Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1984, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1984, Blaðsíða 35
DV‘. MH3VIKUDA0UR' K.M«I'198Í) 35' Hótel Búðir. Auðunn, faðir hóteistýrunnar: „Eg elska þennan stað. Þess vegna kem ég oft. Umhverfið ersvo fagurt". Hótel Búðir tekið til starfa á ný eftir veturinn: „ Við erum í nafla íslenskrar náttúru” Svipmynd úr matsal hótelsins. Rúnar Marvinsson er kokkur á Hótel Búðum og hefur verið það undanfarin fimm sumur, en hann er jafnframt einn af eigendum þess. Hann sagði í samtali við DV að þau færu ekki beint troðnar slóöir í matargerð á Búðum og hefði þaö gefið góða raun eins og aðsóknin að hótelinu benti til. .í'yrir utan matargerðina erum við með eina hótelið á landinu sem býður upp á ölkelduvatn beint úr jörðinni en það mun vera mikill hoEustudrykkur og beinlinis slegist um hann erlendis,” sagði Rúnar. „Alla- vega sagöi einn gúrúinn á Snæfellsnesi mérþaö.” I máli Rúnars kom fram að helsti kosturinn við Hótel Búðir væri náttúr- an í kringum staöinn.....,Viö teljum okkur vera í nafla íslenskrar náttúru. Fyrir utan jökulinn sjálfan er Búða- hraun hér í nágrenninu en það er eitt mesta f jölgresissvæði á landinu og þar er að finna flestar þær jurtir sem vaxa hér á landi,” sagði hann. AUs starfa 7 manns við hóteliö í sumar en allt eru þetta eigendur að staðnum. Rúnar sagði að fyrst sl. sumar hefði hópurinn getað borgaö sér sæmUegt kaup en á vetuma er þetta fólk í ýmsum störfum. Rúnar vinnur t.d. á Hominu, annar vinnur á Gauk á Stöng, einn er kennari, annar sjúkra- Uðio.s.frv. HóteUð hefur 19 herbergi, 1 —4 manna en engin aðstaða fyrir svefn- pokapláss. . .” I miklum rigningum höfum við tekið tjaldfólkiö inn í mat- salinn tU okkar,” segir Rúnar. -FRI Starfsvika í Grunnskóla Blönduóss: „YORIД Frá Rannveigu Sigurðardóttur.frétta- ritara DV á Blönduósi: Síöustu viku skólaársins í Grann- skóla Blönduóss var hinni hefðbundnu stundaskrá fleygt og haldin starfsvika. Þetta er nýjung hjá núverandi starfs- liði skólans og var þvi erfitt í upphafi undirbúnings að ákveða skipulag og framkvæmd. En meö dyggUegri aðstoð Þóris Sigurðssonar, námsstjóra í mynd- og handmennt, Kristins G. Jóhannssonar frá Menningarsambandi Norðurlands, Guðmundar Armanns myndlistar- manns og að ógleymdu starfsliði og nemendum skólans, tókst þessi starfs- vikamjögvel. Yfirácrift vikunnar var „Vorið”. Krakkarnir fóra t.d. á sveitabæi, i fjöruferð, mUdö þurfti að leita upplýsinga á bókasafninu og var bóka- safnsvörðurinn, Asta Rögnvaldsdóttir, nemendum mjög innan handar í upp- lýsingaöfluninni þar. Flugdrekar vora smíðaðlr, myndir málaöar og útbúin líkön. Síðan var haldin sýning í skólanum 4. og 5. maí og almenningi gefinn kostur á að kynnast útkomu starfsvikunnar. Um 500 manns sóttu sýninguna og var sá fjöldi langt fram úr björtustu vonum manna. A sýningunni var einnig boðið upp á veitingar, kakó og heitar vöfflur meö rjóma, einnig tískusýningu, upplestur, söng og kvæðalestur, allt flutt af nemendum skólans. ÖU uppsetning sýningarinnar var tU fyrírmyndar og er þetta lofsvert framtak kennara og nemenda. I einni kennslustofunni hitti fréttarit- ari Ingunni Gísládóttur kennara og tók hana taU og spurði íyrst um tilgang starfsvikunnar. Hún kvað tilganginn einna helstan vera að breyta út af venjulegri kennslu og kenna nemendum að afla upplýs- inga. Hún sagði að sýning af þessu tagi hefði ekki veriö haldin siðan 1974 og þá i tengslum við þjóðhátiðarárið. Þetta hefði veriö nýjung fyrir aUa, bæði kennara og nemendur. Unnið hefði verið í hópum frá kl. 8 á morgnana og fram eftir degi. Samvinna nemenda og kennara gekk ágætlega. Hún sagði einnig að lög- regluvarðstjórinn, Frimann Hilmars- son, hefði unnið með þeim. Krakkarnir hefðu aUir sýnt mikinn áhuga og hefðu nokkrar stelpur t.d. hannað og saumaö sjálfar föt sem þær sýnduá tískusýningunni. Að lokum sagði Ingunn að vel hefði verið tekið í að haida slíka sýningu t.d. annaðhvertár. Næst ræddi fréttaritari við Tryggva Hlynsson, nemanda í 6. bekk. Tryggvi sagði aö gaman hefði veriö að vinna við undirbúning sýningarinn- ar. Hann sagði að samstarfið mUU eldri og yngri nemenda hefði gengið mjög vel. Tryggvi kvaðst hafa lært mikið af verki sem þessu, hann tók sér- staklega fram aö fróðlegt væri t.d. aö leita upplýsinga bæði á bókasafni og með viðtöium. Mælti hann með aö sýning sem þessi yrði annað hvert ár. ?«*«**»*»*-*•* iii,*****“1-Ct 'fJtWMWÍI, »*»- •«*««*• Texti og myndir: Rannveig/Blönduósi Tiskusýning á starfsvikunni „Vorið". DV-myndir Bannveig Tryggvi Hlynsson nemandi. Ingunn Gisladóttir kennari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.