Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Blaðsíða 6
6 DV. LAUGARDAGUR 12. MARS1983. A >IER ALLTAF \» LÍ»A ILLA” maður í §enn skáldsnilllngur, drykkjusjúklingur, einstædingur og þunglyndisvofa — Um miöbik nítjándu aldar er líkt og steini sé velt frá og upp úr grafar- húmi fáfræöi og blekkinga liöinna alda rísi uppljómaöar ásjónur andlegra endurlausnara og skáldsnillinga, gæddra spámannlegri sýn. Svo er sem beljandi vorleysing á andlegu og stjórnmálalegu lífi fari um megínland álfunnar, og fagurgrænn vitaösgjafi mikilla andlegra afreka rísi á ný und- an gaddi kreddulífs, hjátrúar og hind- urvitna. Svo hástemmt kveður Karl Isfeld um endurreisn andlegs lífs um miöja síö- ustu öld. Víst er aö margir frægustu meistarar stílvopnsins á noröurhveli jaröar unnu sín stærstu afrek á þess- um tíma. Nægir þar aö nefna snillinga á borö við Göethe, Heine og Byron. En okkur Islendingum er ekki heldur vant skálda og andans manna um þess- ar mundir. Þeir bragabræöur sem eru gunnreífastir aö hefja ræöur sínar, telja í sínum hópi ekki óskörulegrí menn en Grím Thomsen, Matthías Jochumsson, Steingrím Thorsteinsson og Benedikt Gröndal, sem allir hlutu síöar nafnbótina þjóðskáld. En mitt í þessum aðventunauöum gerðist enn þá einu sinni ævintýriö um karlssoninn úr Garöshorni sem vann konungsríkið því aö allt í einu birtist nýr maöur á þessu þingi íslenskra skálda. Hann gengur í söngdísasalinn, skípar sér rúm á fremsta bekk og kveöur sér hljóös. Honum mælist vel og skörulega. Þaö sópar aö honum á þessu þingi, enda þótt hann hafi þar skamma dvöl. Hann hefur stigið skyndilega, fullþroska skáld, út úr þokumistri nafnleysunnar inn í flöktandi bjarma stopullar frægö- ar og hvikullar aödáunar og horfið það- an jafnskyndilega með sviplegum, nærri því dularfullum hætti, eins og hann hafi hitt óskastundina. Hann hvarf raunar ekki af sviðinu meö þjóö- skáldstitilinn. En þegar þessi fjögur skáld eru nefnd, er nafns hans einnig getið, og ekki er grunlaust aö af þess- um fimm skáldum sé honum einna auðrötuðust leiöin inn að rótum þeirra hjartna, sem hlaöin eru geigvænleg- ustum þunga mannlegrar mæöu, aö minnsta kosti fer okkur stundum svo, ef einhver ógæfan gerir oss þungt í skapi, aö hetjuásjóna dagsins fellur af okkur eíns og gríma, og feimin og hík- andi tungan stamar þessar kliðmjúku ljóölínur sem eru því fegurri sem þær eru látlausari, því tærari skáldskapur sem þær eru einfaldari og uppruna- legri: Þú sæla heimsins svalalind, ó, silfurskæra tár, er allri svalar ýtakind og ótal læknar sár. Æ, hverf þú ei af auga mér, þú ástarblíöa tár, er sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn er ég græt, því drottinn telur tárin mín — ég trúi og huggast læt. Og hvort sem drottinn telur tárin eöa ekki þá trúir maður — trúír því aö „böls muni batna”, maður lætur hugg- ast og þaö skín himneskt ljós í hjartað. Slíkur töfrakraftur getur stundum fylgt litlu kvæöi sé þaö vermt þeim loga sem lýsir upp hin æörí sviö tilver- unnar og aldrei slokknar — aö því ógleymdu aö téö skáld er hinn eini sanni hjartans vin og huggari þeirra rótlausu og stefnulausu pílagríma eyöimerkurinnar sem aldrei var gefið neitt fyrirheit en sveima áttavilltir um kaldan eyöisand tilverunnar og finnst þeir nú hvergi eiga heima, úr því Noröurland er horfiö, enda mun skáld- iö sjálft, Kristján Jónsson, hafa slitið skóm sínum upp að jörkum á þeim geigvænlega brunasandi. Kristján Jónsson Fjallaskáld var fæddur þrettánda dag júnímánaöar (sumir segja 21. júlí) í Krossdal í Kelduhverfi áriö 1842. Foreldrar hans voru Jón Kristjánsson, hreppstjóri í Krossdal, og kona hans, Guöný Sveins- dóttir, og stóðu aö honum merkar bænda-, presta- og sýslumannsættir. Þegar Kristján var fjögurra ára gamall fluttist faöir hans búferlum aö Auöbjargarstööum í Kelduhverfi og andaðist þar ári síðar. Kristján óx upp meö móöur sinni til þess er hann var tólf ára. Fór hann þá til frændfólks síns aö Ærlækjarseli í Öxarfirði og dvaldist þar tvö ár, uns hann var fermdur áriö 1856. En um voriö fór hann þaðan aö Skógum í sömu sveit. Þar var hann ár- langt. Þaöan fór hann voriö 1857 að Meiöavöllum í Kelduhverfi og var þar tvö ár. Fór hann síöan voriö 1859 að Hóli á Möðrudalsfjöllum og dvaldist þar á fjöllunum, í Fagradal og á Grímsstöðum, um fjögurra ára skeið eöa til vorsins 1863. 011 þessi ár, frá því hann fór frá Ærlækjarseli og til þess tíma, mun hann hafa verið vinnumaö- ur. Vorið 1863 réöst Kristján í aö fara suöur til Reykjavíkur og reyna ef kost- ur væri að komast til náms og mennta. Mun hann hafa verið styrktur til þess- arar feröar af ýmsum vinum sínum og frændum fyrir noröan og kom hann suður um vorið. Er hann haföi fengiö vísa von um kennslu og þaö annað, sem hann þarfnaðist, fór hann noröur aftur og var í kaupavinnu um sumariö en um haustið kom hann suður aftur og hóf aö læra undir skóla. Um vorið gekk hann undir inntökupróf en fór síðan enn noröur og var í kaupavinnu um sumariö. Næstu þrjá vetur nam hann viö Latínuskólann en stundaði jafnan kaupavinnu nyröra um sumartímann. Aö afloknum þriöja vetri sagöi hann sig úr skóla og fór úr Reykjavík alfar- inn. Orsök þess aö hann hætti námi mun aö hluta hafa veriö féskortur en þó mun hitt hafa ráöiö meiru aö hann var farinn að hneigjast mjög til vín- drykkju. Bauöst honum þá staöa á Vopnafirði hjá Gustav kaupmanni Iversen. Fór hann þangaö austur voriö 1868. Þar bjó hann sumariö 1868 og veturinn 1868 til 69, til þess er hann dó áttunda dag marsmánaðar um voriö, aðeins tuttugu og sex ára gamall. Kristján Jónsson var alþýöuskáld. Hann var maður alþýöunnar, sonur fá- tæks en stórgáfaös bónda. I kvæöum hans, einkum þeim frá yngri árum, kemur í ljós vesalings, íslenskí alþýðu- ;\v '/^5% / n'Afr z Kristján Jónsson Fjallaskáld (1842—1869). Skömm var hans ævi en stormasöm. Um hana er fjallað í greininni hér á síðunni. maðurinn, fátækur og kúgaður, and- lega og líkamlega þjáöur, stynjandi undan óblíðu náttúrunnar, kúgun yfir- valdanna og öfugum tíðaranda. Hvern- ig gat svo alþýðuskáldiö túlkaö tilfinn- ingar alþýöunnar og oröið annaö en þaö sem hann var? Þegar viö viljum kynnast vel einhverjum manni og skilja lundarfar hans og einkenni þá þurfum við aö þekkja æsku hans og uppeldi. A uppvaxtarárunum þroskast geö manns. Og að því er Kristján Jóns- son snertir þá er sérstaklega nauðsyn- legt aö þekkja æsku hans og uppeldi. I æsku var á hann sett þaö brennimark sem aldrei afmáöist. Fullorðinsár hans eru bein afleíðíng af uppeldisár- um hans. Glöggvum okkur því betur á æsku Fjallaskáldsins. II Kristján var óvenjulega bráöþroska í æsku, bæöi andlega og líkamlega. Hann gekk og talaði eins árs gamall. Fimm eöa sex vetra var hann allvel læs og kunni þá þegar mikið af sögum, vísum og versum sem hann þuldi oft upp úr sér og bar þá æriö hratt á. Atta ára var hann jafnstór og sterkur og margir tíu til tólf ára drengir og and- legur þroski hans var tiltölulega engu minni. Eins og áöur hefur veriö bent á lést faöir Kristjáns er hann var á sjötta ári. Tveimur árum síöar giftist móöir hans aftur. Eftir aö stjúpi hans kom til upp- eldisins var honum ekkert kennt, eng- um bókum eöa fróðleik var haldiö aö honum. Móöir hans fékk þá við ekkert ráöiö og átti sjálf viö ill kjör og ófrelsi aö búa. Fyrir þetta hataði Kristján stjúpa sinn. Þrátt fyrir aö lítiö væri um bækur eöa bóklestur á heimili Kristjáns á þessum tíma var hann fróöleiksfús meö afbrigöum. Hann reyndi eftir megni aö fá lánaöar allar þær sögur og rímur sem hann gat og las þær og lærði með mestum áhuga, oft í fjárhúsum eöa hjá fé. Engar nýjar bækur sá hann um þetta leyti en mjög höföu fornsög- urnar áhrif á hann. Sjálfur bjó hann oft til sögur, þá einatt með bróöur sínum, Birni, og rímur kváöu þeir sín á milli í felum en létu þó aldrei nokkum heyra þaubernskubrek. Ekki er vitað meö vissu hve ungur Kristján byrjaði að yrkja en farinn var hann aö bera þaö viö þegar á áttunda aldursári. Það þótti einkennilegt meö fyrstu vísur hans aö þær voru aö kalla ávallt meö réttum hljóöstöfum og hendingum þó aö sumu leyti væri rugl. Sýnishorn af vísum hans frá þessum árum er vísa sú er hann orti út af vígi Gunnars á Hlíðarenda: Þá dauðans bað var dottið á, drengskaps náðu fær enginn maður annar sá en hann glaður væri. Þótt gallar séu á vísunni er hún furö- anlega rétt kveöin af sjö eöa átta vetra gömlum dreng. Þaö var oft vani Kristjáns, þá hann var einn úti, aö hann gekk eöa hljóp fram og aftur um sama blettinn og tal- aöi upphátt viö sjálfan sig. Var hann þá aö semja sögur eöa vísur og vissi þá ekkert hvað fram fór í kringum hann. Svitinn lak af honum; stundum nam hann staöar eitt augnablik, horföi beint fram undan sér og þaut svo af staö aft- ur. Fyrir þetta og margt annaö var hlegiö mikiö aö honum og álitu sumir aö hann yrði fábjáni. I æsku var Kristján bráðlyndur og snemma óvæginn í orðum þá er hann reiddist en jafnfljótt tók hann gleöi sína aftur. Þá varö hann einnig snemma mislyndur — annaöhvort þögull og þungbúinn eöa þá ofsakátur. Margir uröu til þess aö atyröa hann, storka honum og velja honum háöuleg heiti. Svaraöi Kristján þá allbiturlega og orti ófagrar vísur um óvin sinn en þoröi sjaldnast aö láta hann heyra þær. Kristján leit snemma nokkuö stórt á sig. Hann fann meiri kraft í sjálfum sér en mörgum sem fyrirlitu hann. En lífskjör hans gerðu hann vonlausan um aö geta komist nokkuö áfram eða geta notið þeirra hæfileika sem hann fann hjá sér. Mun þetta hafa verið orsök þess þunglyndis sem þjáöi hann síöar og bera þess vott flest kvæöi hans. III Hvers getur slíkur piltur, sem engan á aö, vænst af framtíðinni? Hvaö stoö- ar hann aö hafa á sér orö fyrir óvenju- ríka skáldgáfu og skarpa greind? Hann er kominn skammt yfir fermingu þegar fariö er að leita til hans um erfiljóö, og jafnvel heldri menn í öör- um héruöum telja sig fullsæmda af slíkri fyrirgreiöslu frá hendi fátæks pilts noröur á Fjöllum. En sjálfur er hann engu nær fyrir vikiö og þó aö hann birti í noröanblööum innan viö tvítugt nokkur þau kvæöi, sem verða jafnóðum hvers manns eign, vekst enginn upp til aö greiöa götu Fjalla- skáldsins til meiri menntunar og þroska. Þaö er þá fyrst er blað í Reykjavík „Islendingur” birtir tvö kvæði hans og Páll Melsteö sagnfræð- ingur skrifar meö þeim til aö vekja at- hygli á skáldinu og kjörum þeim sem þaö á viö að búa aö menn taka aö ranka viö sér. Aö ráöi frænda sinna og vina fyrir norðan tekst Kristján ferö á hendur til Reykjavíkur vorið 1863. Verður hann samferöa frænda sínum, Jóni Sigurössyni alþingismanni á Gautlöndum, og fara þeir Sprengi- sand. Má telja fullvíst aö í þeirri ferö hafi í fyrsta sinn heyrst sú vísa sem

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.