Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1985, Blaðsíða 2
62 DV. LAUGARDAGUR 23. FEBRUAR1985. ísafjörður: Mikill keppnisandi í skíðamönnum á ísafirði „Við höfum ekki veriö með neinar nýjar framkvæmdir á þessu ári,” sagði Sigurður Gunnarsson, formaður skiöaráðs á Isafirði, er við spurðumst fyrir um fréttir þaðan. „Skíðafærið er þolanlegt en snjórinn mætti vera meiri. Annars hefur verið töluverður fjöldi á skíöum undanfarnar helgar, enda stutt að fara. Að vísu er enginn snjór í bænum þannig að ekki hefur verið hægt aö nota skíðagönguleiðina þar,” sagði Sigurður ennfremur. Mjög mikill áhugi er á skíðagöngu á Isafiröi sem annars staðar á landinu og hefur þátttaka í henni aukist mikiö á þessu ári. „Við höfum verið meö skíöanámskeiö í gangi og hafa um eitt hundrað nemendur sótt þau,” sagði Sigurður og bætti við að miklar æfingar færu einnig fram núna fyrir væntanleg mót. „Við verðum með bikarmót 2. mars. Það er bara verst að það er ekki nægilegur snjór í keppnis- brautunum.” Isfirðingar ætla að senda um tuttugu keppendur á Islandsmótið sem verður á Siglufirði um páska. Þá fóru fyrir stuttu fimmtán keppendur þaöan til Akureyrar nýlega. — Nokkrir ferðamenn? „Heldur hefur verið fátt um þá,” svaraði Sigurður. „Það var mjög mikið um ferðamenn í fyrra þegar Flugleiðir buðu skíöapakka hingað. Núna hafa engir slíkir pakkar verið í boði enda kannski ekki mikill snjór. Annars er það nú svona upp úr þessu sem daginn fer aö lengja hjá okkur og ferðamenn hafa venjulega ekki látið sjá sig fyrr en í byrjun mars. Skíöasvæðið hefur veriö opið til klukkan 18 á daginn undanfarið. Svo má náttúrlega minnast á trimmgöngu- mótið sem verður hér. Við búumst við að þá komi margt fólk hingað og auk þess tveir til þrír sterkir göngumenn frá öðrum Norðurlöndum. Það er þvi ýmislegt að gerast hjá okkur á næstunni,” sagði Sigurður. „Is- firðingar halda áfram að æfa af kappi á næstunni og vona bara, eins og fleiri skíöamenn, að hann snjói örlítið meira.” Skíðaáhuginn hefur nú borist til Austurlands: „VONUMST TIL AÐ GETA HALDIÐ LANDSMÓT HÉR” — segir Hermann Níelsson, UÍA, en unnið er að því að gera Oddsskarðið að keppnisstað „Það má segja að ýmislegt sé að ger- ast hér á Austfjörðum í sambandi við skíðamál,” sagði Hermann Níelsson, formaður Ungmenna- og íþróttasam- bands Austurlands, er hann var spurð- ur um stöðu skíöamála á Austf jöröum. Eins og mörgum er kunnugt hafa Aust- firðir verið út undan að mörgu leyti í þeim málum, enda er tiltölulega stutt síðan almennur skíðaáhugi vaknaði á Austurlandi. Nú mun þetta vera að breytast og er mikiö kapp lagt á að gera Oddsskarð að góöum keppnis- stað. Um síðustu helgi var haldin á Egils- stöðum trimmganga á skíðum sem nefndist skógarganga. Var þessi stað- ur valinn sl. haust en þá fór fram þing Skíöasambands Islands á Egilsstöð- um. Má því segja að nú séu Austfirð- ingar að ná betri tengslum við um- heiminn í sambandi við skíöamál en veriðhefuráður. Togbraut f hverjum bæ „Á Austfjörðum eru tólf þéttbýlis- svæði og er alltaf að aukast skíðaáhugi á þessum svæðum, Á Vopnafirði er tog- braut og er bæði stundaö þar svig og ganga af fullum krafti. Borgarfjörður eystri býður nú upp á skiðakennslu í fyrsta skipti og þar er komin upp tog- braut. Á Egilsstöðum er togbraut í bænum en þar var búin til sérstök brekka fyrir krakkana og er mikiU áhugi þar á skíðaíþróttinni. Einnig er togbraut í Fagradal fyrir Egilsstaöa- búa. Þá hafa verið námskeið þar í skíðagöngu og hafa á miUi 40 og 50 manns sótt þau,” sagði Hermann. Á Seyðisfirði var tU langs tíma mikiU skíðaáhugi og þar eru nú einar þrjár 'toglyftur, enda mikiU áhugi á alpa- greinum. Heimavistarskólarnir á HaU- ormsstað og í Jökulsárhliö bjóða báðir upp á toglyftur. Þá er það Norðfjörður en þar hefur skíðaíþróttin líklega verið mest stunduö á öUu Austurlandi. Þar eru nú 80 krakkar í reglulegri þjálfun. Norðfjörður, Eskifjörður og Reyðar- fjörður hafa allir notað Oddsskarðið mikið tU skíðaiðkana en auk þess eru toglyftur í öUum þessum bæjum. Á Stöðvarfirði er togbraut og einnig á Breiðdalsvík,” sagði Hermann enn- fremur. Skíðakennsla á vegum UÍA „I vetur höfum við verið með fjóra skíðakennara á vegum UlA sem hafa feröast á miUi þessara staða og kennt bæði nemendum skólanna og almenn- ingi á skíðum. Þetta hefur verið mjög vel sótt,” sagði Hermann. — Hvað um aöstööuna í Oddsskarði. Á að bæta hana eitthvað á næstunni? „Jú, það er stefnt að því aö klára þjónustumiðstöðina, sem nú er fok- held, næsta sumar og þá getum við far- ið að taka á móti feröamönnum sem vilja gista. Núna er barna aðeins smá- kofi þar sem selt er heitt kakó og eitt- hvað smávægilegt fleira. Hins vegar er ekkert vatn né snyrtiaðstaða. I Oddsskarði erum við með 600 metra togbraut og mjög góðar brekkur og þrjár tU f jórar aðrar togbrautir sem eru í gangi. Við stefnum að því að þama geti orðið mjög gott keppnis- svæði og þá getum við fljótlega farið að óska eftir landsmóti. Hér á Austur- landi hefur aldrei verið haidið lands- mót utan eitt unglingamót. Einnig væri þá hægt að hafa héraðsmót. Skfðasvæði á Fjarðarheiði Þá hafa verið í gangi viðræður milli Héraðsbúa og Seyöfiröinga um aö koma upp góðu skíðasvæði á Fjarðar- heiði. Þar er nú mjög gott göngusvæði og einnig eru þar ágætar brekkur. Þá er ætlunin að reisa skála sem gæti nýst aUt árið. Þama væri þó aðeins um að ræða almenningssvæði, ekki keppnis- svæði.” — Heldurðu að það sé stutt í að þetta rætist? „Já, ég á von á því að það geti farið aö líða að því aö byggö veröi upp skíða- aöstaða á Fjarðarheiði, þaö hefur svo mikið verið rætt um það. Síðan er von okkar að við getum farið aö senda skíöafólk á mót fljótlega,” sagði Her- mann Níelsson. -ELA Þessi mynd var tekin á Fáskrúflsfirði en þar, eins og annars staflar á Austfjörflum, er sífellt afl aukast áhugi á skiðaiþróttinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.