Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1987, Blaðsíða 2
20 MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1987. Iþróttir Ömari kippt út af þrátt fyrir góða frammistöðu Luzern vann góðan útisigur en Evrópusætið er glatað „Við sigruðum Basel, 2^1, í góðum leik. Það hefur verið góður stígandi hjá okkur í seinni umferðinni og við höfum ekki tapað síðustu fjórtán leikj- um í deildinni. Við siglum lygnan sjó og erum i sjötta sæti og eigum ekki lengur möguleika á Evrópusæti að þessu sinni. Ég er á góðum batavegi eftir uppskurð á liðþófa í hné og stefni að því að ná mér að fullu og koma svo eldsprækur til keppni í haust. Ómar Torfason lék fyrri hálfleikinn gegn Basel og átti góðan leik en var af óskiljanlegum ástæðum skipt út af í hálfleik." sagði Sigurður Grétarsson hjá Luzem í samtali við DV i gær. Úrslit í öðrum leikjum í svissnesku 1. deildinni m’ðu þessi: Aarau-Locarno................3-1 Belhnzona-Wettingen...........0-0 Chaux De Fonds-St Gallen......1-6 Grasshoppers-V e vev..........1-0 Lausanne-FC Ziirich...........2-2 Servette-Sion.................0-2 Young Boys-Neuchatel Xamax....2-3 • Neuchatel Xamax er í efsta sæti deildarinnar eftir 27 umferðir með 43 stig. Grasshoppers er með 41 stig og Sion er í þriðja sætinu með 39 stig. Luzem er í sjötta sæti eins og fyrr sagði með 33 stig. -JKS McEnroe lét sig hverfa og þarf að borga 580 þús. Bandaríski tennisleikarinn John McEnroe lét enn til skarar skríða gegn dómurum um helgina en hann er þekktur fyrir mikla skapsmuni. Um helgina var hann að leika gegn Tékkanum Mecir í heimsbikarkeppn- inni og fór leikur þeirra fram í Díisseldorf í Vestur-Þýskalandi. Mecir vann fyrstu lotuna. 7-5. en McEnroe þá næstu, 6-2. Þegar staðan var 2-1 fyrir Mecir í þriðju lotu byrj- uðu lætin í McEnroe. Hann mótmælti dómum og að endingu tók hann sitt hafurtask og vfirgaf völlinn og neitaði að halda áfram. John McEnroe var dæmdur í um 180 þúsund króna sekt en sökum þess að hann hefur nú verið dæmdur til að greiða meira en 300 þúsund í sektir á árinu þarf McEnroe að greiða 400 þúsund að auki þannig að samtals þarf hann að greiða um 580 þúsund. • Ekki er enn ljóst hvort McEnroe verður dæmdur í leikbann. Þess má geta að Bandaríkjamaðurinn Jimmy Connors var dæmdui' í tíu vikna keppnisbann í fyrra eftir að hafa geng- ið til búningsherbergja og neitað að ljúka leik. Það má því allt eins búast við að McEnroe verði dæmdur í keppnisbann og getur það numið frá 21 degi til eins árs. -SK • John McEnroe gerði sér litið fyrir og hætti leik sínum við Tékkann Mecir í heimsbikarkeppninni í tennis um helg- ina. McEnroe hafði mótmælt dómum dómarans margsinnis og á endanum gafst hann algerlega upp og hvarf á braut og var sektaöur fyrir. Hér sést er McEnroe sparkaði af alefli í töskuna sína í æðiskastinu. Símamynd/Reuter • „Það er kannski öruggast að mæta bara á gamla Ford i næsta rall þannig að maður verði ekki dæmdur úr keppni.“ MUGGUR Á MÁNUDEGI: Sjaldgæft atvik kom upp á yfir- til vinnu á morgnana eða jafnvel borðið í NES-rallinu sem fram fór enn fyrr. Það er því allt á huldu á Snæfellsnesi um helgina. Þar varðandi beinar sjónvarpsúLsend- gerðist það að einum keppnisbíln- ingar en líklegast er að við sjáum um var vísað úr keppni vegna þess leikina í Kóreu nokkurra klukku- að veltibúr bílsins vai' ekki eins stunda gamla. og það átti að vera. Ökumaður bílsins, Jón S. Halldórsson, sá hinn sami og sigraði í Tommarallinu fyrr á þessu ári, var álitinn mjög sigurstranglegur fyrir keppnina og var það hald margra að sú ákvörð- un að vísa Jóni úr keppni hafi verið röng. Hvort sem svo var eða ekki varð Jón að aka á Porsche bifreið sinni til Reykjavíkur. Þess má geta að Jón lét gerbreyta bil sínum fyrir þessa keppni og fór meðal annars utan til að kaupa hluti í bílinn fyrir mikla peninga. „Brandy“ skoraði markið Hlustendur Bylgjunnar rak í rogastans um helgina ergreint var frá úrslitum í landsleik Irlands og Brasilíu í knattspymu. Sem kunn- ugt er sigruðu írar í leiknum, 1-0, og í fréttum Bylgjunnar var sagt að Liam Brandy hefði gert sér lítið fyrii- og skorað sigurmarkið. Það er ekki á hverjum degi sem heilu áfengistegundimar taka sig til og skora mörk í knattspymu. Hér var að sjálfsögðu ætlunin að segja að Liam Brady hefði skorað sigur- markið, sem hann gerði. • Þorgils Ótfar Mathiesen, fyrir- liði landsliðsins í handknattleik. Slagurinn harðnar Alltaf harðnar slagur fjölmiðla hér á landi og með hverjum degin- um vex áhugi fjölmiðla á iþróttum enda kannski skiljanlegt þegar nýir fjölnúðlar spretta upp eins og gorkúlur. f sumar ætla sjónvarps- stöðvamar að sýna íslandsmótinu í knattspymu meiri áhuga en vant er og eiga knattspymuunnendur von á að fá að sjá meira frá mótinu en nokkru sinni áður. Sjónvarpsmenn þurfa ekki að hafa áhyggjur af aðstöðuleysi á knattspymuvöllunum en þar gegnir öðru máli um blaðamenn. Aðstaða þeirra er vægast sagt bág- borin og ekkert hefur verið gert til að lagfæra hana þrátt f>TÍr fóg- ur loforð æ ofan í æ. Handbolti um hánótt íslenska landsliðið í handknatt- ieik er nú að hefja undirbúning sinn fyrir ólympíuleikana í Seoul. Mikill tímamunur er á Reykjavík og Seoul eða um tíu tímar. Það er pví greinilegt að íslenska liðið verður að leika úti um það leyti sem við fslendingar erum að vakna GoMáhugi hér á landi gífurlegur Áhugi landsmanna á golfíþrótt- inni er stöðugt að aukast. Fjöldi meðlima í hinum ýmsu golfklúbb- um fer stöðugt vaxandi og nú er svo komið að illilega vantar fleiri golfvelli, í það minnsta hér á höf- uðborgarsvæðinu. Við fréttum af því að það kostaði 700 krónur að leika golf á einum besta golfvellin- um hér skammt utan Reykjavíkur og finnst mörgum það mikið. Stað- reyndin er hins vegar sú að hækka verður verðið töluvert til að koma í veg fyrir ófremdarástand og þá er kannski sérstaklega átt við það að meðlimir í klúbbunum komist hreinlega ekki að á völlunum. Glænýjar veiðifréttir á mánudögum Frá og með þessu blaði flyst veiðiþátturinn inn í íþróttabiað DV og framvegis í sumar geta áhugamenn um laxveiði lesið glænýjar aflafféttir úr laxveiðinni í mánudagsíþróttablaði DV. Það er Gunnar Bender, ritstjóri Sport- veiðiblaðsins, sem nýlega er komið út og glæsilegra en nokkm sinni fyrr, sem sér um veiðiþáttinn. -Muggur. wm mmm wmm mmm mmm wmm mmm aj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.