Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1985, Blaðsíða 5
• DV. FÖSTUDAGUR14. JONl 1985. 27 Martti Rousi. Finnskur sellóleikari — með tónleika I Norræna húsinu Á sunnudaginn, kl. 20.30, verða haldnir fjórðu tónleikarnir í tónleika- röð Norræna hússins, UNGIR NORRÆNIR EINLEIKARAR. Að þessu sinni kemur fram fulltrúi Finnlands, MARTTI ROUSI. Hann er 25 ára gamall, fæddur 1960 í Turku. Þar hóf hann nám á selló 9 ára gamall og hélt því áfram við Sibeliusaraka- demiuna í Helsinki 1979 og lauk þaöan prófi 1983 með láöi, fékk hæstu mögu- legar einkunnir og heiðursskjöl að auki. Hann er þegar kominn i fremstu röð finnskra sellóleikara og orðinn mjcig eftirsóttur til tónleikahalds víða um lönd. I för með Martti Rousi er kona hans, Jaana Rousi fiðluleikari. Þau munu leika saman duo eftir J. Haydn og Z. Kodaly og auk þes leikur Martti Rousi einleikssónötu eftir Z. Kodaly. Sovésk sýning á Akranesi Sovésk bóka- og listmunasýning verður opnuð í bókasafninu á Akranesi laugardaginn 15. júní kl. 14. Á sýningunni eru á þriðja hundrað bækur af ýmsu tagi. Sýningin verður opnuð, sem fyrr var sagt, laugardaginn 15. júní kl. 14 og síðan verður hún opin fram eftir deginum, en kl. 17—19 sunnudaginn 16. júní og mánudaginn 17. júní. Sýningin verður svo opin fram eftir mánuðinum á afgreiðslutíma bókasafnsins. Aðgangur ókeypis. Ungverji sýnir í Hafnarborg Á morgun kl. 14 opnar ungverski myndlistarmaðurinn János Probstner sýningu á nokkrum pastelteikningum í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar. Mun sýning hans aðeins standa yfir í eina viku, frá 15. júní til 23. júní. Opið verður frá kl. 14-19. János Probstner hefur dvalið hér á landi um nokkurra vikna skeið og eru myndirnar sem hann sýnir í Hafnar- borg afrakstur dvalarinnar. I þessum myndum túlkar János þau hughrif sem hann hefur oröið fyrir við að kynnast landi og þjóö. Sjálfur kýs hann að kalla myndirnar Human Body Landscape, sem útleggja mætti landslag manns- líkamans. János Probstner fæddist í Búdapest árið 1943. Hann stundaði nám við ung- verska listiðnaðarskólann í Búdapest á árunum frá 1965 til 1970. Fyrstu sýningu sína hélt János Probstner árið 1972 og hefur hann haldiö fjölmargar sýningar á leirlist, grafík og pastelmyndum í Vestur- og Austur-Evrópu og í Bandaríkjunum. Meðal þeirra landa sem János Probst- ner hefur haldið sýningar í eru: Þýska- land, Austurríki, Ungverjaland, Tékkóslóvakía, Sovétrikin, Júgó- slavía, Noregur, Bandarikin og nú Is- land. Sólnes sýnir í Golfskála Akureyringum og öörum gest- komandi þar í bæ gefst kostur á að sjá allnýstárlega málverkasýningu í Golf- skálanum að Jaðri frá og með næstu helgi. Páll Sólnes, er á ættir sínar að rekja til höfuðstaðar Norðurlands, sýnir þar olíumálverk og smáteikn- ingar. PáU Sólnes hefur dvalið langdvölum erlendis, mest í Kaupmannahöfn þar sem hann hélt tvær einkasýningar 1980 og 1983. Er sýningin í Golfskálanum fyrsta einkasýning hans hérlendis. Sýning Páls Sólnes verður opin frá og með 16. júní og henni lýkur 20. júní. Hvað er á seyði um helgina Beaux-arts í Lausanne, Sviss og stendur til 16. september 1985. Einn Islendingur, Ragna Róbertsdóttir, er meðal sýnenda og er þetta í fyrsta skipti að Is- lendingur kemst inn með verk sitt á þessa eftirsóknarverðu sýningu. Allt efni sem á að koma í Helgarkálfinn „Hvað er á seyði um helgina?" þarf að hafa borist rit- stjórn blaðsins fyrir há- degi á miðvikudögum. Kópavogsbúar- Kópavogsbúar. Kristján Óskarsson leikur á orgelið fimmtudag milli 22.00 og 24.00, föstudag og sunnudag milli 19.00 og 21.00. yl Ctftanmttt Jíúbúlflbfgi 26, 200KópaUoffnr, feimi 42541 Þýsk stúlka óskar eftir pennavini Heimilisfang hennar er: Katja Lips, Stettiner Str. 18, D-3400, Göttingen, Deutschland. Hún er 14 ára gömul og skrifar bæði á þýsku og ensku. Áhuga- mál hennar eru bóklestur, tónlist og frímerkjasöfnun. Hlíf og Anna Guðný á Sigurjónsvöku Þær Hlíf Sigurjónsdóttir og Anna Guð- ný Guðmundsdóttir halda tónleika á Sigurjónsvöku laugardaginn 15. júní kl.15.00. Sigurjónsvaka er í Listasafni A.S.I. og stendur til 30. júní.. Meistaramót Reykjavíkur 1985 Meistaramót Reykjavíkur, aðalhluti, fer fram á Fögruvöllum dagana 15,—16. júní og hefst keppnin kl. 13 báöa dagana. Keppt verður í eftirtöldum greinum: Fyrri dagur. Konur: 200 m, 800 m hlaup, 400 m grinda- hlaup, kúluvarp, spjótkast, hástökk og 4X100 m boðhlaup. Karlar: 200 m, 800 m og 5000 m hlaup, 400 m grindahlaup, kúluvarp, spjótkast, langstökk, stangarstökk og 4 x 100 m boðhlaup. Seinni dagur. Konur: 100 m, 400 m og 1500 m hlaup, 100 m grindahlaup, langstökk og kringlukast. Karlar: 100 m, 400 m og 1500 m hlaup, 110 m grindahlaup, þristökk, hástökk, kringlukast og sleggjukast. Þátttökutilkynningar skulu berast til Sigurð- ar Erlingssonar, Logafold 128, eða skrifstofu Frjálsíþróttaráðs Reykjavíkur, fyrir kl. 20 sunnudaginn 9. júni á réttum tilkynningar- spjöldum. Skrásetningar sem berast eftir það verða ekki teknar gildar. Skrásetningargjald er 100 kr. á hverja grein. Konur í Kópavogi Munið gróðursetninguna að Fossá laugar- daginn 15. júní. Lagt verður af stað frá Félagsheimili Kópavogs kl. 11.00. Tilkynnið þátttöku fyrir fimmtudaginn 13. júní til Þór- höllu s. 41726, önnu s. 41566 eða Steinunnar s. 42365. Bandarískir söngvarar í Bústaðakirkju I kvöld 14. júní kl. 20.30 hefjast í Bústaða- kirkju tónleikar bandariskra ungmenna sem eru stödd hér á landi. Kórinn heitir „Young Presbyterian Singers” og eru meðlimir hans frá flestum ríkjum Bandaríkjanna. Þetta verða einu tónleikar kórsins hér á landi að þessu sinni, en kórinn er að hef ja tónleikaferð til meginlands Evrópu. Efnisskráin er fjöl- breytt, þar eru bæði andleg lög og önnur og höfundar þeirra f rá ýmsum tímum og löndum auk samtímaverka. Stjómandi kórsins er dr. William J. Bullock. Tapað fundið Happdrættismiðar týndust á landsleiknum á miðviku- dag Ellefu ára drengur var svo óheppinn að týna 25 happdrættismiðum sem hann var að selja fyrir Iþróttafélag fatlaðra á landsleiknum við Spánverja sl. miðvikudag. Miðarnir voru í glær- um plastpoka. Ef einhver hefur fundið þá er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 39964 eða 75558. Kobbi f laug að heiman Hann Kobbi er blár páfagaukur og á heima í Fossvoginum. I blíðskapar- veðri um síðustu helgi flaug hann út í veröldina og vitað er aö hann ratar ekki heim. Hafi einhver hýst Kobba og matað þennan tíma er sá hinn sami beðinn um að hringja í síma 34199. Sýningar Sautján félagar úr Myr.dlistarklúbbi Mosfellssveitar sýna um hundrað og f jörutíu verk sín í gagnfræðaskólanum í Mosfellssveit um helgina. Leiðbeinendur hjá klúbbnum hafa verið Jón Gunnarsson og Sverrir heitinn Haraldsson en hann lést snemma í vor. Á sýningunni verða verk unnin í olíu, akryl, vatnslitamyndir og teikningar. Sýningin veröur opin kl. 2—8 laugar- dag og sunnudag og kl. 1—8 mánudaginn 17. júnl Sýningin er liður í þjóðhátíöardagskrá Mosfells- sveitar. Tólfti alþjóðlegi textilbienn- allinn. I dag, 14. júní, verður opnaður 12. alþjóð- Iegi textilbiennallinn í Musée Cantonal des Ititn / POWERFAB 360 Þessi frábæra grafa nú til afgreiðslu strax Siðumúla 37, R. S. 687390 - 84363. belco sf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.