Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1986, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1986, Blaðsíða 30
42 DV. FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1986. r»i*i kynnir 1. deildar felogin: Nýir menn á vertíð í Garði - undir stjóm „skipstjóra“ frá Eyjum Helgi Bentsson. Þó nokkrar breytingar hafa ver- ið í herbúðum' Víðismanna frá Garði þar sem nokkrir nýir leik- menn hafa komið á vertíð. „Skip- stjóri" hjá Víði er Kjartan Másson, sem þjálfaði Vestmannaeyjaliðið sl. keppnistímabil. Víðismenn misstu þrjá lykilmenn írá því í fyrra. Gísli Eyjólfsson fór til Dan- merkur og þeir Einar Ásbjöm Ólafsson og Rúnar Georgsson gengu aftur til liðs við Keflavík. Þá fór Sævar Júlíusson til Njarð- víkur. Víðismenn hafa fengið tvo lands- liðsmenn til sín. Siglfirðinginn Mark Duffield, sem er mikill bar- áttumaður og getur leikið allar stöður á vellinum, og Helga Bents- son, hinn sókndjarfa leikmann sem lék með Keflvíkingum. Einnig hafa þeir Jón Örvar Ara- son markvörður og Þórður Þorkelsson vamarmaður gengið til liðs við Víði. Þeir koma frá Höfhum og Reyni frá Sandgerði. Hjátrúarfullur þjalfari Víðis Okkur þykir það leitt að geta ekki birt mynd af 1. deildar liði Víðis. Ástæðan fyrir þvi er duttlungar, þjálfara liðsins, Kjartans Mássonar, sem neitaði DV um að taka mynd af byijun- arliði Viðis í leik liðsins gegn FH á dögunum. Þegar hann var spurður hvers vegna svaraði hann því að hann væri hjátrúar- fúllur. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um að Kjartan er hjátrúarfyllsti þjálfari í heimi. DV er ekki kunnugt um að þjálf- arar erlendis neiti myndatöku. Það er kannski vegna þess að þeir eru yfirleitt ekki spurðir. Eins og hefur sést i HM-keppn- inni í Mexikó stilla leikmcnn liðanna sér strax upp til mynda- töku. Hjátrú Kjartans dugði ekki i leiknum gegn FH-ingum sem stilltu sér upp til myndatöku. FH fór með sigur af hólmi í Garðin- Víðisliðið er mikið baráttulið og komu leikmenn liðsins skemmti- lega á óvart á dögunum þegar þeir lögðu Akumesinga að velli uppi á Skaga, 1:0, en það var nokkuð sem enginn bjóst við. Víðir tapaði, 0:7, uppi á Akranesi í fyrra. Víðir gerði jafntefli, 0:0, við Þór í Garðinum um sl. helgi og í kvöld mætir liðið Blikunum í Kópavogi. Marteinn Geirsson, fyrrum landsliðsmaður úr Fram, náði mjög góðum árangri með Víði 1984 og 1985 þegar Víðismenn björguðu sér eftirminnilega frá falli niður í 2. deild í síðasta leik sínum. Lögðu Þrótt að velli í Garðinum þar sem Einar Ásbjöm Ólafsson var hetja þeirra. Skoraði tvö mörk. Það em ekki margir sem spá Víði velgengni í sumar. Liðinu var spáð falli á fimdi 1. deildar félag- anna, fyrir fslandsmótið. Spum- ingin er hvort Víðismenn gefi þeirri spá langt nef, eins og þeir gerðu í fyrra? Glæsi- legur gras- völlur Grasvöllurinnn nýi í Garð- inum er einn glæsilegasti og besti grasvöllur landsins. Völlurinn, sem er um 67X105 m, er einn sléttasti grasvöllur landsins og það er mjög gott að leika á honum. Leikmenn Víðis tyrfðu hann 1984, eftir að þeir höfðu tryggt sér 1. deildar sæti. Þeir hófu síðan að leika á honum um mitt sumar í fyrra. fUlt Gtsli Hreiðarsson, markvörður Víðis. LEIKMENN Gísli Hreiðarsson, 21 árs Jón örvar Arason Varnarleikmenn: Hjörtur Davíðsson, 20 ára Pálmi Einarsson Halldór Einarsson, 28 ára Ólafur Róbertsson, 23 ára Miðvallarspilarar: Klemenz Sæmundsson, 22 ára Vilhjálmur Einarsson, 25 ára Björn Vilhelmsson Guðjón Guðmundsson, 26 ára Mark Duffield, 21 árs Daníel Einarsson, 26 ára Vilberg Þorvaldsson, 23 ára Þórður Þorkelsson Sóknarleikmenn: Helgi Bentsson, 23 ára Svanur Þorsteinsson, 19 ára Grétar Einarsson, 21 árs Guðmundur Jens Knútsson, 30 ára Halldór Baldvinsson Hlynur Stefánsson. Tómas Pálsson. Breytingar í Eyjum: Hlynur farinn til Noregs - og Tommi á Selfoss Eyjamenn hafa misst tvo af marka- hæstu leikmönnum sínum frá sl. keppnistímabili. Hlynur Stefánsson, hinn ungi og efhilegi Eyjapeyi, er farinn til Noregs þar sem hann leik- ur með 3. deildar liðinu Nydelfalken. Þá er Tómas Pálsson, markaskor- arinn mikli, kominn á fastaland. Hann gerðist leikmaður með Selfossi og tók skotskóna með sér, eins og mönnum er kunnugt. Tómas hefúr skorað tvö mörk fyrir Selfyssinga, sigurmarkið gegn Víkingi á dögun- um. Eyjamenn hafa fengið á móti Karl Sveinsson frá Svíþjóð þar sem hann hefur dvalist undanfarin ár. Karl er mjög leikinn leikmaður. Þá er Lúð- vík Bergvinsson kominn aftur til Eyja. Hann var í herbúðum Skaga- manna sl. keppnistímabil. Pólskur þjáBfari Undanfarin ár hafa þjálfarar úr Eyjum stjómað Vestmannaeyjalið- inu með góðum árangri, þeir Viktor Helgason og Kjartan Másson, sem nú þjálfar Víði í Garði. Eyjamenn hafa nú pólskan þjálfara í herbúðum sínum. Það er Grzegorz Bielatowice. Fyrir keppnistímabil- ið kvartaði hann um að fá ekki þann tíma sem hann vildi til að undirbúa leikmenn sína. Leikmenn unnu þá mikið á vertíð. Þórður tókfram skóna Útlitið var ekki gott hjá Eyja- mönnum rétt fyrir keppnistíma- bilið, margir reyndir leikmenn famir eða höfðu ákveðið að hætta. Viðari Elíassyni snerist þó hugur og þá tók Þórður Hall- grímsson, baráttumaðurinn mikli, fram skóna. Þórður, sem hefur verið styrkasta stoð Eyja- manna undanfarin ár, lék ekki með þeim í 2. deildar keppninni í fyrra. Koma Þórðar styrkir vöm hins unga Eyjaliðs mikið. Siguriás marka- kóngur Sigurlás Þorleifsson, sem leikur nú með sænska liðinu Vasalund, hefur verið einn mesti markaskorari Eyjamanna seinni ár. Sigurlás varð tvisvar markakóngur þegar hann lék með Vestmannaeyjaliðinu. Hann skoraði 12 mörk í deildinni 1981 og 10 mörk 1982. Sá leikmaður, sem hefur skorað flest mörk eitt keppnistímabil, er Tómas Pálsson, Hann var marka- kóngur 1972. Skoraði þá 15 mörk. Kári tá- brotnaði Kári Þorleifeson, bróðir Sigurlás- ar, varð fyrir því óhappi á æfingu eftir fyrsta leik Eyjaliðsins í 1. deild að tábrotna. Kári, sem er mikill markaskorari, hefur ekki leikið með Eyjamönnum í þremur sfðustu leikj- um þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.