Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1985, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1985, Blaðsíða 19
19 Frá Alþingi: Náttúrufræði- safnogaf- vopnunarmál 1989 —Náttúru- fræðisafn Urn langt skeið hefur það verið draumur áhugamanna um íslenska náttúru, jafnt lærðra og leikra, að takast mætti að koma upp myndar- legu náttúrufræðisafni í höfuðstað landsins eða í grennd við hann. Nú hafa tólf þingmenn lagt fram tillögu í sameinuðu þingi um náttúru- f ræðisafn á höfuðborgarsvæðinu. Fyrsti flutningsmaður er Hjörleif- ur Guttormsson (Abl.). Meöflutn- ingsmenn eru Davíð Aðalsteinsson (F) Eiður Guðnason (A) Friörik Sophusson (S) Guðmundur Einars- son (BJ) Guðrún Agnarsdóttir (K), Halldór Blöndal (S) Haraldur Olafs- son (F) Kristín Halldórsdóttir (K) Kristín H. Tryggvadóttir (A) (vara- maður Kjartans Jóhannssonar), Stefán Benediktsson (BJ) Svavar Gestsson (Abl.). Flutningsmenn leggja til að bygg- ingarundirbúningur og fjárframlög tii framkvæmda verði við það miðuð að unnt verði að opna safnið almenn- ingi á árinu 1989, eða þegar 100 ár verða liðin frá stofnun Hins íslenska náttúrufræðifélags og náttúrugripa- safnsáþessvegum. Kjarnorkuvopna- laust svæði Tillaga til þingsályktunar um stefnu Islendinga í afvopnunarmál- um frá utanríkismálanefnd hefur veriö lögð fram í sameinuðu þingi. Fuiltrúar allra flokka hafa samein- ast um þessa tillögu. I utanríkismálnefnd eiga sæti: Eyjólfur Konráð Jónsson (S), for- maður, Kjartan Jóhannsson. (A), Jón Kristjánsson (F), Hjörielfur Guttormsson (Abl.), Olafur G. Ein- arsson (S).GunnarG.Schram(S) og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir (K). Guömundur Einarsson (BJ) hefur setið fundi nefndarinnar og er samþykkur tillögunni. I tÚlögunni segir m.a.: „Alþingi ályktar að brýna nauðsyn beri til að þjóðir heims, ekki síst kjamorku- veldin, geri með sér samninga um gagnkvæma alhliða afvopnun þar sem framkvæmd verði tryggð með alþjóðlegu eförliti.” Um leið og Alþingi áréttar þá stefnu Islendinga að á lslandi verði ekki kjarnorkuvopn hvetur þaö til þess aö könnuð verði samstaöa og grundvöllur fyrir samningum um kjarnorkuvopnalaust svæði í Norður- Evrópu, jafnt á landi, í lofti sem á hafinu eða í því, sem sé liður í sam- komulagi tU að draga úr vígbúnaöi og minnka spennu. Því felur Alþingi utanríkismálanefnd að kanna í sam- ráði við utanríkisráðherra hugsan- lega þátttöku Islands í frekari um- ræðu um kjamorkuvopnalaust svæði á Norðuriöndum og sldU nefndin um það áUti tU Alþingis fyrir 15. okt. 1985. Heilli mynd fjármála Tvö frumvörp enn komu frá fjár- málaráðherra í síðustu viku. Það fyrra er um breytingu á lögum um stjórn efnahagsmála. Megintilgang- ur þess frumvarps er að móta hefl- lega mynd af umfangi ríkisf jármál- anna þar sem lánsf jármál ríkissjóðs og annarra aðila fái fyUri og nánari umfjöllun en verið hefur. Þannig er gert ráð fyrir aö yfirUt yfir lánsfjár- öflun og lánsf járráðstöfun ríkissjóðs veröi að finna á einum stað. Með þessu frumvarpi er ætlunin aö víkka skilgreiningu á A-hluta ríkissjóðs jafnframt þvi að framvegis veröi fjárfestingar- og lánsf járáætlun hluti af greinargerð með fjárlagafrum- varpi. Síðasta frumvarpið er af sama meiði og er vegna fyrra frumvarps- ins um ríkisbókhald, gerð ríkisreikn- ingsogfjáriaga. -ÞG Fjórar ungar stúlkur lóku saman 6 flautu, fró vinstri, Klara Bjarnadóttir, Ingibjörg S. Jóhannsdóttir, Kristbjörg H. Eyjólfsdóttir og Margrót ivars- dóttir. DV-mynd ÆGIR. Bömin leika lögin sín Frá ÆgiKristinssyni, Fáskrúðsfirði: Nemendatónleikar Tónskóla Djúpavogs voru í félagsheimflinu Skrúð nýlega. Þar léku börn á aldrinum 5—12 ára á flaugu, orgel og harmóníku. A dagskránni voru þekkt íslensk lög, og var gaman að sjá og heyra börnin leika lögin sín. 5—10 ára böm léku einleik á flautu, og fjórar stúlkur léku saman á flautu nokkur lög. Ung stúlka, Lára Jónsdóttir, lék einleik á harmóníku og fórst það vel úr hendl Voru tónleikarnir í heild hin besta skemmtun og vil ég þakka hinum ungu tónlistarmönnum og skólastjóra og kennara Eyjólfi Olafssyni fyrir góða skemmtun og þökk fyrir komuna. -EH. Alþingismenn troða upp Frá Regínu á Eskifirði: Kirkjufélagið Geislinn Eskifiröi er með elstu félögum þar og hefur látiö margt gott af sér leiða þrátt fyrir fá- mennt félag. Nokkur undanfarin ár hefur Geislinn boðið eldri borgurum á Eskifiröi i kaffisamsæti og félags- vist og oft verið margt tfl skemmtunar þar. Síðasta skemmt- unin núna í vor var 27.4. sL Þá skemmtu þeir alþingismennirnir Helgi Seljan og Karvel Pálmason. Var fjölmenni geysilega mikið á þeirri skemmtun enda töluðu eldri borgarar á Eskifirði ekki um ann- að en þá ógleymanlegu Geisla- skemmtun. Já, svona eiga stjómar- andstöðuþingmenn að vera. Að skemmta fólki og láta þannig gott af sér leiða í stað þess að vera á alþingi bara til þess aö hirða launin sín. Skemmtunin byrjaði með því að Agnes M. Sigurðardóttir, æskulýðs- prestur þjóðkirkjunnar, flutti ávarp. Helgi Seljan ,og Karvel fluttu gamanvisur við undirleik Sigurðar Jónssonar. Einar Bragi las upp úr nýrri bók sinni. Fjöldasöng stjómaði Halldór Friöriksson sem hefur skemmt á flestum Geisla- skemmtunum ásamt Guðbjörgu Bjömsdóttur, Hansínu Halldórs- dóttur og séra Davíð Baldurssyni. Undirleikari var Hannes Baldursson bróðir prestsins. Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 > Hárgreiðslustofan Klapparstíg Tímapantanir 13010 Verslun með varahluti í vörubíla og vagna sími 91-686619 [ssfX#I] Sænskir bremsuborðar í vörubíla og m.a. Volvo 7-10-12, framh]. kr. 1.790, afturhj. kr. 2.340, ^búkkahj. kr. 1.680. Scania 110— framhj. kr. 1.710, afturhj. kr. 2.490, búkkahj. kr. 1.710. Gagnleggjöf sem gleóur Ensk-íslenska orðaJbókin er bráðnauðsynleg öllum þeim sem hyggja á háskólanám og skiptir ekki máli á hvaða sviði það er. tiún er því gjöf sem gagn er að. •v Hún fæst gegn lítilli útborgun og þægilegum afborgunarkjörum í bókabúðum og á forlagi. 8 Við undirskrift samnings greiðast kr. 1.925,00 og eftirstöðvamar á tíu mánuðum með rúmum 800 kr. í hvert skipti, að viðbættum kostnaði. BOKAUTGAFAN ÖRN & ÖKLYGUR Síðumúla 11, sími 84866

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.