Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1983, Blaðsíða 10
40 DV. ÞRIÐJUDAGUR19. JULI1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd ÍSLENDINGAR FLÍKA EKKI TENGSLUNUM VH) USA Islendingar flíka ekki hinum öflugu vamartengslum sínum viö Bandarikin,” segir í fjögurra dálka fyrirsögn aö grein um þetta efni sem birtist í bandaríska stórblaðinu Intemational Herald Tribune þann 12. júní siöastliöinn. Peter Osnos heitir höfundur greinarinnar og hann slær því föstu þegar í upphafi aö engin þjóð heims- ins sé jafnháð návist bandaríska hersins hvað öryggi sitt varðar, eins og Islendingar, en þó tíökist ekki aö kalla hana beinlinis skjólstæöing Bandaríkjanna. Viss aögát og hlé- drægni — „low profile” — er viöhöfö til þess að varðveita sem best það samband sem báöum aðilum er lifs- nauðsynlegt. Island er á miöjum krossgötum skipaleiöanna um Noröur-Atlants- haf, segir Osnos, umsvif Sovét- manna á þessum slóðum færast stööugt í vöxt en þrátt fyrir þaö er Island eina NATO-ríkiö sem ekki hefur á að skipa neinum eigin her- sveitum. Einu vopnin sem ríkis- stjórnin hefur til umráöa, eru sex litlir varöbátar, sem ætlaö er aö stugga við veiðiþjófum. Bandaríkin annast landvamir Islendinga, gegn verulegu hlutverki i efnahagskerfi þeirra og þannig hefur það veriö síðan landið varð fullvalda riki 1944. En með Bandaríkin aö bak- hjarli taka Islendingar fullan þátt i „A einum tfu árum hefur ferðum sov- éskra kafbáta hér um slóðir fjölgað um 300%.” Það er ekki hægt um vik aö ganga úr skugga um sannleiks- gildi slíkra talna, sem óneitanlega styðja vem hersins á Islandi, en hins vegar þarf enginn aö fara í grafgötur um starfslið sovéska sendiráðsins i Reykjavík. Þar starfa 80 manns, og er þetta langf jölmennasta sendiráðið á Islandi, fjórum sinnum fjölmenn- ara en það bandaríska, segir Osnos. Mikilvægasta tak Sovétrikjanna á Islendingum er sú staðreynd að þaðan fá þeir 60 af hundraði þess bensins og olíu sem landið þarfnast, og þó að þetta hlutfall hafi heldur dalaö upp á siðkastiö, þá er þaö snar þáttur í efnahagslífi þjóðarinnar. Samskipti Bandaríkjanna við hernaðarlega skjóistæðinga sina víða um heiminn hafa iðulega veríö heldur skrykkjótt, en á Islandi virð-' ist það vera útbreidd skoðun aö umsvifum Sovétríkjanna í norður- höfum verði að mæta, og aðeins Bandaríkin séu hæf til að axla þá byrði, í skjóli NATO, segir Peter Osnos aö lokum í grein sinni i Inter- national Herald Tribune. -BH. „Þessi einstæðu tengsl, sem ekki er verið að flfka um of, voru treyst á dögunum, þegar George Bush varaforseti fór til tslands að ræða þar vamar- málefni við valdamenn,” segir Peter Osnos í Intemational Herald Tribune. — segir í grein ílnternational Herald Tribune t Bandarisku hermennimir á Islandi láta sem minnst á sér kræla, einkennisbúningar era ekki leyfðir utan vallarins og hömlur era lagðar á ferðir hinna yngri manna til bæjarins, segir Peter Osnos í grein sinni. samstarfi Evrópuþjóða þótt þeir verji með oddi og eggju sin sérstöku þjóðareinkenni. Bush og flugstöðin Þessi einstæðu tengsl, sem ekki er| verið að flíka um of, voru treyst ál Umsjón: Baldur Hermannsson í dögunum, þegar George Bush, vara- forseti, fór til Islands að ræða þar varnarmálefni viö valdamenn. Hr. Bush gaf sér einnig tima til þess aö stappa stálinu í 3.000 starfsmenn bandaríska hersins og fjölskyldur þeirra, sem hafast við á þessum harðhnjóskulegu, vindbörðu hraim-! fleskjum. I sama mund undirrituðu rikin samning um nýja flugstöð á Keflavíkurflugvelli. Bandaríkin leggja til hennar 20 milljónir dollara, og er þetta skref til marks um þá staðreynd, aö atlögur vinstri flokka á Islandi gegn herstöðinni hafa faríð út um þúfur, segir Osnos. Arið 1974 afréö ríkisstjóm Islands að segja upp varnarsamningnum við Bandaríkin, sem undirritaður var 1951, en þeim vanda var afstýrt — ekki sist með mótmælaundirskrift- um fjórðungs þjóðarinnar — og þær stjómir sem síðar komu hreyfðu ekki við máiinu svo að nokkru næmi. Til þess liggja ýmsar ástæður en trúlega varðar mestu, að Islendingum er ekki kleift aö halda uppi raunhæfum landvörnum af eigin rammleik og þeir hafa engan áhuga á þvi að fela þetta hlutverk öörum en Bandaríkjunum. „Það er engu sjálfstæðu riki um það gefiö aö hafa erlendan her innan sinna landamæra,” sagði Steingrím- ur Hermannsson forsætisráðherra. Mr. Hermannsson nefndi sem hlið- stæðu aðliinir 3.000 bandarísku her- menn sem dvelja innan klukkustund- ar aksturs frá Reykjavík myndu til- svara þríggja milljón manna her í nágrenni Washington. ,,En spyrjið Islendinga,” sagði Mr. Hermannsson, „hvort þeir kysu fremur herlið af einhverju öðru þjóöemi, svo sem Þjóðverja, Frakka eða jafnvel Skandinava, og svaríð verður afdráttarlaust nei. ” Umsvif Sovétmanna En Bandaríkjamönnum er fylli- lega Ijóst að afstaöa Islendinga til bandarísku herstöðvarinnar er tvíbent og veldur þvi ákveðinn þjóðemislegur taugatitringur. Þess vegna gera þeir sér far um aö láta sem minnst á sér bera, engir einkennisbúningar eru leyfðir utan herstöðvarinnar og hömlur eru lagðar á ferðir hinna yngri manna til bæjarins. Bandaríkjamenn leggja sig þannig í framkróka aö láta ekki á sér kræla, en Sovétmenn hafa annan háttinn á gagnvart Islandi. Samkvæmt upplýsingum sjóhersins hafa ferðir sovéskra skipa og flugvéla aukist jafnt og þétt umhverfis Island og er þó aukningin sýnu mest í umsvifum kaf bátaflotans á þessum slóöum. „Aukningin í umsvifum sovéska kafbátaflotans er skelfileg,” sagði yfirmaður hersins á Keflavíkurflug- velli, Ronald F. Marryott, nýlega. HENGINGU HAFNAÐ — í breska þinginu. Afstaða Priors írlandsmálaráðherra réð miklu um úrslitin Breska þingið hafnaði dauðarefs- ingu með miklu meiri atkvæðamun en búist var við fyrirfram, og er álitið aö eindregin afstaða Jim Priors, þess ráðherra sem annast málefni Norður-Irlands, hafi ráðið mikluþarum. Prior leiddi margvísleg rök að því, að hryðjuverkamenn á Norður- Irlandi myndu engan veginn láta sér segjast þótt dauöarefsing biöi þeirra ef til þeirra næðist, þvert á móti væri trúlegra að starfsemi þeirra færðist í aukana. Hann benti einnig á, aö öfl- ugasta aðferöin til þess aö stemma stigu fyrir hryðjuverk, væri sú að hafa hendur í hári ógnvaldanna og dæma þá til hegningar, en dauða- refsing myndi torvelda þetta varnar-i starf til stórra muna. Prior taldi vist: aö almenningur yrði sýnu tregari til| þess að liðsinna öryggissveitunumi og veita þeim gagnlegar upplýsingar um hryðjuverkamenn ef dauðarefs-i ing væri lögleidd og sömuleiöis yrðij erfiðara að fá þá til að játa glæpi sína. Ef henging hefði verið við lýði í! Bretlandi, sagði Prior, er líklegt að stór hluti þeirra 331 morðingja, sem nú afplána dóma sína í norður- írskum fangelsum, flestir fýrír hryöjuverk, léki ennþá iausum hala og héldi uppteknum hætti. Þá myndi IRA ekki láta deigan siga, þótt dauðarefsing biði hryðju- verkamanna, sagöi Prior. Þessi hreyfing hefur sýnt að henni er einkar lagið að gera sína menn að pislarvottum, og það er eins vist að aftökur þeirra myndu frekar fjölga hryðjuverkum en fækka þeim. Samvisku-ákvœði Auk afstööu Priors varð ýmislegt fleira til þess að áhangendur dauða- refsingar misstu móöinn þegar leið að atkvæöagreiðslunni í þinginu. Fjöldi opinberra embættismanna gerði stjómvöldum ljóst að þeir gætu ekki meö góðu móti sætt sig við aö vinna störf sem á einhvem hátt lytu að aftökum, hvort sem um væri að ræða mjög svo fjarkomin afskipti eða nákomin. Þessir embættismenn höfðu í hyggju að þrýsta á um „sam- visku-ákvæði” í ráðningarsamn- ingum, þaö er aö segja ákvæði, sem gerði þeim kleift að neita alfariö allri þátttöku í afgreiðslu slíkra mála. Búist var við að starfsmenn ráðu- neyta myndu berjast fyrir sliku ákvæði auk fjöimargra starfsmanna í fangelsum Bretlands. Jenkins andvfgur Fyrrum leiðtogi jafnaöarmanna, Roy Jenkins, sem eitt sinn gegndi starfi innanríkisráðherra af hálfu Verkamannaflokksins, lagðist einnig eindregið gegn þvi aö dauðarefsing yrði upp tekin að nýju og birti ítar- lega grein um mál þetta i Sunday Times, rétt áður en breska þingið gekk til atkvæða um þaö. Dauðarefsingin og allt sem henni fylgdi hvíldi eins og mara á innan- ríkisráðuneytinu, meöan hún var i gildi, segir Jenkins. Oll ákvarðana- taka i þessum málum hafði lamandi áhríf á þá sem áttu í hlut, og það yröi stórt skref aftur á bak ef við tækjum hana upp núna. Jenkins taldi einnig líklegt aö dauðarefsingin myndi ekki skjóta hryðjuverkamönnum þann skejk i Dauðarefsing myndi ekki skjóta hryöjuverkamönnum skelk i brlngu, sagði Jlm Prlor, Irlandsmálaráð- herra bresku stjóraarinnar, og af- staða hans varð ofan á i atkvæða- greiðslu þingsins. bringu, sem margir vonuðust eftir, því að slíkum mönnum þætti lifstiöar fangelsisvist að jafnaði hálfu ömur- legra hlutskipti en líflát, með öllu því umtali og fyrirgangi sem það hefði í förmeðsér. Dauöarefsing hefur og þann ókost, segir Jenkins, að glæpamaðurinn aflar sér smám saman samúðar eins og dæmin sanna. Þegar dauðarefs- ingu er ekki beitt er það yfirleitt fórnarlambið sem nýtur allrar samúðar almennings, en reynslan er iðulega sú að glæpamaöur sem biður aftöku öðlast meðaumkun og samúð og það hefur alls ekki heppileg áhrif i þjóðfélaginu. Við þetta bætist svo sá nagandi efi, sem stundum fylgir dauðarefs- ingum, því vissulega er það ekki alltaf svo að öll tvímæli hafi verið af tekin þótt sakbomingur hafi veriö dæmdur til dauða, og einu sinni taldi ég mig tilneyddan aö veita dæmdum manni uppreisn æru — þaö kom honum þó að litlum notum, segir Jenkins, því að hann hafði verið hengdur fyrir 16 árum. -BH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.