur — em þá engin brögö að því að lán- þegar Blindrabókasafnsins vilji ein- mitt frekar karllesara en hitt? „Nei, lánþegar sjá fljótt að það þýöir ekki aö gera þá kröfu, því yfirgnæfandi meirihluti iesaranna eru konur og með því að koma fram með slíkar óskir væru þeir aö neita sér um alltof stóran hluta af bókakostinum. Viö verðum hins vegar oft vör við að sumum likar betur viö einn lesara en annan og biðja þá kannski um fleiri bækur sem hann hefur lesið inn fyrir okkur. En það er óskaplega misjafnt hvaö hverjum finnst áheyrilegast.” — Hvemig skiptast lánþegamir eftir aldri? „Það er nú langmest eldra fólk sem eðlilegt er, því aö ótrúlega margir sem komnir eru yfir sjötugt eiga meö einhverju móti erfitt með aö lesa. Og eftir því sem fleiri frétta af þessari þjónustu eykst eftirspumin. Frá ára- mótum hafa bæst við 32 lánþegar, en þaö er staöreynd að útlán frá safni sem þessu útheimtir miklu meiri vinnu en störf á venjulegu bókasafni og ég sé fram á að einhver liðsauki verður senn að berast ef við eigum aö geta haldið uppi þeirri þjónustu sem til er ætlast af okkur.” — Hvaðeruðþiðmeðmargarbækur til útláns? „Rúmlega 1100 titla í þrem eintökum Það er imörgu að snúast hjá Helgu Ólafsdóttur, þviað Blindrabókasafnið lánar út 20. OOO hljóðbækur á ári. V . 1 l : \ > ^ ItfSmBSmm. kM' hvern.” — Og hvers konar bækur em það nú helst, sem menn vilja heyra? „Þaö er langmest afþreying, bæði innlendar skáldsögur og þýddar. Svo er dulrænt efni alltaf í miklum metum og biblíuefni. Nýja testamentiö er til allt. Svo erum við meö dálitið af sál- fræöilegum, félagsfræöilegum og land- fræðilegum bókum, en þó eru endur- minningarnar efstar á blaði fyrir utan skáldritin.” — Eruð þið búin að láta lesa inn eitt- hvað af jólabókaflóðinu síðasta ? „Það er nú markmiðið hjá okkur að gefa út það vinsælasta á hljóðbók sem birtist á prenti á ári hverju. Viö reynum að fleyta rjómann af jólabók- unum en það tekur okkur alveg árið að koma því inn á bönd. En við erum komin með nokkrar jólabækur, já. Við tökum líka fyrir sígildar bækur eftir því sem við getum; við erum til dæmis vel á veg komin meö ritverk Jóns Trausta, enda kann gamla fólkið vel að meta sveitasögurnar. ” — Hvað þarf margar spólur, svona hér um bil, undir eina skáldsögu, miðl- ungslanga? „Við tókum það nú einhvem tíma saman, og það reyndust vera 6 spólur, 90 mínútur hver, svo það gerir samtals 9 klukkustunda lestur.” — Eru nokkur brögð aö því aö vel sjáandi menn misnoti þessa þjónustu? „Nei, ég held að allir skilji að það myndi bitna harkalega á hinum sem raunverulega þurfa þess með. Urvalið er enn af skomum skammti, starfsliðið er hart keyrt og ég held ekki að nokkur maöur með sjálfsvirðingu leggist svo lágt að misnota þessa aðstöðu,” sagði Helga Olafsdóttir á útlánsdeild Blindrabókasafnsins. Ágæt þjónusta og ómetanleg —- segir Eiríkur Stefánsson sem mantímamót tvenn „Þetta er nú allt frekar einfalt mál,” segir Eiríkur Stefánsson, „ég geri bara minn óskalista og læt þá vita á hljóöbókasafninu og svo kemur hingað maður með þaö sem ég baö um og er fyrir hendi, svo sem 3—4 bækur hverju sinni. Þegar ég er búinn með skammt- inn hringi ég til þeirra og þá kemur maöur með nýjar birgðir og tekur aftur það sem ég hafði. Þetta er ágæt þjónusta og alveg ómetanleg — þegar maður getur ekki lesið, þá er að hlusta”. Um Eirik Stefánsson mætti vel segja að hann muni tímamót tvenn, en sú lýsing nær í rauninni alltof skammt, því að Eiríkur og margir aörir hans jafnaldrar sjá yfir tímamót þrenn og fern að minnsta kosti. Fæddur er hann fyrir 82 árum austur á Laugavöllum á Jökuldal, býli sem löngu er liöiö undir lok. Þaðan lá leiöin að Grund, sem einnig er á Jökuldal og áfram austur í Hallfreðarstaði í Tungu. Á þeim árum voru kvöldvökur á bæjum á Austur- landi og var þá gjaman lesiö eitt og annaö forvitnilegt auk guðrækilegs efnis. Það er vert að gefa því gaum, að kvöldvökumenningin, sem svo hug- stæð er mörgum Islendingum, laut í lægra haldi fyrir Útvarpinu, þegar það hélt sína innreið á íslensk heimili árið 1930. Þetta er gangur lífsins — tækninýjungar koma, sjá og sigra og gerbreyta grónum lífsháttum og við því er í rauninni ekkert að segja. Það er vissara að missa ekki at neinu pegar gamaikunnug rödd meistara Þórbergs ymur i lofti. Eirikur Stefánsson man timamót tvenn, þvi að hann ólst upp á þeim timum er kvöldvökur tiðkuðust á sveitabæjum. Útvarpið Það má nærri geta að ólæs böm og sjónskertir menn nutu góðs af upplestri bóka í baöstofunum í gamla daga. Eiríki Stefánssyni er sérlega minnisstætt hve ákaflega menn héldu upp á Kapítólu og það svo mjög, að þegar folald fæddist á bænum var því gefið nafnið Gíó, eftir hesti Kapítólu. Síöan hefur mikið vatn til sjávar runnið. Kvöldvökumar eru úr sögunni, Island hefur tekið þvílíkum ham- reið kvöldvökunum að fullu en veitti i staðinn nýjum straumum inn íþjóð- lifið. Þannig er um alla tækni og má það vera mörgum nokkurt umhugsunarefni. Mynd BH. skiptum að í rauninni sætir furðu að uppi skuli vera meöal vor fólk sem hvort tveggja hefur séð og reynt: hið fornlega þjóðfélag aldamótanna og tæknisamfélag nútímans. Fyrir tveimur árum missti Eiríkur sjónina af völdum gláku og nú kemur hljóð- bandatæknin honum að góðum notum sem eins konar endurómun af kvöld- vökunum gömlu, mætti kannski segja. — Hvers konar bókum sækistu helst eftir,Eiríkur? , Eyrst og fremst góðum íslenskum höfundum. Það gerir ekkert til þó að ég hafi lesið þá áður, því það er gott aö rifja þá upp aftur: Kiljan og Þórberg og þessa gömlu höfðingja. Ég hef gaman af ýmiskonar þjóðlegum fróð- leik og svo fylgist ég auövitað með því sem kemur nýtt og ég álít að sé forvitnilegt.” — Finnst þér verra að hlusta á sögurnar en aö lesa þær sjálfur? „Nei, mér finnst það eiginlega að sumu leyti þægilegra. En allt er þetta spurning um skapstyrk hvemig menn taka því að glata sjóninni. Ég hef alltaf gaman af tilsvari vinar míns sem komst svo að orði: ég er nú búinn að vera blindur í 19 ár; ég var búinn að sjá nóg af veröldinni og kæri mig ekkert um að sjá meira og ég er ekkert að vorkenna þeim sem missa sjónina.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.