Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1986, Blaðsíða 34
34 Menning MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 1986. RÍKISSPÍTALARNIR Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast til starfa á lyflækningadeild 4 14 G við hjúkrun gigtar- og nýrnasjúklinga. Deildin verður opnuð að nýju eftir endurnýj- un þann 17. ágúst nk. Boðið er upp á 3ja daga fræðslunámskeið við opnun deildarinnar, bæði fyrir hjúkrunarfræðinga og sjúkra- liða. Hjúkrunarfræðingum er boðið upp á skipulagt aðlögunar- tímabil. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast á lyflækningadeild 1 11-A, 2 11-B, 3 14-E og taugalækn- ingadeild 32-A. Fastar næturvaktir bjóðast á öllum þessum deildum, einnig koma til greina 5 tíma vaktir á flestum þeirra. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast til fastra starfa á krabbameinslækningadeild kvenna- deildar. Boðið er upp á einstaklingsbundið aðlögunartímabil. Ljósmæður/hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast til fastra starfa við sængurkvennadeildir. Einstaklingsbundið aðlögunartímabil stendur til boða. Upplýsingar um ofangreind störf veitir hjúkrunarforstjóri Landspítalans í síma 29000. Læknaritari óskast frá ca 15. ágúst nk. við geðdeild Landspítal- ans. Stúdentspróf eða hliðstæð menntun áskilin ásamt góðri íslensku- og vélritunarkunnáttu. Umsóknir, er greini menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu ríkisspítala fyrir 11. ágúst nk. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 29000. Skrifstofumaður óskast við rannsóknadeild Landspítalans í blóðmeinafræði. Upplýsingar veitir deildarmeinatæknir blóð- meinafræðideildar í síma 29000. Skrifstofumaður óskast við Blóðbankann. Upplýsingar veitir skrifstofustjóri Blóðbankans í síma 29000. Hjartaritari óskast nú þegar eða eftir samkomulagi við hjarta- línurit 14-F. Starfið er fólgið í töku hjartalínurita af sjúklingum. Upplýsingar veitirmeinatæknir hjartab'nuriti í síma 29000 - 389. Reykjavík, 28. júlí 1986. Fágætar bækur til sölu Bókavarðan, Hverfisgötu 46 í Reykjavík, hefur ný- lega fengið ýmis góð bókasöfn til sölu. Nokkur dæmi: Mein Kampf eftir Adolf Hitler, út. 1932, Málverka- bók með öllum þekktum listaverkum eftir Adolf Hitler, fágæt bók, Rivers of Iceland eftir Major Stewart, Fortidsminder og Nutidshjem eftir Daniel Bruun, Gallastríðið eftir Caesar, Saga Hafnar§arðar eftir Sigurð Skúlason, Filmen 1-3 eftir Brusendorff, Lagasöfn íslands frá 1930 til dagsins í dag, mikið af lögfræðibókum, gömlum og nýjum, íslenskum og erlendum, m.a. Formála- bók Björns Guðmundssonar, íslendingasögur Sigurðar Kristjánssonar, Sturlunga frá hendi sama, Eddurnar og íslendingaþættir, Árferði á íslandi í þúsund ár eftir Þorvald Thoroddsen, Perlur, Dropar, Mínir vinir eftir Þorlák Johnson í afburða góðu skinnbandi, San Michele eftir Axel Munthe, Sigurboginn eftir Remarque og Vinirnir eftir sama, Bör Börsson 1-2, Fjötrar eftir Maugham, Reykjaholts máldagi, fínt hand- band, 1880, íslandskort Horrebows af íslandi 1774, Gerska æfíntýrið eftir Halldór Laxness, frumútg. án úrfellinga, Tímaritið Þögn, gert upptækt, þar sem fjallað er um meint morð á íslenskum ráð- herra, Saga Akraness 1-2, Byggð og saga eftir Ólaf Lárusson, Saga Eyrarbakka 1-3 og fjölmargt fleira fáseð og skemmtilegt nýkomið. Við kaupum og seljum íslenskar og erlendar bæk- ur, heil söfn og stakar bækur, eldri tímarit, gömul íslensk póstkort, minni verkfæri, eldri íslensk myndverk og gamla íslenska muni. Gefum reglulega út bóksöluskrár og sendum þær til áhugafólks utan Stór-Reykjavíkursvæðisins. Bókamarkaðurinn hjá okkur stendur aðeins þessa viku. Allar bækur á markaðn- um kosta 50 kr., sama hvort þær eru innbundnar eða óbundnar, gamlar eða nýjar. Erlendar bækur kosta kr. 15,00. Seljum einnig í sekkjatali, sjálfvalið í stóra plast- poka, aðeins kr. 500 hver poki. Vinsamlega hringið, skrifið eða lítið inn. Bókavarðan Gamlar bækur og nýjar, Hverfisgötu 46, sími 29720. Ný nikka Kjarvalsstaðir, miövikudag 23. júlí, Mogens Ellegaard lék á akkordeon verk eftir Kusiakow, Nörgaard, Bentzon, Pade, Holmboe, Hundsnes og Nordheim. Ég hef eitt sinn áður heyrt í Elle- gaard hérlendis og minnir mig að þá hafi efnisskráin verið öllu ný- stárlegri. Það var stórkostlegt þegar heil ný deild bættist við tónlistarvit- und mína, og öll í einu. Þjált og blæbrigðaríkt hljóðfæri, maður sem lék listilega á það, og afbragðsgóð tónlist fyrir þetta hljóðfæri. Skyndi- lega kemur i ljós að allt er hægt á nikku, þ.e. þessa nýju nikku, með tökkum fyrir báðar hendur. Var það ekki Grieg sem taldi dragspilið au- virðilegast allra hljóðfæra? Skyldi hann ekki hafa skipt um skoðun í gröfinni? Sannleikurinn er sá að ekkert hljóðfæri er auvirðilegt. I sérhverju hljóðfæri búa notkunarmöguleikar. Þá fyrst verður hljóðfærið fáránlegt þegar það er notað án tillits til þeirr- ar virkni sem í því býr. Nú er nikkan ekki lengur nauð- beygð að völsum og polkum (sem eru samt ágætir á sinn hátt). Hún hæfir vel til flutnings nýrrar tónlistar, er óháð þríhljómum og skiptingu verka í laglínu og undirspil. Samt eimdi furðumikið eftir af gamla nikkust- ílnum í verkum þeim sem Ellegaard lék að þessu sinni. Danskir hafa líka löngum verið elskir að nikkudansin- um. Fyrst var þó rússneskt verk, eftir Kusiakow, í þessum rússneska prakkarastíl (eins og sum verk Pro- kofievs eða Kabalevskys). Allt það sem sónatan hafði sér til ágætis tókst Mogens Ellegaard. Tónlist Atli Ingólfsson Ellegaard að draga fram og varð hlustunin því til ánægju. Per Nörgaard er sennilega fræg- astur danskra nútímatónskálda og list hans hefur alltaf ferskt yfir- bragð, hann fetar ekki troðnar slóðir. Hann samdi „Introduktion & Toccata" árið 1952, áður en dragspil- ið varð svo þekkt sem konserthljóð- færi. Þá var hann aðeins nítján ára og tónlistin er sæmilega hefðbundin, en sýnir ágæta tónlistargáfu höfúnd- arins. „Dýragarður" Niels Viggos Bent- zons var heldur of líkur „Myndum á sýningu" Moussorgskys til að hrífa mann. Ég hef sennilega ekki nóg danskt umburðar- og léttlyndi til að njóta slíkrar tónsmíðar, sem auðvit- að var litrík og skemmtileg þrátt fyrir metnaðarleysið. Steen Pade er af yngstu kynslóð danskra tónskálda. „Udflugt med omveje“ er nokkuð langdregið, en kynningarorð Ellegaards, að verkið væri eins og landslag út um glugga bíls á ferð, ollu því að mér leiddist ekki, var meira að segja farinn að hristast úti á sveitavegi áður en yfir lauk. Nei, manni leiðist ekki að hlusta á Ellegaard. Sónötu Vagns Holmboe lék Elle- gaard svo frábærlega. Eftir Partítu Sveins Hundsnes, hins hálffertuga Norðmanns, fór ég svo að hugsa „eru Norðurlandabúar metnaðarlausir í tónsmíðum sínum eða bara á eftir?“ Þá sagði nikkan „nei“ og braust úr viðjum allra þessara hálfvolgu til- vitnana i ömmu hennar. „Flashing", verk Ame Nordheim hins norska, var hápunktur kvöldsins. Undurfal- legt ljóð þar sem blæbrigði og „eff- ektar“ hljóðfærisins vom ekki notuð sem hermilæti eða skraut, heldur urðu innviðir heilsteypts tónverks. Það er engin furða að tónskáld skuli tileinka Ellegaard verk. Hann hefúr fullkomið vald á að koma þeim til skila. Hljóðfæri hans á til ótal blæbrigði og hann nær þeim fram og notar af stöku næmi. Þessi við- kunnanlegi, næstum hversdagslegi Dani á til hita og kraft, tækni og listrænan metnað. Mér þótti metn- aðarins ekki gæta jafnsterkt hjá löndum hans, tónskáldunum. Nostalgía Nykopps Hlaövarpinn 24. júli, Lauri Nykopp lék á blásturshljóöfæri. í inngangsorðum sínum sagði Ny- kopp tónleika sína mundu verða nostalgíska. Hann hefur tvisvar áð- ur komið fram hérlendis og minntist þess með ánægju, og hann ákvað að íeika úr eldri verkum sínum. Hann byrjaði á tyrknesk-ættuðu lagi á tréflautu. Það var ljúf byrjun, ef menn vom komnir á tónleikana með þar til gerðu hugarfari. Að hlusta á Nykopp er nefnilega ekki eins og að fara á píanótónleika með ágætri vestrænni tónlist. Maður þarf að opna bakdymar og fá gegnumt- rekk í klassískan hugann. Austræn tónlist er nátengd hugleiðslu, hún er oft eins og hjálparméðal við hug- leiðslu. Sé maður reiðubúinn að hvíla kröfumar um formræna spennu má njóta hennar. Það er líka gott að hún var leikin á rétt hljóð- færi með loftmikinn tón sinn; hin hefðbundnu vestrænu hljóðfæri vekja allt aðrar væntingar og em reyndar byggð með markmið nánast gagnstæð hinum austrænu. Oft er því einkennilegt að heyra austræna tónlist leikna t.d. á selló, og reynt að þvinga fram í því auðmýkt sem það hefúr ekki. Þannig birtist viss nostalgískur hugblær í fyrsta verkinu. Annars merkir „nostalgía" upphaflega þann sársauka sem menn verða fyrir á ferðalögum, auðvitað þegar þeir hugsa heim. Ferðasársauki (sbr. grísku orðin „nostos" og ,,algeia“). Næstu verk Nykopps vom ferðir inn í hljómheim saxófónsins. Til að njóta þeirra varð maður að ferðast með af heilum hug, en ánægjan kostaði líka sársauka. Þannig er líka ferða- lag okkar í tímanum. I spunanum mætast sköpun og túlkun tónlistarinnar. Góður spuna- maður verður að vera góður skap- andi, en góður skapandi getur hann ekki orðið nema hann sé góður túlk- andi, þ.e. hafi fullkomið vald á hljóðfærinu til að sköpunin færist úr höfðinu í finguma. Spuni er leið- inlegur þegar fremjandinn kann ekki á hljóðfærið og fingumir em því ekki fullir af skapandi anda. Lauri Nykopp er spunalistamaður góður, og því fylgir maður honum óhikað gegnum sársauka ferðanna. Fyrst var spuni út frá austrænu stefi. Verkið vast upp í notkun tveggja eða fleiri nótna á sama tíma, að sjálfsögðu með stríði allra yfir- tónanna og tilheyrandi tónflökti. Eins og spuni verður æði oft, hafði verkið ris og svo stutt hnig. Snoturt. Annar spuninn byggðist aðallega á leik áðumefndra tví- eða þrí- hljóma. Þar beitti Nykopp ótrúlegu úthaldi sínu í hringöndun af miklu miskunnarleysi, svo menn misstu andann hvað eftir annað. Verkið hafði nokkuð greinilega ABA form, en Nykopp var svo vænn að anda á kaflaskilunum tveimur. Verkinu lauk á greinanlegum dúr-þríhljómi, sem kannski var skop eftir ógurleg átökin. Svo spilaði Nykopp brot úr verki sem flytja á við hlið helvítis. Það fannst mér krás. En ef hann spilaði til að vera hleypt inn segði skratt- inn: „Þú kemst ekki inn, því þú ert engill í djöfulskap þínum.“ Verkið tókst vel, en í lokin leiddist það út í aðkenningu að djass sveiflu, senni- lega til að blíðka þann í neðra, því eins og allir vita er djass uppáhalds- tónlist döfulsins og glataðra sálna. Síðast kynnti spinnarinn ástralska frumbyggjahljóðfærið dydgirí-dú. Það er notað til að magna seiði og vekja upp anda á blótum. Hljóð þess er dmngalegt en ekki mjög blæ- brigðaríkt. Þrátt fyrir stöðugan tóninn, sem Nykopp náði með hring- öndun, fannst mér vanta eitthvað á að andamir vöknuðu. Mér finnst ekki ótrúlegt að oftar séu tveir eða fleiri blásarar í kór, einkum til að ná sterkari hryn. Hér vom áhugaverðir, skemmti- legir, og, jú, nokkuð magnaðir tónleikar. Lauri Nykopp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.