Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1986, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1986, Blaðsíða 19
DV. MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR1986. 19 Endapunkturinn settur á ár æskunnar: „UMFJÖLLUN FJÖL- MIÐLA SLÖKUST” „Persónulega finnst mér árið hafa heppnast með ágætum þó svo að alltaf sé hægt að gera betur. Það sem mér finnst þó vera slakast var umfjöllun fjölmiðla um unglingana en hún var nánast engin,“ sagði Ágúst Orri Sigurðsson í ræðu á Kjarvalsstöðum þegar endapunkt- urinn var settur á ár.æskunnar á Kjarvalsstöðum fyrrir skömmu. Þar var rætt um skipulag og fram- kvæmd árs æskunnar. Þar voru sýnd myndbönd um helstu viðburði ársins og fjórir fulltrúar unglinga sögðu frá viðhorfum sínum til framkvæmda á árinu. Ágúst Orri, nemi í 9. bekk í Réttarholtsskóla, var einn þeirra. Hann var líka forseti borgarstjórnar Reykjavíkur í rúman klukkutíma 24. október sl. þegar borgarstjórnarfundur ungl- inga var haldinn þar. I ræðu sinni nefndi hann ýmsa atburði liðins árs og sérstaklega borgarstj órnarfundinn. „Af öllum þeim fjölmörgu fundum sem haldnir voru á árinu var einn öðrum sérstæðari. Það var borgar- stjórnarfundur unglinganna sem haldinn var 24. október,“ sagði forsetinn fyrrverandi í ræðu sinni á Kjarvalsstöðum. Atriði, sem unglingarnir fjölluðu um í fram- söguræðum sínum á fundinum, voru um byggingu æskulýðshallar, breytingar hjá Strætisvögnum Reykjavíkur og lögð var fram til- laga um að stofnanir fyrir fíkni- efna- og. afbrotaunglinga yrðu bættar. Skorað var á borgaryfir- völd að beita sér fyrir því að auka fræðslu um skaðsemi fíkniefna. Það var almennt mál manna, sem hlýddu á málflutning unglinganna á borgarstjórnarfundinum, að hann hefði verið þeim öllum til mikils sóma. Einn skuggi var á setu unglinganna í borgarstjórn, sagði Ágúst Orri, og það var fjar- vera borgarstjórans. Viðræðuþáttur, sem var í sjón- varpinu þar sem unglingum gafst kostur á að spyrja forsætisráðherra og menntamálaráðherra spjörun- um úr, mæltist vel fyrir á meðal unglinganna. „Það sem æskufólk landsins þarf að sameinast um að gera núna er að halda áfram að vinna að málefn- um okkar þó að árið, sem okkur var tileinkað, sé úti. Og umfram allt skulum við vera jákvæð og líta björtum augum til framtíðarinn- ar.“ Með þessum orðum lauk Ágúst Ágúst Orri Sigurðsson, einn fjög- urra unglinga sem „gerðu úttekt á áriæskunnar". DV-myndirKAE Orri Sigurðsson umfjöllun sinni um ár æskunnar. Hugmyndir kaffærðar „Við unglingarnir bundum mikl- ar vonir við það ár sem nú er nýlega liðið. Það ár var tileinkað, eins og flestir vita, æskulýðnum. Margar góðar hugmyndir um ýmiss konar uppákomur og gerðir skutu upp kollinum. En raunin varð sú að þær voru tlestar kaffærðar strax við fæðingu," sagði Sæunn Þórðar- dóttir í ræðu sem hún flutti á Kjarvalsstöðum. Sæunn er nemi í 9. bekk Seljaskóla. Sæunn sagði í ræðu sinni að ein hugmynd hefði ekki verið kaffærð og það var borg- arstjórnarfundurinn. En hún gagn- rýndi fjarveru borgarstjórans og litla umfjöllun fjölmiðla um fund- inn. „Fjölmiðlarnir hefðu líklega slegið þessu upp í forsíðufrétt með æsandi fyrirsögn ef þessir sömu unglingar hefðu dottið rækilega í það og hagað sér eins og fullorðna fólkið hagar sér um helgar," sagði Sæunn. „Þessi árátta fjölmiðla að birta sem níðingslegastar fréttir um þröngan hóp unglinga hefur haft þær afleiðingar að margir telja okkur aðeins heimtufreka og hug- myndasnauða einstaklinga. Þessu hefur ekki verið reynt að breyta á ári æskunnar frekar en svo mörgu öðru,“ sagði Sæunn Þórðardóttir Leiðbeina fullorðnum Hún gerði að umtalsefhi aðstöðu- leysi í mörgum skólum og sérstak- lega skort á bókasöfnum. Einnig var hún ósátt við kynningar á námsleiðum. Varðandi það sagði hún: „Fram að þessu hefur sáralítið verið gert til að kynna okkur námsleiðir og starfsval í framtíð- inni. Við unglingarnir munum fylgjast með því að sú nefnd, sem skipuð var til að ráða fram úr þessum málum, verði ekki bara upp á punt. Ég vona að í framtíðinni fáum við unglingarnir að leiðbeina full- orðna fólkinu meira um málefni æskunnar,“ voru lokaorð ræðu Sæunnar. Á fundinum á Kjarvalsstöðum voru viðurkenningarskjöl afhent ungl- ingum sem tóku þátt í félagsmála- námskeiðum í nóvember sl. Til fundarins boðaði íþrótta- og tóm- stundaráð Reykjavikur (Æsku- lýðsráð) og Skólaskrifstofan. ÞG STÆRSTU AUGLÝSINGA- STOFURNAR SAMEINAST Auglýsingastofa Gísla B. Björns- sonar og Auglýsingaþjónustan, sem var í eigu Gunnars Steins Pálssonar, hafa verið sameinaðar í eitt fyrirtæki undir nafninu GBB Auglýsingaþjón- ustan. Verður fyrirtækið það stærsta sinnar tegundar hérlendis. „Ég er mjög ánægður með þetta,“ sagði Gunnar Steinn Pálsson, sem verður stjórnarformaður i hinu nýja fyrirtæki. „Það var kominn tíifti til að hrista upp í þessum markaði. Ég hef trú á því að við getum það með því að sameina okkar krafta. Þessi sameining er hugsuð til að auka hagræðingu og þjónustu við við- skiptavinina og um leið verður okkar þjónusta ódýrari." Eignarhlutföll í hinu nýja fyrirtæki eru þannig að Gísli B. Björnsson á 34%, Gunnar .Steinn 20%, Halldór Flutningar stóðu yfir í allan gærdag vegna sameiningar tveggja auglýsingafyrirtækja en þau eru GBB-Auglýsingastof- an og Auglýsingaþjónustan. Hér er allt í fullum gangi. Gunnar Steinn Pálsson, fyrrum eigandi Auglýsingaþjónustunn- ar, til hægri, ásamt félögum að flytja til húsgögn. DV-mynd KAE Guðmundsson 17%, og verður hann Guðjón Eggertsson 17% og Haukur framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Hannesson 12%. Verður fyrirtækið til húsa að Brautarholti 8 í Reykja- vík. - KÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.