Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1987, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987. Útlönd Tuttugu ánim eftir sex daga stríðið I þessari viku eru liðin rétt tuttugu ár £rá sex daga striðinu, sem svo hefur verið neíht, milli ísraelsmanna annai-s vegar og Egypta, Jórdana og Sýrlendinga hins vegar. 1 upphafi stríðsins töldu leiðtogar arabaríkjanna þriggja einsýnt að átökin myndu ganga frá ísraelsríki í eitt skipti fyrir öll en framganga ísraelsku herjanna sneri því dæmi við. Þann fimmta júní 1967 gerði flugher ísraela loftárásir á Egypta- land og gjöreyddi egvpska flughern- um á jörðu niðri. Sex dögum síðar höfðu ísraelar náð á sitt vald Gaza- svæðinu og Sinai-eyðimörkinni frá Egyptum. austurhluta Jerúsalem- borgar og vesturbakka árinnar Jórdan frá Jórdönum og Gólan- hæðunum frá Sýrlendingum. Landvinningamir og sú uppgjöf arabaríkjanna, sem fylgdi í kjölfarið, virtist í fyrstu gefa ísraelum mjög sterka samningsstöðu. Margir þein-a vonuðust til þess að geta nú náð fram samningum um endanlegan frið, þannig að böm þeirra og barna- böm þyrftu ekki að búa í sífelldum stríðsótta. Friðurinn hefur þó látið bíða eftir sér og er ekki fyrirsjáan-. legt að hann náist í bráð. Breytt ríki Sex daga stríðið og eftirmál þess höfðu mikil áhrif á ísraelsríki og innri gerð þess. í raun hefur þetta fyrrum ríki gyðingdómsins breyst úr smáríki í stórveldi Mið-Austurlanda. A sama tíma hafa stjórnhættir og öll framganga stjómvalda breyst, einkum vegna þeirra svæða sem flestir Palestínumenn búa á. Til að halda uppi lögum og reglu á þessum svæðum hafa stjómvöld gripið til harkalegra aðgerða sem einkum fel- ast í því að halda Palestínumönnum niðri. Hafa stjórnhættir þessir geng- ið svo langt að í dag líkja margir ísraelsríki við Suður-Afríku, segja þar ríki kynþáttamisrétti af versta tagi. Fangelsunum án réttarhalda er beitt miskunarlaust við þá sem andæfa stjóm ísraela á herteknum svæðum. Palestínumenn verða jafn- framt að sæta því að vera reknir af heimasvæðum sínum við minnsta tilefni. ])urfa að sæta útgöngubanni og eyðileggingu heimila sinna í hefndarskyni fyrir vopnaðar árásir á Israela. Um þessar mundir eru um 4.500 Palestínumenn í ísraelskum fangelsum. Segja þeir sem sakna þess ísraels- ríkis sem var fyrir stríðið að ekki sé þar lengur fylgt boðorðum gyðing- dómsins og að þjóðin geti ekki lengur stært sig af því að vera mesta lýðræðisþjóð heims. Ný vakning Þessi ógnarstjóm ísraela í tvo ára- tugi hefur afrekað það að endur- vekja þjóðemiskennd og baráttu- ísraelskir hermenn fagna eftir að hafa náð austurhluta Jerúsalemborgar af Jórdönum. - Simamynd Reuter vilja Palestínumanna. I dag munu um sjötíu af hundraði palestínskra íbúa herteknu svæðanna styðja Fatah-arm frelsishreyfingar Palest- ínumanna, PLO. Þótt ísraelsmönn- um hafi enn tekist að halda aðgerðum Palestínumanna í lág- marki, með ofurstjóm, er ekki vitað hversu lengi þeir geta haldið þeirri stöðu. Á þessum tveim áratugum hefur stuðningur sá, sem PLO undir for- ystu Yassers Arafat hefur átt vísan meðal arabaríkja, verið ákaflega háður þeim stjórnmála- og hemaðar- legu sveiflum sem sett hafa mörk sín á Mið-Austurlönd. Hafa Palestínu- menn þar verið nánast leiksoppur sem hefur þurft að heyja sína bar- áttu án þess að geta treyst nokkrum aðila. Yms merki em þess nú að PLO njóti vaxandi vinsælda meðal araba- ríkja, sem flest hafa sýnt tilhneig- ingu til þess að styðja róttækari stefnumörkun en tíðkast hefur til þessa. Líklegt verður þó að telja að þessar vinsældier verði skammlífar, enda sýna stjómvöld arabaríkjanna lítinn vilja til þess að sættast opin- berlega við PLO. Hver og ein ríkis- stjórn þessara ríkja telur sig raunar verðugan fúlltrúa Palestínumanna og sækist til þess að ná áhrifatökum á PLO fremur en styðja baráttu sam- takanna. Nýtt jafnvægi Þótt óttinn um nýtt stríð milli ísra- ela og arabaríkjanna geri alltaf eitthvað vart við sig verður að telja ólíklegt að til þess komi í bráð. Á þessum tveim áratugum hefur ýmis- legt breyst og í dag telja flestir hemaðarsérfræðingar litlar líkur á að til harðra átaka komi milli þess- ara ríkja. Kemur þar bæði til breytt stjómmálaafstaða sem og nýtt hern- aðarlegt jafnvægi, þar sem ísraelar em taldir hafa einhverja yfirburði í vígbúnaði og gmnur leikur á að þeir hafi komið sér upp kjamorku- vígbúnaði sem þeir gætu gripið til ef arabar gerast of ágengir. Á sama tíma hefur dregið mjög úr baráttuvilja Israela. Herir þeirra eru æ tregari til þess að taka þátt í að- gerðum og þótt yfirmenn þar vísi algerlega á bug fullyrðingum um linku og lélegan anda í hersveitum er Ijóst að stríðslöngun yngi-i kyn- slóða í ísrael er hvergi nærri eins mikil og hinna eldri. Ljóst er að Egyptar hafa í dag full- an hug á friðsamlegri sambúð við ísrael. Jafhvel þótt sá friðarvilji hyrfi gæti það reynst erfitt fyrir Egypta, sem í síauknpm mæli byggja víg- búnað sinn á bandarískum vopnum og tækjum, að koma Israelum á óvart með skyndiárás. Hvorki Jórdanir né Sýrlendingar hafa heldur bolmagn til þess að ráð- ast gegn ísraelum, hvorki saman né hvor í sínu lagi Þeir aðilar, sem einna helst væm til með að ráðast á ísraelsríki nú, það er fran og írak, berast eins og kunnugt er á banaspjótum og ekki fyrirséð hvenær átökunum milli þeirra lýkur né heldur hverjar afleið- ingar þeirra verða, stjómmálalega, efnahagslega og hemaðarlega. Flestir þeir sem fjalla um málefni Mið-Austurlanda telja því líklegast að baráttan og togstreitan milli ar- abaríkja annars vegar og ísraela hins vegar verði enn háð í Líbanon á komandi árum, líkt og verið hefur síóustu ár. Á meðan hefur í raun enginn unn- ið þótt flestir hafi tapað. fsraelar búa áfram við óörugga stöðu, innan um eintóm óvinaríki. Arabaríkin fá litlu af kröfum sínum framgengt og Pal- estínumenn fá enga raunhæfa úrlausn sinna mála. Og Líbanon verður áfram vígvöllur, eins konar sandkassi þar sem strákar Mið- Austurlanda koma saman til að slást. SEX DAGA STRÍÐIÐ 1967 ^ O" ? i Kairó / Ísrael-Jórdanía s AA1_ Egyplaland-ísrael - EGYPTALAND Sínaískagi, einníg hernuminn af ísralesmönnum í stríðinu 1967 T"T DV-kort: JRJ Á sex dögum náðu ísraelar Gaza-svæðinu og Sinai-eyðimörkinni af Egyptum, austurhluta Jerúsalemborgar og vesturbakka Jórdan af Jórdaníumönnum og Gólan-hæðunum af Sýrlendingum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.