Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1983, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1983, Blaðsíða 18
18 DV. MIÐVIKUDAGUR18. MAI1983. HJÓIMAMIÐLUN OG KYNNING Svarað í síma 26628 i! GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA Kristján S. Jósefsson. FÁSKRUÐSFJÖRÐUR Umboðsmadur óskast. Uppl. hjá Sigurði í síma (97)-5148 og afgr. DVsími 27022. Offset — skeyting Öskum að ráða vanan mann í offsetskeytingu og ljósmyndun. Uppl. gefur Ölafur Brynjólfsson. HILMIRH/F SÍÐUMÚLA 12. Færanleg verkstæðisþjónusta Tökum aö okkur hvers kyns járnsmíðaverkefni, bæði nýsmíði og viðgerðir. 6K stAl-orka si:i)i-o(;viiM;i:iti>AÞJ»MSTA\ Sími 78600 á daginn og 40880 á kvöldin. Söluskattur Viöurlög falla á söluskatt fyrir aprílmánuð 1983, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrj- aðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan eru viðurlögin 5% til viöbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, tal- ið frá og meö 16. júní. FJÁRMÁLARÁUÐNEYTIÐ, 17. maí 1983. 1x2-1x2-1x2 36. leikvika — leikir 14. maí 1983 Vinningsröð: 12 x —21 x — 211—21 x 1. vinningur: 11 réttir — kr. 15.550.- 7127 42321(4/10)+ 67734(4/10) 78387(4/10)+ 7934 42441(4110) 69519(4/10) 95762(6/10)+ 15121 43236(4/10) 66560(4/10)+ 101171(6/101+ 19475(1/10)+ 47113(4/10)+ 74556(4/10) 101287(6/10)+ 2. vinningur: 10 réttir — kr. 459.- 363 17963+ 43488 66559+ 78479+ 90455+ 101162+ 64900(2/10)+ 374 18032 44059 67357 + 78481 + 90828 101170+ 64997(2/10) 383 18033 45238+ 67735 78747 91096 101172+ 66933(2/10)+ 391 18330 45613 67877+ 79258 91212+ 101174+ 68810(2/10) 2227 18620 46014 67901 + 79549+ 91498+ 101177+ 92241(2/10) 3278 19278 46051 67917+ 79553+ 93289 101180+ 95139(2/10)+ 3937+ 19469+ 46079+ 67936+ 79575+ 95189+ 101199+ 96367(2/10) 4010+ 19480+ 47284 68175+ 79583+ 95432 101208+ 99318(2/10)+ 5523 19482+ 47329 70618+ 79591 + 95704+ 101239+ Úr 35. viku: 8020 21196+ 49826 71013 79594+ 95712+ 101286+ 14950 8705 21219+ 49916 71069 79610+ 98522 101288+ 49906 10217 40801 60766 71138 79629+ 98563+ 101298+ 93360 10491 41296 61398+ 71934 79671 + 100193+ 101325+ 97465 12001 41650+ 62746 73141 + 79683+ 100205+ 101346+ 12013 41653+ 62948 73936 79691+ 100228+ 101349+ 13876 41654+ 63413+ 76041 79693+ 100240+ 101373+ 15518 41657+ 63457 76234 79848+ 100358+ 101465+ 15967 41789 63955+ 76954 80095+ 100363+ 160552 16405 41826 64098 76955 80104+ 100384+ 3570(2/10) 16631 42288 65551 76956 90119 100394+ 4028(2/10)+ 17453 42531 65819+ 76958 90539 100406+ 40533(2/10) 17957+ 42987 66558+ 76959 90455+ 101110+ 46366(2/10) Kærufrestur er til 6. júní kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá um- boðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur veröa teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að fram- vísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsing- ar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK Eg hef lesið bænimar mínar f rá því að ég man eftir mér — og geri það enn, segir Alfreð Flóki Alfreð Flóki, sem kýs að láta kalla sig Flóka, hver er hann og hvað er hann? Flóka-heitið hæfir honum vel. Hann er margslunginn flækja ein- faldra, skiljanlegra eininga. Þaö er lík- lega blanda þóttanna, sem villirá hon- um heimildir, ekki ef niviður þeirra. Um þessar mundir sýnir hann í List- munahúsinu og sú sýning kom mér svo sannarlega á óvart. — Á leið minni á áfangastað hafði ég hugsað með mér að það væri eins og Flóki sæti alltaf í járnbrautarlest, sem æki fram og aftur sama tiltölulega stutta spölinn, á það slitnum teinum að farið væri að ískra í. Eg ætlaði að segja honum hversu þreytt ég væri orðin á því að sjá ótelj- andi útgáfur af landslaginu á þessari leið. Hæfileikar legöu manni skyldur á herðar. Gæti hann ekki í það minnsta skipt um farkost eða fariö fótgangandi um svartnættisdalinn sinn — og fundið sér nýjar leiðir? Af hverju væru mynd- ir hans þurrar fullyröingar? Hvar væru tilfinningarnar? Ekki er til daprari auön er dorm- andi, óvirkt jarðeldasvæði, hversu stórfenglegt sem það nú kann að vera í storknun sinni. — En hvað er að gerast á þessari sýningu? Nú kraumar eldur í iðrum kaidhæðnislegrar jarðar Flóka. Það vellur í hvers konar hverum. Dýr- iö hefur rumskað — dýrið í margfaldri merkingu þess orös. leitt mótaö sig. Hann hefði lesið allt sem hönd á festi frá blautu barnsbeini. Þá var um að ræöa bókmenntir allra heimshorna, sögu, bækur um trúar- brögð og ekki síst verk um hvers konar dulspeki, galdra og þess háttar. Hefði áttað verða ballettdansari ,,Og ég skal segja þér aö ég er fædd- ur bogmaður. Ég hef þó látið margvís- lega ágæta menn gera mér stjörnukort og alltaf fengið hina furðulegustu hluti út úr því, meðal annars að ég ætti í rauninni að hafa orðið ballettdansari. Það finnst mér næstum því vera jafn fáránlegt og að segja að ég hefði átt aö verða hnefaleikamaöur. jafnrétti í venjulegum skilningi. — Minn gamli og góöi vinur, Karl Dung- annon, hertogi af Sankti Kildu, sagöi að tvær mestu tragedíur mannkynsins væru franska stjórnarbyltingin, sú stóra, og almenn skólaskylda. Eg er honum nokkurn veginn sammála. Eg sakna liðins tíma; horfinna viðhorfa.” Flóki ætlaði aldrei að fást til þess aö viðurkenna að hann væri trúaður. Samt bera myndirnar á sýningunni þess merki. Það skilur enginn hið illa að slíku marki nema sá hinn sami hafi mjög næmt skyn á hreinleika og fegurð alls óskylda likama. Hann hlaut að trúa á tilveru almættis. Efast ekki um tilveru Guðs % „Jæja þá, en ég er ekki kristinn. Og DV-myndir: Bjarnieifur Bjarnieifsson Viðtal: Franzisca Gunnarsdóttir Nú var að duga eða drepast „Hvernig finnst þér sýningin?” spuröi Flóki sem birst hafði í miöjum vangaveltum mínum. — Nú var að duga eða drepast svo ég sagði honum hversu mjög hún kæmi mér á óvart og skýrði mitt mál með þessu um lestina á teinunum. Nú var ég í lífshættu, þaö var auðséð og fundiö. Listamaöurinn horfði stíft á mig og þagði þungri þögn eitt andar- tak, kvaðst síðan hafa heyrt tal um stöönun fyrr. Hann væri ekki sam- mála, en nú skyldi ég rökstyðja hvað þessar myndir segðu mér. Eg átti ekki undankomu auöiö. „I þessum myndum sé ég illyrmis- legan, rætinn elegans; rótgróna fyrir- litningu á viöfangsefnum þínum. Hér er engin tilbeiðsla, hvað sem hver segir. Þú beitir stundum korða en oftar rýtingi. Og í myndunum er tregi aö baki, söknuður, biturð og víöa maka- laus glóð. í þetta skiptið hleypirðu til- finningum þínum að. Þú minnir mig al- veg ótrúlega á Byron.” Listamaðurinn ljómaði og mér hafði greinilega verið fyrirgefið: „Þetta er alveg satt. Eg er misantróp; fyrirlít mannskepnuna og samtíð okkar. Og ég er mjög ánægður meö þessa samlík- ingu við Byron. Það vill nefnilega svo til aö ég er mikill aödáandi hans. ” Við fengum okkur sæti og Flóki fór að segja frá hve lestur bóka hefði yfir- Annað er að ég sé í rauninni meyja og þaö finnst mér vera alveg voðalegt. Síðan er Neptúnus ein meginplánetan í mínu stjörnukorti, sem hefur aö sjálf- sögðu meö allt fljótandi aö gera; túss, liti — og sitt hvað fleira, sko, — kaffi. En kvenfólk í meyjarmerkinu hefur alltaf höföað furöanlega mikið til mín. Þó eiga meyja og bogmaður í rauninni aö vera eins og hundur og köttur. Eg var til dæmis giftur meyju í sjö ár. — Hvað konur geta haidið út er meö ólíkindum. Og ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á öllu dulrænu; magíu, hvers konar ókúltisma og göldrum, en hef samt til- tölulega lítiö stundað það. — Þó var einu sinni drullusokkur sem móðgaði mig. Eg lyfti sprota og hann pissaöi rauðu, ég held í þrjár vikur. Þá hringdi hann í mig grátandi og bað mig af- sökunar. Og sjálfur er ég mjög vel var- inn. Eg hef heila fylkingu af kerúbum mértil varnar.” Öld miðlungs- mennskunnar „Hamingjan sanna,” hugsaði ég. „Af hverju gat ég nú ekki haldið mér saman um þetta með lestina á teinun- um — aö öllu hinu ógleymdu! ” Nú var aldrei aö vita hvaöa hræðileg ósköp gætu dunið, á mér. Þaö var alveg áreiðanlega skynsamlegt aö koma Flóka á aðra þanka og þaö í snarhasti: „Segðu mér meira um fyrirlitningu þína á manninum og samtíðinni,” stundi ég. „Mér hefur alla tíð hundleiðst þessi öld sem við lifum á. Hún er öld miðlungsmennskunnar og hvítu slopp- anna. Ég sakna betri og mannúðlegri tíma. Eg er auk þess eindregiö á móti nú kem ég til með að særa vini mína súrrealistana aldeiiis svakalega. Það er nefnilega eitt af grundvallaratrið- um súrrealismans að Guð er ekki til. — En ekki eitt sekúndubrot hefur það hvarflað að mér aö efast um tilveru hans. Ef Guð væri ekki til, þá væri þessi tilvera okkar sú svartasta komedía sem hugsast getur.” „Biöstu fyrir?” þrjóskaðist ég viö einbeitt. „Já,” hló hann, „og ég hef lesið bæn- irnar mínar frá því að ég man eftir mér og geri þaö enn. Eg hef einnig kynnt mér hin ýmsu trúarbrögð og kenningar fjölmargra sértrúarflokka. Ég hef þó aðallega haft áhuga á hliðar- götunum í þeim efnum. Þetta á líka viö um bókmenntir og myndlist. Ég hef alltaf haft meiri áhuga á hliðargötunum en breiðstræt- unum. Viðvíkjandi sértrúarflokkunum þá get ég sagt þér frá einum sem heitir Evada og var bara tiltölulega fjöl- mennur í París í kringum svona 1840. Stofnandinn hét Emil Gannau og kall- aði sig Mapa. Orðið Evada er dregið af Adam og Eva og nafn meistarans er dregið af mamma og pabbi. Meðal sérkenna Evada var það aö konur gengu í karlmannsfötum og karlmenn í kvenmannsfötum. Þetta var svona orgíastískur eða svalllifis- hópur sem hafði endaskipti á gildis- mati samtíöarinnar á vel flestum sviðum. Reglur þessa sértrúarflokks fundust á þjóðarbókasafninu í París fyrir nokkrum árum. Það var ensk kona sem gróf þær upp.” ,,Ég veit að vampýrur eru til" Flóki hafði alls ekki sagt mér fleiri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.