Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1985, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1985, Blaðsíða 6
28 DV. FÖSTUDAGUR12. JULl 1985. Björninn — brandari 1 einum þætti, á Gauki á Stöng Gaukur á Stöng býöur nú upp á ábót með mat í neðri sal mánudags-, þriðjudags- og miövikudagskvöld. Það er leikhópurinn „Lyst-auki” sem flytur leikþáttinn bjöminn, brandara í einum þætti, eftir Anton Tjekov. Það eru þau Barði Guðmundsson, Rósa Guðný Þórs- dóttir og Þór Tuliníus sem flytja leik- þáttinn. Dagskráin á Gauknum Dagskráin verður þessi á Gauk á Stöng, þegar leikþátturinn Björninn ersýndur: 18.00 Húsiö opnað 19.00 Aðalréttur borinn fram 20.00 Bjöminn — brandari í einum þætti. Eftirréttur borinn fram. 21.00 Húsið opnað öðrum gestum. Tekið verður á móti pöntunum í sima 11556. Einnig er hægt aö kaupa „Mat m/leikþætti” á staönum. Gaukur á Stöng hefur þama farið af stað með nýjung í veitingahúsa- rekstri — mat með leikþætti. Slíkar sýningar hafa mjög rutt sér til rúms í erlendum veitingahúsum undanfarin ár. Björninn er leikþáttur í léttum dúr. Sýningar standa til 24. júlí. sos Matur með leikþætti Gaukur á Stöng býður upp á eftir- farandi matseðil með leikþættinum Björninn: 1. Gufusoöin smálúðuflök m/spinatsósu, kr. 450- 2. Hnetusteiktur karfi m/sveppasósu, kr. 430- 3. Léttsteikt lambalseri m/hvítvínsestragonsósu, kr. 640- 4. Ofnsteikt grísalæri m/sinnepssósu, kr. 650- Eftirréttir innifaldir í verði eru: 1. Vanilluis m/jaröaberjasósu 2. Súkkulaðiis m/Kahlua Þór Túliníus, Rósa Guðný Þórsdóttir og Barði Guðmundsson eru í leikhópnum, „Lyst-Auki". Kvikmyndahús — Kvikmyndahús Laugarásbíó Þótt myndin í Laugarásbíói i héa- loft (Sky Highl sé ný af nálinni er hún örugglega gerð áður en Reagan móögaðist við Grikki og baö þjóð sína að ferðast ekki til Grikklands. Myndin fjallar sem sé um banda- ríska skiptinema í Grikklandi. Á feröalagi sem þeir taka sér fyrir hendur lenda þeir óvænt inn í njósna- ævintýri. Af öðrum myndum má nefna raunsæismyndina Ana (The River) er fjallar um þolraunir banda- rísks sveitafólks. Uppreisnin 6 Bounty (The Bounty) er tvimælalaust besta myndin er gerð hefur verið um þessa frægu uppreisn á sjó. Austurbæjarbíó Rraunir saklausra (Ordeal by innocence) er gerð eftir sögu Agöthu Christie. Fjallar hún um morð sem framið var tveimur árum áður. Maður, sem álitinn var sekur, er, hengdur. Kemur í ljós að hann hefði ekki getað framið morðið og eru ekki allir ánægðir þegar maðurinn, sem hefur fjarvistarsönnunina, fer aö reyna að grafast fyrir um hver sé hinn rétti morðingi. Leiðir það til fleiri morða. Myndin er nokkuö dauf, af sakamálamynd að vera, en aðdáendur Agöthu Christie láta sjálf- sagt ekki myndina fram hjá sér fara. Það er mikið stjörnulið í aðalhlut- verkum. Regnboginn Cheech og Chong eru náungar sem njóta mikilla vinsælda í heima- landi sínu, Bandarikjunum. Hafa þeir gert nokkrar gamanmyndir er Bandaríkjamenn hafa hlegiö að en fáir aðrir að því er virðist. Myndir þeirra byggjast að mestu leyti upp á gálgahúmor og svo er einnig um nýj- ustu afurð þeirra, Korsiku-brœðurna (The Corsican Brothers), Sem laUS- lega er byggð á skáldsögu eftir Alexandre Dumas. Aðdáendur Eddie Murphy geta séð hann í tveimur myndum í Regnboganum, Löggunni f Beverly Hills (The Beverly Hills Cop) og Vistaskiptum (Trading Places). Tónabió I Tónabíói er endursýnd hryllings- sakamálamyndin S6r grefur gröf (Blood Simple). Þessi mynd, er gerö var fyrir lítinn pening á ameríska vísu, hefur alls staðar vakið athygli þótt menn séu ekki á eitt sáttir um gæði hennar. Það er best að vara viðkvæmt fólk við henni. Það eru. nokkur atriði í henni sem koma áhorfandanum til að súpa hveljur. Bíóhöllin Aðalmyndin í Bíóhöllinni er að sjálfsögðu nýjasta James Bond myndin, A View to a Kill, sem mikið Stjörnubíó: SÍÐASTI DREKINN Fyrir nokkru sýndi Stjörnubíó Karate Kid sem varð geysivinsæl hérlendis sem erlendis. Nú hefur önnur samskonar mynd rekiö á fjörur Islendinga, nefnist hún Síðasti drekinn (The Last Dragon). Fjallar myndin um dreng sem þráir að ná fullkomnun í íþrótt sinni sem er karate. Ekki gengur það átakalaust. Það eru margir sem reyna að hindra hann á ýmsan máta. Aðalhlutverkið er í höndum karatemeistara að nafni Taimak. Eins og við er að búast er mikil áhersla lögð á tónlistina í myndinnL Eru þar margir frægir kallaðir til leiks, má nefna Rockwell, Stevie Wonder, Smokie Robinson og The Temptations. Vert er að benda unnendum hasarmynda á tvær aðrar myndir er Stjörnubíó sýnir. Runaway með hetjuleikaranum Tom Selleck: og nýjustu mynd Brian De Palma! Staðgengillinn (Body Doubie). hefur verið rætt og skrifað um að undanförnu. Ekki hefur nú myndin fengið jafngóða dóma og síðustu Bond-myndir á undan þessari. Þykir hún heldur yfirkeyrð í tæknivinnslu á kostnað efnis. Og ekki yngist Roger Moore, er að verða sextugur, karl- inn. En aðdáendur Bonds, sem eru margir, láta slæma gagnrýni ekki aftra sér að sjá hetjuna sína. Háskólabíó Fálkinn og snjómaðurinn (The Falcon and the Snowman) er njósna- mynd sem byggð er á sönn- um atburöum er gerðust í Kalifomíu fyrir nokkrum árum. Tveir ungir menn voru handteknir fyrir að njósna fyrir Sovétmenn. Fjallar myndin um hvemig þessir ungu menn uröu aö frekar vafasömum njósnurum. Leikstjóri er John Schlesinger sem á aö baki margar athyglisverðar myndir. Tveir ungir og eftirtektarverðir leikarar leika aðalhlutverkin, Timothy Hutton og Sean Penn. IMýja bíó Romancing the Stone er enn á tjaldi bíósins. Rithöfundurinn Joan Wilde heldur til Columbíu til þess að leita að systur sinni. Aðalhlutverkið er í höndum Kathleen Turner sem meðal annars gerði garðinn frægan í myndinni Body Heat sem sýnd var í Austurbæjarbíói um árið. Myndin naut mikilia vinsælda þegar hún var sýnd vestanhafs á síðasta ári. Ævin- týramynd. hk. Hvað er á seyði um helgina? — Hvað er á seyði um helgina? — Hvað er á seyði um helgina? — Hvað er á seyði um Sýningar Ferðaleikhúsið sýnir- Light Nights — — 16. árið. Light Nights sýningamar eru nú hafnar í Tjamarbíói við Tjömina í Reykjavík. Sýningarkvöld em fjögur í viku, það er á fimmtudags-, föstudags- laugardags- og sunnudagskvöld og hef jast sýningamar kl. 21.00. Light Nights sýningarnar em sér- staklega færðar upp til skemmtunar og fróöleiks fyrir erlenda ferðamenn. Efnið er allt íslenskt, en flutt á ensku. Sýningin hefur iimsýn í íslenskt menningarlíf gegnum aldimar. Undanfama tvo mánuði hefur verið unnið að endumýjun á mörgum atriðum sýningarinnar. Má þar nefna nýjar upptökur á allri tónlist og leik- hljóðum unnar af Gunnari Smára Helgasyni. Meö nýrri tækni eru nú skyggnur og tónlist samhæfö í umsjá Magnúsar S. Halldórssonar. Skyggnum hefur verið fjölgað um helming frá síðustu uppfærslu og hafa þær flestar verið teknar af Herði Vilhjálmssyni ljósmyndara og Omari Ragnarssyni fréttamanni. Asamt fjölmörgum listamönnum sem hafa lagt þessari uppfærslu lið má nefna Jón Guðmundsson myndlistar- mann, séra Gunnar Bjömsson selló- leikara og Robert Berman. Leikhússtjórar eru Halldór Snorra- son og Kristín G. Magnús, sem jafn- framt er sögumaður Light Nights. Light Nights sýningamar verða haldnar allar helgar í júlí- og ágúst- mánuði. Listasafn Einars Jóns- sonar v/Njarðargötu Safnið er opiö alla daga nema mánu- daga frá kl. 13.30—16. Höggmynda- garöurinn er opin daglega frá kl. 11— 17. Ragnheiður sýnir í Blómaskálanum Vín I Blómaskálanum Vín við Hrafnagil stendur yfir sýning á verkum Ragn- heiðar Skarphéðinsdóttur og eru það myndir unnar úr litríkum steinum og einnig nokkrar unnar úr eldspýtum. Sýningin mun standa til 15. júli. Listasafn Háskóla fslands Listasafn Háskóla Islands hefur nú fengiö rúmgott sýningarsvæði á efstu hæð Odda, hinnar nýju byggingar háskólans, sem er beint upp af Norræna húsinu og næst neðan Áma- garðs. Stendur nú yfir sýning þar á 90 verkum úr eigu safnsins, bæði úr frum- gjöf þeirra hjóna Ingibjargar Guðmundsdóttur og Sverris Sigurðs- sonar og öðrum er safnið hefur síðan keypt. Sýningin verður opin daglega fram eftir sumri frá kl. 13.30—17 og er aðgangurókeypis. Ásgrfmssafn, Bergstaflastrœti 74. Þar stendur yfir hin árlega sumar- sýning. Að þessu sinni eru sýnd 35 myndverk og hefur áhersla verið lögð á að hafa sýninguna sem fjölbreytileg- asta, bæði hvað myndefni varðar svo og tækni. Safnið er opið alla daga vik- unnar nema laugardaga kl. 13.30—16. Aðgangur er ókeypis og verður sýning- in opin til ágústloka. Ásmundarsafn v/Sigtún Konan í list Ásmundar Sveinssonar nefnist sýning sú sem nú er í Ásmund- arsafni og er henni ætlað aö sýna iist- unnendum konuna í list Ásmundar. Sýningunni er skipt í fjórar einingar sem sýndar eru í fjórum sölum safnsins, kona og barn uppi i kúlunni, kona og karl niðri í kúlunni, kona við vinnu í pýramídum og kona sem tákn í skemmunni. Safnið er opið alla daga yfir sumarið ki. 10—17. Ásmundarsalur v/Froyjugötu Engin tilkynning borist um sýningu þessa helgi. Gallerí Borg, Pósthússtrœti 9. Þar stendur yfir sumarsýning og gefur þar að líta um 100 myndverk, aðallega grafík, pasteimyndir, vatnsliti og teikningar eftir alla helstu listamenn þjóðarinnar. Þessi fjölbreytta sýning er opin í júlí og ágúst og mun taka ein- hverjum breytingum frá degi til dags. Á sumarsýningunni eru einnig list- munir úr keramiki og gleri. Áuk þess er hægt að fá keypt verk gömlu meist- aranna og oliu- og vatnslitamyndir ýmissa núlifandi meistara. Galleríið er opið virka daga frá kl. 12—18, en lokað um helgar í sumar. Kjarvalsstaflir v/Miklatún 1 Kjarvalssal stendur yfir sýning á verkum Jóhannesar S. Kjarvals. Á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.