Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1987, Blaðsíða 16
58 LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987. Sérstæð sakamál Þau voru rík, ung og myndarleg, læknirinn og kona hans, fyrrver- andi fegurðardrottning. Þó fór svo að Jim Clint var ákærður fyrir að hafa myrt Joyce Clint. Réttarhöld- in hófust daginn sem þau hefðu haldið upp á fimmtán ára brúð- kaupsafmæli sitt. Bátur í þokunni Það lá dimm þoka yfir Miss- issippiánni þetta síðdegi í mars- mánuði 1983 þegar stangaveiði- mennirnir Joe Bass og Will Penny voru að renna. Reyndar var þokan svo mikil að þeir sáu ekki handa sinna skil. Allt í einu heyrðu þeir þó í mótor- báti skammt frá. Nokkrum augnablikum síðar birtist báturinn svo rétt hjá þeim. Hann fór svo nærri að hann straukst við þá á leið sinni upp ána. Veiðimennimir tveir litu á manninn sem var í honum en köst- uðu svo aftur. í bátnum hafði Jim Clint læknir verið. Hann varkunn- ur og talinn vel efnaður. Veiði- mennirnir sögðu því hvor við annan að það gæti varla verið af nauðsyn að Clint hefði verið þarna á ferð í þokunni. Og það var ein- mitt hennar vegna að Joe Bass og Will Penny minntust þess að hafa séð lækninn þennan marsdag. Einn af þeim heppnu Jim Clint var einn af þeim sem - menn töldu hafa haft heppnina með sér í flestu ef ekki öllu í lífinu. Allt frá því hann var ungur virtist allt hafa gengið honum í haginn. Hann var af góðri fjölskyldu, var góður íþróttamaður, prýðisgóður læknir og vísindamaður. Þá var Þveráln. örln sýnir fundarstaðinn. hann myndarlegur og naut að- dáunar margra kvenna í St. Louis. Á meðan hann var í skóla þar í borg kynntist hann ungri stúlku sem var fegurðardrottning skólans. Það var árið 1966. Hún hét Joyce Monahan. Þremur árum síðar giftu þau sig. Þá hafði hann lokið prófi. Hann var þá tuttugu og eins árs en hún átján ára. Stóðu sig vel Unga fólkið stóð sig betur en flestir höfðu búist við og það varð brátt flestum ljóst sem til þeirra þekktu. Clint ók um í silfurgráum Cadillacbíl en kona hans í bláum Mecedes Benzbíl. Hann hafði mikið að gera því sjúklingar flykktust til hans enda var hann bæði góður læknir og myndarlegur í útliti. Kona hans sneri sér aftur á móti að góðgerðarstarfsemi og því urðu þau fyrirmyndarhjón í flestra aug- um. Nú liðu árin í velmegun og enn sem fyrr virtust hjónin hafa allt með sér. Þau keyptu sér hús úti í sveit og fóru í ferðalag til Evrópu. Áhugi á hraðbátum Ferðalögin til Evrópu urðu fleiri en eitt og uppáhaldsstaður hjón- anna varð eyjan Ibiza. Þar kynntist Jim Clint hraðbátum og brátt fékk hann mikinn áhuga á þeim. Loks keypti hann þar bát sem honum leist vel á og lét flytja hann heim til Bandaríkjanna. Heima fyrir tal- aði hann svo oft um það við vini sína og kunningja hve gaman hann hefði af því að sigla á bátnum. Það átti þó ekki fyrir honum að liggja að fara eingöngu í skemmtisigling- ar á honum og til þess lágu ástæður sem nú verður greint frá. Hjónabandsvandræði Það var nefnilega ekki allt sem sýndist í sambúð Jims og Joyce Clint. Læknirinn átti margar vin- konur og að minnsta kosti eina fasta hjákonu en það gat kona hans ekki fellt sig við. Reyndar hafði Joyce Clint á orði við nánustu vin- konur sínar að sá dagur kæmi er hún tæki málið föstum tökum. Joyce beið eftir því að geta safnað nógu haldgóðum gögnum gegn manni sínum til þess að geta kraf- ist þess fyrir rétti að hún fengi skilnað. Þá ætlaði hún að kasta manni sfnum á dyr á skyrtunni einni saman eins og hún komst eitt sinn að orði. Joyce hverfur í mars 1983 tóku vinkonur Joyce eftir því að hún var horfm að heim- an. Hún hafði ekki sagt neinni þeirra hvert hún var að fara. Jim Clint bjó nú einn í húsi þeirra hjóna. Aðspurður um konu sína sagði Jim að hún hefði farið í ferðalag þar eð hún hefði ákveðið að fara fram á skilnað. Hefði hún haft á orði að snúa ekki heim fyrr en nið- urstaða í skilnaðarmálinu lægi fyrir. Hélt Jim fast við þessa skýr- ingu og vildi ekki breyta henni er blái Mercedes Benzbíllinn fannst mannlaus skammt frá Mississippi- ánni og í næsta nágrenni við ódýrt mótel. Beðið um lögreglurannsókn Vinkonur Joyce fóru þess nú á leit við lögregluna að hún rannsak- aði hvarfið. Hún ræddi við Jim Clint sem sagðist hins vegar ekkert um hvarf konu sinnar hafa að segja. Hvað væri einkennilegt við að kona hans hefði farið í frí?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.