Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1985, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1985, Blaðsíða 15
DV. MÁNUDAGUR 29. JULI1985. 15 „Hótelrallið” á Húsavík: Tvöfaldur sigur Toyota Corolla Bifreiðaíþróttaklúbbur Húsavíkur gekkst nýlega fyrir árlegri rallkeppni, þeirri áttundu í röðinni. Að þessu sinni brást það sem allir hafa getað gengið að sem vísu i Hótel Húsavíkur-rallinu, þ.e. góða veðrið og að þessu sinni voru aðstæður hinar erfiðustu, rigning, þoka og drulla þvi vegimir grófust illa, enda gegnsósa eftir undangengnar rigningar. Það var 21 bíll sem hóf keppnina á föstudagskvöld og 14 sem luku 350 km keppninni, en þar af vora um 200 km eknir á lokuðum sér- leiðum sem er óvenj u gott hlutf all. Að loknum akstri fyrri daginn höfðu þeir Asgeir Sigurðsson og Bragi Guðmundsson forystu á Ford Escort en 2 min. á eftir þeim komu þeir félagar Þorsteinn Ingason og Sighvatur Sigurðsson á Toyota Corolla. I þriðja sæti vora Birgir Bragason og Gestur Friðjónsson á Toyota Corolla. „Stóra bílamir”, þ.e. 250 ha. bill Bjarma Sigur- garðarssonar og Ulfars Eysteinssonar og 250 ha. Ford Escort Jóns R. Ragnarssonar og Rúnars Jónssonar höföu báöir lent i erfiðleikum, sprungið hjá Bjarma sem var í 5. sæti og Jón tafðist á eftir öðrum keppnisbil sem var fastur og var í 13. sæti að loknum fyrri degi. Sigurður Jensson krœktu í þriðja sæti með góðum akstri ð siðustu sórleið keppninnar. Síðari daginn var m.a. ekin ný og stórskemmtileg sérleið, Vaðlaheiði, í niðaþoku. Bjarmi og Olfar nutu sín vel á þessari leið og nálguðust nú toppsætin. A næstu leið á eftir Vaðla- heiði varð hörmulegt óhapp er utanaðkomandi bifreið ók inn á lok- aða sérleiðina og varð þess valdandi að þeir Asgeir og Bragi veltu bíl sínum á miklum hraða og gjöreyði- lögðu en sluppu sjálfir án nokkurrar skrámu sem er að þakka þeim stór- Sem betur fer fær enginn bill að hefja rallkeppni ðn fullkomins öryggisbúnaðar, svo sem velti- búrs og fleira. Án þess hefði hðr getað illa farið fyrir Ásgeiri Sigurðssyni og Brage Guðmunds- syni sem leiddu keppnina framan af en urðu fyrir óhappi. kostlega öryggisbúnaði sem skylt er að hafa í hverjum rallbíl. Nú vora Þorsteinn og Sighvatur komnir í fyrsta sæti og héldu því með mjög góðum og öruggum akstri til loka keppninnar. Birgir og Gestur kræktu í annað sætið eftir hörkukeppni við þá bræður Olaf og Þröst Sigurjóns- syni á Ford Escort sem duttu niður í fjórða sæti á siðustu leiðinni er sprakk hjá þeim en Þórhallur Kristjánsson og Sigurður Jensson skutust upp i þriðja sæti á sömu leiö á Talbotinum. Jón R. og Rúnar unnu sig úr 13. sætinu og höfnuðu í þvi fimmta en Bjarmi og Ulfar urðu fyrir óhöppum og duttu úr öðru sæti í það sjötta á síðustu leiðinni. klst. mín. sek. 1. Þorsteinn Ingason/ Sighvatur Sigurösson 2:08:18 Toyota Corolla 2. Birgir Bragason/ Gestur Friöjónsson 2:14:06 Toyota CoroUa 3. ÞórhaUur Kristjánsson/ Sigurður Jensson 2:14:57 Talbot Lotus 4. OlafurSigurjónsson/ Þröstur Sigurjónsson 2:15:35 FordEscort 5. Jón R. Ragnarsson/ RúnarJónsson 2:16:37 FordEscort 6. Bjarmi Sigurgarðarsson/ tJlfar Eysteinsson 2:18:05 Talbot Lotus 7. Oskar Ölafsson/ ÁmiOUFriðriksson 2:23:19 FordEscort 8. Ævar Sigdórsson/ Ægir Ármannsson 2:24:39 Subaru 9. HermannE.Hermannson/ Sigurvegarar keppninnar, þeir Þorsteinn Ingason og Sighvatur Sigurðsson, stilia sór upp fyrir blaðamann DV að lokinni verðlaunaaf- hendingu. Birgir Bragason og Gestur Friðjónsson gáfu ekkert eftir og nððu öðru sæti í keppninni. Ragnar Bárðarson 2:34:02 12. Brynjólfur Júlíusson/ Ford Escort Olafur Ingi Olafsson 2:45:11 10. Guðmundur Jónsson/ Ford Escort Sæmundur Jónsson 2:39:15 13. Steingrímurlngason/ Subaru Svavar Gestsson 2:52:40 11. Eiríkur Friðriksson/ Datsun Þráinn Svcrrisson 2:42:37 14. GuttormurSigurðsson/ FordEacort Sigmar H. Gunnarsson 3:04:09 Einnáriegur friðardagur „Friðarmálin stóð upp úr, um þau var langsterkasta umræðan,” sagði Hólmfriður Garðarsdóttir, eini Is- lendingurinn sem tók þátt i óopinberu kvennaráðstefnunni Forum í Nairóbí en henni lauká dögunum. Yfirskrift ráðstefnunnar var sú sama og kvennaáratugarins — jafnrétti — þróun — friður. „Það var starfað í vinnuhópum á ráðstefnunni og meginniðurstaðan var að án friöar væri ekki hægt að vinna að jafnréttieða þróun,” sagði Hólmfríöur ennfremur þegar DV hafði samband viðhanaí Nairóbí. Hún sagði að fram hefði komið sú hugmynd að haldinn yrði í framtíðinni einn friðardagur árlega. Þeirri hugmynd verður ugglaust komið á framfæri til frekari athugunar og ákvörðunar. A Forum ráðstefnunni voru engar ályktanir samþykktar. Lokaathöfnin var haldin á háskóla- svæöinu í Nairóbí, en þar hafði m.a. verið reist sérstakt friðart jald. -ÞG. KRAFTBLAKKIR ÚTGERÐARMHNN Höfum A lagar 400 kg kraftblakkir moö alna oöa tveggja spora hjóli. Gott varð og góöir greiöaluskil- Atlas hf Borgartum 24, simi 2675b VARAHLUTiR Í LADA. Erum ávallt með hagstæðasta verðið. aSa^ j BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR Suðurlandsbraut 14 Varahlutir Skiptiboró 392 30 |ö|- 38600 ORONÆ. , uo/cnun MR FORMULk r HÁREFNIÐ GEGN HÁRL0SI 0G SKALLA ORIGIN/4L BIO/CRLin SPECML SH/4MPOO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.