Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1984, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1984, Blaðsíða 34
34 DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTOBER1984. ?ið Fréttaútvarpið Fréttaútvarpið Frjálsar útvarpsstöðvar—þróun sem ekki verður stöðvuð: FRÉTTAÚTV ARPIÐ — íslenskt þjóðarútvarp Prentaraverkfölll hafa í seinni tíö leitt af sér ýmislegt sem þeir sem hófu verkföllin sáu ekki fyrir. Þannig varð sameining síödegisblaöanna tveggja, Dagblaösins og Vísis, í beinu fram- haldi af verkfalli bókageröarmanna á haustdögum áriö 1981. Frjálsar útvarpsstöðvar Þaö sem hæst bar í fjölmiölun í ný- afstöönu verkfaili bókageröarmanna var tilkoma frjálsra útvarpsstöðva. Þær stöövar skutu þó ekki upp kollin- um fyi ' ensUil'smenn ríkisútvarpsins, hljóövaips og sjónvarps, lögöu niður viimu þremur dögum fyrir boðað verk- fall opinberra starfsmanna. Þegar sú stöövun rikisfjölmiðlanna bættist viö blaðaleysið varð einangrunin í þjóðfé- laginu meiri en við varö unað. I nútíma- þjóöfélagi verða menn að treysta á réttar og heiðarlegar upplýsingar fjöl- miðlanna. Oskir manna um fréttaþjón- ustu voru því háværar og undiraldan þung. Þær frjálsu útvarpsstöövar sem hófu sendingar fljótlega eftir útvarps- lokun höföu því mikinn meðbyr strax frá upphafi. Fólkið stóö með þeim sem sáu þeim fyrir fréttum af þeim atburð- um sem áttu sér stað í þjóöfélaginu og greindu frá helstu heimsviðburðum um leið. Varanleg áhrif Stöðvum þessum hefur nú verið iok- að eins og kunnugt er. Lögregluvaldi var beitt til þess að koma í veg fyrir þessa þjónustu. En það er enginn vafi að tilkoma stöðvanna mun hafa mikil og varanleg áhrif. Þeir sem til þekkja eru þess fullvissir að þess sé nú mjög skammt að bíða að rekstur slikra stöðva verði heimilaður. Utvarpslaga- frumvarpið er nú rætt á Alþingi en mörgum þykir það ganga nokkuð skammt í frjálsræðisátt þótt með því sé stefnt að afnámi einkaréttar ríkisins á útvarpsrekstri. Verkfall bókagerðarmanna og stöðvun útvarps og sjónvarps vírðast því ætla að hafa mikil áhrif á f jölmiðl- un í landinu á næstunni. Fréttaútvarpið Hér á eftir verður einkum fjallað um þá frjálsu útvarpsstöð, sem án efa náði eyrum flestra landsmanna, út- varpaði lengstri dagskrá dag hvern og sinnti hlustendum sínum með vönduð- um fréttaflutningi frá morgni til kvölds, nefnilega Fréttaútvarpið. Ann- arra útvarpsstöðva, m.a. Frjáls út- varps sem útvarpaði í Reykjavík, verður getið annars staðar. Flest fyrirtæki hafa farið af stað eft- ir lengri undirbúning en Fréttaútvarp- ið. Starfsmenn ríkisútvarpsins hættu vinnu mánudaginn 1. október. Verkfall opinberra starfsmanna hófst síðan á miðnætti fimmtudagsins 4. október. Á sama tíma tók gildi verkbann á blaða- menn, m.a. blaðamenn DV. Fyrsti fréttatími hins nýja Fréttaútvarps DV- manna var hins vegar sendur út kl. 19 að kvöldi miðvikudagsins 3. október. Raunverulegur undirbúningur að stofnun hinnar nýju útvarpsstöðvar hafði aðeins staðið í nokkrar klukku- stundir þann dag. Sagan náði þó örlítiö aftar í tímann. Þar höföu forráðamenn Frjálsrar f jöl- miðlunar hf., útgáfufyrirtækis DV, og starfsmenn ritstjórnar DV hugsað Mannfjöldinn, stuðningsmann Fróttautvarpsins, þyrptist inn á ritstjórnarskrifstofur DV strax eftir að rannsóknarlögreglan lokaði útvarpsstöðinni. Jónas Kristjánsson ritstjóri biður menn hór að gæta stilling- ar og hleypa lögreglumönnunum út. Aftan við Jónas má sjó Þóri Oddsson vararannsóknarlögreglustjóra riklslns. næstu leiki, hvorir um sig. Og báðir hugsuðu til hins sama þegar ekki yrði lengur hægt að koma út blaði. Sendum útfréttiríútvarpi. Forráðamenn Frjálsrar f jölmiðlun- ar höfðu hugsað sér fréttaútsendingar sem þeir menn fyrirtækisins ynnu sem ekki væru í verkbanni, þ.e. yfirmenn á ritstjórninni. Aðrir starfsmenn rit- stjórnarinnar höfðu hugsað sér eigin stöö sem sendi út f réttir með svipuðum hætti. Afraksturinn beint til starfs- manna Eftir að hvor hópur heyrði af hinum settust menn niður og ræddu málin. Niðurstaðan fékkst eftir skamma stund. Starfsfólkið sjálft ræki útvarps- stöðina, aflaði henni tekna með auglýs- ingum og fengi þannig laun eftir eigin dugnaði. Frjáls fjölmiðlun lagði hins vegar til tæknibítnað og aðstöðu. Metn- aður allra var strax lagður í það að vinna verkið veí og sjá fólki fyrir góðu útvarpsefni, ekki hvað síst góðum fréttaflutningi. Þar voru menn jú á sín- um heimavígstöðvum. Handagangur og ný störf Oft hefur verið handagangur í öskj- unni á ritstjóm DV, svo sem eðlilegt er á slíkri stofnun. En sjaldan hefur geng- iö meira á en þennan fyrsta dag Fréttaútvarpsins. Ákvörðun um út- varpsstöðina lá ekki fyrir fyrr en á há- degi og stefnt var aö fyrsta fréttatíma kl. 19 um kvöldið. Tíu fréttamenn á tví- skiptar vaktir voru því þegar valdir og unnu þeir undir stjórn fréttastjóra. En fleira þarf á útvarpsstöð en frétta- Sending Fróttaútvarpsins var sterk og nóðist viða. Það var að þakka sterkum sendi og góðu loftneti. Loftnetið var reyndar þessi öflugi krani sem stóð dag og nóttiD V-portinu. stofu. Margir fengu því skyndilega ný hlutverk. Auglýsingadeildin var mikil- væg því hún skilaði fólki jú tekjunum. Þangað réðust mætir blaðamenn, próf- arkalesarar og ljósmyndarar og unnu til skiptis undir stjórn nýrra auglýs- ingastjóra sem áður gegndu störfum ljósmyndara og safnvarðar á DV. Þar sem-útvarpað var frá kl. 8 á morgnana til kl. 22.30 á kvöldin, skipti tónlist miklu máli. Þar réð skyndilega ríkjum tónlistarstjóri sem áður hafði gegnt störfum útlitsteiknara á títt nefndu síð- degisblaði. Með honum í tónlistardeild voru þeir starfsmenn sem músíkalsk- astir voru. Otaldir eru hér fjölmargir starfs- menn sem unnu við útsendingu, yfir- stjórn, innheimtu og annað það sem slíkri útvarpsstöö fylgir. Krani sem loftnet Menn reyndu fyrir sér í upphafi með sendingar frá nokkrum stöðum í bæn- um, en að lokum var senditækjum stöðvarinnar komið fyrir í herbergi á ritstjórn DV. Eftir að voldugur krani hafði veriö fenginn til þess að gegna hlutverki loftnets náðist útsending Fréttaútvarpsins ákaflega vel. Send- ingar voru sterkar á öllu höfuðborgar- svæðinu. Jafnframt náðust sendingar útvarpsins um Suðumes, til Borgar- ness og austur fyrir fjall. Frétta- sendingar stöðvarinnar fóru síöan um allt land, þar sem farstöðvaeigendur endurvörpuðu fréttunum í gegnum stöðvar sínar víðs vegar um landið. Þannig má segja að á skömmum tíma hafi veriö komið upp íslensku þjóðarút- varpi sem tók við hlutverki rikisút- varpsins. Unnið og sofið Mikið reyndi á starfsfólk Fréttaút- varpsins þá daga sem það starfaði. Segja má að menn hafi ekki gert annað en vinna og sofa. Starfsdagur hófst kl. 5 að morgni með því að unnar voru er- lendar fréttir og skömmu síðar komu aðrir starfsmenn. Fyrsti fréttatími stöðvarinnar var kl. 8 og nauðsynlegt var að hafa allt tilbúið vel fyrir þann tíma. Fréttadeildin sá síðan um sjö fréttatíma virka daga auk erlendra fréttaskýringaþátta og sérunninna íþróttaþátta sem fluttir voru á hverju kvöldi og nutu mikilla vinsælda. Tónlistardeildin var á þönum frá morgni til kvölds og sumir þættir jafn- vel teknir upp að næturlagi þar sem álag á þau tvö stúdíó, sem búin voru til, var mikiö. Lagstúfur í fréttaútsendingu Sitthvað skemmtilegt gerðist þá daga sem Fréttaútvarpið starfaði. Má þar sem dæmi nefna lagstúf sem skaust inn í hádegisfréttir þegar frétta- tíminn hafði staöið í nokkrar mínútijr. Að lagstúfnum loknum hófst fréttalest- ur aftur eins og ekkert heföi í skorist. En allt átti þetta sér skýringu. Upptaka fréttanna fór fram á rit- stjóm Vikunnar í Síöumúla 33 en út- sending frá ritstjórn DV í Síðumúla 14. Fyrri hluti fréttatímans hafði verið sendur á spólu og útsending hófst á réttum tíma. Hins vegar hafði mönn- um láðst að taka tímann á því sem af- greitt var og því var dundað við það að taka upp seinni hluta fréttatímans og tilkynningar að loknum fréttum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.