Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1985, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1985, Blaðsíða 17
DV. FÖSTUDAGUR12. APRIL1985. 17 Flestir taugaendar líkamans liggja í fótunum. Sleggjudómar um svæðameðferð Alda Jónsdóttir skrifar: Laugardaginn 30. mars skrifar Reynir Haröarson grein í DV þar sem hann tekur svæðameðferð til umræðu. Reynir tekur skýrt fram að hann tali ekki út frá reynslu um málið þar sem hann hafi aldrei notið svæöameðferðar og hafi ekki slíkt í hyggju. Þrátt fyrir þetta sest hann í dómarasæti og dregur þá sem stunda svæöameðferð í dilk með loddurum og lygurum. Hann úr- skurðar ennfremur þá sem telja sig hafa fengið bót meina sinna eftir meðferð fífl og svo fávísa að þeir séu ekki dómbærir á eigin líðan. Reynir segir að svæðameðferð standist ekki á við það sem þegar er vitað um tauga- og blóðrásarkerfi likamans. Hann minnir mann óneitan- lega á Bandaríkjamann sem skrifaði forseta sínum bréf árið 1850 og lagði til að einkaleyfaskrifstófan í Boston yrði lögð niður í sparnaðarskyni. Hún væri óþörf þar sem búið væri að finna upp allt sem hægt væri. Enn hefur ekkert verið sannaö né afsannaö um árangur svæðameðferðar. Meðan svo er verða fullyrðingar manna eins og Reynis ekkert annað en sleggjudómar. Lífeyris- sjóða- greiðslur Launþegi hringdi: Mér leikur forvitni á að vita hvert menn eiga aö snúa sér ef þeir vilja sameina lífeyrissjóðsgreiðslur sínar og leggja þær allar inn á einn lífeyris- sjóð. Samkvæmt þeim upplýsingum sem lesendasíðan aflaði sér er ekki lengur hægt að flytja greiðslur milli lifeyris- sjóða nema þegar um lífeyrisgreiðslur er að ræða. Launþegi hefur lánsrétt- indi hjá þeim lífeyrissjóði sem hann greiddi til síðast. Er þá tekið fullt tillit til inneignar hjá öörum lífeyrissjóðum. Hægt er að fá upplýsingar hjá Sam- bandi almennra lífeyrissjóða um það hvar maður á inni lífeyrisgreiðslur. Nútíma- legt stef Gunnar hringdi: Það hafa skapast miklar umræður um stefið í útvarpinu og sýnist sitt hverjum. Sjálfum finnst mér það ekki leiðinlegt heldur nútímalegt og láta vel í eyrum. HRINGIÐ í SÍMA 68-66-11 Lesendur Lesendur Lesendur VIKAN ER KOMIN! SVÍNÍ 1 * SAFNIÐ i:\iv — og ýmsir aðrir góðir gripir koma upp á yfirborðið í Vikunni núna þar sem rætt er við 7 manns sem allir eiga það sameiginlegt að hafa safnað einhverjum munum um dagana. Tilveran verður að ballansera eitthvað — segir Haukur Halldórsson listmálari sem þekktur er af listilegum teikningum og málverkum af tröllum og forynjum og svarar hér fyrir sig í hressilegu Viku- viðtali. Thomas Ledin tryllir landann — og Vikan lítur á goðið á samkomu í Broadway nú á dögunum. Eru nógu margar bensín- stöðvar í Reykjavík? Vikan telur bensínafgreiðslustöðvarnar í Reykjavík, Kópavogi og Seltjarnarnesi og veltir vöngum yfir því hvort þær séu virkilega nógu margar til þess að veita aliar sömu þjónustu. SVIN í SAFNIÐ — og ymsir aörir góðix gripír — r»tt við nokkra saínara j Ein létt og önnur skjólgóð Vikuviðtal við Hauk Halldórsson tröllamálara AEROBlé ÓLÉTTULEIKFIMI — Hvernig er þetta með hnctuna? THOMAS LEDIN TRYLLIR LANDANN Aerobic-óléttuleikfimi: Hvernig er þetta með hnetuna, Jónína? Við útlistum hnetuæfinguna og fleiri gagnlegar. Getraunaspáin — Stjörnuspá dagsins — Vídeóvikan — og allt hitt PÉTUR, ERTU ÞARNA? - HVAR, MAMMA? Enn sem fyrr er auglýsingin ódýrust í Vikunni. — Getum veitt aðstoð við uppsetningu auglýsinga. Vikan, auglýsingar, sími 68-53-20. Misstu ekki VIKU úr lífi þínu! 43 WKliV' Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi söluskatts fyrir marsmánuð er 15. apríl. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt sölu- skattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið, 9. apríl 1985. TAE KWON DO Nýtt sjálfsvarnarnámskeið að hefjast fyrir konur og karla. Æfingar í íþróttahúsi ÍR við Túngötu. Mánudaga og miðvikudaga kl. 21.20 — 22.50. Fimmtudaga og föstudaga kl. 19.40—21.10. Kennari er Koroush Pakjou með svart belti. Nánari upplýsingar í símum 17292 og 26347 eftir kl. 21.30 öll kvöld vikunnar. Yfirfærið filmurnar á myndband 8 mm. Sup. 8 16 mm. Slides Myndband NTSC. Secam PAL Texti og tónlist, ef óskað er. Nánari upplýsingar í síma 46349 BILASAIAN GRENSÁSVEGI 11. SIMAR 83085 OG 83150. Nissan Prairie árgerð 1984, ekinn 14 þús. km, 5 gíra, sóllúga, rafmagn í rúðum, original toppgrind. Ýmis skipti koma til greina. Til sýnis og sölu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.