Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Blaðsíða 13
DV. LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986 57 JONAS SAVIMBI, SKALD OG SKÆRUUÐAFORINGI Jonas Savimbi, leiðtogi UNITA, ásamt Caspar Weinberger, varnarmóla- róðherra Bandarikjanna, í síðustu viku. Savimbi vill aukna hernaðarað- stoð fró Bandaríkjunum. Jonas Malheiro Savimbi, skæru- liðaforinginn sem Reagan, forseti Bandaríkjanna, kallaði eitt sinn „vonarglætu framtíðarinnar í Angóla", er nýbúinn að gefa út sína fyrstu ljóðabók er hann til- einkar frelsisbaróttu UNITA, skæruliðahreyfingar sinnar, og friði í heimalandinu, Angóla. Þrátt fyrir ljóðabókarútgáfuna segist Savimbi ekki enn vera til- búinn að kasta frá sér vopnunum fyrir pennann, að minnsta kosti ekki nú þegar horfur ó bandarískri hemaðaraðstoð til UNITA í bar- áttu hreyfingarinnar gegn ríkis- stjóm marxista í Angóla hafa aldr- ei verið betri. Hið 51 árs gamla ótrúnaðargoð stjómarandstæðinga í Angóla og leiðtogi skæmliða UNITA lýkur í dag tíu daga heimsókn til Banda- ríkjanna þar sem rætt hefur verið um aukna hernaðaraðstoð stjóm- arinnar í Washington til skæruliða Savimbis. „Barátta mín byggist ekki á því að komast sjálfur til valda í Ang- óla,“'sagði Savimbi á fundi með bandarískum fréttamönnum, „en ef ég verð til þess kjörinn í lýð- frjálsum kosningum þá kannski slæ ég til.“ „El Presidente" Fylgismenn hans í Jamba, aðal- stöðvum UNITA í frumskógum Suður-Angóla, em ekki í neinum vafa um hlutskipti leiðtoga síns ef fullnaðarsigur vinnst ó ríkisstjórn marxista og kalla hann í daglegu tali „E1 Presidente". Eftir tuttugu ára skæruhernað, fyrst gegn nýlendustjórn Portúgala og nú gegn marxískum stjórnar- herrum Angóla; sem Sovétmenn og Kúbanir styðja, virðist enginn bil- bugur á Jonas Savimbi og hann segist enn ekki reiðubúinn til að láta yngri menn innan UNITA taka við forystunni. „Ég er ekki orðinn þreyttur því ég held að barátta UNITA í dag sé byggð upp á persónulegum hugsjónum mínum og hafi verið það síðustu tuttugu ór,“ segir Savimbi, „ég hef enga ástæðu til þess að gefast upp ennþá. Við erum nú að ala upp nýja kynslóð leiðtoga innan UNITA, svo við höfum engar áhyggjur af forystuleysi ef ég fell frá,“ sagði skæmliðaforinginn við bandaríska blaðamenn á lúxus- hóteli sínu í Washington á mið- vikudag. 1975 skipti sköpum Savimbi stofnaði skæmliðafylk- ingu UNITA í frumskógum Angóla árið 1966 og meginmarkmiðið á þeim tíma var frelsisbaráttan gegn nýlendustjóm portúgalskra herfor- ingja. Landið hlaut loks sjálfstæði frá Portúgal árið 1975 og mynduð var samsteypustjórn í landinu. Sú ríkisstjóm stóð höllum fæti frá byrjun og hrökklaðist síðan endan- lega frá völdum eftir að Kúba sendi herlið til Angóla til styrktar sveit- um hliðhollum marxistum. Savimbi er afburða vinsæll á meðal hinna 28 þúsund stríðs- manna sinna er stoltir kalla hann „svarta veiðimannajagúarinn". Skæruhernaður hans gegn 30 þús- und manna kúbönsku herliði og tveggja miljarða dollara efnahags- og hernaðaraðstoð frá Sovétríkj- unum veldur því að lítill tími er aflögu til annarra hluta. „Ég á mér konu, ég á mér böm, en ég sé þau afar sjaldan,“ segir Savimbi, „kannski ég sjái þau svona einu sinni á fimm mánaða fresti." Savimbi er á stöðugum ferðalög- um um landsvæðiþað í Angóla sem hermenn hans halda. Hann er kominn á fætur klukkan íjögur á morgnana og er að til miðnættis. „Ég er aldrei lengur en einn dag á sama stað, þá er ég farinn á næsta viðkomustað.“ Skæruliðaþjálfun í Kína Savimbi hlaut mestalla skæm- liðaþjálfun sína í Kínverska al- þýðulýðveldinu og hefur því af mörgum verið stimplaður maóisti og hliðhollur Kínverjum. Slíku vísar Savimbi á bug. „Ég er and- stæðingur kommúnisma i hvaða merkingu sem er, ég aðhyllist frels- ishugsjónina og fyrst og fremst er ég Afríkubúi ogi elska föðurland mitt“ og segir svo til skýringar að á sjötta áratugnum hafi Kínverska alþýðulýðveldið verið eini staður- inn þar sem hægt hafi verið að fá góða grunnþjálfun i hermennsku fyrir skæmliða. Éftir að hafa verið vísað úr háskóla í Portúgal fyrir andróðursstarfsemi fór hann til Sviss og lauk þar doktorsprófi í stjórnmólafræðum. Frelsisbarátta lands hans átti hug hans allan. Savimbi kallar sjálfan sig sósíal- ista er vilji berjast fyrir lýðræðis- legu angólsku þjóðfélagi byggðu á gmndvallarsjónarmiðum þess fjöl- flokkakerfis er viðgengst í Vestur- Evrópu nú. Hann ber baráttu UNITA í dag saman við Bandarík- in á tímum frelsisbaráttunnar áður en fullnaðarsigur vannst á Bretum. Savimbi hefúr eins og fyrr sagði nýverið gefið út sína fyrstu ljóða- bók með 36 ljóðum er hann tileink- ar frelsisbaráttu UNITA. „Falleg- asta ljóðið heitir „Þegar landið brosir á ný“,“ sagði Jonas Savimbi og hampaði stoltur ljóðabókinni. ferð í Angóla í desembermánuði. Þrátt fyrir mikla og ómælda efnahags- og hernaðaraðstoð Sovétríkjanna og Kúbu við stjórn marxista gengur henni illa að sigrast

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.