Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1984, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1984, Blaðsíða 23
DV. MAfít)ÖÁÓtJílT3:FÉBKCAR'1984. ' íþróttir 23 íþróttir Sænskur sigur - Í5000m skautahlaupi karla — Eftir að Tomas hafði náð þessum góða tíma við hin erfiðu skilyrði hér þá var okkur ljóst að það yröi erfitt að ná betri tíma þar sem brautin var mjög blaut vegna hinnar miklu snjókomu, sagði Lars-Oiof Eklund, landsliðsþjálf- ari Svía í skautahlaupi, eftir að Tomas Gustafson frá Sviþjóð hafði tryggt sér guilverðlaunin í 5000 m skautahlaupi í gær. Gustafson náði tímanum 7:12,28 á 7:12,30 mín. og í þriðja sæti varð A- Þjóðverjinn Rene Scohofisch á 7:17,49 mín. mín. -SOS OL-metið féll ekki — Í500m skautahlaupi karla 21. árs þjónustumaður frá Rúss- landi, Sergei Fokichev, varð sigurveg- ari í 500 m skautahlaupi — fékk timann 38,19 sek. Honum tókst ekki að bæta OL-met Eric Heiden frá 1980 — 38,03 sek. og er þetta í fyrsta skipti síðan 1976 að OL-met hefur ekki veriö sett á vegalengdinni. Japaninn Yoshihiro Kitazawa varð annar á 38,30 sek. og bronsverðlaunin hlaut Kanadamaður- inn Gaetan Boucher—38,39 sek. -SOS Tom Sandberg sigurvegari — ínorrænu tvíkeppninni Svíinn Tom Sandberg varð sigur- vegari í norrænni tvíkeppni i Sarajevo í gær — í skiðastökkl af 70 m paUi og 15 km skíðagöngu. Hann varð sigurveg- ari í báðum greinunum og hlaut 422.595 stig. Ftnnar röðuðu sér i næstu þrjú sæt- in. Jouko Karjalainen fékk 416.900 stig, Jukka YUpuUi 410.825 stig og Rauno Miettinen 402.970 stig. -SOS Jens Weissf log skaut Matta ref fyrir rass — og varð sigurvegari í skíðastökki af 70 m palli í gær. Finninn varð að sætta sig við silfurverðlaun MikiU fögnuður rikti meðal austur- þýska liðsins sem keppir á ólympiu- leikunum i Sarajevo í Júgóslavíu. Jens nokkur Weissflog var hetja sinna manna eftir að hann varð ólympiumeistari í skíðastökki af sjötíu metra háum palli. Fyrir keppnina veðjuðu flestir á heimsmeistarann Matti Nykaenen frá Finnlandi en hann hefur unnið mjög marga glæsta sigra í stökkinu í heims- bikarkeppninni og yfirleitt alltaf hafnaö í einu af efstu sætunum ef hann hefur ekki sigrað. Það kom því nokkuð mikið á óvart þegar Weissflog gerði sér lítið fyrir og sigraöi kappann um helgina. Eftir fyrra stökkið af tveimur í keppninni haföi Matti forystu, stökk 91 metra, en Weissflog stökk 90 metra og var í öðru sæti. Matti stökk svo aðeins 84 metra í síðara stökki sínu en Weissflog kom ákveðinn til leiks og stökk 87 metra. Og þar með var Weiss- flog orðinn ólympíumeistari og fögnuður Þjóðverjanna var gífurlegur eftirkeppnina. Nokkuð misvindasamt var á meðan á keppninni í stökkinu stóð og helsta von heimamanna fékk heldur betur að finna fyrir því. Júgóslavinn Primoz Ulaga stökk aðeins 59 metra í fyrra stökki sínu og varð í næstneðsta sæti. Jens Weissflog hlaut 215,20 stig fyrir stökk sín en Matti hlaut 214,00 stig. Þess má svo geta að Primoz Ulaga hlaut lítil og sæt 130,90 stig. Þriöji í keppninni varð landi Matta, Jari Puikkonen, frá Finnlandi. Hann stökk 81,5 og 91,0 metra og hlaut samtals 211,10 stig. Röð næstu manna varö þessi: 4. Stefan Stannarius A-Þýskal. 84 og 89 m og 211,10 stig. 5. Rolf Aage Berg, Noregi, 86 og 86,5 m og 208,50 stig. Heimsmeistarinn í skíðastökki, Matti Nykaenen frá Finnlandi. Honum tókst ekki að vinna gullverðlaun í stökkinu af 70 metra pallinum. Beið lægri hlut fyrir A- Þjóðverjanum Jens Weissflog. Haemaelainen hampaði aftur gullverðlaunum — eftir að hafa sigrað örugglega í 5 km skíðagöngu í Sarajevo í gær — Ég ákvað að fara rólega í byrjun en þegar ég frétti að ég var orðin fyrst eftir einn kilómetra ákvað ég að halda minu striki og auka hraðann, sagði finnska stúlkan Marje-Liisa Haemae- lainen sem tryggði sér sin önnur gull- verðlaun í Sarajevo þegar hún varð ör- uggur sigurvegari i 5 km skiðagöngu i gær, en hún varð óvæntur sigurvegari í 10 km göngu á fyrsta degi OL. Mikil snjókoma var þegar skíða- gangan fór fram og lét hin hávaxna, ljóshærða finnska stúlka það ekkert á sig fá. Það var ekki dagur rússnesku kvennanna í gær því að Raisa Smetan- ina, sem verður 32 ára í næsta mánuði, varð að sætta sig við ellefta sæti. Haemaelainen fékk tímann 17.04,0 min. Norska stúlkan Berit Aunli varð önnur á 17:14,1 og Kveta Jerivoa frá Tékkóslóvakíu þriðja á 17:18,3 mín. -sos Marje-Liisa Haemaelainen Sarajevo. — varð fyrst til að vinna sér inn tvö í Verðlaunaskipting Verðlaunin hafa skipst þannig á ólympíu- leikunum í Sarajevo — fyrst gull, þá silfur ogsíðanbrons: A-Þýkaland 5 5 2 Rússland 2 4 4 Fínnland 2 2 2 Noregur 112 Svíþjóð 1 - 1 ítalía 1 - - V-Þýskaland 1 - - Japan - 1 - Kanada - - 1 Tékkóslóvakia - - 1 Brunkeppninni var frestað íþriðja sinn Brunkeppni karla var frestað í þriðja sinn í gær í Sarajevo, þar sem mikil snjókoma hefur sett strik i reikn- inginn á ólympíuleikunum. Það er nú óvíst hvenær brunkeppnin verður — það gæti farið svo að hún færi ekki fram fyrr en á sunnudaginn kemur. -SOS. Rothen- burger setti OL-met - Í500m skautahlaupi kvenna Christia Rothenburger frá A-Þýska- landi varð sigurvegari í 500 m skauta- hlaupi — setti nýtt ólympíumet er hún hljóp vegalengdina á 41,02 sek. Gamia metið átti Karin Enke — 41,76 sek., sem hún setti 1980. Enke varð að sætta sig við annað sætið í Sarajevo — á 41,28 sek. og þriðja var Natalia Chive frá Rússlandi á 41,50. Mikili snjór i Sarajevo tafði hlaupið um fimm klukkustundir. — „Eg vissi að ég ætti góða möguleika á gullverð- launum. En fyrir hlauplð var ég taugaóstyrk og það hefur ekki haft góð áhrif á mig tll þessa. Ég hafði unnið Enke tvisvar og heimsmetið er mitt. Það hjálpaði mér mikið að vita af því,” sagði Rothenburger sem er 24 ára frá Dresden. -sqS LAUNA penmgar. Fynr íþróttir og allar aðrar íþróttagreinar. Verð kr. 30 Með áletrun og borða. Sendum burðargjaldsfrítt um allt land. Pantið tímanlega. GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR &PÉTUR ■ Iþróttir (þróttir Iþróttir Iþróttir BREKKUGOTU5 600 AKUREYRI- 23524 Auglýsingastofa Einars Pálma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.