Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1984, Blaðsíða 13
DV. FÖSTUDAGUR16. NOVEMBER1984. 13 Kjallarinn Er skattalækkunar leiðin úr sögunni? Aö þessu sinni var skattalækkun- arleiöin ekki farin til þess aö leysa þær vinnudeilur sem nú er nýlokið. Margir töldu þó meö réttu aö einmitt i þeirri leiö fælist lykillinn aö farsælli lausn kjaradeilnanna. Það væri hag- stæöari leið fyrir launþega en hin gamalkunna og hefðbundna kaup- hækkunarleiö meö óhjákvæmilegar gengisfellingar í kjölfarinu. Kostir skattalækkunarleiðarinnar eru fyrst og fremst tveir: 1. Hún heföi tryggt kaupmátt launa betur en aörar leiðir. 2. Hún hefði komið í veg fyrir þann vöxt verðbólgunnar sem nú er á næstu grösum. Þetta geröu forystumenn Verka- mannasambands Islands sér fullljóst og ýmsir aðrir innan samtaka ASI. Þeir lýstu verulegum vonbrigðum sinum þegar ljóst var aö þetta úrræði myndi ekki ná fram aö ganga. Veruleg kjarabót Aö baki þeirri afstööu lá raunhæft mat á kostum þessarar kjarabóta- leiöar. Af hálfu rikisstjómarinnar var boðiö aö lækka tekjuskattinn um 1100 miUjónir króna, jafnframt því sem fariö yröi fram á 300 mUlj. kr. útsvarslækkun af hálfu sveitar- félaganna. Þetta heföi þýtt þaö í raun að almennar launatekjur heföu nánast orðiö skattfrjálsar á næsta ári. Hver og einn getur reiknaö út hvað þaö hefði þýtt í hans eigin heimUisbókhaldi. Svo tekið sé dæmi þá heföu tekjur hjóna undir 450 þús. kr. orðið tekjuskattsfrjálsar og er þá átt viö meöaltal hjóna á landinu öUu. Tekjuskattslækkunin heföi jafngilt 8% kauphækkun. Hér var með öðrum orðum um þaö að ræða að tveir þriöju hlutar tekju- skattsins hefðu verið felldir niöur þar sem í heUd er hann um 1800 miUjónir kr. á þessu ári. Er þá ótalin sú hagsbót fyrir þá lægst launuöu sem i útsvarslækkuninni heföi falist. Fyrir lá aö sveitarfélögin voru já- kvæð í því efni. Eg held aö þaö hafi ekki veriö of- mælt þegar Þorsteinn Pálsson lýsti þessari leið sem umfangsmesta tilboði af hálfu stjórnvalda fyrr og síðar tU þess aö greiöa fyrir aUsherj- arlausn í vinnudeilum. Hvað hindraði lausn? En hverjar voru þá ástæðumár tU þess að lausn fannst ekki á þessum gmndveUi? Því er ef tU vUl ekki auðsvarað en á nokkur atriði má benda. Rikisstjórnin kom of seint meö þetta tUboö. Þaö heföi átt aö sjá dagsins ljós miklu fyrr í samninga- lotunni. I ööru lagi skorti af hennar hálfu nægilegar skýringar á því, þar tU undir lokin, á hvem hátt ætti aö bæta ríkissjóði upp tekjumissinn, sem af skattalækkuninni leiddi. Hér var veriö aö fara inn á nýjar brautir og því var ekki óeölUegt að af hálfu launþega gætti nokkurrar var- kámi og tortryggni í þessu efni. Þaö er litU kjarabót aö skipta einungis um nöfn á sköttum ef þeir eru ekki lækkaöir í reynd. Þar aö auki kom fljótt í ljós aö forysta BSRB mat þetta mál á aUt annan hátt en Verka- mannasambandið og sýndi þvi minni áhuga. Forsendan var heildarlausn á þessum línum og því hefði sú afstaða í rauninni úrslitaáhrif í þessum efnum. Fáum hefði þó skatta- lækkunarleiðin gagnast betur en ein- mitt opinberum starfsmönnum. GUNNAR G. SCHRAM þingmaður fyrir SJÁLFSTÆDISFLOKKINN „Tekjuskattslækkunin hefði jafngilt 8% kauphækkun.” 600 millj. kr. lækkun tekjuskattsins En þótt þessi hafi oröið niður- staöan er rétt aö minna á aö í sam- ræmi við samþykkt Alþingis 22. mai sl. er nú ákveðið í fjárlagafrum- varpinu aö tekjuskatturinn verði lækkaöur um einn þriöja á næsta ári, eða um 600 millj. króna. Þaö er árangurinn af baráttu sjálfstæðis- manna fyrir afnámi tekjuskattsins í áföngum af almennum launatekjum á síöasta þingi. Því starfi verður að halda áfram. Trygging kaupmáttarins I dag er það stærsta hagsmunamál launþega aö sú 20% kaupmáttar- aukning launa, sem fram náöist í kjarasamningunum, hverfi ekki á næstu vikum og mánuðum í eldi nýrrar veröbólgu og gengislækkana. Þaö má einnig oröa þaö svo aö þaö verður að vera helsta verkefni ríkis- stjórnarinnar aö koma í veg fyrir aö slíkt eigi sér staö. Ella hefur til einskis veriö barist og rikisstjómin þá jafnframt brugöist ætlunarverki sínu. Slíkt er aö vísu ekki létt verk miðað viö þau veröbólguáhrif sem samningarnir fela í sér, ekki síst þegar litiö er til sjávarútvegsins. En ýmis úrræði eru þó fyrir hendi. Ohjá- kvæmilegt er að lækka verulega þá háu tolla og vörugjald, sem lands- menn borga nú af innfluttum vörum til þess aö koma í veg fyrir verðhækkanir og viöhalda kaup- mætti. Fráleitt er t.d. að neytandinn þurfi að greiöa 300 eöa 400 kr. fyrir vöru sem kostar aöeins 100 kr. á hafnarbakkanum. Tollalækkanir eru því ekki aðeins sjálfsagðar heldur óumflýjanlegar í stöðunni í dag. önnur opinber gjöld þarf einnig að lækka, t.d. verðjöfnunargjald á raforku. Og á sama hátt þarf að tryggja það að kaupmáttur bóta al- mannatrygginga rými ekki á samningstímabilinu. Nýrra tillagna þörf Að lokum þetta: Snemma sumars eiga að hef jast viðræður milli ASI og vinnuveitenda um endurskoöun á kauplið samninganna, sem veröur laus frá 1. september, ef samningar takast ekki. I þeim viðræðum verður skattalækkunarleiöin óhjákvæmi- lega aftur einna efst á blaöi. Þess vegna er það mikilvægt aö ríkis- stjómin hafi i tæka tíö nýjar tillögur sínar í þeim efnum tilbúnar meö full- næg jandi skýringum. Þaö er forsenda þess að samtök launþega gangi til nýrra samninga á þeim grandvelli og þjóöarsátt náist um þaö sem hér er kjarni málsins: trygging kaupmáttar án verðbólgu. Gunnar G. Schram. TVÍFÆTT BROTLENDING einnig aö hefja til vegs og viröingar. Heföi Mao sjálfur ekki tekið þetta skýrt fram þegar árið 19 hundr. og súr- kál? En undanfarið hefði á sumum stöðum verið framin sú vinstri villa (gegn vilja flokksins auðvitað) að leggja helzt til mikla áherzlu á sam- fellda vinnu. Nú skýldi því kippt í lið- inn. Hvílumst (sjúsí á kínv.) — gjörið svo vel bændur og búaliö: HVILIST. Fyrir þann sem lítilsháttar kann aö lesa milli línanna í skrifum komma gat þetta aðeins þýtt eitt: Þeir höfðu misst tökin og öngþveiti var ríkjandi um landiðvíttog breitt. Venjulegt fólk vissi þetta allt fyrir út frá einfaldri skynsemi: allir þurfa hvíldar viö annaö veifiö. „Marxísk díalektík” með háspeki Hegels og Karl Marx, jafnvel ekki „hugsun Maos” geröi máliö neitt ljósara. I framhaldinu var dreift reglum um hvíldarrétt bænda og búaliös i einum 10—20 liðum.a T.ajn. skyldu konur hafa aukreitis mánaöarlegt orlof frá vinnu þegar þannig stóð á fyrir þeim. Ekki skyldu þær þurfa aö standa lang- timum saman í isköldu vatni við fisk- veiðar. Þar sem komiö haföi rotnað óskoriö á ökrunum skyldi lögö feiknleg áherzla á aö skrapa upp allan tiltækan fisk úr vötnum og fljótum Kínaveldis. Síðborin uppgötvun Sólguösins. Nóg boðið Austurlenzkt (eöa „asíatískt”) múgafólk er sérstakrar náttúru. Þaö er þjált og hlýðið — unz ekki verða meiri byrðar á það lagðar. Þá hrein- lega gefst þaö upp og er ekkert nema þvermóðskan upp frá þvl Þaö reynist tilgangslaust aö ógna því meö byssum. Þaö ekur sér ekki úr sporunum — jafn- vel þótt sendir séu á það skriödrekar. Stórvesírinn lætur drepa einn, tvo, hundrað, þúsund, tíu-þúsund. Kemur ekki mál við þaö. Það ekur sér ekki úr sporunum að heldur. Kínverskum bændum var nóg boðið. Hin mikla biölund kinverska bóndans var á þrotum. Og „Yen-an gengiö” þekkti sína heimamenn. Hver leiðar- inn af öörum ritaður um umhyggju- semi kommúnistaflokksins fyrir hin- um stritandi lýð. ööravísi mér áöur brá. Hafi „tveggja-fóta” eöa „tvífætta” stefnanverið,,mistök” (jafnvelverstu glæpir era réttlættir með því aö þeir hafi verið „mistök” sem flokkurinn beri ekki ábyrgö á heldur villumenn til „vinstri” eöa „hægri” eftir atvikum) Mao formaður. — Hungursnayö af mannavöldum. þá vora kommúnurnar asnaprik og gerræði og „menningarbyltingin” „drög að sjálfsmorði”. Gömul byltingarhetja situr um kyrrt í húsi sínu viö Bei-hai-vatnið í miðri Peking. Ofurmennsk staða hans einangrar hann frá öllum raunvera- leika. Hann lifir og hrærist í eigin draumórum um „súpermennsku” sjálfs sín. Á nokkurra ára fresti fær hann nýjar órakenndar hugmyndir um endur-umbyltingu hins foma, íhalds- sama, kínverska samfélags. Rök- hyggja Karls Marx um löggengni og „náttúralögmál” hins mannlega sam- félags er órafjarri draumhyggju „Sólguðsins”: Hundraö blóm spretti upp (samkvæmt skipun), ,3tóra stökkið” og „tvífætta stefnan”, stál- iðja í sveitum, kommúnur — og síöast og sízt „menningarbylting”. Þegar afleiöingarnar blöstu við og allt Kína- veldi fór í hund og kött, hvarf Sólguð- inn heiman að frá sér eins og hala- klipptur hundur, enginn vissi hvar hann ól manninn. Þetta gerðist aftur og aftur og alltaf tók Zhou En Lai viö stjómartaumunum og bjargaði því sem bjargað varð. Og Sólguðinn kom úrfelum. Þegar „Stóra stökkið” haföi mis- lukkazt var „The Great Man” kurteis- lega ýtt til hliðar. Liu Ziao Qi (sá sem fékk bágt fyrir í „menningarbylting- unni”) tók við formanns- eða forseta- stöðunni. Síðasta „hugmynd” Stór- vesírsins, sjálf „menningarbyltingin”, var örþrifaráð hans að ná aftur völd- um og klekkja um leið á andstæöingun- um. Drög vora þá lögð að tortímingu menningar 600—700 milljóna æva- fornrar menningarþjóðar. Vitfirringin „kúlmineraði” síðan í Lin Biao og Fjórmenningaklíkunni”. En svo er guði fyrir að þakka að einnig sól Sólguðsins hneig til viðar — og betri tíðir komust í sjónmáL Haustiö 1960 horfði öll kínverska þjóðin fram á langan og gráan hungur- vetur. Hann reyndist sá sárasti i manna minnum. E.t.v. sá harðasti á friðartímum í allri samfelldri sögu Kína. Og það sem verra var: einungis og algerlega af mannavöldum. Af völdum horkóngsins Mao Ze Dong, (þá fyrrverandi) formanns. I þriðju og síðustu grein minni ætla ég að lýsa því hvernig þessi vetur kom mér fyrir sjónir. Skúli Magnússon.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.