Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1987. 29 Iþróttir Fæ aldrei annan Asa - segir Hinrik Ragnarsson, vörubifreiðastjóri og hestamaður hann Johannes Hoyos,“ segir Hinrik. Svo skemmtilega vill til að þegar Asi varð töltmeistari var keppt á nýjum keppnisvelli í Víðidalnum sem Hinrik hafði búið til ásamt félögum sínum. Vellinum hefur verið gefið nafn og heitir auðvitað Asavöllur enda var Asi að sögn kunnugra einn mesti skörungur sem hefur fótum troðið Víðidalinn. „Þegar ég felldi Asa, 25 vetra, fór ég með hann vestur í Borgarfjörð og þar var hann heygður í túnjaðrinum á Þorgautsstöðum þar sem hann fæddist. Ég ætla svo að reisa honum minnisvarða einn góðan veðurdag og halda erfisdrykkju," bætir Hinrik við. „Ég fæ aldrei annan Asa,“ segir Hinrik. Hestamennsku iðkar öll fölskylda Hinriks. Ragnar sonur hans er fræg- ur tamningamaður og knapi og skein sól hans skærast er hann varð Evr- ópumeistari í Hollandi á lánshesti. Hestar fslendinganna höfðu veikst. Dóttir Hinriks, Edda, og maður hennar, Bragi Ásgeirsson tannlækn- ir, hafa getið af sér sigursæla knapa, Hinrik og Guðrún Eddu. Mikið sam- starf er hjá fjölskyldunni og eru hestar hennar hafðir saman. Þeir Ragnar og Hinrik yngri starfa við tamningar saman. „Churchill sagði: „Ef þú vilt að sonur þinn verði góður maður, gefðu honum hest,“ segir Hinrik. „Raggi sonur minn fékk áhuga á hestum strax er hann var 8 ára gamall. Ég man það er hann kom heim með gamlan hóf og var að þykjast vera að járna hófinn. Síðan hefur hann verið í hestamennskunni af fullum krafti. Það er ekki hægt að hafa þetta Hinrik og Viðauki. betra en að öll fjölskyldan sé í þessu saman,“ segir Hinrik. „Ég fer alltaf á hestbak þegar ég hef tíma til þess. Nú eru hestamenn að byggja upp hesta sína fyrir sýn- ingar eða keppni og svo einnig fyrir ferðalög í sumar. Hestamenn fara mikið í löng ferðalög á sumrin og eiga yndislegar stundir saman. Flest- ir eru að þessu að gamni sinu og ótrúleg aukning hefur verið í hesta- mennskunni undanfarin ár,“ segir Hinrik. „Elsku vinur. Var ég búinn að segja þér frá því þegar ég kom með sendibílstjórann hingað í hesthúsið. Hann vildi fá að pissa í hesthúsinu og ég leyfði það. Ég var með þriggja vetra graðhest í hesthúsinu og tók eftir því að hann hengdi hausinn og grét. Ég hélt að eitthvað væri að honum og fór til hans Brynjólfs (Sandholt dýralæknis. Innskot ej) og sagði honum að graðhesturinn væri veikur og lýsti því fyrir Brynjólfi hvað væri að. Hann spurði hvernig sendibílstjórinn hefði staðið og ég sagði að hann hefði snúið fram og þá sagði Brynjólfur: „Þetta liggur ljóst fyrir, hesturinn hefur fengið svona heiftarlega minnimáttar- kennd." „Já, elsku vinur. Jæja. Það þýðir ekki að vera að þessu hangsi. Hestarnir bíða," segir Hinrik og er rokinn á honum Viðauka sínum. EJ. „Þennan hnakk hef ég átt í 16 ár. Hann endist vafalaust í önnur 16 ár í viðbót.“ DV-myndir EJ vík síðan árið 1935 er ég fluttist frá Hellissandi. Ég hef lengst af verið vörubílstjóri, byrjaði að aka í júní 1941. Hestamennskan byrjaði svo árið 1952 og var ég fyrst með hestana í Skipasundinu þar sem ég hef búið síðan 1946. Síðar flutti ég í Víðdal- inn,“ segir Hinrik. „Hann Ragnar sonur minn gaf mér Asa minn árið 1965. Asi var glæsi- hestur. Það er eitt orð yfir hann, glæsihestur. Hann var mikill brokk- ari og töltari og duglegur í ferðalög- um. Ég var kátur er ég sat á Asa. Hann var eins og flestir vilja hafa hesta sína. Asi sigraði þrisvar í firmakeppni Fáks. Tvisvar sat ég hann sjálfur en einu sinni Freyja Hilmarsdóttir í unglingakeppni. Ási vann svo fyrstu töltkeppni sem háð var hér á landi árið 1977 en þá sat Þegar vinnu lýkur virka daga og um helgar kviknar líf í Víðidalnum í Reykjavík er hestamenn flykkjast þangað til að njóta samvista við fáka sína. Veðrið hefur verið einstaklega gott í vetur, jörð frostlaus og því mjúk fyrir hófa hestanna. Mikil ásókn hefur verið í hesthúsplássin í Víðidalnum og hver fermetri gjör- nýttur. Einn þeirra hestamanna, sem er fastagestur í Víðdalnum, er Hinrik Ragnarsson vörubifreiðarstjóri. Hann þekkja flestir þeir sem hafa verið í Víðidalnum undanfarin ár. Hann reið um á Asa sínum hér á árum áður, brúnum glæsilegum tölt- ara, en nú er Ási fallinn og því er það Viðauki sem öll athyglin beinist að. „Ég er búinn að vera hér í Reykja- Kæri lesandi. Ég var beðinn að skrifa nokkrar íþróttahugleiðingar í DV um þessa helgi sem nú er liðin, ég var marg- spurður að því hvort mér litist ekki vel á að taka slíkt að mér og ég svaraði jafhoft að mér litist engan veginn á það en skyldi samt reyna að hripa eitthvað niður á blað. Þessi formáli er því nokkurs konar aðvörun til þín, lesandi góður, hættu að lesa. Um íþróttir almennt get ég alls ekki skrifað ]>ar sem fótboltinn á þess vegna er ég jafnhissa á að sjá aðra leikmenn þar. Nú er erfitt að gagnrýna vegna þess að þeir leik- menn, sem ég persónulega vildi hafa í hópnum, gætu jafnvel hafa verið valdir en ekki gefið kost á sér af ýmsum ástæðum. Ég tel að landsliðsnefnd eigi að tilkvnna hverja hún velur hverju sinni, þar með talið þá sem ekki einhverra hluta vegna geta tekið þátt í verk- efninu. Það myndi örugglega minnka þá gagnrýni sem oft er á valið. En svo kemur að verkefninu • „Við skulum viðurkenna þetta með því að heimila greiðslu til leikmanna bæði við félagaskipti og eins fyrir æfingar og leiki ef félag- inu sýnist svo. Þetta virkar sem hvati á leikmenn og félagið getur betur gert kröfur til leikmanna. Því skulum við endurskoða áhuga- mannalögin með þetta í huga.“ hug minn allan á íþróttasviðinu, þó ég reyni að fylgjast með öðrum íþróttum eins og hver annar. Þar af leiðandi ætla ég að reyna að fylla kvótann með einhvers konar rugli um knattspymu eða mál viðkom- andi henni og byrja því á landslið- inu. Nú er nýbúið að velja landslið til keppnisfarar til Kuwait sem er að verða fastur liður í undirbúningi landsliðsins okkar og mjög góður. Engu að síður er maður alltaf gagnrýninn á notagildi slíkra leikja þegar svo virðist sem valið sé í litlu samhengi við komandi verkefni. Þetta segi ég vegna þess að nokkurra leikmanna sakna ég að sjá ekki í hópnum og kannski styrkt getur liðið. Ef hann gerir það þá er hann nógu góður til að taka að sér þjálfun. Þetta er að sjálf- sögðu ærið verkefni að vinna að fyrir nýendurvakið Þjálfarafélag Islands. Áður en ég hætti þessum skrifum langar mig að minnast á félaga- skipti leikmanna sem nú eru svo mjög farin að tíðkast. Er ekkert nema gott um þau að segja, sér- staklega fyrir þá leikmenn sem ekki sjá fram á að komast í sitt lið, þá er eðlilegt að þeir skipti yfir í og þá koma flestir þessara leik- manna ekki til greina í liðið. Þá er spurningin hversu mikilvægur liður í undirbúningnum eru slíkar ferðir. Um þetta er hægt að haf'a langt mál og rökræða fram og aftur en eins og sagt er í upphafi greinar- innar þá eru þetta bara hugleiðing- ar og ber að taka þær som slíkar. Þjálfaramál hafa vakið athygli rnína undanfarið þar sem mikill hörgull virðist vera á þjálfurum þessa dagana. Við nánari athugun kemur i ljós að þetta er alls ekki rétt þar sem við eigum mikið af frambærilegum þjálfurum, en það er bara alls ekki þjálfari sem mörg liðin eru að leita að, þau eru fyrst og fremst að leita að leikmanni sem annað félag. Þeir eru nú einu sinni í þessu til að fá að spila knatt- spyrnu, ekki bara til að æfa og sitja síðan á varamannabekk heilu tímabilin. Sem sagt mjög eðlilegt, og rangt að agnúast út í menn sem stíga þessi þungu skref. Reglur um félagaskipti finnst mér að mætti skoða og helst breyta þeim á þann hátt að félagaskipti væru frjáls til 1. júní, eftir þann tíma væri óheimilt að skipta um félag fyrr en 1. desember. Félaga- skipti taki gildi 10 dögum eftir að • Knattspyrnumenn okkar æfa á veturna við rysjótt tíðariar. Margir vilja taka upp greiðslur til þeirra. Ingi Bjöm Albertsson skrifar: leikmaður hefur tilkynnt stjórn síns félags og stjórn KSÍ þau, sem sagt, fella niður undirskrift félags og láta undirskrift leikmanns duga. Þetta tel ég nauðsynlegt þar sem mörg dæmi eru um það að félögin hafi tafið félagaskipti leikmanna að óþörfu. Það hvort leikmaður er skuldlaus við félag sitt eða ekki verður að útkljá eins og þau mál eru meðhöndluð á öðrum vettvangi í þjóðfélaginu. Að lokum um „kaup“ á íslenskum leikmönnum innanlands. Hvað sem hver segir þá er þetta staðreynd og að þeim leikmönnum sem segja annað er hlegið. Við skulum viður- kenna þetta með því að heimila greiðslu til leikmanna bæði við fé- lagaskipti og eins fyrir æfingar og leiki ef félaginu sýnist svo. Þetta virkar sem hvati á leikmenn og félagið getur betur gert kröfur til leikmanna. Því skulum við endur- skoða áhugamannalögin með þetta í huga. Og svo alveg í lokin vegna lottó/ getrauna. Mér þykir súrt að sjá getraunir kikna undir samkeppn- inni við lottó og vil leggja til að lottó-kvöldin verði framvegis á miðvikudagskvöldum þar sem ég tel að lottó myndi ekki tapa neinu við slíka tilfærslu en getraunir myndu örugglega endurheimta eitthvað af sínum fyrri viðskipta- vinum. Með kærri Vals- og Arsenal- kveðju. Ingi B. Albertsson Þekktir íþróttamenn skrifa um íþróttaviðburði liðinnar viku: „Endurskoðum áhugamannalögin"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.