Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1985, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1985, Blaðsíða 36
36 DV. MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRUAR1985. Sviðsljósíð Sviðsljósið Sviðsljósið Paul Newman verður elns og fleirum hugsað suður tll skrœlnaðrar gresjunnar í Afríku þessa dagana. Nýverið gaf hann jafnvirðl einnar milljónar • ísienskra króna til hjálpar ibúum á þurrkasvæðunum. Féð var tekið af hagnaði fyrirtskis hans sem framleiðir meðal annars spaghetti- sósurogpoppkorn. George C. Scott hefur verið feng- inn til að ieika ítalska einræðisherr- ann Mussolini i sjónvarpsmynda- flokki sem nú er verið að taka upp í Júgóslaviu og á Italíu. Scott hefur rcynslu í að túika gamlar stríðshetjur því hann lék Patton hershöfðingja í samnefndri mynd árið 1970. Hann er þó þeirrar skoðunar að ekki verði gerð sams- konar hetja úr litla einræðisherran- ★ Tahnee Welch, 22 ára dóttir leik- konunnar Raquel Welch, hefur nú fetað i fótspor móður sinnar og er að leika i sinni fyrstu kvikmynd þessa dagana. Eplin hafa aldrei fallið langt frá eikinnl á þessu sviði. Tahnee ieikur i mynd sem ber heitið Cocoon og er leikstýrt af Ron Howard. Leikarinn Harrison Ford er ekki aðeins slagsmálahundur þegar hann leikur Indiana Jones eða Han Solo. Hann er það einnig i raunveruleikanum. A því fékk blaðamaður nokkur illilega að kenna sem skrifaði illa um leikar- ann í eitthvert útkjálkabiað i Wyoming. Ford barði biaðamann- innniður. William stal senunni Það var engum blöðum um það að fletta að William stal gersamlega sen- unni þegar verið var að mynda bresku konungsfjölskylduna í tilefni af skírn yngri bróður Williams er hlaut nafniö Henry, þótt ætíð sé hann kallaður Harry. William, sem er tveggja og hálfs árs og ríkisarfi, nennti ómögulega að sitja kyrr, enda margt að skoða í fórum ljósmyndarans. Foreldrar hans og aðrir fjölskyldu- meðlimir reyndu hvað þeir gátu til að fá þann litla til að sitja fyrir en allt kom fyrir ekki. Það má þó segja honum til hróss að hann stóð sig eins og hetja meöan á skírninni stóð í St. Georges kirkju í Windsor. Þar sat hann prúður og stiUtur við hUð pabba sins og það draup ekki af honum. Annars var Harry í skírnarkjól konungsfjölskyldunnar sem aUir meðlimir hennar hafa verið skírðir í síðan árið 1841 að fyrsta barn Viktoríu drottningar var skírt. Konungsfjöiskyldan sam- ankomin fyrir myndatökuna i tUefni af skírn Utla prinsins Harry. WUliam stóri bróðir lét hins vegar ekki segja sér fyrir verkum og nenntl ómögulega að sitja fyrir. A Utlu myndinni er opinbera myndln sem send var út af KarU og Díönu með Harry eftir skirnina. Jámfrúin hátt uppi Margrét Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, hefur aldrei verið þekkt fyrir að sýna mikla kæti og glaðlyndi opinberlega, enda hefur hún ekki hlotið viðurnefnið jámfrúin fyrir ekki neitt. En Magga brá hressilega út af vananum fyrir skömmu og sögðu viðstaddir að hún hefði orðið eins og skólastelpa sem var að ljúka prófum. Magga var að vísu hátt uppi þegar þetta gerðist, eða í 12 kUómetra hæð. Þessi kæti hennar átti sér nefnilega stað í flugvél á heimleið eftir hringferð tU Peking, Hong Kong og Washington. Með í ferðinni voru fylgdarmenn hennar og fjöldi biaðamanna og var þess gætt að ekkert smáatvik færi fram hjá myndavélunum. Arangurinn má sjá á meðfylgjandi myndum. Járnfúin setti hattkúf á höfuðið, sprengdi knöll með blaðafulltrúa sinum og skálaði við blaöamennina. Þetta þótti með slíkum eindæmum aö myndir þessar flugu þegar um heim allan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.