Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1986, Blaðsíða 7
DV. FIMMTUDAGUR 26. JUNÍ 1986. 7 Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál íslandslax hfv stærst í strandeldi í heiminum: Kostar sama og einn togari en framleiðir á við þrjá Rekstur stærstu standeldisstöðvar í heiminum er nú hafinn á Stað við Grindavík. Þar hefur íslandslax hf. komið upp miklum mannvirkjum, seiðaeldisstöð sem skilað getur allt að milljón laxaseiðum í göngustærð á ári og matfiskeldiskerjum fyrir 500 tonna ársframleiðslu. Stofnkostnað- ur er rúmlega togaraverð, 220-250 milljónir króna. Ef allt gengur eðli- lega verða árstekjur yfir 200 milljón- ir króna þegar fu.ll aíköst nást en það er á við aflaverðmæti þriggja togara. Framkvæmdir á Stað hafa tekið skamman tíma. Seiðaeldisstöð með 1100 rúmmetra eldisrými reis á sex mánuðum í fyrra. Matfiskeldisker með 24.000 rúmmetra eldisrými eru síðan að verða fullbúin á níu mánuð- um. Auk þess er búið að bora eftir heitum og köldum sjó, koma upp miklu vatnskerfi og vararafstöðvum. Starfsmenn verða 17, ein togaraá- höfii, svo enn sé notaður sami samanburður. Full afköst eiga að nást í núverandi stöð eftir tvö ár. Stækkunarmöguleikar eru gríðar- íslandslax hf. er í eigu nokkurra annarra fyrirtækja. SÍS og dóttur- fyrirtæki eiga 51%. Þar af á SÍS 26%, Iceland Salmon Inc. á 13,5%, Olíustöðin í Hvalfirði á 8,1% og Reginn hf. á 3,4%. K/s Norlax a/s i Noregi á 49% í íslandslaxi hf. en Norlax er sameignarfyrirtæki Noraqua a/s og Teleinvest a/s. Norr- æni fjárfestingarbankinn hefúr lánað verulegt fé til stofhfram- kvæmda íslandslax hf. HERB SEIÐAELDI KAIT VATN HEITUR SlOB LAXELDI SIÓHOLA 1 ELDISÞR/ER lOíNUNARÞRÓ SjÓHOLUR 2-f> HFITUK SIÓR 2.2 KM ADKOMl'VIU'R LUÐUELDI * FODURþT( )D. 3F M ' nn i'ii’f k Á þessu korti má sjá hve umfangsmiklar framkvæmdir Islandslax hf. eru orðnar nú þegar. Stöðin getur nú framleitt milljón laxagönguseiði og 500 tonn af matfiski. Stækkunarmöguleikar eru gríðarlegir. Þrotabú Trésmiðjunnar Víðis: Ekkert upp í 90 milljóna kröfur Horfur eru á þvi að gjaldþrot Tré- smiðjunnar Víðis í Kópavogi valdi því að kröfur upp á allt að 90 milljónir króna fáist ekki greiddar. Þar af má 'búast við að ekkert fáist upp i tug milljóna króna fasteignaveðskröfur, þeirra á meðal tíu milljóna króna kröfú ríkissjóðs. Stjóm Trésmiðjunnar Víðis sagði í fréttatilkynningu, sem hún sendi frá sér í janúar, þegar ákveðið var að Hitaveitur: Mest hækkun á Setfossi í kjölfar kjarasamninganna í febrúar skrifaði iðnaðarráðherra til hitaveitna í landinu og bar fram tilmæli um taxtalækkun. Samkvæmt upplýsing- um frá Alþýðusambandi íslands brugðust margar hitaveitur skjótt við og hafa lækkað verðið. Sumar hafa haldið töxtunum óbreyttum en aðrar gerðu þveröfugt og hækkuðu taxta sína. Lækkun á mínútulítra af heitu vatni á tímabilinu frá febrúar til 1. maí varð mest 7% á Seltjamamesi, Hvamm- stanga, Sauðárkróki, Siglufirði, Egils- stöðum og Flúðum. í Reykjavík, á Akranesi og í Borgarfirði var mínútu- lítrinn lækkaður um 6,8 %, 6,9% í Mosfellshreppi, 5% á Blönduósi og 3% á Ólafsfirði. Staðir sem hafa haldið verðinu óbreyttu eru t.d. Hveragerði, Dalvík, Kjalarneshreppur og Bessastaða- hreppur. Sumar hitaveitur hækkuðu taxtana vemlega á tímabilinu. Á Selfossi varð t.d. 61,9% hækkun á mínútulítranum, 20,8% á Húsavík og 16,3% á Suður- eyri. í Vestmannaeyjum hefur fasta- gjaldið hækkað um 15,9%. -KB stöðva reksturinn og biðja um gjald- þrotaskipti, að eignir fyrirtækisins fæm langt með að hrökkva fyrir öllum skuldbindingum, sem áætlað væri að næmu rúmum 145 milljónum króna. Kröfur í þrotabúið em um 180 millj- ónir króna. Eignir em lítið yfir 90 milljónir króna, þar af 73,5 milljónir króna, sem fengust á nauðungampp- boði fyrir fasteign við Smiðjuveg, og um 18 milljónir króna, sem fengist hafa fyrir vélar, lager og annað. Stærstu kröfuhafar em þrir sjóðir iðnaðarins með samtals 93 milljónir króna; Iðnþróunarsjóður, með 47 milljónir króna, Iðnaðarbankinn, með rúmar 23 milljónir króna, og Iðnlána- sjóður, með tæpar 23 milljónir króna. Það vom einmitt þessir þrír aðilar sem keyptu fasteign þrotabús Víðis fyrir 73,5 milljónir króna á uppboði í maílok. Á eigninni hvildu yfir 120 milljónir króna. „Við erum nokkuð vongóðir um að þessir aðilar fái sínar kröfur greidd- ar,“ sagði Steingrímur Eiríksson, lögfræðingur Iðnaðarbankans og Iðnl- ánasjóðs. Sagði Steingrímur að sjóðimir og bankinn legðu mikla áherslu á að selja húsið hið allra fyrsta. Sjóðir iðnaðarins em með á einum síðasta veðrétti visitölutryggð lán frá árinu 1984 að höfuðstóli upp á um tíu milljónir króna. Nauðungamppboðum er að mestu lokið. Eignunum verður úthlutað til kröfuhafa í næsta mánuði, að sögn Ásgeirs Magnússonar, fulltrúa bæjar- fógeta í Kópavogi. Ríkisgjóður tapar trúlega mestum fjármunum í þessu gjaldþroti. Fjöl- margir aðrir tapa stórum fjárhæðmn. -KMU DÆMI SEM VERT ER AÐ ATHUGA IHUSG AGNADEILD £111 -HUSSINS 15°/< STAÐGREIÐSLU- O AFSLÁTTUR SERSTAKT SUMARTILBOÐ Engir vextir í 4 mánuði Ath. Aðeins í húsgaqnadeild Lokað á laugardögum í sumar. Dæmi 1: Húsgagnakaup fyrir kr. 25.000, kr. 5000 út og kr. 5000 pr. mánuð í 4 mánuði. VAXTALAUST. Dæmi 2 ■' Húsgagnakaup fyrir kr. 50.000, kr. 10.000 út og kr. 10.000 pr. mánuð í 4 mánuði. VAXTALAUST. ATH. Einnig skuldabréf í allt að 8 mánuði með 20% útborgun. JIS KORT VfSA Jón Loftsson hf. /AAAAAA > . □ cOijauaii] _j c: _ c i—i uijrjajjTf.g: . i_, i_ “ [iiiuihin mn i i' Hringbraut 121 Síml 10600 Húsgagnadeild - Sími 28601

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.