Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Blaðsíða 24
DV. LAUGARDAGUR19. MARS1983. Lausar stöður Fjórar stöður fulltrúa við embætti ríkisskattstjóra, rann- sóknardeild, eru hér meö auglýstar lausar til umsóknar frá 15. apríl nk. Hér er um aö ræöa tvær stöður löglæröra fulltrúa og tvær stöð- ur þar sem viðskiptafræðipróf er æskilegt þótt einnig komi til greina menn með verslunarskólapróf eöa samvinnuskóla- próf og staðgóða þekkingu og reynslu í bókhaldi. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist skattrannsóknarstjóra, Skúlagötu 57 Reykjavík, fyrir 11. aprílnk. Reykjavík 18. mars 1983. SKATTRANNSÓKNARSTJÓRI. Kaupmenn — innkaupastjórar Kventöskur úr mjúku /eðri heildverslun Sími 91-16870 Iðnrekstrarsjóður auglýsir starf framkvæmdastjóra laust til umsóknar. Starfið felst meðal annars í: * að annast daglega umsýslu og eftirlit með fjárreiðum sjóðs- ins. * að sjá um kynningu á og veita upplýsingar um starfsemi sjóðsins. * að taka á móti og annast úrvinnslu á umsóknum. * að fylgjast meö framgangi þeirra mála sem sjóðurinn hefur veittstuðning. * að annast margvíslega skýrslugerð um starfsemi sjóðsins. Leitaö er að starfsmanni með viðskipta- eða tæknimenntun. Starfsreynsla á sviði iðnaðar er æskileg. Launakjör eru sam- kvæmt samningum bankastarfsmanna. Umsóknir skulu berast Iönrekstrarsjóöi, Lækjargötu 12 Reykjavík, fyrir 8. apríl nk. Erlendlr túrhestar áævintýra- tnndrunni Við hverju biiast þeir? Ferðamannatíminn nálgast óðum með hækkandi sól. Fólk hvaðanæva úr heimin- um kemur til landsins, margt hvert með fremur óljósar hugmyndir um þjóð og land. Augiýsingar hafa sagt því að hér sé allt svo ósnortið, himinninn blár og hrossin lítil. Erlendir skríbentar vegsama jafnréttið, hafa áhyggjur af fiskinum og brosa góðlátlega að hinu og þessu. Hér er eitt dæmið: bandaríski blaðamaður- inn James M. Markham skrifar í stórblaðið The New York Times. James þessi er raunar fréttaritari NYT á Spáni en var hér í örfárra daga heimsókn seint í vetur sem var. Þjóðin sem talar tungu vikinganna Alþingi, stofnaö áriö 930 — byggir á gömlum merg. I veislu alþingismanna talar forsætisráöherrann enda í bundnu máli. Og á Lions-fundum eiga viöskiptajöframir til aö kasta fram fyrripörtum handa kollegum sínum aö botna. Siíkur kveðskapur heitir fer- skeytla og er limrur þeirra á Islandi. Vinsælasti útvarpsþátturinn hjá þjóö, sem enn talar nær hreinræktaða tungu víkinganna, kemur strax á eftir kvöldfréttunum. Þar er ráöist á hver þau erlend áhrif, sem skjóta upp kollinum í íslensku máli. Til er opinber nefnd sem hefur þaö eina verksviö aö finna íslensk orð fyrir erlendar nýjung- ar — nefndin hefur nú „video” til umfjöllunar. Lítilla erlendra áhrifa gætir í málfari dagblaðanna. ísland — hrjóstrugt eldfjallaiand, þar búa 230 þúsund manns — einangr- uö en siðmenntuö. Olæsi er þar óþekkt, atvinnuleysi þekkist naumast og glæp- ir eru fáheyröir. Umhyggjusamt vel- feröarríki elur önn fyrir þegnum sín- um frá vöggu til grafar — þjóöartekjur eru meö þeim hæstu í heiminum. Jafnréttissamfélag Reykjavík ber lítinn svip stéttaskipt- ingar. Húsin eru eins og litlir, nytsam- legir kassar, útsýniö eins og á póst- korti: Fjöll meö hvíta kolla, jökull í fjarska. Flestir í þessu jafnréttislandi byggja hús sín sjálfir og enginn kippir sér upp viö þaö þótt sonur öskukalisins giftist dóttur ríkisbubbans. Borgin er í 175 mílna fjarlægö frá norðurbaug. Þar eru þrjú atvinnuleik- hús og óperuhús. Aö skrifa, gefa út og lesa bækur eru þjóöaríþrótt og í Reykjavík eru bókabúöir á hverju horni meö enskum, frönskum, þýsk- um, dönskum og íslenskum (auðvit- að!) bókmenntum. Þaö er nær skylda aðgefa bók í jólagjöf. Beiniö í nefi íslenskrar menningar er 13. aldar sögumar, sagnfræði í skáld- söguformi um konunga sem voru brautryöjendur og stríðsmenn í bar- áttu viö forlög sín. „Hér var ekki hægt aö gagnrýna sögumar á vísindalegan hátt fyrr en fyrir 30—40 árum,” sagöi Halldór Laxness, rithöfundurinn sem fékk nóbelsverölaunin áriö 1955. „Aður fyrr trúði fólk hverju orði, eins og í Biblí- unni. Á þessu má sjá aö það eitt að kunna aö lesa gerir engan vitran.” Þessi áttræöi rithöfundur velti fyrir sér undursamleika fomsagnanna þar sem við snæddum saman hádegisverö við víðfeömt útsýni yfir kolsvart og trjálaustlandslagiö: „Vegir bókmenntanna em ekki alltaf auðskiljanlegir,” sagöi þessi siöprúði maöur, hvers bækur þykja hafa haldiö á lofti sagnahefö landsins. „Hver myndi ímynda sér, aö þetta ófrjóa hel- víti gæti alið af sér einar stórkostleg- ustu bókmenntir heimsins?” „Við vitum ekki hversu smáir við erum" Það er varla undarlegt aö íslending-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.