Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1983, Blaðsíða 12
12 DV. MANUDAGUR14. MARS1983. Útgáfufétag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Augtýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjóm: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍDUMÚLA33. SÍMI 27022. Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, myrtda-og plötugerö: HILMIR HF.,SÍÐUMÚLA1Z Prentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI19. Áskriftarverö á mánuöi 180 kr. Verð í lausasölu 15 kr. Helgarblað 18 kr. Annað Víetnam Margir Bandaríkjamenn lærðu af mistökunum í Víet- namstríðinu. Reagan Bandaríkjaforseti er ekki einn þeirra. Hann lokar augum fyrir hættunni á, að aðild Bandaríkjamanna að borgarastyrjöldinni í E1 Salvador gæti orðið annað Víetnamævintýri. Reagan veður í þeirri villu, að Bandaríkjunum sé hag- stæðast að efla hvers konar fasista- og einræðisstjórnir, hversu hroðalegar sem þær eru, láti þær aö því liggja, að þær berjist gegn „kommúnistum”. Carter, fyrirrennari hans, hafði annan hátt á og leitaðist meö nokkrum árangri við að vernda mannréttindi í þeim ríkjvun, sem Bandaríkjamenn studdu. Siðferðilega geta Bandaríkja- menn ekki skrifað undir þessa stefnu Reagans. Það er ekki í samræmi við yfirlýsta lýðræðishugsjón að fjár- magna ríkisstjórnir til að traðka á mannréttindum og senda út morðsveitir til að stytta andstæðingum aldur. Flestir munu kannast við fréttir um ógnaröld í E1 Salvador og fleiri ríkjum Rómönsku-Ameríku. Öháðir aðilar, svo sem Amnesty International, hafa greint frá fjölmörgum fólskuverkum stjórnvalda eða hryðjuverk- um fylkinga, sem hafa notið umburðarlyndis valdhafa. Ennfremur er stuðningur stjórnvalda í Washington við valdhafa þessa ekki rökréttasta leiðin í baráttu við kommúnista eða vinstrisinna yfirleitt. Ógnimar munu fremur vekja andúð á stjómvöldum og efla andstöðuna, þar með talda andstöðuna við Bandaríkin. Fyrir skömmu sáum við í sjónvarpi þátt, sem greindi frá nokkrum ill- verkum herforingjastjórnarinnar í Grikklandi, sem hélt lengi völdum vegna stuðnings Bandaríkjanna. Niður- staöan varð andstaða við Bandaríkin, sem enn veldur miklu um afstöðu Grikkja. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum. Stuðningur Reagans við fasista- og einræöisstjórnir spillir einnig fyrir áliti Bandaríkjanna víðs vegar um heim og er því vatn á myllu útsendara Sovétstjórnarinn- ar. Sovétmenn eiga mjög í vök að verjast vegna hryðju- verka í Afganistan og kúgun á Pólverjum, svo að nokkuð sé nefnt. Sovétmenn virðast með innrásinni í Afganistan hafa kallað yfir sig „Víetnamstríð” eins og þaö, sem verst lék álit Bandaríkjastjórnar, bæði heima fyrir og erlendis. Eftir þá innrás hafa Sovétmenn verið á undan- haldi í samkeppninni um fylgi víðs vegar um heim. Hér var því upplagt tækifæri fyrir vestræn ríki aö efla aðstööu sína. Að þessu leyti fer Reagan óviturlega aö ráði sínu. Reagan vill nú auka fjárveitingar Bandaríkjanna til stjórnarinnar í E1 Salvador um tvo milljarða íslenzkra króna. Sagt er, að Bandaríkjastjórn hyggist þjálfa stjórn- arhermenn frá E1 Salvador til viöbótar allri þeirri „leiö- beiningu” og fjárhagsaðstoö til hernaðar, sem fyrir er. Margir áhrifamenn í Bandaríkjunum benda á hættuna á „öðru Víetnam”. Menn eru minnugir þess, hvernig Bandaríkjastjórn flæktist smám saman í stríðið í Víet- nam, oft nauðug viljug. Skref fylgdi skrefi, unz Banda- ríkjamenn báru hitann og þungann af því stríöi. Lestur „Víetnamskýrslna” Bandaríkjastjórnar sýnir þessa óheillaþróun greinilega. Oft.fá lesendur á tilfinninguna, að ráðamenn í Washington hafi viljað sleppa undan stríðskvöðinni, en ekki fengið rönd við reist, þátttakan var þegar orðin það mikil. Engin leið fannst úr flækjunni, fyrr en Bandaríkjamenn gáfust beinlínis upp, drógu liö sitt til baka og sigur kommúnista var skýr. Þá hafði Víet- namstríðið kostað Bandaríkin mikið í manntjóni og fjár- útlátum, álitshnekki um allan heim og sundrung banda- rísku þjóðarinnar. Haukur Helgason. Athugasemd vegna greinar undir fyrirsögninni„Virkjanirnar: Enginn millipunktur — annaöhvort raf- magnsskortur eöa umframorka” eftir Gunnar Sveinsson á Hrauneyja- fossi í DV 8. marz 1983. Þaö var orkuskortur 1979 til 1982 vegna lélegra vatnsára og þess aö iðnaðarráðherra seinkaöi Hrauneyjafossvirkjun. Fyrir bragö- iö gat Landsvirkjun ekki staöið við samninga viö ISAL, jámblendiverk- smiöjuna og áburðarverksmiöjuna. ISAL tapaöi t.d. um 16.000 tonna framleiðslu, sem þýddi verri afkomu en ella, og munaöi þar um 11,3 millj ónum dolla ra. Þaö er ónýtt orka fyrir hendi nú, eftir aö 200 megawatta virkjun hefur veriö tekin í gagniö. Um þaö er hins vegar ekki aö ræöa lengur aö virkja Kjallarinn Ragnar Halldórsson m.a. í hreinsibúnaöi. Til þess aö unnt væri að koma honum við, varö einnig mikil fjárfesting í sjálfvirkum, tölvu- stýröum búnaöi. Alls staöar þar sem slíkur búnaður er tekinn upp, leiðir þaö til hagræðingar og framleiöni- aukningar. Þar sem ekki hefur mátt minnast á aö stækka ISAL, á fyrir- tækið ekki annars úrkosti en aö fækka starfsmönnum til þess aö fá fram meiri hagræöingu. Heföi stækkun verið á döfinni, horfði máliö allt ööruvísi við. Þaö er að sjálfsögðu öllum ljóst, sem þekkja til mála, aö nýjar verksmiðjur geta borgaö betur en gamlar verksmiðjur. Viðbót, sem kynni aö vera byggð við ISAL, yröi að sjálfsögðu meö nýjustu tækni sem þekkt er, eins og verksmiðja sem Orka frá Hrauib eyjafossi ekki tilsölu á 4 til 5 ára fresti. Án orkufreks svo veruleg, aö þaö er óverjandi aö Aardal Sunndal hefur gert áætlanir iðnaöar annar Hrauneyjafoss eftir- hafa ekki reynt að koma henni í verð. um fyrir iðnaöarráðherra. I henni á spurn til 1990. Gagnrýni undirritaös Iönaöarráðherra hefur í reynd svipt framleiönin að vera um helmingi beinist ekki aö því, aö nú er ónýtt Landsvirkjun umboði tilaðræöaviö betri en hún var hjá ISAL, áöur en orka í kerfinu, heldur því hversu nýja kaupendur. Fyrirtækið hefur gripiö var til framleiðniaukandi mikil hún er. Þaö er rétt, aö þaö ekki einu sinni mátt tala viö gamla aögerða. verður alltaf einhver afgangsorka kaupendur, t.d. ISAL. strax eftir aö ný virkjun hefur ISAL hefur á undanförnum árum Ragnar S. Halldórsson, komizt í gagnið, en núna er sú orka fjárfest fyrir 800 milljónir króna, forstjóri ISAL. Hvalveiðar: HVAÐ ERU CTETDftflD” ppw I ClmHmlim MENN? Fá mál sem til meöferöar hafa veriö á Alþingi í vetur hafa vakiö jafn al- menna eftirtekt og umræðan um hvort mótmæla skyldi samþykkt Alþjóöahvalveiöiráösins um hvalveiöi- bann eftir áramót 1985/86. Viö upphaf umræðunnar á Alþingi 27. janúar sl. var talið aö meirihluti þingmanna væri því samþykkur aö mótmæla veiðibanninu á sama hátt og gert höföu Noregur, Japan, Sovétríkin og Perú. Sú var þó ekki raunin á. Alþingi samþykkti viku síðar aö mótmæla ekki hvalveiðibanninu með 29:28 atkvæöum. Ég var einn af þeim sem ekki vildu mótmæla samþykkt ráðsins. Afstaða mín byggöist fyrst og fremst á því aö ég leit svo á að miklu meiri líkur væru fyrir því að viö fengjum aö halda áfram hvalveiðum, ef við mótmæltum ekki hvalveiðibann- inu. Þaö er miklu líklegra aö þær þjóöir, sem stóðu aö bannsamþykkt Alþjóöahvalveiðiráösins, verði okkur hliðhollari og taki rök okkar gild fyrir áframhaldandi veiðum eftir þaö aö við teljum okkur ekki lengur sjálfkjörin í hópi stórhvalveiðiþjóöa eins og Kjallarinn Skúli Alexandersson Japana, Rússa, Norömanna og Perú- manna, heldur viöurkennum aö okkur beri frekar aö vera í flokki fyrrverandi hvalveiðiþjóöa, sem eru reynslunni ríkari af ofveiði stórveiöiþjóöanna og þeirra þjóða annarra, sem vilja fara meö gát í þessum veiöiskap. Norður/andssíldin við Noreg Nágrannar okkar, Norðmenn, sem mótmæltu hvalveiðibanninu og sumir segja að viö heföum átt að taka sem fyrirmynd í því máli, halda því fram aö þeir megi veiöa þá síld sem nú heldur sig viö Noregsstrendur og viö köllum íslenska Noröurlandssíld og viö teljum okkur eiga tilkall til, þrátt fyrir mótmæU okkar og bann Alþjóðahaf- rannsóknaráösins. Sókn Norömanna í þennan síldar- stofn dregur úr líkum þess að hann nái fyrri stærð og komi aftur á Islandsmið. Rök Norömanna gegn óskum og mótmælum Islendinga og gegn banni Alþjóðahafrannsóknaráðsins eru mjög á sömu lund og rök þeirra gegn hvalveiöibanninu, þaö sé eins meö hvaUnn og Norðurlandssíldina við Nor- egsstrendur, þaö sé ekki um ofveiöi að ræöa. Því sé sjálfsagt aö veiða af stofninum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.