Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1984, Blaðsíða 10
10 Útlönd Útlönd Útlönd DV". MIÐVIKUÐAGUR 18;JUhI1984. Gromyko 75 ára Stundum hefur hann verið kallaður „utanríkisráðherrann eilífi”, og vissu- lega er Andrei Gromyko frá Sovétríkj- unum, sem á 75 ára afmæli í dag, orð- inn eins og jarðfastur steinn í síbreyti- legu landslagi alþjóðastjómmála. Há embætti í Kreml hafa vægast sagt reynst mörgum æði brigðul, en Gromyko hefur enst þar lygilega lengi við valdakatlana. Hann hefur verið utanríkisráðherra í 27 ár. Það i sjálfu sér segir heilmikla sögu um diplómatahæfni hans, aö minnsta kosti í samskiptum við Kremlver ja. Gromyko hefur auðvitaö orðið að beygja sig undir duttlunga erfiðra herra sem hann hefur þjónaö, en í dag stendur hann á tindi ferils síns í öruggum sessi innan Kremlbáknsins þar sem hlustað er vandlega á rödd reynslunnar við mótun sovéskrar utan- ríkisstefnu. Meðal erlendra diplómata er þetta svipþunga andlit orðið eins og hluti af vettvangi alþjóöamála svo að naum- ast þykir sú ráðstefna nema svipur hjá öörum ef ekki bregður þar fyrir þess- um gráhærða, lotna fulltrúaSovétríkj- anna. Hárið er orðið grárra með árun- um, en lotinn í herðunum hefur ekkert aukist. Snögga, skakka brosið er á sama stað. Allt er þetta fastur þáttur í yfirbragði mannsins ásamt meö dökk- um jakkafötunum sem hann klæðist ávallt. Ávallt snöggur til svars, reiðu- búinn til oröaskilminga, blaðlaus sem vel undirbúinn, í gamni eða alvöru, mjúkmáll eða harðorður, eftir því sem hann vill viðhafa. I mars 1983 var hann skipaöur einn af þrem aðstoðarforsætisráðherrum Nikolai Tikhonovs forsætisráöherra (79 ára) og kan upp þá orðrómur aö þar mætti merkja undirbúnings þess aö Gromyko hyrfi frá utanríkis- ráðuneytinu. Ekkert hefur öriað á neinuíþááttsíöan. I utanríkisþjónustunni hefur Gromyko ekki veriö í sömu aðstöðu til þátttöku i valdabaráttunni á bak við tjöldin og hefur fyrir þá sök átt minni möguleika til að ná forystunni. En í þeiiTÍ staöreynd liggur jafnframt nokkur skýring á því hve lengi hann hefur enst fast við toppinn, án þess að velta niður með föllnum leiðtogum. Einhver starfsbróðir hans erlendur spurði Gromyko í heimsókn til Moskvu um mannaskiptin i æðstaráðinu, en Gromyko yppti öxlum og svaraöi: „Þú veist hvemig þetta er héma. Ekki alls ólfkt Bermúdaþríhyrningnum. Á stundum hverfur einn og einn okkar.” — (Bermúdaþríhymingurinn er hafsvæði, frægt af dularfullum, óskýranlegum skipshvörfum) — Gromyko hóf diplómataferil sinn á valdaárum Stalíns og hefur síðan verið utanríkisráðherra þeirra Krusjeffs, Bréfsneffs, AndrópoSs og nú Tjemenkós. Hann er fæddur í smáþorpinu Gromyki í grennd við Minsk og dregur af því eftimafn sitt. Hann byrjaði nám i landbúnaði og hélt til framhaldsnáms í Bandaríkjunum, en Molotov, utanrík- isráðherra Stalíns, fól honum síðar deildarstjóm við Bandaríkjadeild utanríkisráðuneytsins og var Gromyko þá aðeins þrítugur. Ari síðar var hann færöur til sendi- ráðsins í Washington og varð sendi- herra í Bandaríkjunum 1943, Gromyko var því meðal þeirra sem unnu að drögum sáttmála Sameinuðu þjóðanna á þeim tíma sem Reagan Bandarikja- forseti var enn leikari í Hollywood og Margaret Thatcher busi í Oxford. Tjemenkó var þá flokksblók í Molda- viu. — Gromyko var meðal ráðunauta á leiðtogafundunum í Teheran, Jalta og Potsdam sem mörkuðu hvað mesta drætti í heimsmyndina eftir stríðslok. 1946 varö Gromyko fyrsti fastafufl- trúi Sovétríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Skamma hríð var hann sendiherra í London, en sneri heim til Moskvu 1953 við dauða Stalíns og varð aðstoðarutanríkisráöherra. 1957 vék Krúsjoff fyrri herra hans frá og Gromyko tók sæti Molotovs og hefur haldiö því síðan. — Það var núna fyrst fyrir skemmstu að staðfest var að Molotov (orðinn 94 ára) hefði verið tek- inn aftur inn i kommúnistaflokkinn eftir næstum aldarfjórðung úti í kuldanum. I fyrstu virtist Gromyko eins og bergmál eða förusveinn Krúsjoffs á ferðum erlendis. Kom hann öörum fyrir sjónir sem maður er aldrei brá svip eða lét á sér sjá hvað honum þætti um hæðnisbroddana sem aö honum var beint látlaust á þeim árum. En þegar Krúsjoff var vikið frá 1964 var Gromyko um kyrrt á sviðinu. Gromyko hafði verið með í ráðum þegar Berlinardeilan stóð sem hæst. og Berlínarmúrinn var reistur 1961 og átti Útlönd Utlönd dr júgan hlut í gerð f jórveldasamkomu- lagsins um stöðu borgarinnar áratug síðar. — En þaö var ekki fyrr en 1973 sem hann öðlaöist æðstu metorð í kommúnistaf lokknum með sæti í æðsta ráðinu. Undir Leonid Bresneff var hann virkur þátttakandi í mótun „þíðustefn- unnar” (detente) og undirbúningi Helsinkiráðstefnunnar 1975. A Vestur- löndum segja menn að öryggissáttmál- ann hafi Gromyko viljað til þess aö fá fram alþjóðlega viðurkenningu á landamærunum eins og þau urðu upp úr stríðslokiun. Friðarsamningar til staðfestu þeim höfðu verið ógerlegir viðklofið Þýskaland. En ailstaöar og ávallt hefur Gromyko stefnufastur arkað Moskvu- línuna jafnósveigjanlegur og þegar hann var uppnefndur „Herra Njet” eftir að hafa beitt neitunarvaldinu 25 sinnum í öryggisráðinu á sjötta ára- tugnum. Henry Kissinger, fyrrum utanríkis- ráðherra, skrifaði í endurminningum sínum: „Gromyko þekkti allar hliðar til hlítar á hverju umræðuefni. Það var klára sjálfsmorö að hefja samninga við hann öðruvísi en kunna allar stað- reyndir málsins utan að.” — Og það er langur listinn yfir málefnin sem Gromyko hefur þurft að leggja sér á hjarta um tíöina: Berlin, Kúba, Tékkó- slóvakía, Austurlönd nær, Angóla og Kongó, Kína, Afganistan, Pólland og síðan alls konar vígbúnaöur með tilliti til kjarnaorkuvopnabanns eða vopna- takmörkimarviðræðna eða geim- vopnaumræðna. A meðan heilsufar meðráðamanna hans í Kreml er oft til umræðu er Gromyko jafnan, þótt 75 ára sé orðinn, þeirra hraustlegastur útlits. Þaö er ekki vitað aö honum hafi orðið mis- dægurt utan þetta eina sinn þegar hann fékk aðsvif í ræðustólnum hjá Sameinuöu þjóðunum 1978. Hann virð- ist hafa náö sér að fullu eftir það. Hann á sér uppkominn son og dóttur og eiginkona hans Lydía kemur reglulega fram meö honum við opinber tækifæri, ein fárra eiginkvenna Kreml- verja. Gromyko talar ensku reiprennandi en kýs heldur að viðræður fari fram í gegnum túik þegar hann hittir útlenda að málum. Hann sér þar sinn hag í því að heyra allt tvisvar sinnum oftar en mótherjinn. Enskunni bregður hann þó fyrir sig þegar hann ræðir við gestinn á öðrum stundum þar sem stjóm- málunum er þokað frá hugum manna, sem er að vísu afar sjaldan hjá Gromyko. I fyrsta sinn i kosningasögu Bandaríkjanna ætlar annar stóru flokkanna aö bjóða konu fram í vara- forsetaembættið. Walter Mondale kunngerði í síðustu viku að hann vildi hina 49 ára gömlu Geraldine Ferraro fyrir meöframbjóðanda í hólm- gönguna við Ronald Reagan forseta í vetur. Tilnefning Ferraros þykir á margan hátt séð vera mikilvægur áfangi fyrir bandarískar konur í stjórnmálum og merkileg tímamót í jafnréttisbaráttu kvenna. Landsþing demókrata hófst á mánudaginn en valið á frambjóð- endunum verður þó ekki afráðið fyrr en á morgun. Mondale er fyrirfram öruggur um útnefningu til forsetaframboðs og getur reiknað með góðum stuöningi við val sitt á Geraldine Ferraro, enda hefur það vafalítið ráðið miklu hjá honum við valið. Þaö sást á viðbrögð- um bæði kvenna og flokkspólitíkusa strax undir síðustu helgi aö þetta ráð hans mæltist vel fyrir. Meðal þeirra, sem þegar hafa lýst yfir stuðningi við valið á varaforseta- efninu, er helsti keppinautur Mondales, Gary Hart öldungadeildar- þingmaður. Hart lét svo ummælt að hann hefði sjálfur valið Ferraro fyrir varaforsetaefni ef hann hefði hlotið út- nefningu flokksins til f orsetaframboðs. Hinn keppinauturinn, Jesse Jackson, lét í fyrstu viðbrögöum í ljós sárindi yfir því að hafa ekki sjálfur verið valinn sem varaforsetaefni og hnýtti í gyðinga og hvítar konur Demókrata- flokksins fyrir aö hafa valdið þvi að gengið væri fram hjá fulltrúa blökku- manna. Fljótlega sá hann þó að sér og lýsti yfir ánægju sinni með valið á Ferraro og hét frambjóðendunum báðum góðum stuðningi sínum. Edward Kennedy öldungadeildarþing- maður, sem er nú í fyrsta sinn í mörg ár ekki orðaður við forsetaval, hefur Iýst yfir ánægju sinni með Ferraro. „Þetta er ekki aðeins sögulegt heldur um leið sérlega vel valið,” sagði hann. Eftir er svo að sjá hvort kjósendur eru jafnánægöir og ljá demókrötunum atkvæði sín 6. nóvember. Fram til þessa hefur Reagan notið mun meira fylgis í skoðanakönnunum en Mondale. S jálfur hefur Reagan ekkert viljaö láta eftir sér hafa um val Mondales á sam- herja annaö en að hann hlakki til kosn- ingabaráttunnar. Það hefur ekki vantað hrósandi um- mæli um Geraldine Ferraro síðan at- hyglin beindist að henni eftir að Mondale kvaddi hana á fund sinn til viðræðna þegar hann var að leita að varaforsetaefni. Hún er sögð hreint einstök: aðlaðandi, áreiðanleg, metnaðargjörn og svo framvegis. Hún hefur orð á sér fyrir aö vera gætin í yfirlýsingum og láta ekki egnast til mistaka. Andstæöingar hennar segja hana fulldaufgerða og jafnvel leiðin- lega til þess að eiga greiða götu upp á toppinn í stjórnmálunum. I dag er hún fulltrúardeildarþing- maður frá Queens í New York. Hún náði fyrst kjöri 1978 og jók fylgi sitt við endurkosninguna 1982. — Hún er lög- fræðingur að mennt, gift og þriggja barna móöir. Maður hennar, John Zaccaro, segist styðja hana til fulls í stjórnmálabaráttu hennar. Um Geraldine Ferraro er sagt að hún sé meðal áhrifamestu kvenna þeirrar kynslóðar ef ruðst hefur inn á stjómmálavettvanginn í Banda- ríkjunum. Utan landsteinanna haföi þó enginn heyrt hana nefnda þar til um- ræðumar um varaforsetaefnið og kröfur kvenna um fulltrúa sinn beindu athyglinni að henni. Hún haföi aðal- lega látið að sér kveöa innanflokks og í innanlandsmálum. Hún á sér fastar rætur í flokknum og vísan stuðning fjölda flokkssystkina sem bera mikið traust til hennar. Sést það vel á því aö áður en nokkur hafði nefnt hana í sam- bandi við varaforsetaembættið hafði Ferraro verið valin í formennsku þeirrar nefndar landsþingsins sem vinna skal drögin að næstu kosninga- stefnuskrá flokksins. Hún var spurð á dögunum hvort hún teldi sjálfa sig hæfa til varaforsetaemb- ættisins og svaraði þá: ,Jíg hef 25 ára reynslu sem húsmóöir og bamaupp- alandi. Ég hef reynslu úr réttarsölun- um, sem lögmaður og reynslu af þing- störfum. Sjálf held ég að ég sé greind.” Hún bætti því við að allt væri mögulegt í Ameríku ef menn ynnu vel að því sem stefntværitil. Gera/dine Ferraro fu/ltrúadeildar- þingmaður, fyrsta konan sem teflt er fram ti! varaforsetaembættis i Bandaríkjunum. SIGRIMEÐ VAL- INU A FERRARO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.