Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987. 21 Pet Shop Boys og fleiri góðir verða á skjánum á sunnudag klukkan þrjú. Sjónvarpið sunnudag kl. 15.00: RokJshátíð Sjónvarpið laugar- dag kl. 22.20: Hirðfíflið - bíómynd í léttum dúr Bandaríska bíómyndin Hirðfíflið er í léttum dúr, frá árinu 1955. Hún gerist á hinum myrkru miðöldum þar sem harðstjóri einn hefur hrifs- að völdin. Þá leynir flokkur skógarmanna réttbornum ríkisarfa og bíður færis á kúgaranum ógur- lega og tekst að koma einum manna sinna í konungsgarð í gervi hirðfífls. Myndin er full af skondn- um og líflegum uppákomum. Leikstjóri hennar er Norman Panama en aðalhlutverk leika Danny Kaye, Glynnis Johns, Basil Rathbone, Angela Lansbury, Cecil Parker og Mildred Natwick. I Þráðum snýst hið óvenjulega barnsfaðernismál um þessa ungu stúlku. í Dortmund Poppunnendur ættu að geta unað hag sínum vel þessa dagana því þriðji þátturinn í röð frá rokkhátíðinni í Dortmund verður.sýndur í sjón- varpinu á sunnudag. Hann er frá því í desember á síðastliðnu ári. Fjöldinn allur af söngvurum og hljómsveitum kom þar fram. Að þessu sinni skemmta Frankie Goes to Hollywood, Spandau Ballet, Bob Geldof, Sandra, Peter Cetera, Modern Talking, Kim Wilde, Pet Shop Boys, Sigue Sigue Sputnik, Go West og ef af líkum lætur verða fleiri poppstjörnur á skjánum. bíða eftir Jesper Olsen, hin danska hetja, hefur staðið sig með eindæmum vel i bresku víglinunni. Sjónvarpið kl. 14.55: Leikur sem allir í ensku knattspymunni Bein útsending verður í sjónvarpinu á leik Manchester United og Everton í enska fyrstu deildar fótboltanum á laugardag og hefst hann nákvæmlega klukkan fimm mínútur fyrir þrjú svo enginn knattspymuaðdáandi missi af einni mínútu. Þetta mun vera ein mest spennandi viðureignin sem háð hef- ur verið í vetur hjá þessum tveimur „ríkustu félögum í fyrstu deildinni. Manstettirjúnætid hefur aðeins tapað einum leik af þeim síðustu ellefu sem það hefiur leikið og áhorfendaskarinn mun ekki láta á sér standa því Manc- hester United-liðinu fylgja iðulega um 50 þúsund aðdáendur. Stöð 2 sunnudag kl. 21.20: Þræðir - bandarísk sjónvarpsmynd Hin víðfræga sjónvarpsmynd Þræðir (Lace) verður sýnd í tveim- ur þáttum á Stöð 2, sá fyrri er á sunnudagskvöld en seinni er á þriðjudagskvöld 3ja mars. Þræðir er bandarísk sjónvarpsmynd með Brooke Adams, Deborah Raffin, Arielle Dombasle og Phoebe Cates í aðalhlutverkum og segir frá þremur ungum kvenmönnum (vin- konum) er lif þeirra tekur allt í einu óvænta stefnu og þær þurfa að hylma yfir með hver annarri í mjög svo óvenjulegu barnsfaðern- ismáli en þræðirinir leysast áður en yfir lýkur. Bylgjan sunnudag kl. 15.00: Reynslusaga ungs mairns - hjá Þorgrími Þráinssyni Þorgrímur Þráinsson verður að vanda með þátt sinn á sunnudag milli þrjú og fimm. Þar mun hann fá gest í heimsókn, sem að þessu sinni er Gísli Örn Arnarsson, nemi í Vélskóla íslands, sem varð fyrir þeirri óhugnanlegu lífsreynslu í marsmánuði á síðastliðnu ári að lenda i spili á bát frá Ólafsvík sem leiddi til þess að hann var nær dauða en lífí og hlaut mikla áverka af. Slys þetta hafði þær afleiðingar í för með sér að það þurfti að taka aðra höndina af honum alveg upp að handarkrika. Þessi ungi maður, reynslulaus með öllu, vann tveggja manna starf. Þorgrímur ætlar að forvitnast um tildrög slyssins og hvaða afleiðing- ar þetta hefur haft í för með sér varðandi það að fara í skóla aftur og læra að skrifa að nýju og yfir- leitt að takast á við lífið. En vonandi verður þetta öðrum víti til varnaðar. Auk þessa mun Þorgrím- ur leika tónlist úr ýmsum áttum. Richard Gere og David Keith leika foringja og fyrirmann í samnefndri mynd. Stöð 2 laugardag kl. 22.15: Foringi og fyrirmaður Óskarsverðlaunamyndin An officer and a gentleman eða Foringi og fyrirmaður með Richard Gere, Debra Winger. Louis Gossett jr., sem fékk óskarsverðlaun fyrir leik sinn í þessari mynd, og David Keith verður sýnd á laugardagskvöldið á Stöð 2. Myndin segir frá ungum „herramanni", Zack að nafni, sem á þá ósk heitasta að komast í flugher Bandaríkjamanna. Hann leggur leið sína i offíseraskóla og á þrettán vikum á hann að ganga í gegnum agaskóla hersins sem aðeins fáir standast. Zack fellur flatur fyrir stúlku sem býr í grennd herskólans. Það fellur ekki í kramið hjá yfirmanni sem reynir að gera honum lífið leitt. Lagið í myndinni, It will lift you up where you belong, fékk einnig óskarsverðlaun. Múmínsnáðinn, Friðriksson, joxarinn og ráðdýrið höfðu sloppið með skrekkinn þegar Sjávarhljómsveitin strandaði á ókunnri strönd. RÚV laugardag Id. 16.20: Ævintýri Múmínpabba Fluttur verður fjórði og síðasti þáttur um Ævintýri Múmínpabba eftir Tove Jansson og Camilla Thelestam í þýðingu Þórarins Eldjárn. Leik- stjóri er Stefán Baldursson. Múmínsnáðinn, Friðriksson, joxarinn og ráðdýrið höfðu sloppið með skrekkinn þegar Sjávarhljómsveitin strandaði á ókunnri strönd. Eftir að hafa óvænt rekist á drontann Eðvarð og blíðkað hann með kænsku sinni héldu þeir félagar í könnunarleiðangur. Skömmu seinna hittu þeir litlu dóttur Mýlmu sem vildi óð og uppvæg fara með þá í garðveislu kóngsins þar sem þeir mættu búast við ýmsum skemmtilegum hremmingum. Aldr- ei höfðu þeir félagar tekið þátt í jafnskemmtilegri og taugastrekkjandi veislu. Þeir ákváðu þegar að gerast landnemar á eyju þar í grennd og Friðriksson þáði boð kóngsins um að gerast sérlegur uppfinningamaður hans á sviði hryllingstækja til skemmtunar. Leikendur í þessum fjórða og síðasta þætti eru 18 talsins en í hlutverki Múmínpabba er Þorsteinn Ö. Stephensen.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.