Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1986, Page 10
54
LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1986.
Með þessu rís hann gegn hefð sem
rekja má aftur til kreppuáranna og
stjómartíðar Roosevelts. Þama er
við ramman reip að draga og hug-
myndir Reagans um samdrátt fjarri
því að auka honum vinsældir. Reag-
an á það einnig til að taka upp
baráttumál sem fyrir löngu em töp-
uð.
Skortur á dómgreind?
f kosningabaráttunni árið 1980
vildi Reagan halda áfram að berjast
fyrir óbreyttri stöðu Taiwan og
styðja kröfur stjómarinnar þar til
valda á meginlandi Kína. Hann var
þó um síðir talinn á að gleyma mál-
inu og Ieggja áherslu á aðra hluti.
Samt sýnir þetta mál þrjósku Reag-
ans sem oft kemur honum í koll.
Upphaf afskipta Reagans af stjóm-
málum má rekja til ársins 1940. Þá
bauð hann sig fram til þings fyrir
demókrata en náði ekki kjöri. Það
var ekki fyrr en árið 1962 sem hann
skipti um flokk og hóf að starfa fyrir
repúblikana og hefur verið einn af
áhrifamönnum þess flokks síðan.
Þegar eftir að ósigur Goldwaters
varð ljós árið 1964 hóf hann að gagn-
rýna flokksmenn sína fyrir að hafa
ekki stutt sinn mann af alhug. Hann
líkti þeim flokksmönnum, sem ekki
höfðu fylgt Goldwater, við svikara
og taldi þá gengna í lið með sósíalist-
um.
Þá þegar kom fram sú hugmynd í
Repúblikanaflokknum að útnefna
Reagan sem næsta forsetaefni
flokksins. Það væri þó maður sem
gæti barist við „sósíalistana“. Svo
fór þó ekki heldur var ákveðið að
hann reyndi sig við embætti ríkis-
stjóra í Kalifomíu. Repúblikaninn
Georg Murphy náði góðum árangri
þar í kosningum til öldungadeildar-
innar. Reagan vann auðveldan sigur
í ríkisstjórakosningunum í Kalifor-
níu árið 1966. Síðar minntist hann
þessara kosninga sem einstaklega
auðveldra. Hann hafi jafnvel getað
lagt sig síðdegis þá daga sem kosn-
ingabaráttan stóð.
Leikarinn sigraði
Eftir kosningamar var mest mál
gert úr ósigri demókrata. Þeir hafi
treyst á að kvikmyndaferill Reagans
mundi rýra álit almennings á honum
sem stjómmálamanni. Reyndin varð
allt önnur þá og hefur alla tíð verið
á þann veg. Það hefur aldrei dugað
að lýsa honum sem ómerkilegum
kvikmyndaleikara.
Þessi sigur Reagans í Kalifomíu
varð til að auka trú hægri arms
Repúblikanaflokksins á Reagan sem
vænlegum forsetaframbjóðanda.
Þeir áköfustu rem að því öllum árum
að koma honum að þegar árið 1968.
Reagan neitaði því í fyrstu og ætlaði
að sitja áfram sem ríkisstjóri í Kali-
fomíu. Þar kom þó að hann gaf kost
á sér gegn Nixon sem hafði betur.
Það var síðan ekki fyrr en árið 1976
að Reagan gaf aftur kost á sér eftir
að repúblikanar höfðu gengið í gegn-
um mesta niðurlægingarskeið sögu
sinnar eftir Watergatehneykslið.
Frækinn sigur
Sagt var að alla alvöm hefði vant-
að í framboð Reagans fyrst þegar
hann reyndi. Árið 1976 var annað
uppi á teningnum. Hann var ákveð-
inn í að ná útnefhingu en varð frá
að hverfa fyrir Gerald Ford sem síðan
tapaði í forsetakosningunum fyrir
Jimmy Carter. En í kosningunum
árið 1980 var röðin óumdeilanlega
komin að Reagan. Hann lagði allt
undir og vann glæstan sigur á Cart-
er.
Reagan var í sturtu þegar andstæð-
ingur hans hringdi og óskaði honum
til hamingju með embætti forseta
Bandaríkjanna. Þar með var sonur
skósalans frá Tampico kominn í eitt
valdamesta embætti heims. Hann
ætlaði að verða fótboltastjama en
náði því aldrei. Hann ætlaði að verða
kvikmyndastjama en náði því heldur
ekki. Það hafði gengið á ýmsu fram-
an af ferli hans sem stjómmála-
manns en þar kom að hann varð
yfirburðasigurvegari.
Daginn eftir rifjaði hann á blaða-
mannafundi upp sögu sem Abraham
Lincoln átti að hafa sagt eftir að
hann var kjörinn forseti i fyrsta sinn.
„Nú er erfiðinu lokið hjá ykkur,“
sagði hann við blaðamennina, „en
vinnan er rétt að byrja hjá mér.“
Þetta er enn eitt dæmið um ánægju
Reagans af að segja allt með stuttum
sögum. Hann var sannarlega í essinu
sínu þennan dag.
Þjóðarstoltið
Hann hikaði ekki við að taka sam-
líkingu af Lincoln sem er nánast
helgur maður í Bandaríkjunum. Re-
agan gerði það hiklaust því fátt í
sögu Bandaríkjanna vekur upp
sterkari þjóðemistilfinningu en
minningin um Lincoln. Það var því
ljóst frá fyrsta degi hvaða stíl Reagan
ætlaði að tileinka sér í Hvíta húsinu.
Nú átti að hefja Bandaríkin aftur til
fyrri virðingar eftir mörg áföll á liðn-
um áratug.
Reagan dró ekki dul á að hann
kunni vel við að vera líkt við stór-
mennin í sögu Bandaríkjanna.
Mörgum þykir hann líkastur Eisen-
hower í að láta forsetaembættið líta
út eins og því fylgi ekki meira erfiði
en að stjóma smábæ. Og trúna á
framtíð Bandaríkjanna eiga þeir
sameiginlega og ef til vill það einnig
að vilja ekki gera hlutina flóknari
en þeir þurfa að vera. Reagan hefur
heldur ekki áhuga á að hafa of mik-
il afskipti af stjóm ríkisins. Hann
leggur mikið upp úr að velja sér
hæfa ráðgjafa og lætur sér nægja að
leggja línumar.
Embætti forseta virðist heldur ekki
reyna mikið á Reagan. Hann hefur
lítið látið á sjá eftir að hann kom í
Hvíta húsið. Það er ólíkt Carter sem
virtist eldast mjög ört eftir að hann
var forseti. Hann virðist taka lífinu
létt. Sem stjómmálamaður er hann
hreinn og beinn en virðist jafnvel
bamalegur á köflum og tekur það
ekki nærri sér þótt honum verði á í
messunni. Að baki sér á hann ekki
ýkja öflugt eða fjölmennt lið. Honum
hefur aldrei verið sýnt um að mynda
bandalög í pólitíkinni. Hann hefur
mest hugsað um að koma til dyranna
eins og hann er klæddur og annað
hvort dugar það eða ekki.
Ekki svo gamall
Hann leggur mikið upp úr að eyða
öllum áhyggjum almennings af aldri
sínum. Hann vill láta líta út fyrir að
hann sé fær í flestan sjó þrátt fyrir
aldurinn og virðist hafa tekist allvel
upp í því. Þegar hann var endurkjör-
inn árið 1984 sagði hann að þetta
væri aðeins byrjunin. Samt er erfitt
að fá fólk til að gleyma því algerlega
að maðurinn er á áttræðisaldri.
Þegar Reagan er líkt við Eisen-
hower gleymist oft að Reagan á ekki
að baki þá reynslu í hemaði sem réð
mestu um að Eisenhower var kjörinn
til forseta. Fyrir vikið nýtur Reagan
ekki þess trausts, þegar kemur að
hermálum, sem Eisenhower gerði.
Eisenhower var af almenningi talinn
vera snillingur í herstjómarlist. Þar
verða menn oftar til að líkja Reagan
við rata. Hann er jafn yfirlýsinga-
glaður þegar kemur að viðkvæmum
þáttum í utanríkisstefnum Banda-
ríkjanna og í öðmm og léttvægari
málum. Sem forseti hefur hann hugs-
að mest um að vekja stolt Banda-
ríkjamanna að nýju en gerir sér ekki
rellu út af leiðunum að því marki.
Ekkert mál að vera forseti
Margir segja að í embætti forseta
fylgi Reagan sömu stefnu og þegar
hann var ríkisstjóri í Kalifomíu.
Þegar Reagan hefur háð kosninga-
baráttu eftir að hann var ríkisstjóri
hefur hann oft bent á að Kalifomía
sé meðal stærstu ríkja heims og staða
ríkisstjóra eitthvert umsvifamesta
embætti í bandarískum stjómmálum.
Það sé því bitamunur en ekki fiár á
embættum ríkisstjóra í Kalifomíu
og forsetaembættinu.
Hann hefur minna viljað gera úr
því að ríkisstjóri Kalifomíu hefur
ekki utanríkismál á sinni könnu, þar
þarf ekki að leggja fé til landvama
og litlar áhyggjur að hafa af stjórn
efnahagsmála á landsvísu. Samt
leggur Reagan áherslu á að stjórn
ríkisins sé þegar allt kemur til alls
einföld og auðveld.
Enginn efast þó um að vandamálin
í samskiptum risaveldanna eru allt
annað en einföld. Meðal Bandaríkja-
manna hefur stundum borið á ótta
við að Reagan sé ekki nægilega út-
smoginn til að mæta fulltrúunum frá
Kreml. Þar hafist aðeins við refir sem
leiki á forsetann þegar kemur að við-
kvæmum málum. Þannig verður stíll
forsetans bæði til að tryggja honum
vinsældir og vekja upp efasemdir um
hæfni hans.
En Reagan ætlar að hitta Gor-
batsjov í Reykjavík og lætur lönd
og leið allar efasemdir um að hann
hafi ekkert í klæmar á rússneska
birninum að gera. En það er á fund-
um sem þessum sem fram kemur hvað
í gamla manninum býr.
GK
Hamingjusöm fjölskylda í Hvíta húsinu.