Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1986, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986. Uflönd Sænskír prófessorar: Kol og olía Afleiðingar Chemobylslyssins eru smávægilegar í samanburði við þá gereyðileggingu á umhverfinu sem kol og olía valda. Þetta fullyrða prófessoramir Börje Larsson og Sven Kullander sem starfa við geislunarvísinda- deild Uppsalaháskóla í Svíþjóð. Segja prófessoramir að við brennslu á kolum, olíu og torfi aukist koldíoxiðmagnið í and- rúmsloftinu. Við það minnkar liitauppstreymi frá jörðu og hefur það i för með sér loftslagsbreytingu sem hafa mun geigvænleg áhrif á öflun mætvæla og vatnsbirgðir í heiminum. Prófessoramir segjast skilja hræðslu almennings en halda því fram að hún byggist á vanþekk- ingu. Reiknað hefur verið út að krabbameinstilfellum í Svíþjóð muni fjölga um fjögur á ári vegna Chemobylslyssins en þar fá núna um 25 000 - 30 000 manns krabba- mein á hverju ári. Á ráðstefhu Alþjóðakjamorku- stofhunarinnar í Vín í vikunni, þar sem fjallað var um Chemobylsly- sið, sögðu vestrtenir vísindamenn að krabbameinstilfellum mundi fjölga um 24 000 á næstu 70 árum á svæðunum í kringum Chemo- byl. Eftir að hafa fengið nánari upplýsingar segja þeir nú að krabbameinssjúklingum mimi fjölga um 2 000. Vilja sænsku prófessoramir líta á Chemobylslysið sem varúðar- merki sem fái menn til að íhuga ekki bara notkun kjamorku held- ur einnig brennslu á oliu, kolum og torfi. Peningamarkaður VEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur óbundnar R-9 Lb Sparirsikningar 3ja mán. uppsógn S.5-10 Ab.Lb.Vb 6mán. uppsögn 9.S-12.5 Ab.Vb 12 mán. uppsögn 11-14 Afa Spamaóur - Lánsréttur Sparaö í 3-5 mán. B-13 Ab Sp. Í6mán. ogm. 9-13 Ab Avísanareikningar y-7 Ab Hlaupareikningar 3-4 Lb.Sb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1 Allir 6mán. uppsögn 2.5-35 Lb Innlán með sérkjörum 8-16 Innlán gengístryggð Bandaríkjadalur 8-7 Ab Sterlingspund 8-10.5 Ab.Vb Vestur-þýsk mörk' 3.5-4 Ab Oanskar krónur 6-7.5 Ab.Lfa.Sb Útlán óverðtryggð Almennir vixlar(forv.) 15.25 Allir Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kgcog 19.5 Almenn skuldabréf(2) 15.5 Allir Vióskiptaskuldabréf (1) kg« Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 7-9 Utlán verðtryggð Skuldabréf Aö2.5árum 4 Allir Til lengri tima 5 Allir Utlán til framleiðslu Isl. krónur 15 SDR 7.75 Bandarlkjadalur 7.75 Sterlingspund 11.25 Vestur-þýsk mörk 6 Spariskirteini 3ja ára 7 4ra ára 8.5 6ára 9 Meó vaxtmiðum(4 ár) 8.16 Gengistryggð(5 ár) 8.5 Almenn verðbráf 12-16 Húsnæðislán 3.5 Lifeyrissjóðslán 5 Dráttarvextir 27 VlSITÖLUR Lánskjaravisitala 1483 stig Byggingavisitala 272.77 stig Húsaloiguvísitala Hækkaði 5% 1. júll HLUTABRÉF Söluveró að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnverós: Eimskip 200 kr. Flugleióir 140 kr. Iðnaóarbankinn 98 kr. Verslunarbankinn 97 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá flestum bönkum og stærri sparisjóðum. (2) Vaxtaálag á skufdabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. Skammstafanir. Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðar- bankinn, Ib = Iðnaðarbankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb=Verslunar- bankinn, Sp = Sparisjóðimir. Nánari upplýsingar um peninga- markaðinn birtast í DV á fimmtudög- um. Kamerún: Hætta á frekara gasuppstreymi Vísindamenn sögðu í gær að hætta væri á frekara gasuppstreymi í Kamerún þar sem 1.500 manns létust af völdum eiturgass úr Niosvatni í norðvesturhluta landsins í síðustu viku. Er vatnið hættulega heitt, að sögn ítalsks vísindamanns, og franskur eldflallafræðingur sagði að gas gæti streymt upp úr vatninu hvenær sem væri. Hjálpargögn berast nú hvaðanæva til þeirra sem lifðu af slysið en marg- ir þeirra liggja nú á illa útbúnum sjúkrahúsum vegna gaseitrunar og brunasára. Margir hafa misst öll sín skyldmenni og þann búskap sem þeir höfðu byggt afkomu sína á. Yfirvöld hafa átt fullt í fangi með að halda aftur af fólki sem vill snúa til heimkynna sinna til þess að huga að eigum sínum. Hætta er á að far- sóttir breiðist út ef öllum hræjum verður ekki brennt hið snarasta. Um 80 prósent íbúanna, sem eru tæpar tíu milljónir, leggja stund á landbúnað. Eigin olíuframleiðsla hefur átt þátt í velmegun landsins sem þarf ekki að flytja inn matvæli eins og nágrannalöndin í Vestur- Afríku. Kamerún var þýsk nýlenda þar til 1919 er Frakkar tóku við völdum. Landið hlaut sjálfstæði 1960 og hefur verið friðsælt þar þangað til fyrir tveim árum er tilraun var gerð til að steypa forsetanum, Paul Biya, af stóli. Norræna verkalýðsráðstefhan: Fvamkvæmda þórf í norrænu samstarfi Nú eru nákvæmlega 100 ár liðin síðan skipuleg verkalýðshreyfing hófst á Norðurlöndum. Var þess sérstaklega minnst við setningu 17. norrænu verkalýðsráðstefhunnar á miðviku- daginn í Gautaborg í Svíþjóð. Forsætisráðherra Svíþjóðar, Ingvar Carlsson, hélt setningarreeðuna og lagði hann áherslu á að auka þyrfti norrænt samstarf sem nú þarfnaðist endurskoðunar. Norðurlöndin ættu að vísa veginn fram á við í samskiptum sínum við önnur Evrópulönd. Formaður Landssamtaka verkalýðs- félaganna í Svíþjóð, Stig Malm, var ekki bjartsýnn á að hagkvæmur ár- angur næðist á ráðstefhunni sem að þessu sinni fjallar um umhverfismál, samvinnu og þróun Norðurlandanna. Sagði hann að samkomulag væri fyrir hendi um mörg atriði en nú væri nóg komið af umræðum. Stjómmála- menn þyrflu að láta til skarar skríða en svo virtist sem ríkisstjómimar fylgdust hver með annarri í laumi og þyrðu ekki að stíga fyrsta skrefið. Þrír formenn jafnaðarmannaflokka sátu 17. norrænu verkalýðsráöstefnuna. Ingvar Carlsson frá Sviþjóð, Kalevl Sorsa frá Finnlandi og Anker Jörgensen frá Danmörku. Zimbabwe riftir samningi við Suður-Afriku Robert Mugabe, forsætisráðherra Zimbabwe, tilkynnti í gær að hann ætlaði að rifta verslunarsamningi sem gerður hafði verið við Suður-Afríku fyrr í þessum mánuði. Kvað hann það gert til þess að lýsa yfir stuðningi við alþjóðlegar efnahagsrefsiaðgerðir sem beitt er gegn stjóminni í Suður-Afríku. Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Ind- lands, sagði í gær að Indland ætlaði að leggja fram tillögu á fundi hlut- lausra ríkja þess efnis að gerðar væm ráðstafanir til þess að veita þeim ríkj- um aðstoð sem bíða tjón af refeiað- gerðunum gegn Suður-Afríku. Walesa í yfirheyrslu Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, krafðist í gær lausnar allra samvisku- fanga í Póllandi eftir að lögreglan í Gdansk hafði yfirheyrt hann um sam- band hans við neðanjarðarhreyfing- una. Walesa sagði að hann hefði verið spurður um tengsl sín við Zbigniew Bujak, leiðtoga neðanjarðarhreyfing- ar Samstöðu, en hann var handtekinn í maí síðastliðnum eftir að hafa farið huldu höfði í fjögur ár. Neitaði Wal&sa að svara öllum spumingum lögreglunnar. Tveir aðrir andstæðingar stjómarinnar vom yfir- heyrðir í Varsjá. Eftirlitsnefiid innan kirkjunnar álít- ur að um 350 samviskufangar hafi verið í haldi éður en sérstakar undan- þágur vom veittar. Um áttatfu föngum hefur verið sleppt síðan í júlí. Walesa hvetur stjómvöld til þess að sleppa öllum samviskuföngum úr haldi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.