Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1987, Blaðsíða 5
FOSTUDAGUR 15. MAl 1987. aðallega úr járni, steinsteypu, pappa og lituð. Gallerí Gangskör: rsýning Þórdísar þau verk í Gallerí Gangskör en Þórdís er einn af stofnfélögum Gangskarar. Þórdís stundaði nám í Mynd- lista-og handíðaskóla íslands á árunum 1980 til ársins 1984 og út- skrifaðist þaðan úr myndmótunar- deild. Veturinn 1985 til 1986 nam hún við Akademie der Bildeden Kúnste í Múnchen. Flest verk Þórdísar á sýningunni eru unnin á þessu ári. Þau eru aðallega úr járni, steinsteypu, pappa og lituð. Menningarstofnun Bandaríkjanna: Anna Fugaro sýnir litríkar myndir Anna Fugaro opnaði í gær sýn- ingu á collagemyndverkum sínum í sýningarsal Menningarstofnunar Bandaríkjanna að Neshaga 16. Hún sýnir þar yfir 20 myndverk, öll unnin á þessu ári og eru þau öll til sölu. Anna hefur haldið nokkrar sýningar hér á landi, þar á meðal í Hlaðvarpanum fyrir ári. Þar sýndi hún og mun sýna nú lit- ríkar blómamyndir, erótískar myndir og myndir úr daglega lífinu. Sýningin er opin daglega frá kl. 9.00 til kl. 17.30 og um helgar er opið frá kl. 14.00 til 22.00. Lista- konan mun sjálf vera á staðnum frá kl. 14.00. Sýningunni lýkur þriðju- daginn 26. maí kl. 17.30. Samkór Trésmiðafélags Reykjavíkur heldur sína árlegu vortónleika í Lang- holtskirkju sunnudaginn 17. maí kl. 16. Á efnisskránni eru bæði innlend og erlend lög. Söngstjóri er Guðjón Böðvar Jónsson og undirleikari Lára Rafnsdóttir. Kórinn er nú að ljúka sinu 15. starfsári. Þann 26. þ.m. heldur kórinn til Svíðþjóðar og tekur þátt í 40 ára afmælissöngmóti Sambands sænskra verkalýðskóra sem haldið verður í Stokkhólmi um næstu mánaðamót. „Við erum rétt að byrja“ Flokkur mannsins heldur baráttufund i Tónabíói laugardaginn 16. maí kl. 14 með öllum þeim sem eru fylgjandi stefnu ílokksins til þess að leggja drög að framtíð- arstarfi hans og hvernig við getum stuðlað að því að flokkurinn fái fulltrúa á þing í næstu kosningum. Fundurinn í Tónabíói er upphaf fundarherferðar sem verður um allt land í sumar og munu allir bera yfir- skriftina „Við erum rétt að byrja“. Hjálpræðisherinn. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30, helgun- arsamkoma á sunnudag kl. 11 og norsk þjóðhátíð um kvöldið kl. 20 með veiting- um. Ofursti Gotfred Runar og frú Liv frá Noregi syngja og tala. Allir velkomnir. 17. maí þjóðhátíðardagur Norðmanna 17. maí verður að venju haldinn hátíðlegur hér á íslandi. Byrjað verður á athöfn í Fossvogskirkjugarði kl. 9.30 þar sem lagð- ur verður blómsveigur að minnismerkinu um fallna Norðmenn. Skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna hefst svo í Norræna húsinu kl. 10.30. Þar verður skrúðganga og með í för verður Skólahljómsveit Kópa- vogs undir stjórn Björns Guðjónssonar. Allir eru velkomnir. Kl. 19 verður svo ekið frá Norræna húsinu að veitingahús- inu A. Hansen í Hafnarfirði en þar verður kvölddagskrá á vegum Nordmannslaget. Ungir norrænir einleikarar: Timo Kohoren Fjórðu og næstsíðustu tónleikar í tónleikaröðinni Ungir norrænir einleikarar verða sunnudagskvöld- ið 17. maí kl. 20.30 í Norræna húsinu. Þá leikur finnski gítarleikarinn Timo Korhonen verk eftir Bach, Ginastera, Moreno Torroba, L. Brouwer og fleiri. Timo Korhonen er fæddur 1964. Hann byrjaði að læra á gítar níu ára gamall en 1980 hóf hann nám við Síbeh'usarakademíuna og út- skrifaðist þaðan með mjög góðum vitnisburði 1986. Hann hefur einn- ig sótt tíma hjá mörgum þekktum gitarleikurum og má þar nefna O. Ghiglia, K. Ragossnig, J. Tomás, Hopkinson Smith, Leo Brouwer og H. Schiff. Korhonen hlaut verðlaun fyrir gitarleik í alþjóðlegri tónlistar- keppni í Múnchen 1982, yngstur allra keppenda sem hafa tekið þátt í slíkri keppni. Árið 1986 hlaut hann þriðju verðlaun í alþjóðlegri gítarkeppni í Havanna. Hann fékk Timo Korhonen auk þess sérstök verðlaun fyrir túlkun sína á suðuramerískri tón- list og formaður dómnefndar, Leo Brouwer, verðlaunaði hann sérs- taklega. Timo Korhonen hefur haldið marga tónleika bæði í Finnlandi, í Evrópu og Suður- Ameríku. Síðustu tónleikar í þessari tón- leikaröð verða föstudaginn 22. maí kl. 20.30 en þá leikur Sigrún Eð- valdsdóttir á fiðlu við undirleik Selmu Guðmundsdóttur á píanó. Kvikmyndir eftir skáldsögum Hamsuns Kvikmyndasýningar verða á vegum Norræna hússins í dag. föstudag, og á morgun, laugardag. Hér er um að ræða kvikmyndir, gerðar eftir skáldsögum Knuts Hamsun og verða þær sýndar í Norræna húsinu og Regnboganum. í dag kl. 17.00 verður sýnd kvik-_ myndin Sultur i Regnboganum. í aðalhlutverkum er Per Oscarsson og í öðrum hlutverkum eru meðal annars Gunnel Lindblom. Birgitte Federspiel og Oswald Helmuth. Myndin er gerð árið 1965 í sam- vinnu Dana, Norðmanna og Svía. Leikstjóri er Henning Carlsen en handritið er eftir Per Seeberg. Pan nefnist myndin sem sýnd verður á laugardag í Regnbogan- um. Mvndin er gerð árið 1962.1 aðal- hlutverkum eru Jarl Kulle. Bibi Andersson. Liv Ullman. Allan Ed- vall og Claes Gill. Leikstjóri er Bjarne Henning-Jensen. Norræna félagið. Almenna bóka- félagið og norski sendikennarinn standa að þessum sýningum ásamt Norræna húsinu. Neskirkja - félagsstarf aldraðra Á morgun, laugardaginn 16. maí, verðu farið i stutta ferð til Kefiavíkur. Brottfö frá kirkjunni kl. 11.30. Upplýsingar o skráning hjá kirkjuverði í síma 16783 mill kl. 17 og 18 í dag. Leikhúsið í kirkjunni Aukasýningar á Kaj Munk sunnudagiiir 17. maí kl. 16 og mánudaginn 18. mai kl 20.30. Allra siðustu sýningar. Miðapant anir allan sólarhringinn í síma 14455 Miðasala hjá Eymundsson, sími 18880, oj í Hallgrímskirkju sunnudaga frá kl. 13 Oj mánudaga frá kl. 16 og á laugardögum kl 14-17. Alþýðuleikhúsið „Eru tigrisdýr í Kongo?“. Sýning á laug ardag kl. 16. Miðapantanir eru í síma 1134' í Kvosinni og í síma 15185 tekur sjálf virkur símsvari við pöntunum allai sólarhringinn. Leikfélag Akureyrar Sýning á Kabarett föstudag og laugarda; kl. 20.30. Sýningum fer fækkandi. Leikfélag Reykjavíkur Dagur vonar sýnt í kvöld kl. 20. Djöflaeyjan. Sýning í Leikskemmu LR kvöld kl. 20.30 og sunnudag kl. 20. Óánægjukórinn. Svning laugardag k 20.30. Þjóðleikhúsið Yerma eftir Felerico García Lorca verð ur frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld. sýning verður sunnudaginn 17. maí. Rympa á ruslahaugnum. Næstsíðast sýning á sunnudag kl. 14. Ath. breyttai sýningartíma. Eg dansa við þig. Sýning á laugardags kvöld kl. 20 en þær sýningar sem eftir er verða fimmtudag 21.. föstudag 22.. mið vikudag 27. og fimmtudag 28. maí. Ekk verður unnt að hafa fleiri sýningar vegrr anna gestadansaranna erlendis. Nemendaleikhúsið „Rúnar og Kyllikki**. Síðasta sýnin verður á sunnudag kl. 20. Miðapantani eru í síma 21971 allan sólarhringinn. Sýn ingin er ekki ætluð börnum. íslenska óperan Lokasýning fslensku óperunnar á þess starfsári verður nk. laugardagskvöld 1( maí. Þetta verður sérstök hátíðarsýning óperunni Aidu eftir Verdi og mun sjór varpið taka hana upp. Að lokinni sýning verður haldið uppboð á málverkum þeit sem íslenskir myndlistarmenn gáfu ís lensku óperunni fyrr í vetur og prýtt haf veggi óperuhússins síðan. Fundur sóknarnefnda í Reykjavíkurprófastsdæmis til að ræða leikmannastarfið í kirkjunni verður haldinn í Bústaðakirkju mánudag- inn 18. maí kl. 20.30. Safnaðarráð Reykjavíkurprófastsdæmis Aukafundur verður í safnaðarheimili Bú- staðakirkju sunnudaginn 17. maí og hefst hann Jcl. 18. Kökubasar styrktarfélags vangefinna Hópur frá styrktarfélagi vangefmna. á leið í sumarfrí til ftalíu, heldur kökubasar í Glæsibæ í dag, 15. maí. frá kl. 14. Mikið af tertum og öðru góðgæti fyrir helgina. Stigamót í pílukasti íslenska pílukastsfélagið efnir til stiga- móts í pílukasti sunnudaginn 17. maí 1987 í félagsheimili lögreglumanna. Brautar- hoíti 30, Reykjavík. Keppni hefst kl. 12. Keppt í riðlum „501", átta manna úrslit. útsláttarkeppni. Stigin verða metin til nið- urröðunar á fslandsmóti IPF '87. Allir velkomnir. Kirkjukór Akraness flytur tónverk í Neskirkju Laugardaginn 16. maí 1987 kl. 16 mun Kirkjukór Akraness flytja tónverkið „Theresienmesse" eftir Joseph Havdn í Neskirkju. Kórinn frumflutti verkið sunnudaginn 3. maí sl. í safnaðarheimilinu Vinaminni á Akranesi við húsfylli og mik- inn fögnuð áheyrenda og mun endurflytja verkið á sam,T stað í dag. 15. maí, kl. 21. Flytjendur auk kirkjukórs Akraness eru einsöngvararnir Guðrún EUertsdóttir sópran, Unnur Jensdóttir sópran. Viktor Guðlaugsson tenór og Kristján Elís Jóns- son baríton. Undirleikari er Ann Toril Lindstad og söngstjóri Jón Ólafur Sigurðs- "D TT TT TB DllJÍiIV BLAÐAUKI ALLA LAUGARDAGA BÍLAMARKAÐUR DV er nú á fuUii ferð Nú getur þú spáö í spilin og valið þér bíl í ró og næöi. Blaðauki með fjölda auglýsinga frá bílasölum og bílaum- boðum ásamt bílasmáauglýsingum DV býður þér ótrúlegt úrval bíla. Auglýsendur athugið i Auglýsingar í bílakálf þurfa aö berast í síðasta lagi fyrir kl. 17.00 fimmtudaga. Smáauglýsingar í helgarblað þurfa að berast fyrir kl. 17 föstudaga. Síminn er 27022.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.