Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1984, Blaðsíða 14
ÓV. MIÐVIKUDÁtÍUK 23.MAI 1984. 14 **++*+*****♦+ +.*** vnwm J Leigjum út ¥ Sttli fyrir brúðkaups- J veislur, afmœlisveislur, slúd- + enlafagnaði og aðrar uppá- jf. komur. ¥ I * ¥ ¥ ¥ <*************** * Dbtuu-iMv Leitið upplgsinga hjá Guðmundi Erlendssyni i símum Ki21t og 72120. Auðbrekku 12 Kópavogi ******************************************** EUROPILOT 1500 sjáifstýringar í seglskútur og minni triliur. Verð kr. 8.837,- m.ssk. 35teg. Tog. Sýnishorn á staðnum. ÓQ7*CO BÁTA- OG VÉLAVERZLUN, 5 3322 LVNGASI 6, GARÐABÆ, iSi FR - DEILD 4 auglýsir eftir húsnæði fyrir starfsemi sína Starfsemi deildarinnar er fólgin í eftirfarandi: 1. Þjónusta við félagsmenn í gegnum talstöð (CB) og frá skrif- stofu. (Talstöðvarloftnet á húsið er nauðsynlegt). 2. Aðstaða fyrir fundi. 3. Greiður aðgangur fyrir hjólastóla er æskilegur. Hugsanleg stærð húsnæðis er 50—150 fm. Vinsamlegast hafið samband í síma 34200 kl. 13— 19. IMAUTAKJÖT OLkar verð T. Bone steik Nauta roast beef Nauta snitchel Nautagullasch Nautabuff Nautalundir Nautafillet Nautabógsteik Nautagrillsteik Nautahakk 10 kg. nautahakk Nautahamborgari Formaður Trausta og hulduher- irhans Er ég sá þann 16. maí ’84, lesenda- bréf Siguröar Jónssonar, formanns Trausta, trúöi ég ekki því sem ég las. Hér kynntist ég nýrri hliö á Siguröi Jónssyni, þvi aö daginn áöur kom hann inn á skrifstofu til mín og sagði brosandi við mig, að viöstöddum vitn- um, að hann væri nú aö reyna að róa þessa menn sína, en þessar brauð- samlokur færu svo mikiö í taugamar á þeim. Svo les ég eftir Sigurði að viö megum aöeins aka farþegum og farangri þeirra. Nú má hinn almenni borgari ekki lengur hringja á leigubil og biðja hann aö skjótast meö sendingu milli húsa, hann verður aö koma með sendingunni. Þessa þjónustu kallar Sigurður vöruflutninga. En svo kemur hin nýja hlið sem ég kynntist á Sigurði því að hann segir félag sitt standi ekki að þessum hótun- uin. Það vill svo til að Sigurður er varaformaður minn í Bandalagi ísl. leigubifreiðastjóra, en það er lands- samband leigu-og sendibílstjóra. Fyrir u.þ.b. mánuði var síðast rætt um kvartanir um að bæði sendi- og leigul'ílstjórar færu inn á verksvið hvorir annarra á fundi B.I.LS. Hafa svona mál komiö fram öðru hverju í öll þau ár, sem ég hef verið í forustu leigu- bilstjóra og Sigurður sendibilstjóra. Hef ég bent Sigurði á að hér sé erfitt að draga skýrar línur, enda mjög fá atvik sem hægt er aö deila um. Einnig hef ég sagt Sigurði hreint út að ef sendi- og leigubílstjórar ættu að standa í illindum sín á milli væri þaö aöeins til að sundra samstarfi þeirra. A þessum síðasta fundi tjáöi ég Siguröi að ég hefði ekkert umboð minna féiags- manna til aö semja um að leigubíl- stjórar mættu ekki þjóna sínum við- skiptavinum, þótt þeir þyrftu að skjótast meö smásendingar eöa annast einhverjar útréttingar í þágu þeirra. Það var þá, sem ég og aörir fundar- menn heyrðu Sigurð Jónsson spyrja hvort við vildum heldur stríð, ef viö ekki semdum. Svo þykist Sigurður ekk- ert koma nálægt þessum hótunum og þorir ekki að standa við orð sín og geröir en notar aðra sem skálkaskjól. Sýnir það ekki mikinn manndóm. Á flótta Og enn fer Sigurður á flótta og stingur hausnum ofan í sandinn, eins og strúturinn, þegar hann hræöist, því aö ekki þorir hann að viðurkenna að hann sjálfur gat ekki fengið fulltrúa leigubifreiðastjóra i stjórn B.I.LJS. til aö afsala sér allri vinnu til sendibíl- stjóra, annarri en að aka fólki og farangri þess. Því þá vissi hann að hans menn yrðu vondir við hann og því segir hann þeim að ég sé maður hinn versti því að ég hafi sagt að allt sé í góðu lagi með að kveikja í og velta sendibílum sem fari inn á verksvið leigubíia. Þessi orð Sigurðar standa orðrétt í DV 12. apríl 1984 og hefur blaöamaður DV staðfest við mig að Sigurður hafi sagt þau við sig, enda sett innan gæsalappa í grein sinni. Því ítreka ég það að Sigurður kemur brosandi inn á skrifstofu Frama og segist vera að reyna að róa menn sína. Að vera falskur er sú nýja hlið á Sigurði Jónssyni, sem ég harma að hafa kynnst. Að nota róg til að afsaka sjálfan sig og skjóta sér undan ábyrgð er líka FALS og með slíkum mönnum er ekki hægt að vinna. I reglugerð um takmörkun leigubíla í Reykjavík og ráðstöfun atvinnuleyfa nr. 320/1983 segir svo orðrétt í 2. gr.: „Enginn bifreiðastjóri má aka aHt að 8 farþega leigubifreið til mann- flutninga, nema hann hafi afgreiðslu hjá bifreiðastöð í Reykjavík, og hafi öðlast atvinnuleyfi sem leigubifreiða- stjóri í Reykjavík.” Þar stendur sem sagt svart á hvítu að enginn má aka allt að 8 farþegum, nema að hafa atvinnuleyfi útgefið af úthlutunarmönnum fyrir hönd sam- gönguráðuneytisins, þar stendur ekki orð um að farþegar eða viðskiptavinir okkar megi ekki senda okkur sinna erinda nema þeir fylgi með. Sérleyfishafar flytja póst og aðrar pakkasendingar, þótt þeirra sérleyfi séu veitt fyrst og fremst til fólksflutn- inga, samt eru starfandi vöru- Kjallarinn ÚLFUR MARKÚSSON FORMAOUR FRAMA, FÉLAGS LEIGU- BIFREIÐASTJÓRA flutningastöövar. Eru ekki sendibílar, komnir með stóra vöruflutningabíla, sem eru í daglegum flutningum og það út á land? Hvað segja vöruflutninga- miðstöðvamar við sendibílstjórana og hvaö segja sendibílstjórar við sérleyfishafa meö pakkana? Hvað geröu sendibilar þegar Flugleiðir fóru að sækja og senda pakka og vörur fyrir landsbyggðina? Hvað gera sendibílstjórar við þá sem starfa á eigin bilum fyrir ýmis fyrirtæki og eru ekki í neinum félagasamtökum? Þetta eru bara spurningar. Það er því furðulegt að Sigurður skuli verja og taka þátt í að ráðast á leigubilstjóra og mig persónulega, þá aöila sem eru í samstarfi meö sendibíl- stjórum. Ekki skil ég svona vinnu- brögð og þar eru fleiri undrandi en ég. Atvinnuleyfi Leigubílstjórar hafa eins og áður segir atvinnuleyfi, enginn má aka fólki hér í borg annar en sá, sem hefur sh'kt leyfi, en samt viðurkennir Sigurður aö sendibílstjórar geri slíkt og hann veit aö það hefur skeð oftar en tvisvar því aö ég hef oft bent honum á og óskað aö hann tali við þá er það gera. Nú í vetur hefur ekki linnt kærum á nokkra sendi- bílstjóra en Sigurður ekkert aðhafst. Þaö skyldi nú ekki vera að út af þess- um aöilum hafi heyrst hótun um aðgeröir gegn þeim, því að hann hefur ekki sinnt margítrekuðum aðvörunum frá trúnarmönnum Frama og fleiri leigubiistjórum. Sem betur fer eru vitni að því að Siguröur sagði í lok fyrr- greinds fundar, ef ég man rétt, að það væri alvarlegt ef mönnum væri hótað íkveikju, eöa velta bílum sendibíl- stjóra sem væru að stelast i leiguakst- ur, en hann virtist ekki sjá neitt athugavert við þá sjálfa. Eg svaraði orðrétt „að ég gæti ekki ábyrgst orð eða athafnir manna úti í bæ.” Því ítreka ég að menn sem umsnúa orðum annarra til að ófrægja þá, sjálfum sér til fram- dráttar, eru ekki hæfir til forustu fyrir þá er á þeim þurfa að bygg ja. Dæmi sem deila má um Eg er ekki feiminn við að viðurkenna að til eru dæmi og benda megi á leigubíla, sem um megi deila, en aðeins einn leigubíll er i starfl við útkeyrpslu á brauðsamlokum hjá Brauðbæ og var mér tjáð að þar væri um sérstakan kunningsskap milli aðila að ræða. En ég spyr, af hverju talar Sigurður ekki við eiganda Brauðbæjar eða hefur það kannski verið gert? Og þá vaknar önn- ur spurning, sem borgarlæknir getur sennilega helst svarað, er eðlilegt að fyrirtæki eins og Brauðbær og fleiri aðilar, sem senda mat.um borgina, noti sendibíla sem kannski eru að koma úr ferð af öskuhaugunum eða úr öðrum óþrifalegum flutningi til dæmis á lifandi dýrum svo að eitthvað sé nefnt? Eg býst við, að af tvennu illu séu leigubilar þrifalegri, Eg hef spurt Sigurð og fengið lítil svör en lausnin virðist þá vera að ráðast að stjórn Frama eða mér persónulega. Kannski hefur Sigurður gert sér grein fyrir því, þótt seint sé, að hvorki ég né hann get- um i mörgum tilfellum sagt viðskipta- vinum okkar við hverja þeir megi versla. Þá kemur að því að hann sér aö hann hefur ekki árangur sem erfiöi og er ekki maöur til að svara mönnum sínum af einurð og ábyrgð, að viö get- um ekki alltaf fengiö allt sem við gjaman viljum og teljum réttlátt, því að þá verða þeir vondir við hann. Þá er valin auöveldasta leiðin, að kenna öörum um vandann, „helvítis Ulfin- um” og leigubilstjórunum. Mikill ert þú, maður minn. Eg vil taka skýrt fram að ég skrifa þessa grein til Sigurðar Jónssonar, formanns Trausta, en ekki hins al- menna sendibílstjóra. Mér er ljóst að þar eins og í minni stétt eru ágætis- menn, þótt innan um séu kannski nokkrir sem stundum hafa hátt, á þá verður að hlusta líka, en sé það mat okkar forystumanna aö við kröfu þeirra sé ekki hægt að verða þá er okkur að tjá þeim það beint og taka afleiðingum þess hvað varðar traust þeirra til okkar, en ekki varpa sökinni á aðra sér til f riðþægingar. Skrifað á eigin ábyrgð í eigin nafi. Að undanfömu hafa birst nokkrar greinar frá sendibílstjórum, sem allar eiga þáð sameiginlegt aö það stenst ekki stafur af því sem þar er borið fram. Eg mun svara því síöar. áUk „Ég er ekki feiminn við að viðurkenna að ^ til eru dæmi og benda megi á leigubíla, sem um megi deila, en aðeins einn leigubíll er í starfi við útkeyrslu á brauðsamlokum hjá Brauðbæ og var mér tjáð að þar væri um sér- stakan kunningsskap milli aðila að ræða.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.