Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1984, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1984, Blaðsíða 32
Andlát Sigríður Jónsdóttir, andaðist 19. þ.m. Ása Pálsdóttir, Bólstaðarhlíö 42 Reykjavík, andaðist að morgni 20. júní. Unnur Jónsdóttir, Silfurgötu 22 Stykk- ishólmi, andaðist í St. Fransisku- spítala Stykkishólmi, þríðjudaginn 19. júní. Snæbjörn Guðmundsson bóndi, Syðri— Brún, andaöist að heimili sínu 19. júnl Guðmundur Sveinsson, bifreiðar- stjóri, Þórunnargötu 7 Borgarnesi, Stórar einbýlishúsalóðir Meðal lóða sem koma til úthlutunar í Höfnum á næstunni eru 4 einbýlishúsalóöir sem eru talsvert stærri en gengur og gerist. Um er að ræöa eftirfarandi lóðir innan deiliskipulags: — hornlóð ca 1440 m2 — hornlóð ca 1530 m2 — hornlóð ca 1770 m2 — lóð ca 1770 m2 Engar kvaðir um lóðarnýtingu eða útlit húsa eru umfram reglur byggingarsamþykktar. Lóðirnar verða byggingarhæfar á þessu ári eða samkvæmt nánara samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 10. júlí 1984. Upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 92-6931 frá kl. 14—18 mánudaga-föstudaga. Sveitarstjórinn í Hafnahreppi, Gullbringusýslu. c LANDSVIRKJUN Blönduvirkjun—Útboð Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í byggingu botn- rásar í Blöndustíflu í samræmi við útboðsgögn 9514. Verkið felur í sér að grafa 350 m langa botnrás, steypa um 90 m langan stokk og um 40 m háan lokuturn í stíflustæði á vesturbakka Blöndu. Auk þess að fjarlægja yfirborösjarölög á nokkru svæði umhverfis botnrásina. Helstu magntölur eru áætlaðar: Gröftur 47.000 m3 Steypa 4.300 m3 Mót 4.800 m2 Sprautustey pa 150 m3 Utboðsgögn veröa afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Háa- leitisbraut 68,108 Reykjavík, frá og með föstudeginum 22. júní 1984 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð 1.000 krónur fyrir fyrsta eintak en 300 krónur fyrir hvert eintak til viðbótar. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar í Reykjavík fyrir kl. 14.00 föstudaginn 13. júlí 1984, en sama dag kl. 14.30 verða þau opnuð að Háaleitisbraut 68, Reykjavík, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Reykjavík, 21. júní 1984. Landsvirkjun. Láttu okKut le»ta Opið ■ wm mán.—föst. 9—18, um helgar 13—18. i: Vesturbær Nýstandsett þriggja herb. íbúð á góðum stað í vesturbænum, parket á gólfum, viður í loftum, vandaðar innréttingar. Verð 1.600 þús. Barmahlíð Vönduð sérhæð - möguleikar á 2 herb. ibúð í kjallara - í skiptum fyrir 4-5 herb. íbúð í Hlíðum. Verð 2,7 miilj. Hallveigarstígur 120 fm sérhæð - hæð + ris - rúmlega tilbúin undir tréverk, samþykkt- ar teikningar af breytingu fylgja. Verð 1.700 þús. Seltjarnarnes Parhús - 130 fm - mikið endurnýjað, nýir franskir gluggar, nýtt bað, 3 rúmgóð herbergi + fatabúr uppi, rúmgóð stofa og eldhús og bað á neðri hæð, góður garður, bílskúrsréttur, eignarlóð. Verð 3,0 millj. Arnarhraun Ca 200 fm einbýli með innbyggðum bílskúr, mjög vandað hús, fullbúið, nýjar innréttingar, stór gróinn garður. Kastalagerði Kóp. 5 herb. sérhæð i tvíbýlishúsi - 150 fm - bílskúr, stór garður, friðsæll staður. Skipti á 3ja herb. íbúð í vesturbæ eða miðbæ Reykjavíkur. Verð 2,6 millj. sem andaðist á sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 15. júní, verður jarð- sunginn frá Borgameskirkju laugar- daginn 23. júni. kl. 14. Ferð verður frá BSlkl. llsama dag. Tilkynningar Sumarferð Breiðfirðingafélagsins verður til Vestmannaeyia. Lagt verftur af stað frá Umferðarmiðstöðinni v/Hringbraut föstudaginn 6. júlí kl. 19 og komiö til baka siðla sunnudags 8. júb'. Vinsamlegast pantið fyrir 23. júní. Upplýsingar veittar og pantanir teknar í símum 41531,50383 og 74079. Frá Rauða kross deildum á Vestfjörðum Orlofsdvöl aldraðra Vestfirðinga verður að Laugum í Sæbngsdal 9.-14. ágúst nk. Að Laugum er öll aðstaða tU hvíldar og skemmtunar mjög góö. Eins og áður verða haldnar kvöldvökur og stiginn dans. Farið verður í dagsferð um Borgarfjörð og Stykkis- hólmur heimsóttur. Dvalargestir geta ekki orðið fleiri en 45 og er þátttökugjald 5000 kr. Þeir sem áhuga hafa, láti skrá sig hjá Sigrúnu Gisladóttur í síma 94-7770 eftir kl. 17 fráogmeð25.júní. Handritasýning Stofnun Áma Magnússonar opnaði handrita- sýningu í Arnagarði sunnudaginn 17. júni og verður sýningin opin í sumar á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum ki. 2—4. A sýningunni er úrval íslenskra handrita sem smám saman eru að berast heim frá Dan- mörku. Þar á meðal er Konungsbók Eddukvæða og Flateyjarbók. Af öörum hand- ritum sem sýnd eru má nefna Gráskinnu, eitt af elstu handritum Njáls sögu, frá upphafi 14. aldar, og blöð úr Króksfjarðarbók, frá sömu öld. Króksfjarðarbók er annað aðalhandrit Sturlungu. Þar á er m.a. lslendinga saga Sturlu Þórðarsonar lögmanns. Sturla dó 1284 og eru því sjö hundruð ár liðin frá láti hans á þessu ári. Ennfremur er sýnd frumútgáfa Guðbrandsbibbu frá 1584. Hún á nú fjögur hundruð ára afmæli. Þá standa vonir til þess aö fljótlega veröi á sýningunni eitt af aðal- handritum Stjómar, sem hefur að geyma nor- rænar bibbuþýðingar frá kaþólskum tímum. Happdrætti Hamrahlíðar- kórsins. Japansferðir dregnar út Dregið hefur verið í happdrætti Hamrahbðar- kórsins 1984. Vinningsnúmer vom útdregin hjá embætti borgarfógeta mánudaginn 18. júní sl. Vinningar komu á eftirtabn númer. Nr. 8359 fargjald f. tvo til Japans 16. júb ’84 og tb baka 30. júb ’84, að verðmæti kr. 174.000. Nr. 3017, fargjald fyrir einn til Japan 16. júb ’84, og til baka 30. júU ’84, að verðmæti kr. 87.000. Nr. 8620, fargjald fyrir einn tU Húsa- víkur, kr. 3.400. Nr. 5439 vöruúttekt að eigin vali kr. 2.000. Nr. 250 vöraúttekt að eigin vaU kr. 1.800. Nr. 5525 vöraúttekt að eigin vaU kr. 1.500. Nr. 4136 vöruúttekt að eigin vali kr. 1.300. Nr. 3728 vöraúttekt að eigin vaU kr. 1.200. Nr. 8595 vöraúttekt að eigin vab kr. 1.100. Nr. 54851.000. Hamrahbðarkórinn þakkar þeim fjölmörgu sem lagt hafa Japansverkefni kórsins Uð með því að kaupa happdrættis- miða. VEGA SKIPHOLTI 7 SlMAR 20080 8í 26800 Fréttatilkynning frá skrifstofu forseta íslands Nýskipaður sendiherra Sviss, hr. Arnold Hugentobler, nýskipaður sendUierra Thai- lands, hr. Sathit Sathirathaya, og nýskipaður sendiherra Lýðveldisins Kóreu, Hyoo Hyun Lee, afhentu í dag forseta Islands trúnaðar- bréf sín að viðstöddum Geir Hallgrímssyni utanríkisráðherra. Sáðdegis þágu sendiherramir boð forseta Islands að Bessastööum ásamt fleb'i gestum. Sendiherra Sviss hefur aðsetur í Osló, sendiherra Thailands í Kaupmannahöfn og sendiherra LýðveldisinsKóreuí Osló. Reykjavík, 13. júní 1984. Happdrætti FSÍ Dregið hefur verið í Landsliðshappdrætti FSt og hlutu eftirtalin nr. vinning. 1. Ferð á vegum Utsýnar, andv. 10.000,- nr. 537. 2. Ferð á vegum Flugleiða, andv. 10.000,- nr.1307. 3. Ferð á vegum Flugleiða, andv. 10.000,- nr. 337. 4. Ferð á vegum Fiugleiða, andv. 10.000,- nr. 1184. 5. Ferð á vegum Fiugleiða, andv. 10.000,- nr. 1053. Vlnninga ber að vitja eða tUkynna í síma 43345. (Guðrún.) Fyrsta hjálp útlendinga á íslandi 114 ár hefur útgáfufyrirtækið Nestor gefið út bækling á ensku fyrir erlenda ferðamenn á Islandi, Quick Guide to Reykjavík and Iceland. BækUngurinn fyrir þetta ár kom út um síðustu mánaðamót í 35.000 eintökum. Quick Guide er ætlað að vera auðskiUn fyrsta hjálp útlendinga í heimsókn hér, sem beini þeim að þjónustu og viðskiptum, þannig aö þeir skilji ánægðir eftir sem mestan farar- eyri. Ferðamálaráð Islands viðurkennir gildi bækbngsins með áritun. 1 aðeins 11 opnum er lýst í auðskildu máli helstu staðreyndum er útlendinga varðar og birt litakort af landinu og miðsvæði Reykja- víkur. 1 hverri opnu fyrir sig era skýrðir af- markaöir þættir. Með efninu eru síðan birtar auglýsingar sem tengjast þvi, en þær bera uppi útgáfukostnaðinn. Bæklingnum er dreift ókeypis og dreifingin við það miðuð að hver gestur fái hann ýmist um leið og Islandsferö er ákveðin eða við komuna hingað. Jafnframnt er Quick Guide notaður af ýmsum til landkynningar og hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir hnitmiðaðar upplýsingar og vandaða gerð. Siðustu ár hefur bæklingurinn verið prentaður hjá Guðjóni O. hf. Forsíöu bækbngsins í ár teiknaði Olafur Pétursson myndlistarmaður. Utgefandi og ritstjóri Quick Guide er Her- bert Guðmundsson. Vinningar í happaregni SVFÍ Dregið hefur verið um aðalvinninga í „Happaregni”, happdrætti Slysavarnafélags Islands, þ.e. um 10 bifreiðir af gerðinni Fiat Uno 45/S og 22 myndbandstæki af Nordmende gerð. Féllu vinningar á eftirtaUn númer: FiatUno45/S: 42284 , 48468,48530 , 65232,72685, 99739, 112209, 133207, 134227, 146946. Nordmende myndbandstæki: 1588, 7610, 8174, 10219, 17734, 20599, 26773, 43449, 43630, 43694, 50796, 52612, 72913, 84616, 94407, 103904, 104888,117692,140680,147150,148157,151966. Áður hafa verið birt vinningsnúmer fyrir 1000 vinninga, sem dregnir voru út 1. og 8. júní. Slysavarnafélag Islands þakkar öUum þeim, sem hafa veitt félaginu stuðning með því að kaupa miða í happdrætti félagsins. Handhafar vinningsmiða eru beðnir að hafa samband við skrifstofu félgsins að Granda- garði 14. Gjöf frá Kiwanis- klúbbnum öskju Kiwanisklúbburinn Askja á Vopnafirði afhenti nýlega Heilsugæslustöðinni á Vopna- firði súrefniskassa að gjöf sem ætlaður er til notkunar fyrir ungböm í neyðartilvikum. Söfnun hefur farið fram hér í Vopnafirði að undanförnu og vora undirtektir góðar. Myndin er frá afhendingu súrefniskassans á HeUsugasslustöðinni er héraðslæknirinn Jens Magnússon, veitti gjöfinni viðtöku. Áður hafa f jölmörg tæki verið gefin tb stöðvarinnar og eru Kiwanisfélagar mjög þakklátir fyrir á- gætar undirtekir við safnanir á undanförnum árum. Myndlistarsýning í Jóns- húsi í Kaupmannahöfn 28. júní—22. júlí stendur yfir sýning í Jónshúsi í Kaupmannahöfn á verkum Finnans Lauri Dammert. Sýninguna kallar Lauri „Noget som har med fotografi at gore" (Eitthvað í sambandi við ljósmyndun) en tæknin sem hann notar er m.a. gummidichromat, járn- cyanid og litadar ljósmyndir. Auk mynda sýnir hann skartgripi undir heitinu „eitthvað semenginnviU”. Lauri Dammert er fæddur í Finnlandi 1952, en hefur verið búsettur í Svíþjóð sl. 12 ár. Hann hefur m.a. hannaö plötuumslög og plaköt fyrir rokkhljómsveitir, leUthópa o. fl. Hann hefur haldið sýningar í Helsinki, Gauta- borg, Stokkhólmi og Kaupmanahöfn. Sýningin er opin á venjulegum opnunar- tíma Jónshúss enhanner: virka daga kl. 17—22, þriðjudagalokað, laugardaga kl. 14—22, sunnudagkl. 14—20. Jónshús er í Dstervoldgade 12, 1350 Kabenhavn K. t"> cttt-tannrTTínn \Tf\ DV. FIMMTUDAGUR 21. JPNÍ1984. Siglingarklúbburinn Kópanes, við Vesturvör í Kópavogi, er oprn fyrir f rjálsar siglingar sem hér segir: Þriðjudaga kl. 16—22, miðvikudaga kl. 16—20, fimmtudaga kl. 16—22, laugardaga kl. 13—16. Næsta sigUnganámskeiö hefst þriðjudaginn 26. júní. Skráning á afgreiðslutíma i sima 40145. Ferðalög Útivistarferðir Hornstrandaferðir. 1. Hornvik 13.-22. júli. Gönguferðir frá tjald- bækistöð, m.a. á Hælavíkurbjarg og Hom- bjarg. Fararstjóri Lovísa Christiansen. 2. Aðalvík 13.-22. júlí. Tjaldað að Látrum, gönguferðir þaðan. 3. Aðalvik-Jökulfirðir-Hornvik. 13.-22. júlí. Fararstjóri: KristjánM. Baldursson. 4. Hornvfk-Reykjafjörður 20.-29. júlí. 4 dagar með farangur og síðan dvalið um kyrrt í Reykjafirði. Fararstjóri: Lovísa Christiansen. 5. Reykjafjörður 20.-29. júlí. Tjaldbækistöð og gengiðtilaUraátta. Hægt er að tengja ferðir saman og lengja þannig sumarieyfið. Upplýsingar og farmlðar á skrifstofunni, Lækjargötu 6a, simar 14606 og 23732. Dagsferðir Ferðafélagsins: 1. Laugardag 23. júní — kl. 20. — Gengið yfir Svínaskarð (Jónsmessunæturganga). Verð kr. 250. 2. Sunnudag 24. júní, kl. 10.30: Kalmannstjöm — Staðarhverfi verð kr. 350. 3. Sunnudag 24. júní, kl. 13: Fagridalur- Langahlíð-Gróf (Reykjanesfólkvangur). Verð kr. 350. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir böm í fylgd fullorðinna. Ferðafélag Islands. Siglingar Ferðir Herjólfs Á virkum dögum eru ferðir Herjólfs sem hér segir: KI. 7.30 frá Vestmannaeyjum. Kl. 12.30 frá Þorlákshöfn. Áföstudögum: Kl. 7.30og 17.00 frá Vestmannaeyjum. ia 12.30 og 21.00 frá Þorlákshöfn. Á laugardögum. Kl. 10.00 frá Vestmannaeyjum. KL 14.00 frá Þorlákshöfn. Á sunnudögum. Kl. 14.00 frá Vestmannaeyjum. Kl. 18.00 frá Þorlákshöfn. Áætlun Akraborgar Frá Akranesi kl. 8.30 kl. 11.30 ki. 14.30 kl. 17.30 Frá Reykjavík kl. 10.00 kl. 13.00 kl. 16.00 kl. 19.00 Kvöldferðir 20.30 og 22.00. Á sunnudögum í apríl, maí september og október. Á föstudögum og sunnudögum í júní, júlí og ágúst. Tapað -fundið Tapað — fundið Grábröndótt lítil læða, hvít á trýni og bringu, er í óskilum að Bústaðavegi 75 R. síðan á 'mánudagskvöldið sl. Uppl. í síma 34293. BELLA Það er stórgott að Jesper skuli að- hyllast frjálsar ástir en hvers vegna þarf það alltaf að vera með vinkonum minum?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.