Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Blaðsíða 8
DV. MANUDAGUR12. ÁGUST1985. Simon LeBon íhafraunum Simon Le Bon, aöalsöngvara bresku popphljómsveitarinnar Duran Duran, var bjargaö af þyrlu eftir aö skútu hans hvolfdi í siglingakeppni undan suðvestur- hluta Englands. 28 manns voru um borö en engan sakaöi. Björgunarskip og þyrla komu fólkinu strax til bjargar eftir að skútunni var kollsiglt þegar hvessti mjög á keppendur. Er þetta versta veður sem þessi árlega keppni hefur mcppt síöan 1979 þegar fimmtán þátttakenda drukknuðu. VILDU EKKI BERBRJÓSTA NORNIR Italskur óperuleikstjóri reiddist svo í sennu viö framkvæmdastjóra óperuhátíöarinnar í Salzburg aö hann gaf framkvæmdastjóranum kinnhest. Hefur óperuleikstjórinn veriðlátinnfara. Tilefniö var þaö aö Piero Faggioni haföi í uppfærslu sinni á „Macbeth” gert ráð fyrir aö nomirnar þrjár væru berbrjósta við seiðinn á heiðinni þar sem Macbeth gekk fram á þær í þok- unni. Otto Sertl, framkvæmdastjóri hinnar árlegu músíkhátíðar Salz- burg, tók fram fyrir hendurnar, á leikstjóranum daginn fyrir frumsýninguna. Frumsýningunni var annars eindæma fálega tekiö af áheyr- endum. 300 metra langt eiturský lagði frá skordýraeitursverksmiöju Union Carbide í Vestur-Virginíu í gær. 175 manns urðu fyrir eiturverkunum af gaslekanum og þar af þurftu 130 aö leita sér aöstoðar á sjúkrahús. 28 þeirra, flestir eldra fólk, voru lagöir þar inn yfir nóttina. Verksmiöjan í bænum Institute (3.200 íbúar) er sams konar og systur- verksmiöjan í Bhopal á Indlandi þar sem um 2.500 manns létu lífið i desember síöasta vetur í mesta eitur- slysi sem um getur í sögu nútíma- iðnaðar. Eiturskýið, sem slapp úr verk- smiðjunni, innihélt methyl isocyanate, eöa sama efnið og um var aö ræöa í Bhopal, en í miklu minni mæli aö sögn sérfræöinga verksmiðjunnar. Enda varö lekans strax vart og hann var stöðvaður innan tiu mínútna. Rekstur þessarar verksmiðju var stöðvaöur í þrjá mánuöi í vetur eftir slysiö í Bhopal því aö Union Carbide lét enuuruæia ymsaii ui yggisuuuao liyrir 5 milljónir dollara) til að fyrirbyggja annaö slys eins og í Bhopal. Fram- leiösla á MlC-eiturefnum hófst í maí og var þá lýst yfir af fyrirtækinu aö endurbæturnar mundu ekki aðeins hindra mengun . andrúmsloftsins heldur og tryggja að gas breiddist ekki út ef svo ólíklega vildi til aö þaö læki úr verksmiðjunni. Meöal íbúa Institute ríkir mikil gremja í garö Union Carbide. Þeir höfðu orðið aö byrgja sig inni og loka sem vendilegast öllum gáttum í tvær klukkustundir á meðan hættan leið hjá. Sömuleiðis íbúar nærliggjandi þorpa (um 2000 manns), Dunbar og Cross Lanes. Eiturskýið lagöi einnig yfir hraöbraut 64 og olli umferöartruf lun. Sérfræðingar slysavarna segja aö naumast sé aö búast við eftir- verkunum eða síöar framkomnum á- hrifum eiturlekans. Hann hafi ekki veriö svo stór. Strandaglóp- ar á eyðieyju Tveir ungir drengir, 7 og 11 ára gamlir, voru í tuttugu og tvo daga strandaglópar á eyðieyju þar sem heimageröa fleka þeirra haföi rekið á land. Þeir höfðu farið í ævintýrasigl- ingu niöur fljót eitt, afskekkt í Síberíu, og höfðu að fyrirmynd þá frægu félaga, Stikilsberja-Finn og Tuma. Fjölskyldur þeirra voru ýmsu vanar af óhlýðni drengjanna og ævintýra- mennsku og biöu í nokkra daga með aö tilkynna hvarf þeirra en síðan hó: umfangsmikil leit. — Hrein tilvilj olli því aö ungmenni á róðrarbát tó sér ferð á hendur niður fljótið og höf viökomu á eyjunni þar sem þau ráki á drengina. Flekunum haföi hvolft í árstrenf um rétt við eyjuna og drengimir koi ist á land en farkostimir hurfu og þi veglausir. Drógu þeir fram lífið jurtarótum og vatni. spellvirkjunum? David Lange, forsætisráöherra Nýja-Sjálands, sagði í morgun aö menn þeir er sökktu Rænbow Warrior, skipi grænfriöunga.í höfninni í Auck- land á Nýja-Sjálandi í síöasta mánuði, gætu vel hafa veriö málaliöar í þjón- Vilja Nimeiri framseldan Abdul-Rahman Swareddahab, hershöföingi, hinn nýi leiðtogi í Súdan, hefur fariö þess formlega á leit viö stjórnvöld í Egyptalandi aö þau framselji Nimeiri fyrrverandi forseta Súdan. Nimeiri leitaöi hælis í Egyptalandi eftir aö hafa veriö settur af af Swareddahab og félög- um í byltingu í apríl síðastliönum. Egypsk yfirvöld hafa enn í engu svarað tilmælum stjórnarinnar í nágrannaríkinu Súdan um framsal Nimeiris. Hosni Mubarak, forseti Egypta- lands, hefur þó látiö hafa eftir sér aö stjórnarskrá ríkisins banni framsal pólitískra flóttamanna. Abdul-Rahman Swareddahab hers- höfðingi hinn nýi leiðtogi í Súdan. ustu erlends ríkis eða starfsmenn leyniþjónustu einhvers erlends ríkis. Forsætisráöherrann kvaö þó engin sönnunargögn tengja meinta skemmdarverkamenn viö nokkurt erlent ríki eða leyniþjónustu þess. Franska ríkisútvarpiö sagöi á laugar- dag aö franska pariö sem stjórnvöld á Nýja-Sjálandi handtóku og gruna um aðild aö sprengingunni séu yfirmain og útsendarar í frönsku leyniþjónust- unni. Mitterrand, forseti Frakklands, hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á því hvort frönsk leyniþjónusta hafi átt einhvern þátt í sprengitilræðinu við skip grænfriðunga. Lange forsætisráö- herra hefur boöiö frönskum yfir- völdum aö senda fulltrúa sína til Nýja- Sjálands ef það mætti veröa þeim aö haldi við rannsókn málsins. Frönsku skötuhjúin, er grunuð hafa veriö um sprenginguna, eiga aö koma fyrir rétt í Auckland á miðvikudaginn. Auk meintrar aöildar aö sprengjutilræöinu viö skip grænfriðunga hefur pariö verið ákært fyrir morö á ljósmyndara grænfriöunga er lét lífið í sprenging- unni. Lange forsætisráðherra sagði aö tilræöismenn heföu auösjáanlega verið menn með mikla þekkingu í skemmdarstarfsemi og toppþjálfun í allri meðferð sprengiefnis. „Hér var um fagfólk aö ræöa sem vissi hvaö þaö var aö gera og hvergi hikaði við aö koma ætlan sinni í fram- kvæmd,” sagöi forsætisráöherrann. Forsætisráöherrann vísaö á bug sem órökstuddum fullyröingum orðrómi er birst hefur í frönskum blööum um aö Bretar heföu staðið á bak viö spreng- inguna en ætlaö aö koma sökinni á Frakka sem hefnd gagnvart frönskum yfirvöldum fyrir að hafa selt Argen- tinumönnum Exocet flugskeyti er ollu Bretum svo miklu tjóni í Falklands- eyjastríöinu 1982. Rainbow-málið á Nýja-Sjálandi: Útlent ríki að baki VERKSMIÐJU UNION CARBIDE —175 manns urðu fyrir eiturverkunum, þrátt fyrir þriggja mánaða lokun verksmiðjunnar vegna endurbóta á öryggisútbúnaði í kinverska alþýðulýðveldinu er bifreiðasala lítil, reiðhjólið enn aðalsam- göngutœkið. Á skömmum tima tókst þó embættismönnum á Huaneyju að græða milljónir í bilabraski. DV-mynd hhei. Kínverskir bfla- braskarar klófestir Kínverska Dagblaöiö segir í dag að yfirvöld hafi komist til botns í einu mesta svindlmáli í sögu landsins á Huaneyju undan strönd Suður-Kína. Segir blaðiö að tekist hafi aö ljóstra upp um tvo embættismenn kommúnistaflokksins er hafi á skömmum tíma grætt tæpar tíu milljónir íslenskra króna á bílabraski. Áttu embættismennimir aö hafa flutt inn nýja bíla aö utan fyrir dýrmætan gjaldeyri og síðan selt aftur með góðri álagningu og sæmilegum árangri til 27 annarra borga og héraöa í kínverska alþýöulýöveldinu. Aö sögn blaösins var velta hinna óprúttnu embættismanna flokksins orðin rúmlega 50 milljónir íslenskra króna á tiltölulega skömmum tíma. Aö sögn blaösins voru samstarfs- menn tvímenninganna fjölmargir. Fjórir aðrir bílabraskarar græddu átta milljónir íslenskra i sömu viöskiptum og hundrað aörir milli- göngumenn tæplega þrjár milljónir íslenskra. Meöalmánaðarlaun í Kina eru í kringum 700 krónur íslenskar, lægri þó i héruðum eins og Huan, aðeins um 500 krónur á mánuði. Skordýraeitursverksmiðja Union Carbide I Bhopal á Indlandi, þar sem eiturgasleki varð 2.500 manns að bana. Enn varð eiturleki úr systurverksmiðju fyrirtækisins í Virginíu i Bandaríkjunum. EITURLEKIHJÁ Útlönd Utlönd Útlönd Útlönd Umsjón: Guðmundur Pétursson og Hannes Heimisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.